Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Lúðueldi
Þær pluma
sig vel
Starfsmenn Fiskeldis hfí Grindavík prófa sig
áfram með lúðueldi
Við höfum verið að velta því
fyrir okkur hvort ekki megi
rækta lúðu eins og aðra fiska og
erum með þrjú stykki hérna sem
við ætlum að sjá hvernig dafna,“
sagði Þröstur Elliðason, einn af
starfsmönnum Fiskeidis hf. í
Grindavík við Þjóðviljamenn
þegar þeir áttu leið um Suðurnes í
gær.
„Þær voru nú þrjár lúðurnar
sem við vorum með hér í keri við
Bjarnargjá en af einhverjum dul-
arfullum orsökum er ein þeirra
horfin.
Við dælum sjó hér upp úr
Bjarnagjá sem við notum í kerið
fyrir lúðurnar, aðstæðurnar hér
, Bónusviðrœður
Veraleg
hreyfing
VSÍgekk að kröfum um
fastanýtingu ígœr.
Þátttaka í bónusverkfalli
eykstsífellt
að varð veruleg hreyfing á
þessu í dag, meiri en verið hef-
ur allt fram til þessa. Þeir sam-
þykktu að taka fastanýtingu inn í
öll hús innan skamms tíma,
þ.e.a.s. þar sem hún er ekki þegar
komin í notkun. En lengra kom-
umst við ekki enn, sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson for-
maður Verkamannasambandsins
í samtali við Þjóðviljann í gær-
kvöldi.
Samningafundir hófust um
tvöleytið í gær og stóðu fram eftir
kvöldi. Guðmundur sagði að þótt
samist hefði að nokkru leyti um
fastanýtingu væru fjölmörg
tæknileg atriði enn óumsamin og
það væri þungt fyrir. Þessi atriði
væru þó mun einfaldari en fasta-
nýtingin. Kröfur um bónusálag
og hækkun bónusgrunns hafa enn
engan hljómgrunn fengið meðal
samningamanna VSÍ.
„Annað hvort er að keyra
þetta áfram núna á næstu dögum
eða mun meiri harka verður sett í
aðgerðir fiskverkunarfólks en nú
er. Það er hugur í þessu fólki og
það er ekkert á því að hætta að-
gerðum án þess að fá sínum kröf-
um framgengt," sagði Guðmund-
ur.
Sífellt fleiri félög bætast í hóp
þeirra sem hefja aðgerðir til að
knýja á um að samningar takist
um bónusmálin. Fólk víða um
land vinnur í hægagangi þótt næg-
ur sé aflinn. Fréttir berast af því
hvarvetna að afköst séu einungis
40-60% af því sem venja er og má
af því sjá hversu mikið aukaálag
fylgir bónusvinnu fyrir verkafólk-
ið. Verkstjórar sem Þjóðviljinn
hefur haft samband við segja að
ástandið sé mjög slæmt og taka
flestir undir það að hækka þurfi
kaup fiskverkunarfólks til að fá
það til vinnu í húsunum. Sumir
ganga svo langt að segja neyðará-
stand ríkja vegna manneklu og
minnkandi afkasta verkafólks.
gg
eru mjög ákjósanlegar þar sem
við þurfum ekki að bora eftir
vatninu. Seltustigið í vatninu úr
gjánni er 10 promill, er venjulega
35 promill í sjó og því erum við
hálfundrandi yfir því hversu vel
lúðugreyin pluma sig.“
Þröstur sagði að þeir væru að
athuga með lúðueldi í samráði
við Fiskifélag íslands. Ef þetta
gengi vel ætluðu þeir að sækja um
styrk og fara út í þetta af fullri
alvöru.
Kvikmyndir
Geimveiw
og glæpir
Loksins gefst nú almenningi
færi á að berja augum kvikmynd-
aafurðir Oxsmáfyrirtækisins á
opinberum vettvangi. Sýningar
eru fyrirhugaðar í hliðarsal
Regnbogans F sal, föstudags,
laugardags- og sunnudagskvöld
kl. 21.00.
Um tvær myndir er að ræða. í
fyrsta lagi Oxsmá plánetan senni-
lega eina íslenska framtíðar-
skáldsagan sem fest hefur verið á
filmu. Sorgarsaga um illa uppal-
inn geimkarl úr Reykjavík sem
hyggst ná fótfestu á fjarlægri
draumaplánetu og tileinka sér
lifnaðarhætti frumbyggja.
Sjúgðu mig Nína er hröð og
spennandi glæpamynd sem á sér
aftur á móti stað í Reykjavík árs-
ins 1973. Harðsvíraðir eiturlyfj-
aneytendur svífast einskis til að
viðhalda LSD magninu í blóði
sínu.
Miðar fást í miðasölu Regn-
bogans og skyldi fólk athuga að
tryggja sér þá í tíma þar eð sæta-
fjöldi er takmarkaður.
Hœkkanir
Hömstrum
strætómiða
Þeir hækka23.
september
Eins og sagt hefur verið frá í
Þjóðviljanum munu fargjöld
SVR hækka um 13,6% á næst-
unni. Fargjald fullorðinna verð-
ur eftir 23. september 25 krónur
og barnafargjöld hækka í 7 krón-
ur.
Búist er við ágreiningi í borg-
arráði vegna þessa en fulltrúar
AB hafa lýst sig andvíga þessari
ákvörðun meirihlutans. „Þetta
bitnar mest á láglaunahópunum,
það eru aðallega konur, ung-
lingar og börn sem þurfa að nota
þessa þjónustu" sagði Guðrún
Ágústsdóttir í samtali við Þjóð-
viljann. „Það bitnar á þeim að
meirihlutinn vill lækka útsvörin."
Og blaðið skorar á fólk að byrgja
sig nú upp af miðum fyrir vetur-
inn.
imber 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
„Það er djöfuls kraftur í henni." Þröstur handleikur „tilraunalúðu." Ljósmynd. Einar Ól.
Enn heldur gamla
góða stuðið
áfram
■
II^ l[3/tiuh igs- og
augardagskvöld
Hinir frábæru Swinging Blue Jeans, Kapparnir skemmta aðeins
semkomutil
íslands um árið og slógu þá svo
sannarlega í gegn,
koma nú og skemmta
landsmönnum í Broadway af sinni
alkunnu snilli.
þessi tvö kvöld.
Tryggið ykkur miða og borð í tíma
ísíma 77500kl. 11-19.
IVlats
Ingimar
Eydal
leikur
fyrir
matargesti
Nva*
Núkoma allir
og kætast
meðfrábæru
bandi í