Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA
Heimili á
Reykjavíkursvæðinu
Nú liggur mikið á, því skólinn er byrjaður. Öskjuhlíðar-
skóli leitar eftir heimili fyrir ungan pilt utan af landi.
Hann vantar gott heimili á Reykjavíkursvæðinu skóla-
árið 1985-1986. Upplýsingar í síma 17776 og 23040.
Dagskrá föstudag
13.9 Háskólabíó kl. 19:
Tríó Niels-Henning Örsted Pedersen
(NHÖP, Ole Kock og Pétur Östlund) ásamt
strengjakvartetti, á efnisskrá m.a. íslensk
þjóðlög í útsetningu Ole Kock Hansen.
Hótel Loftleiðir
- Víkingasalur kl. 21:
Gammar; Etta Cameron með íslendingum.
Hótel Loftleiðir— Blómasalur kl. 21: Kvartett
Kristjáns Magnússonar ásamt gestum.
Djúpið
Sýning Gorm Valentin og Tryggva Ólafs-
sonar.
Forsala aðgöngumiða í Karna-
bæ Austurstræti og við inn-
ganginn.
• Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verötilboð
SIMI 46711
Hérognú
Tónlist
Afmœlishátíð
Jassvakningar
í fullum gangi
Æft fyrir afmælið. Ole Kock-Hansen, Niels Henning Örsted-Pedersen, Pétur
östlund og hluti strengjakvartettsins. Ljósm Sig.
Ole Kock-Hansen, píanó, Ni-
els Henning Örsted-
Pedersen bassi, PéturÖst-
lund trommur og strengja-
kvartett undirforystu Þórhalls
Birgissonar leika dönsk og ís-
lensk þjóðlög á tónleikum
Jassvakningaríkvöld íHá-
skólabíó kl. 19.00. Meðal
verka sem flutt verða eru
Maður hefur lent í öðru eins,
úr kvikmyndinni Skilaboð til
Söndru eftir Gunnar Reyni
Sveinsson og Vikivaki eftir
JónMúla
Á laugardag kl. 14 leika
Mezzoforte ásamt tveimur gest-
asólistum: ástralska saxófón-
leikaranum Dale Barlow og
danska trompetleikaranum Jens
Winther í Háskólabíói. f jass-
klúbbi á Loftleiðum á föstudag
leika Gammarnir, Kvartett Krist-
jáns Magnússonar og Kvintett
Ettu Gameron, en í jassklúbbi
laugardagsins í átthagasal Hótel
Sögu leika Emphasis on Jass sem
er skipuð Pétri Östlund og fjór-
um Svíum og Ófétin sem leika lög
af nýútkominni plötu, Þessi ófétis
djass.
Á sunnudag verður tónleikar á
Hótel Loftleiðum kl. 12-14 þar
sem Kvintett Friðriks Theodórs-
sonar með gestum leikur. Jass-
hátíðinni lýkur með tónleikum í
Átthagasal Hótel Sögu sem hefj-
ast kl. 20 og lýkur á miðnætti. Á
tónleikum sem verður útvarpað
beint leika Jassmiðlar, Árni
Scheving og Jón Páll Bjarnason
gítarleikari, tríó Guðmundur
Ingólfssonar, Emphasis on Jass
og Léttsveit Útvarpsins sem
leikur nýtt verk eftir Stefán S.
Stefánsson.
í tengslum við Djasshátíðina
stendur yfir sýning í Djúpinu á 21
djassteikningum eftir Tryggva
Olafsson og ljósmyndum sem
Daninn Gorm Valentin hefur
tekið. Sýningin stendur til föstu-
dags 20. september og er opin á
venjulegum opnunartíma Djúps-
ins.
Nýiistasafnið
Samsýning 8 listamanna
Föstudaginn 13. september
kl. 20.00 verðuropnuðsýning
í húsakynnum Nýlista-
safnsins. Þettaersamsýning
á verkum eftirtalinna lista-
manna: Gerwald Rockensc-
haub, Jan Knap, Jan Mladow-
sky, John van’t Slot, Juliao
Saramento, Peter Anger-
mann, Stefan Szczesny, og
Tomas Stimm.
Gerwald sýnir þrjú olíumál-
verk, sem mynda eina heild. Jan
Knap sýnir fjórar teikningar af
trúarlegum toga. Jan Mladowsky
er með fjórar myndir, málaðar
með akrýllit á pappír. John van’t
Slot sýnir fimm gouache myndir.
Hann hefur áður sýnt á samsýn-
ingu í Nýlistasafninu og nokkrum
sinnum í gallerí Ganginum.
Mynd eftir Jan Mladowsky.
Juliao Saramento sýnir þrjár
akrýlmyndir. Peter Angermann
Tónleikar
Philip Jenkins
á fimm stöðum
Píanóleikarinn Philip Jenkins
heldur tónleika á fimm stöð-
um á landinu nú á næstunni.
Philip hefur haldið fjölmarga
einleikstónleika, komiðfram
sem einieikari meðýmsum
hljómsveitum, m.a. Sinfóníu-
hljómsveit íslands, flutt
kammertónlist með ýmsu tón-
listarfólki, bæði í Evrópu og í
Bandaríkjunum. Philipstarf-
aði um áraraðir sem píanó-
kennari við Tónlistarskólann
á Akureyri en er nú búsettur í
London og kennir píanóleik
við Royal Academy of Music.
Fyrstu tónleikar hans voru í
Safnahúsinu á Sauðárkróki, aðrir
verða í Víkurröst á Dalvík -
sunnudaginn 15. sept. kl. 16.
Þriðju tónleikarnir fara fram í Al-
þýðuhúsinu á ísafirði - þriðju-
daginn 17. sept. kl. 21.
Síðan leikur hann í Norræna
húsinu í Reykjavík
fimmtudaginn 19. sept. kl. 20.30.
Að ferðalokum leikur Philip
Jenkins í Borgarbíói á Akureyri -
laugardaginn 21. sept. kl. 17, en
þeir tónleikar verða jafnframt
fyrstu tónleikar á nýju starfsári
Tónlistarfélags Akureyrar.
í þessari ferð frumflytur Philip
píanólög eftir Hafliða Hallgríms-
son, en þau eru byggð á vel
þekktum þjóðlögum, „Sofðu
unga ástin mín“ og „Ljósið kem-
ur langt og mjótt“. Hann leikur
einnig sónötu í g-moll eftir Schu-
mann, píanólög eftir Franz Liszt,
Impromptu í Fís eftir Chopin og
Chaconnu eftir Bach.
sýnir átta filtpennateikningar
sem teiknaðar eru á svartan
pappír. Hann er einnig að góðu
kunnur hér, því hann hefur m.a.
haldið einkasýningu í Nýlista-
safninu og f Ganginum ásamt
fleiru. Stefan Szczesny sýnir tvær
myndir unnar með blandaðri
tækni. Thomas Stimm sýnir tólf
gouache myndir er sýna eðlilegt
og frjálslegt baðstrandalíf.
Allir þessir listamenn hafa sýnt
út um allan heim, bæði einkasýn-
ingar og samsýningar, svo of
langt mál yrði upp að telja. Það er
þeim sameiginlegt að tengjast,
eða verða afkomendur þess, sem
hér hefur verið kallað „nýja mál-
verkið“.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 22. sept. og er opin dag-
lega frá kl. 16.00 til 20.00.
Philip Jenkins
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. september 1985