Þjóðviljinn - 08.09.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Síða 3
Guðmundur Steinsson fyrirliði Fram. Knattspyrnan Spennan í hámarki - íslandsmótið í knattspyrnu virðist í ár ætla að verða eitt hið jafnasta og fjörugasta í manna minnum og ólíklegt að úrslit ráðistfyrren ísíðasta leik. Framarar hafa haft for- ystu nær allan tímann þartil nú og hafa þess utan unnið þrjá titla á árinu. Guðmundur Steinsson fyrirliði þeirra var tekinnístuttviðtal. - Eru Framarar eitthvað að dala? „Við töpuðum þremur erfiðum leikjum í röð og vorum óheppnir í leiknum á móti Þór. Svo var dá- lítil þreyta í liðinu í KR leiknum og það var auðvitað hörmulegt að vinna ekki Þrótt um daginn í leik sem að við áttum allan. Þeir græddu á þessum litla velli, - það er auðveldara að pakka í vörn, eins og þeir gerðu.“ - Nú verður Pétur Ormslev ekki með á móti FH? „Nei, það er slæmt að missa Pétur og þetta er þriðji maðurinn sem við missum í bann í sumar. Annars er nóg af strákum sem geta fyllt skarð hans og við ætlum okkur sigur.“ - Hvernig hefur sumarið verið knattspyrnulega? „Gott. Skemmtilegur fótbolti og mörg mörk. Það hefur verið mun betri bolti en í fyrra, meiri sóknarfótbolti. Mótið er líka meira spennandi, það eiga enn fjögur lið góða möguleika á titlin- um, Valur, ÍA, Þór og svo við. Og KR og ÍBK eiga góða mögu- leika á Evrópusæti." „Svo tekur Evrópukeppnin við hjá okkur. Við spilum fyrri leikinn við írska liðið Glentoran hér heima 21. september. Við reynum auðvitað allt sem við get- um til að vinna þá. Eyjamenn gerðu það um árið, svo við eigum góða möguleika.“ - Verður þú áfram í fótboltan- um og þá með Fram? „Ja, ég skipti að minnsta kosti ekki um félag heima. Jú, jú mað- ur á mörg ár eftir í fótboítanum, það er alveg klárt. Ég á ekki von á miklum breytingum á mannskap hjá Fram. Þetta er góður hópur og okkur hefur gengið vel í sumar. Þá eru menn mjög ánægðir með Ásgeir Elíasson þjálfara og hann hefur skilað góðum árangri.“ -pv fff IAUSAR STÖÐUR HJÁ tfl REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Deildarfulltrúi óskast hjá Unlingaathvarfi Reykjavíkur- borgar. Félagsráðgjafa- eða svipuð starfsmenntun áskilin auk reynslu af starfi með unglingum. Upplýsingar veitir deildarfulltrúi í síma 20606 e.h. og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur rennur út 22.9. 1985. Húsvörður óskast í fullt starf fyrir 70 íbúða sambýlis- hús. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur um- sjón með umgengni og ræstingu. Góð íbúð fylgir starf- inu. Upplýsingargefur húsnæðisfulltrúi í Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 4, sími 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 12. september 1985. Ríkisútvarpið auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: Starf aðalbókara Ríkisútvarpsins. Staðgóð þekking á bók- haldsstörfum er nauðsynleg. Starf fulltrúa í fjármáladeild Ríkisútvarpsins til afleysinga í 6 mánuði. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og þekking á ritvinnslu væri æskileg. Starf málara í leikmyndadeild sjónvarpsins. Vaktavinna. Starf skrifstofumanns á aðalskrifstofu sjónvarpsins. Við- komandi þarf að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur um þessi störf er til 20. september og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4 eða Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. Ríkisútvarpið vill einnig ráða tvo fréttamenn til starfa á fréttastofu útvarpsins frá 1. október til maíloka á næsta ári. Háskólamenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 15. sept- ember. ráv RÍKISÚTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA * KRAMHÚSIÐ * DANS OG LEIKSMIÐJA v/BERGSTAÐASTRÆTI Haustnámskeiðin hefjastló.sept. Fyrir böm og unglinga: A Jassdans • Afríkudans A Leikræn tjáning námskeið) ■ Leikfimi • Dansleikfimi ■ Jassdans • Klassískur ballett ■ Afríkudans • Leikræn tjáning ■ Dansspuni Kenmrar: Hafdís Ámadóttir Hafdís Jónsdóttir Elísabet Guðmundsdóttir Edda Guðmundsdóttir Halla Margrét Ámadóttir Ásdís Paulsdóttir Sigríður Eyþórsdóttir og Abdoul Dhour t* Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið Arnar- fjörður 1985. (Lengd 6,9 km, styrking 10.000 m3). Verki skal lokið 1. desember 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á (sa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. sept- emer n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 23. september 1985. Vegamálastjóri Auglýsið í Þjóðviljanum Nú þegar haustar viljum við minna viðskiptavini okkar á að hitastig í vöruskálum Eimskips getur farið niður fyrir 0°C. Öryggi eigenda vöru sem ekki þolir frost eykst eftir því sem varan staldrar skemur við í skálunum, og mikilvægt er t.d. að athuga að frostlögur sé á bílum eða vélum. Vandaður frágangur vörunnar tryggir öruggari flutning EIMSKIP * Síml 27100 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.