Þjóðviljinn - 10.09.1985, Qupperneq 4
LEHDARI
Lengra til framtíðar
Stundum er sagt aö tími „patentanna'1, alls-
herjarlausna í pólitík sé liðinn. „Kommúnismi"
sem allsherjarlausn vekur andúö meöal íbúa á
Vesturlöndum, vegna þess aö raungering hans
í Austur-Evrópu höföar ekki til nema örfárra.
Með sama hætti hefur frjálshyggjan reynst í
praksís mannfjandsamleg þarsem hún hefur
verið reynd í löndum einsog Bretlandi og
Bandaríkjunum. Frjálshyggjan sem allsherjar-
lausn vekur aðeins andúð í brjóstum flestra
manna sem vilja samúö, samstöðu, bróöurþel
og samhjálp.
Þess vegna hlýtur þaö aö sæta nokkrum tíð-
indum meö hversu afdráttarlausum hætti síö-
asta þing Sambands ungra sjálfstæðismanna
samþykkti frjálshyggjuna samkvæmt greinar-
gerð Morgunblaðsins um helgina. Undir
gunnfána frjálshyggjunnar hyggjast ungliöarnir
í Sjálfstæöisflokknum rústa velferðarkerfið og
koma á ávísanaþjóöfélagi, þarsem hinn ríki
læsir klónum um æ fleiri þætti þjóðlífsins. Þaö er
þó Ijóst, að gegndarlaus frjálshyggja hefur
reynst leiöa til hins gagnstæöa viö „idealiö",
hún hefur skert frelsi hins fátæka og aimennra
borgara.
Gera má ráö fyrir aö sigur frjálshyggjunnar
innan Sjálfstæöisflokksins muni leiöa til þess,
aö á næstunni verði meira fjallað um hug-
myndafræðileg efni í pólitískri umræðu. í sjálfu
sér er fyrir löngu kominn tími til aö á vettvangi
stjórnmálanna sé meira fjallað um hugmynda-
fræöileg efni; hvers konar þjóöfélag viljum viö?,
og knýja þarf stjórnmálamenn til aö horfa lengra
fram á veginn. Oft nær þankagangurinn ekki
lengra en til næstu ríkisstjórnar í stað þess aó
vinna aö bættri og betri gerö þjóðfélagsins
breidd og lengd.
í pólitískri umræöu er alltof oft hlaupið framhjá
því aö ræöa innihald mála. Þannig er til dæmis
ekki spurning fyrir börn og foreldra hvort skólar
eru ríkisreknir einkaskólar eöa bara venjulegir
grunnskólar. Þaö sem fólk vill eru betri skólar.
Því væri eðlilegt að umræöan beindist að því
atriði.
Svipaö erfariö um þaö sem stjórnmálaflokkar
hafa kallað grundvallaratriði í stefnuskrám sín-
um. Einn flokkur hefur kallaö sjálfseignarstefnu
í húsnæðismálum sitt aöal stefnumál. Síðan
hefur sá flokkur stjórnaö peningamálum í
landinu á þann veg, að sjálfseignarstefnan er
ekki annað en oröin tóm. Aörir flokkar vilja tilaö-
mynda koma í veg fyrir vinnuþrælkun, en sætta
sig viö kjarasamning sem fela í sér ekki annaö
en áframhaldandi vinnuþrælkun fólksins. En
þjóöin lifir ekki einungis af krónum og aurum;
gera má ráð fyrir aö á næsta þingi veröi töluvert
fjallaö um grundvallaratriði á löggjafarsamkom-
unni.
Hvernig ætlast stjórnmálaflokkarnir til að
samskiptum viö hernámsliðið veröi háttaö í
framtíðinni? Hvernig skólakerfi á aö vera í
landinu til framtíöar? Hvers konar atvinnulíf?
Hvers konar öryggi og tryggingar fyrir aldraöa,
sjúka og fatlaða? Hvernig á menningarlíf í
landinu aö fá aukið olnbogarými? Hvernig er
hægt aö auka velferð þegnanna? Það er kom-
inn tími til aö viö stefnumótun stjórnmálaflokka
og alþingis verði horft lengra til framtíðar en
hingaö til og aö stefnur stjórnmálaflokkanna
veröi sjálfar notaðar sem mælikvaröi á getu
þeirra og árangur.
Bréfið sem hvarf
í Þjóðviljanum á laugardag kom fram, aö for-
ráðamenn Kirkjusands höfðu sent borgarstjór-
anum í Reykjavík bréf þarsem óskaö var eftir
aöild aö viðræöum um framtíð fiskvinnslu í höf-
uðborginni. Bréfið var sent í júnímánuði sl. en
hefur enn ekki komið fram í viöræöunefnd borg-
arinnar. Bréfinu var stungiö undan. „Sú máls-
meðferð sýnir svo ekki verður um villst aö viö-
ræöur varöandi framtíð fiskvinnslunnar snúast
um þaö eitt aö sameina BÚR og ísbjörninn hvaö
sem þaö kostar og að borgarstjóri lætur ekki
svo lítiö aö sinna því verkefni sem haft er aö
yfirskini, það er aö kanna alla möguleika til hag-
ræðingar fiskvinnslunnar í Reykjavík," sagöi
Sigurjón Pétursson í viötali viö Þjóðviljann.
Þessi uppljóstrun ýtir enn frekar undir þær
grunsemdir aö Sjálfstæðisflokkurinn sé meö
sameiningunni að bjarga flokksfélögum í pen-
ingavandræðum. Þaö er aumkunarvert mark-
miö hjá Davíð. Borgarstjórinn í Reykjavík á aö
gæta hagsmuna borgarbúa.
-óg.
KUPPT OG SKORID
Hinir hógværu
yfirbugaðir
Þegar Hannes Hólmsteinn
Gissurarson skipti Sjálfstæðis-
flokknum í fylkingar í ítarlegri
grein í Mannlífi fyrir nokkrum
mánuði, vakti nokkra athygli
hvernig yfirstjórn Morgunblaðs-
ins var skipt á milli skoðanahóp-
anna.
Matthías Johannesen var sam-
kvæmt þesari greiningu í fylkingu
með mönnum einsog Geir og
Haralz, leiftursóknaríhaldi sem
þó aðhylltist ekki ómengaða
frjálshyggju. Björn Bjarnason
aðstoðarritstjóri var hins vegar
alveg útá frjálshyggjukantinum,
meðan Styrmir Gunnarsson var
settur á miðjuna. „Miðjumoðið“
var fylking hinna hógværu
kölluð; fylking þeirra sem fram á
þessa tíma hafa ráðið miklu í
Sjálfstæðisflokknum, verið vald-
amest.
Styrmir
í Síberíuvist
Sú var tíð, að talið var að hinir
hógværu myndu erfa landið. En í
Sjálfstæðisflokknum er þessu
ekki þannig farið, ef marka má
grein Guðmundar Magnússonar
blaðamanns í Morgunblaðinu,
um SUS-þing sem nýlega var
haldið á Akureyri. Greinin er
samfelldur óður til frjálshyggj-
unnar og sagt að ekkert annað
hafi komist að á þinginu: „enginn
kvaddi sér hljóðs til að andmœla
frjálshyggjunn i “ og viðhorf
„miðju-moðsins“ heyrðist ekki,
að sögn Guðmundar.
Höfundur viðurkennir að pó-
litík hinna hógværu hafi gert
Sjálfstæðisflokkinn að fjölda-
hreyfingu, en hann sér greinilega
glitta í nýja tíma, þarsem frjáls-
hyggjan nær yfirhöndinni. Ekki
er nóg með að sparkað sé í miðju-
menn, - og þarmeð Styrmi Morg-
unbiaðsritstjóra, heldur þarf
endilega að fylgja með einn í
verkalýðsforystu Sjálfstæðis-
flokksins, Björn Þórhallsson. Það
er orðað svona smekklega: „Ekki
hefur tekist að sannfœra verka-
lýðsforystu flokksins um að laun-
þegar hafi meiri hag af frjálsum
markaðsbúskap, en haftastefnu
og ríkisforsjá".
Það er dálítið merkilegt hvern-
ig komið er í Sjálfstæðisflokknum
einsog í kommúnistaflokkunum á
fyrstu áratugum aldarinnar. Það
er ekki nóg að Björn Þórhallsson
hafi svikalaust lýst yfir hollustu
sinni í orði og á borði við kapital-
ismann, heldur er það ekkert að
marka fyrr en hann hefur skrifað
uppá Friedman og frjálshyggj-
una.
Þetta var eins hjá kommunum í
gamla, gamla daga. Það var ekki
nóg að lýsa yfir stuðningi við
kommúnismann, heldur þurfti
Lenín og síðan Stalín að fá upp-
áskrift líka. Annars Síbería. Og
hver veit nema fari fyrir Birni og
Styrmi þegar SUS verður allsráð-
andi, einsog fyrir Malenkof sem
forðum varð rafveitustjóri
nyrðra. Ætlar Björn Bjarnason
og frjálshyggjuliðið í SUS að
senda þá Björn Þórhallsson og
Styrmi Gunnarsson í Síberíuvist?
Handhafar
réttlætisins
Styrmir fær ekki beinlínis
stuðningsyfirlýsingu frá blaða-
manni sínum: „hefðbundin miðj-
ustefna í stjórnmálum hefur beðið
skipbrot". Og einsog þeir sem
höfðu uppáskrifaða allsherjar-
lausnina á fyrstu áratugum aldar-
innar hefur stuttbuxnadei'din
höndlað Veginn, Sannleikann,
Lífið á SUS-þingi með túlkun
blaðamannsins: „Leið frjáis-
hyggjunnar er fersk og spenn-
andi, sameinar hugmyndir um
réttlœti og hagkvœmni, og höfðar
sérstaklega til ungs fólks". Les-
andi góður, reyndu að setja
kunnugleg hugtök í stað „frjáls-
hyggjunnar" í setninguna hér
fyrir framan, og sjá, - kannastu
ekki við hana?
Píslarvætti
Þó hrifningin sé mikil, þá er
„raunsætt mat“ með í för blaða-
mannsins um ódáinsakur frjáls-
hyggjunnar. „Pað er hins vegar
Ijóst að ýmsir áhrifamenn í Sjálf-
stœðisflokknum munu beita sér
gegn því að hinar róttæku tillögur
SUS nái fram að ganga. “ Og þessi
skýhnoðri í heiðríkju andans,
angrar blaðamann Morgunblaðs-
ins, þannig að á þetta er oftast
minnst: „Tillögur SUS-þingsins
munu mœta andstöðu innan Sjálf-
stæðisflokksins og utan hans.“
Og síðar: ,rAuðvitað verður róð-
urinn þyngri meðal eldri flokks-
manna. “
Ávísana-
félagið
Hinar róttæku hugmyndir sem
vitnað er til, eru mestanpart gam-
alkunnar lummur úr bakaríi
frjálshyggjunnar, svosem einsog
að skera niður samfélagslegan
rekstur dagheimila, skóla og
heilbrigðisþjónustu. Það sem á
að koma í staðinn, er t.d. ávísan-
akerfi. Einna helst ber að skilja
það þannig, að hver fjölskylda fái
ávísanahefti uppá: a) skóla, b)
dagheimili, c) lyf, d) spítala.
Ávísunin gæti verið meðaltals-
krónufjöldi per mann í landinu
en allt sem fer fram yfir þá upp-
hæð er viðkomandi fjölskyldu
frjálst að greiða fyrir. Við látum
útfærslu á þessu ávísanabraskerfi
bíða um hríð en víkjum lítillega
að öðrum gamanmálum á SUS-
þinginu.
Vantar fólk
Skólakerfið í dag framleiðir
„meðalmenni“ segja ungliðar og í
heilbrigðiskerfinu er stöðug
„hagsmunatogstreita stéttarfélaga
heilbrigðisstarfsmanna sem sífellt
taka til sín stœrri hlut útgjald-
anna.“ Jamm, það er hátt
kaupið! Greinarhöfundur viður-
kennir að þeir hópar og stéttir
sem ungir sjálfstæðisflokksmenn
ætla að skera niður við trog hafi
ekki verið ýkja fjölmennir á SUS-
þingi: „Þar vantar t.d. fleiri
grunnskólakennara, fóstrur og
hjúkrunarfræðinga. “
Það er líka sjaldan að forysta
Sjálfstæðisflokksins þekki til
slíkra starfa. Hún er nú hin síðari
árin tekin beint af kontórum
Vinnuveitendasambands ís-
lands. Áður en Þorsteinn Páisson
varð formaður Flokksins, var
hann framkvæmdastjóri VSÍ og á
SUS-þinginu kusu ungliðarnir sér
hagfræðing VSÍ, Viihjálm Egils-
son að formanni.
Aldrei verður heimssýn Fram-
sóknarflokksins svo snautleg að
sækja alla sína forystu í Sölv-
hólsgötu, - Alþýðubandalagsins
á Grensásveg, - Alþýðuflokksins
Fálkagötu. Aldrei. _ óg.
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guð-
björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir.
Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýslngastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttit, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bilstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsverð: 40 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 400 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN