Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 9
HEIMURINN
Suður-Afríka
Verða vega
bréfalögin
afnumin?
Viðskiptajöfrar eigafund með ANC.
Kirkjuleiðtogar hvetja til verkfalls
Einn góðan veðurdag munt þú erfa allt þetta, segir faðir við son. Það er þessi framtíðarsýn sem suðurafrískir
viðskiptajöfrar vilja ekki og þess vegna eiga þeir fund með ANC í trássi við Botha.
Höfðaborg - Stjórn hvíta minni-
hlutans virðist vera komin á
undanhald því í gær lagði ráð-
gjafarnefnd Botha forseta til
að hin illræmdu vegabréfalög
sem skylda alla blökkumenn til
að ganga með sérstök vega-
bréf yrður afnumin. Hvorki það
né tilboð Botha frá í fyrradag
um ríkisborgararétt til handa
íbúum „heimalandanna" virð-
ast þó sefa reiði blökkumanna
því óeirðirnar mögnuðust um
allan helming í gær.
Lögreglan sagðist hafa fellt sjö
blökkumenn sl. sólarhring í
óeirðum víðsvegar um landið.
Mestar urðu þær í Höfðaborg þar
sem til uppþota kom í svo til
öllum hverfum blökkumanna. í
gærkvöldi stóðu þær enn og hóp-
ar fólks grýttu lögregluþjóna og
kveiktu í strætisvögnum. í Sow-
eto, útborg Jóhannesarborgar,
skaut lögregla úr haglabyssum á
hóp barna fyrir utan skóla og
særði 10 börn og einn hvítan
kennara.
Kirkjuleiðtogar komu saman
til fundar í Pietermaritzburg í gær
og lýstu stuðningi við tillögu Tutu
biskups um allsherjarverkfall.
Lögðu þeir til að allir íbúar lands-
ins legðu niður vinnu 9. október
nk. nema þeir sem gegna
lífsnauðsynlegri þjónustu. Að
þessari samþykkt standa leið-
togar þriggja af fjórum höfuð-
kirkjum kristinna manna í land-
inu. Sá fjórði taldi sig þurfa lengri
umhugsunarfrest.
Tutu biskup hæddist í gær að
tilboðum Botha og kallaði þær
„endurbætur í smáhlutum“. „Ég
vil ekki gera endurbætur á að-
skilnaðarstefnunni, ég vil afnema
hana,“ sagði Tutu.
Vegabréfalögin sem sett voru
árið 1952 eru blökkumönnum
mikill þyrnir í augum vegna þess
að þau hafa reynst stjórnvöldum
notadrjúg til að hafa eftirlit með
fólki og halda því niðri. Er talið
að á þeim 33 árum sem liðin eru
frá gildistöku laganna hafi 20
miljón handtökur átt sér stað í
krafti þeirra.
París - Francois Mitterrand
forseti Frakklands lagði í gær
upp í ferð til Suður-
Kyrrahafsins þar sem hann
ætlar ma. að heimsækja
Mururoa-rifið þar sem frakkar
hafa á undanförnum árum gert
tilraunir með kjarnorku-
sprengjur. Ráðamenn Ástralíu
og Nýja-Sjálands hafa mót-
mælt ferð forsetans og kallað
hana ögrun.
Ferð forsetans var fyrst heitið
til Frönsku Guiana þar sem
skjóta átti á loft evrópskri geim-
flaug af Ariane gerð. I dag, föstu-
dag, hyggst hann stjórna fundi
nýrrar stjórnarnefndar sem
skipuð hefur verið til að gæta
hagsmuna frakka á Suður-
Kyrrahafi en sá fundur verður á
Mururoa. Ekki er vitað hvort
hann veröur viðstaddur tilraun-
asprengingu því frakkar eru ekki
vanir að segja hvort eða hvenær
þær eru gerðar.
Utanríkisráðherra Ástralíu,
Bill Haytjen, kallaði á sinn fund
franska sendiherrann í Canberra
til þess að segja honum að ferða-
Frá Lusaka, höfuðborg Zamb-
iu, bárust þær fréttir í gær að
sendinefnd fimm áhrifamikilla
manna úr suður-afrísku við-
skiptalífi væri væntanleg til borg-
arinnar í dag. Þeir ætluðu að hitta
að máli fulltrúa Afríska þjóðarr-
áðsins, ANC, sem er bannað í
Suður-Afríku. Umræðuefnið
verður ástandið í Suður-Afríku
lag Mitterrands væri „ögrun og
lýsti fyrirlitningu (frakka) á þjóð-
um Suður-Kyrrahafs." David
Lange, forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, tók í sama streng og
bætti því við að ferð franska for-
setáns yrði einungis til að efla
andstöðu íbúa svæðisins gegn til-
raunum frakka.
f Frakklandi voru menn á því
að þessi ferð Mitterrands lýsti
pólitískum klókindum. Andstæð-
ingar hans heimafyrir neyðast til
að fylkja sér að baki honum því
þeir eru sammála hermálastefnu
Þetta hka...
... Poul Schluter forsætisráðherra
Danmerkur sagði í gær að danska
stjórnin myndi ekki taka þátt í
kostnaði við rannsóknir sem
tengjast áætlunum Reagans for-
seta Bandaríkjanna um „stjörnu-
stríð“ og væri það í samræmi við
ákvarðanir danska þingsins. Hins
vegar væru engin þau lög i Dan-
mörku sem legðu stein t götu
einkafy rirtækja sem vilja taka þátt i
rannsóknunum...
... Yfirlæknir á frönsku sjúkrahúsi
upplýsti í gær að á sjúkrahúsi
hans væru nú 58 börn sem hefðu
REUTER
Umsjón:
ÞRÖSTUR HARALDSSON
og leiðir til að binda enda á
óeirðirnar sem kostað hafa u.þ.b.
700 manns lífið á 20 mánuðum.
Formaður sendinefndar viðskipt-
ajöfranna er talinn verða Gavin
Relly, stjórnarformaður risafyr-
irtækisins Anglo-American
Corporation, en Oiiver Tambo
forseti ANC fer fyrir sínum
mönnum. Ferð þeirra Relly og
stjórnarinnar enda hefur hún ver-
ið óbreytt um langt árabil. Með
þessari ferð gæti forsetinn einnig
dregið athyglina frá sprengjutil-
ræðinu við Rainbow Warrior og
að frönskum áhrifum á Suður-
Kyrrahafi.
Ekki eru þó allir frakkar sam-
mála Mitterrand. Þannig sagði
blaðið Liberation í gær: „Það er
eins og Mitterrand vilji sýna að
hann sé alveg sammála þeim sem
sprengdu skip grænfriðunga sam-
tímis því að hann þvær hendur
sínar af verknaðinum.“
komist í tæri við ónæmistæringu.
Af þeim eru 8 sannanlega með
sjúkdóminn en hin 50 hafa komist í
snertingu við fólk sem hefur tekið
veikina. Börnin eru á aldrinum 3ja
til 15 ára...
... Tveir ítalir og einn ástralíubúi
hafa verið ákærðir í Ástralíu fyrir
að svíkja alit að 14 miljonum króna
út úr fólki með því að selja þeim
gullhúðaðar stangir sem ekta
gullstangir. Er taiið að hugmyndin
hafi fæðst á Ítalíu og er nú verið að
kanna hvort gullsvindlið hefur við-
gengist víðar en í Ástralíu...
... Það hefur vakið mikla athygli í
Bretlandi að sonur erkibiskups
ensku bískupakirkjunnar, Robert
Runcie, ætlar að ganga í það heil-
aga með fráskilinni konu sem á sjö
ára gamla dóttur frá fyrra hjóna-
bandi. Að sögn talsmanns kirkj-
unnar mun faðir brúðgumans
leggja blessun sína yfir ráðahag-
inn...
félaga er farin í blóra við stjórn-
völd í Pretoríu.
Þá hafa leiðtogar sex ríkja
blökkumanna sem eiga sameigin-
leg landamæri með Suður-
Afríku, Tanzaniu, Zambiu, Ang-
ola, Mosambik, Botswana og
Zimbabwe, ákveðið að halda
fund í næstu viku og ræða ástand-
ið í Suður-Afríku.
11/2%
munur
Stokkhólmi - Það er ekki síður
mjótt á munum milli vinstri
flokka og borgaraflokka í Sví-
þjóð en i Noregi. í Svíþjóð
verður kosið á sunnudaginn
og í skoðanakönnun sem birt
var í gær kemur fram að jafn-
aðarmenn og stuðningsflokk-
ur þeirra, Vinstriflokkurinn -
kommúnistar, njóta stuðnings
49,6% kjósenda en borgara-
flokkarnir fá samkvæmt könn-
uninni 48,1%.
Verði kosningaúrslitin á sunn-
udaginn í samræmi við þessa
könnun fá vinstriflokkarnir fimm
sæta meirihluta í sænska þinginu.
Fréttamaður Reuters í Stokk-
hólmi segir að víglínan á milli
jafnaðarmanna og borgaraflokk-
anna hafi færst til hægri. Olof
Palme og flokkur hans biðli æ
meir til hægrimanna og orð eins
og sjálfsþurft og markaðsfrelsi
heyrist æ oftar í ræðum jafnaðar-
manna. Á einu kosningaplakati
þeirra er mynd af ungum vel-
klæddum manni á uppleið sem
situr í sportbíl og segist kjósa
Palme af því hann treysti jafnað-
armönnum einum til að reka
efnahagslífið af einhverju viti.
Hins vegar gengur jafnað-
armönnum ekki eins vel að ná til
unga fólksins því skoðanakann-
anir sýna að uþb. 40% þeirra sem
nú kjósa í fyrsta sinn ætla að
treysta Ulf Ádeisohn formanni
moderatanna, flokksins sem er
lengst til hægri, fyrir atkvæði
sínu.
Alþjóðadómstóllinn
Bandaríkin eni
„hryðjuverkaríki“
Mitterrand
Ögrar íbúum Kyirahafs
Haag - í gær hófust á nýjan leik
vitnaleiðslur fyrir Aiþjóða-
dómstólnum í Haag í Hollandi
vegna kæru stjórnar Nicarag-
ua á hendur bandarísku stjórn-
arinnar vegna stuðnings
þeirrar síðarnefndu við skæru-
hernað í Nicaragua.
Þetta er í annað sinn sem málið
kemur fyrir Alþjóðadómstólinn.
í maímánuði í fyna kvað dóm-
stóllinn upp þann bráðabirgðaúr-
skurð að Bandaríkjunum bæri að
hætta stuðningi við hernað í Nic-
aragua og einnig þann sem
beinist að Nicaragua að utan.
Bandaríska stjórnin brást við
þessum úrskurði með því að ve-
fengja lögsögu dómstólsins í mál-
inu. f nóvember í fyrra komst
dómstóllinn að þeirri niðurstöðu
að hann hefði lögsögu í málinu en
þegar vitnaleiðslur hófust að nýju
í janúarmánuði sl. yfirgaf banda-
ríski fulltrúinn réttarsalinn með
þeim orðum að málssókn stjórn-
ar Nicaragua væri misnotkun á
dómstólnum í áróðursskyni.
Bandaríska stjórnin átti því
engan fulltrúa þegar málflutning-
ur hófst í Haag í gær. Sendiherra
Nicaragua í Haag, Carlos Argu-
ello, sagði í málflutningi sínum að
nýlegar uppljóstranir sýndu ljós-
lega að „Þjóðaröryggisráð
Bandaríkjanna bæri ábyrgð á
hernaði málaliða (í Nicaragua).
Þetta ráð, sem lýtur forystu
Bandaríkjanna, leggur upp her-
stjórnarlistina og velur m.a.s.
skotmörkin sem málaliðaherinn
á að herja á.“ Með þessu móti
væru Bandaríkin orðið það sem
Reagan forseti kallar
„hryðjuverkaríki".
Bretland
25 sovétmenn reknir úr landi
London - Breska utanríkis-
ráðuneytið tilkynnti í gær að 25
sovéskum þegnum hefði verið
vísað úr landi en af þeim hafa
sex stöðu diplómata. Brottvís-
un þessi fylgir í kjölfar upp-
Ijóstrana sovésks leyniþjón-
ustumanns sem flúði fyrir
nokkru og hefur veitt breskum
stjórnvöldum upplýsingar um
njósnir sovétmanna í Bret-
landi.
Meðal diplómatanna sem
reknir voru eru þrír sendiráðsrit-
arar en meðal hinna voru bílstjóri
og öryggisvörður í sendiráði So-
vétríkjanna í London, sjö við-
skiptafulltrúar, fimm blaðamenn
og tveir túlkar hjá alþjóðlegum
stofnunum í London. Með
skylduliði telur hópurinn sem
þarf að yfirgefa Bretland innan
þriggja vikna 84 manns.
Leyniþjónustumaðurinn sem
sagði frá er sagður heita Oleg
Gordiefskí og var hann yfirmað-
ur KGB í London. Þar hefur
hann verið síðan 1982 en áður
hafði hann starfað á Norður-
löndum og heimafyrir. Hann er
sagður hafa verið í KGB síðan
1962 og eftir eins árs þjáifun vann
hann í tíu ár við eftirlit með and-
ófsmönnum bæði heimafyrir og
erlendis. Talið er að flótti hans sé
meiriháttar hvalreki fyrir leyni-
þjónustur Vesturlanda sem eru
heldur illa leiknar eftir vond
hneykslismál að undanförnu.
Þetta er stærsta njósnamál sem
upp hefur komið í Bretlandi síð-
an árið 1971 þegar 105 sovét-
mönnum var vísað úr landi. Fyrr
á þessu ári var 4 sovétmönnum
vísað úr landi og svaraði sovéska
stjórnin með því að stugga burt
þremur bretum.
Föstudagur 13. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9