Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Landsfundur AB verður haldinn að Borgartúni 6 dagana 7.-10. nóvember. Fulltrú- akjöri félaga þarf að vera lokið þremur vikum fyrirfundinn. Dagskrá verður nánar í blaðinu síðar og í bréfum til trúnaðarmanna flokks- ins. Miðstjórnarfundur AB Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar dagana 4.-6. október að Hverfisgötu 105. Þar verður rætt um undirbúning landsfundar, stöðu flokksins og utanríkismál. Dagskrá nánar aug- lýst síðar. Þjóðviljaráðstefna Útgáfufélag Þjóðviljans og Alþýðubandalagið gangast fyrir ráð- stefnu um ÞJóðviljann laugardaginn 21. september að Hverfisgötu 105. Er ráðstefnan opin öllum félögum í Útgáfufélaginu og Alþýðu- bandalaginu. Útgáfufélag Þjóðviljans Framhaldsfundur verður haldinn 10. október nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Á dagskrá er: 1) Kosning stjórnar félagsins. 2) Undirbúningur vegna 50 ára afmælis Þjóðviljans 1986. 3) Lög að skipulagsskrá félags- ins. 4) Önnur mál. Námstefna um nýja sókn Námstefna AB um nýja sókn ( atvinnulífinu fer fram sunnudaginn 22. september að Hverfisgötu 105 og hefst hún kl. 10.00 árdegis. 18 fyrirlesarar úr ö-llum greinum atvinnulífsins tala. Látið skrá ykkur til þátttöku fyrir 15. september. Námsefnan er opin öllum sem skrá sig í tæka tíð en þátttökufjöldi er takmarkaður við 80 manns. Skráningarsími er 17500. Alþýðubandalagið á Akranesi. Fundur verður í bæjarmálaráði næstkomandi mánudag 9. sept- ember klukkan 21.00. ÆSKULÝDSFYLKINGIN Aðskilnaðarstefna S-Afríku Aðgerðir eftir helgi! Æskulýðsfylkingin og aðrir sem vilja berjast gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í Suður-Afríku komi saman til undirbúningsfund- araðgerða sem fyrirhugaðar eru eftir helgina. Fundurinn verður að Hverfisgötu 105 sunnudaginn 8. september og hefst kl. 19.30. Nefndin. Hana nú og sei sei já! Haustfagnaður - 7. sept. Bráðum kemur blessaður haustfagnaðurinn og allirfara að hlakka til ....eða þannig. Dagskráin þennan dag fer nú senn að ná endan- legri mynd en hún tekur breytingum dag frá degi - og alltaf til batnaðar. í dag lítur hún svona út: 13:00 Húsið opnað - kaffi og kökur á færibandi. 14:00 Getur G(olíat) lagt Davíð? - Sigurjón Pétursson og harðsvíraður andstæðingur keppa. 15:15 Einar Kárason les úr óútkominni bók sinni. 16:00 Spurningakeppni milli framkvæmdastjóra AB og frétta- manna Þjóðviljans. 17:00 Ljóðskáldið og snillingurinn Sjón les úr verkum sínum. Hér er á ferðinni splunkunýtt prógramm. Þeir sem vilja fylgjast með menningarmálunum láta hér ekki happ úr hendi sleppa. 17:30 Þjóðviljinn. Óskar Guömundsson etur kappi við flokkslið Allaballa. 19:00 Húsinu lokað. Kl. 21 um kvöldið hefst síðan dansleikur. Þar mun hinn víðfrægi og fótfrái Halli Jóns kynna þá skemmtikrafta sem fram koma. Svona til að gefa tilvonandi gestum Fagnaðarins smá innsýn í tilvonandi skemmtiatriði þá mun það hér með upplýst að Flosi Ólafsson, rithöfundur, stórskáld og leikari með fleiru, verður meðal gesta kvöldsins. Mætum öll tímanlega. Fjörfiskarnir Félagsfundur ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til félagsfundar miðvikudag- inn 2. október að Hverfisgötu 105 kl. 20.30. Fúndarefni er félags- starfið í vetur og kosning uppstillingarnefndar vegna kjörs fulltrúa félagsins á landsfund. Fjölmennið! Stjórn ABR. Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 46711 Vegna stórhátíðar Þann 27. september verða liðin 10 ár frá stofnfundi Jazzvakningar. Stofnendur voru 38. Félagið efndi fljót- lega til djasskvölda þar sem fram komu íslenskir tónlistar- menn og með því starfi fyrstu árin var brautin rudd að nýju fyrir íslenskan djass; bæði fóru hljóðfæraleikararsjálfir að efna til tónleika og eins var farið að ráða þá til að spila djass-ákaupi! í kjölfarþess- arar þróunar breyttist starf- semi Jazzvakningartöluvert. Aðalverkefnið varð nú að skipuleggja tónleika með erlendu listafólki, allajafna í fremstu röð. Það þarf naumast að taka fram að sá innflutningur hafði mikil áhrif, ekki síst hjá ungu fólki sem oft var á sínum fyrstu djasstón- leikum. Undirritaður getur tam. borið um það vitni að hann fékk þá vitrun á Jazzvakningartón- leikum árið 1978 að kontrabass- inn væri hið eina og sanna hljóð- færi! Það varð því höfuðverkefni Jazzvakningar að halda gluggan- um opnum út á við. Síðan í febrú- ar 1978 hefur hún 32 sinnum fengið heimsóknir erlendra lista- manna og í þrjú skipti voru stór- sveitir á ferð: Clark Terry Big Band, Charlie Haden’s Liberati- on Orchestra og Lionel Hampton Big Band. Fjöldi þeirra hljóð- færaleikara sem hafa komið til landsins á vegum hreyfingarinnar er því kominn hátt á annað hundrað. Hljómplötur Annað verkefni Jazzvakningar hefur verið plötuútgáfa. Fyrsta platan var Samstæður, kammer- jazz eftir Gunnar Reyni Sveins- son sem kom út 1978. Þegar bandarísk-íslenski kontrabassa- leikarinn Bob Magnusson kom hingað til lands og lék með ís- lenskum djassmönnum á 5 ára af- mæli Jazzvakningar 1981 voru hljóðritaðir 3 tónleikar og síðan valið úr til útgáfu. Það var Jazz- vaka sem út kom 1981. Árið 1983 kom svo út tvöfalt albúm - Jazz í 30 ár - og gæti haft undirtitilinn Drög að djasssögu ísiands. Gunnar Ormslev er þar í aðalhlu- tverki sem vænta mátti, en undir- búningur að plötunni hófst fljót- lega eftir að hann lést vorið 1981. Að baki því albúmi lá mikil vinna; gamlar segulbandsspólur voru grafnar upp úr dóti í bíl- skúrum úti í bæ og allir héldu að væru löngu týndar, austur í Mos- kvu leituðu menn að spólum með leik Gunnars Ormslevs og félaga frá Heimsmóti lýðræðissinnaðrar æsku og stúdenta árið 1957 og fundu og til mótmægis við þau lög tókst að hafa upp á öðrum tveimur sem tekin voru upp fyrir Voice of America 1964! Og er þá fátt eitt talið af þeim vandamál- um sem leysa þurfti við undirbún- inginn. Fimrrita plata Jazzvakn- ingar kemur svo út 12. septemb- er, þessi ófétis jazz! með þeim Eyþóri Gunnarssyni, Friðrik Karlssyni, Gunnlaugi Briem, Tómasi R Einarssyni og Rúnari Georgssyni. Heyrn og sjón Jazzvakning fagnar afmæli sínu að hætti jafngamalla barna; safn- að er saman veisluföngum af ýmsu tagi, fólki er boðið og á til- settum tíma ræðst svo skarinn á pylsurnar. Veisluföngin í þessu afmælishófi tengjast þó ekki gast- Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari. Hann hefur skrifað verk fyrir stórsveit og verður það flutt á hátíðinni. eftir Tómas R. Einarsson Pótur Östlund í kraftmikilli sveiflu fyrr á árum. Ekki er vitað hvort hann mætir í jakkafötum á djass- hátíðina. rónómíunni nema í yfirfærðri merkingu - teitið er helgað eyrunum og svo sjóninni; í Djúp- inu við Hafnarstæti verður opnuð sýning þann 12. september. Þar eru sýndar 20 myndir hins sveifluglaða málara Tryggva Ól- afssonar af ýmsu djassfólki og svo Ijósmyndir af sams konar fólki, teknar af þeim danska djassmeistara Gorm Valentin. í fjögur dægur þenur sig djass- fólk af ýmsum þjóðernum; spánskt, sænskt, danskt, íslenskt, breskt og bandarískt. Fjöl- breytnin er mikil: íslensk og dönsk þjóðlög í útsetningu pían- istans Óle Kock Hansen, flutt af honum, Niels-Henning, Pétri Östlund og fslenskum strengja- kvartett föstudagskvöldið 13. september. Píanóvirtúósinn Tété Montoliu frá Barcelona leikur með Niels-Henning á fyrri helm- ing tónleika í Háskólabíói 12. september; Tété lék í æsku „grát- fagra sálarmarsúka Sjópengs“ - klassískt uppalinn eins og Aldin- blóð í Atómstöðinni, en hljóp síðar „gönguhlaup útí ofsafeng- inn djass“. Það er mikill hiti og skap í píanóleik þessa manns, ein plata hans hét Katalónskur eldur, en flestir Barselónubúar sem eitthvert tak er í telja sig frekar katalónska en spænska. Mezzo- forte, sem reyndar spiluðu fyrir 150 þúsund manns í Barcelona í júní, leika sitt fönk í Háskólabíói laugardaginn 14. og með þeim breski saxófónleikarinn Dale Barlow. Barlow er einn af fremstu saxófónleikurum Breta af yngri kynslóð, hefur leikið í Bandaríkjunum og víða í Evrópu og hefur nýlokið við að hljóðrita með þeim Cedar Walton og Billy Higgins. Og ef að líkum lætur verður hann ekki eini gesturinn með Mezzoforte, ýmsir slag- verksmenn og blásarar eru í sigti! Söngur og gleði Djasssöngurinn verður til stað- ar í Háskólabíói 12. september (seinni hluti tónleika) og í Vík- ingasal Flugleiða kvöldið eftir; það er Etta Cameron, sem hreif íslenska sjónvarpsáhorfendur fyrir stuttu síðan, söngkona sem hefur í sér allan svarta arfinn - gospel, soui og blús að viðbættum djassinum. (Sænska sveitin Emp- hasis on Jazz undir forystu Péturs Östlund, en Pétur leikur öll kvöld hátíðarinnar og er það gleðiefni að fá að njóta þessa eldhærða trommusnillings í svo fornemum selskap.) Tveir ólíkir straumar eiga fulltrúa sína í Víkingasal 13/ 9: hinir rafvæddu og sjaldheyrðu Gammar og Kvartett Kristjáns Magnússonar. með gestum, þ.á m. Jóni Páli Bjarnasyni sem kem- ur beint frá Los Angeles. f Átt- hagasal á laugardagskvöld spila svo hin íslensku Öféti lög af plötunni Þessi ófétis jazz! og síð- ar sama kvöld spilar þar sænska hljómsveitin Emphasis on Jazz. Á sunnudag leikur sveit Friðriks Theódórssonar í Blómasal um hádegisbilið og um kvöldið er miðilsfundur í Átthagasal á Sögu; Árni Scheving og fleiri endur- vekja Jazzmiðla, stórsveit leikur nýtt verk eftir Stefán S. Stefáns- son, Guðmundur Ingólfsson og Reynir Sigurðsson leika dúett og margt margt fleira - í beinni út- sendingu Rásar tvö. Sumsé allt harðla gott og viss- ara fyrir lesendur Þjóðviljans að kaupa sér strax miða í Karnabæ í Austurstæti ef þeir vilja tryggja sér sæti einhvers staðar í þessu afmælisboði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.