Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 13
ísafjörður
(Slunkaríki á (safirði stend-
uryfir sýning á verkum Sól-
veigar Aðalsteinsdóttur.
Myndirnar eru af íslensku
landslagi unnar í kopar-
stungu, vatnslit, teikningu
og þurrkrít. Sýningunni lýk-
ur19.sept.
Galleri Salurinn
Gunnar Karlsson sýnir akr-
ýl málverk í Gallerí Salur-
inn. Sýningin er opin frá kl.
1 -6 daglega og lýkur eftir
helgi.
Nýlistasafnið
(Nýlistasafninu stendur
yfirsamsýning8lista-
manna: Gerwald Rock-
enschaub, Jan Knap, Jan
Mladowsky, John van't
Slot, Juliao Saramento,
Peter Angerman, Stefan
Szczesny og Tomas
Stimm. Sýningin stendurtil
sunnudagsins 22. sept-
emberogeropindaglega
kl. 16-20.
Garður
Bragi Einarsson opnar
sýningu á vatnslitamynd-
um í samkomuhúsinu
Garði. Sýningin eropin um
helgarkl. 14-20ogvirka
daga kl. 19.30-22 og lýkur
22. september.
Listasafn alþýðu
Bjarni Jónsson sýnir Ijós-
myndir, svart-hvítar og í lit í
Listasafni alþýðu. Sýningin
eropinalladagakl. 14-21
og aðgangur ókeypis.
Eden
Elfar Guðnason sýnir 35
vatnslitamyndirí Eden í
Hveragerði. Þetta er 12.
einkasýning Elfars. Sýn-
ingin verður opin á venju-
legum opnunartíma og
henni lýkur 16. september.
Gallerí Borg
DaðiGuðjónssonsýnirolí-
umálverkog dúkristu í
Gallerí Borg. Á sýningunni
er21 verk. Sýningin eropin
kl. 12-18virkadagaog14-
18 um helgar. Sýningunni
Iýkur16.september.
Norrænahúsið
Finnska listakonan Ulla
Sangervo-Lappalainen
sýnir leirskúlptúr í anddyri
Norræna hússins. Sýning-
in er opin á daglegum opn-
unartíma Norræna hússins
til 19. september. Að-
gangurer ókeypis.
Asmundarsalur
I Ásmundarsal við Freyju-
götu sýnir Ingvar Þorvalds-
son vatnslitamyndir. Sýn-
ingineropinkl. 14-22um
helgarogkl. 16-22virka
daga.
Listmunahúsið
KarlKvaransýnirí
Listmunahúsinu 30 túss-
myndirog olíumálverk.
Sýningin sem er sölusýn-
ingeropinvirkadagakl.
10-18ogkl. 14-18 um
helgar. Lokað mánudaga.
Sýningin stendurtil 22.
september.
Gallerí Langbrók
Textíll
Þar sýna og selja textíllista-
konurverk og muni úrtext-
íl. Galleríiðeropiðkl. 12-18
alla virkadaga.
Kjarvalsstaðir
September hópurinn sýnir í
austursal Kjarvalsstaða.
Á sýningunni eru um 60
myndir auk höggmynda og
steindraglugga. Gestirá
sýningu Septem '85 eru
Hafsteinn Austmann og
JensUrup.Sýninginer
opindaglegakl. 14-22og
lýkur 15. september.
Ivestursal sýnir Jón
Reykdal 64 verk, þurrkrit-
armyndir og olíumálverk
gerð á siðustu tveimur
árum. Sýningin eropin
daglegakl. 14-22.
Akureyri
Menningarsamtök Norð-
lendinga kynna verk Kára
Sigurðssonar listmálara
frá Húsavík í Alþýðubank-
anum á Akureyri. Kári hef-
ur haldið 10 einkasýningar
og tekið þátt i mörgum
samsýningum. i af-
greiðslusal Verkalýðsfé-
lagsins Einingar standa
menningarsamtökin fyrir
kynningu á verkum eftir
örn Inga Gislason
listmálara.
Ásgrímssafn
Vetrarsýning stendur yfir.
Opiðsunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga kl.
13.30-16.00.
Ásmundarsafn
Nú stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýning er nefnist
Konan í list Ásmundar
Sveinssonar. Sýningin er
opin i vetur á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugar-
dögum og sunnudögum frá
kl. 14-17.
Oddi
Listasafn Háskóla Islands
sýnir nú verk sín í glæsi-
legum húsakynnum á efstu
hæð Odda, nýbyggingar
hugvisindadeildar. Opið
daglegakl. 13.30-17.00.
Ókeypis aðgangur.
Gallerí Kirkjumunir
Sýning Sigrúnar Jónsdótt-
ur i Kiikjumunum, Kirkju-
stræti 10 er opin daglega
frá kl. 9 fyrir hádegi.
Djúpið
T ryggvi Ólaf sson sýnir 21
jassteikningu og Gorm
Valentin sýnir Ijósmyndir í
Djúpinu. Sýningin stendur
til föstudags 20. septemb-
er.
TÓNUST
Jassvakning
Afmælishátíð Jass-
vakningarer í fullum gangi.
(kvöld verða tónleikar í
Háskólabiói kl. 19.00. Þar
leika Ole Kock-Hansen,
Niels Henning Örsted-
Pedersen, PéturÖstlund
og strengjakvartett undir
forystu Þórhalls Birgis-
sonar, dönsk og íslensk
þjóðlög. Á laugardag leika
Mezzoforte auk saxófón-
leikarans Dale Barlow og
trompetleikarans Jens
Winthe í Háskólabíói kl.
14.00. Jassklúbbar verða
á Loftleiðum á föstudags-
kvöld, og í átthagasal Hótel
Sögu laugardagskvöld.
Jasshátíöinni lýkur á sunn-
udag með jasstónleikum á
Loftieiðumkl. 12-14 og
tónleikum í átthagasal Hót-
el Sögu kl. 20-24.
Stúdentaleikhúsið
Stúdentaleikhúsið er í
leikför með rokkleikinn
Ekkó-Guðirnirungu. 13.
og 14.septemberverða
sýningaráAkureyri, 16.
septemberáHúsavik, 17.
september á Þórshöfn, 18.
september á Vopnaf irði
eystra, 19. september í
Borgarfirði, 20. september
á Egilsstöðum, 21. sept-
ember á Höfn, 24. sept-
ember í Vík, og 25. sept-
emberáHvolsvelli.
Austurbæjarbió
Páll Jóhannesson, tenór
heldur einsöngstónleika í
Austurbæjarbíói á laugar-
dag, 14. septemberkl.
14.30. Undirleikarier
Ólafur Vignir Albertsson. Á
efnisskránni eru m.a. lög
eftir Inga T. Lárusson, Sig-
valda Kaldalóns, Karl O.
Runólfsson, Tosti, Verdi,
Puccinio.fi.
Kór
Kór Langholtskirkju heldur
tvenna tónleika um helg-
ina. Þeir fyrri verða laugar-
daginn 14. septemberkl.
17.00 í Langholtskirkju og
þeirsíðari sunnudaginn
15. kl. 17.00ÍSelfoss-
kirkju.Átónleikunum
verða flutt af ef nisskrá
kórsins á tónleikaferð hans
um Austurriki, Þýskaland
og (talíu í júní síðastliðnum.
Bústaðakirkja
Gunnar Kvaran sellóleikari
leikureinleikssvíturnr. 1,2,
og 3 fyrir selló eftir Bach í
Bústaðakirkju sunnudag-
inn 15. septemberkl.
20.30.
Dalvík
Píanóleikarinn Philip Jenk-
ins heldur tónleika í Vikur-
röstá Dalvík sunnudaginn
15. september kl. 20.30.
Þriðjudaginn 19. septemb-
erkl. 21 leikurhanníAI-
þýðuhúsinu á (safirði,
fimmtudaginn 19. sept-
ember kl. 20.30 í Norræna
húsinuiReykjavikog
laugardaginn 21. sept-
ember kl. 17 i Borgarbíói á
Akureyri. Philip frumflytur
m.a. pianólög eftir Hafliða
Hallgrímsson, byggð á
þekktum þjóðlögum.
ÝMISLEGT
Norrænahúsið
Á Ijóðlistarhátíðinni í kvöld
lesa skáldin Uffe Harder,
Lars Huldén, Matthías Jó-
hannessen, Mimmo Mor-
ina og James T ate úr verk-
um sínum og Ásdís Vald-
imarsdóttir leikur á lágfiðlu.
Laugardaginn 14. sept-
ember verður fólki gefinn
kostur á að hlýða á upp-
Iestur13afyngstu
skáldum þjóðarinnar og
hefstdagskráin „Ijóðasa-
latið" kl. 16.30. Aðgangur
erókeypis.
Kópavogur
Gönguferð með Hana-nú á
laugardag. Lagt af stað frá
Digranesvegi 12kl. 10.00
fyrir hádegi. Gengið verður
um „undirheima" Kópa-
vogs.
MÍR
Fyrsta kvikmyndasýning
haustsins verður í húsa-
kynnum M(R sunnudaginn
15.septemberkl. 16.
Sýndar verða fræðslu- og
fréttamyndirfrá Sovétríkj-
unum. Kvikmyndasýningar
verða reglulegar hvern
sunnudag kl. 16aðVatns-
stig 10. Aðgangurer
ókeypis og öllum heimill.
Oxsmá
(kvöld laugardags- og
sunnudagskvöld verða
sýndar í Regnboganum kl.
21.00,2 kvikmyndir Ox-
smáfyrirtækisins. Mynd-
irnar heita Oxsmá planet-
an og Sjúgðu mig Nína.
Fyrirlestur
Sunnudaginn 15. sept-
emberkl. 15heldurHreinn
Pálsson fyrirlestur sem
nefnist Heimspeki með
börnum í Lögbergi stofu
101 og er öllum heimill að-
gangur.
Galleri Langbrók
Sýningin á mismunandi út-
gáfum á fellistólnum Sóley
hefur verið framlengd til
15. september. Sýningin er
opinkl. 10-18virka dagakl.
14-18umhelgar.
Sædýrasafnið
Sædýrasafnið i Hafnarfirði
eropiðalladagakl. 10-19.
Háhyrningnum er gefið á
klukkutima fresti um helgar
kl. 13-17.
Þjóðminjasafnið
Með silfurbjarta nál heitir
sýning sem opnuð hefur
verið i Bogasal Þjóðminj-
asafnsins og fjallar hún um
íslenskar hannyrðakonur
og handverk þeirra. Opið
daglegakl. 13.30-16.00.
Norrœna húsið
Erró
opnar
sýningu
Laugardaginn 14. september
1985 verður opnuð í Norræna
húsinu sýning á olíumálverk-
um eftir Erró og stendur sýn-
ingin til 29. september. Mál-
verkin eru unnin á s.l. 3 árum
og öll til sölu og vönduð sýn-
ingarskrá verður á boðstól-
um.
Það eru mikil listtíðindi þegar
Erró-sýning er haldin á íslandi.
Hann er heimskunnur málari. í
flestum meiriháttar söfnum er-
lendis er að finna verk eftir hann
og listaverkasafnarar hafa löng-
um litið verk hans hýru auga.
Hann hefur haldið marga tugi
sýninga í ótal löndum og allsstað-
ar hafa myndir hans vakið mikla
athygli.
í hinum sérstæðu og mögnuðu
verkum sínum hefur Erró löng-
um stefnt ótta, ofbeldi og angist
mannsins til fundar við drauma,
vonir og óra. Goðsagnir auglýs-
inga, trúarbragða, stjórnmála og
tæknirómantíkur birtast okkur í
órökréttu en þó réttu samhengi. í
myndheimi hans er þetta stund-
um dregið einföldum dráttum en
iðulega samofið dularfullum og
ævintýralegum flækjum fortíðar,
nútíðar og framtíðar með svo
meistaralegum hætti að þegar við
stöndum framan við myndir hans
verður veruleiki þeirra svo
ágengur að okkur verður á að
stynja upp: Þetta er heimurinn
minn, heimurinn okkar allra, nú-
tímamaðurinn; ég sjálfur. Og við
óttumst og hrífumst í senn. Upp-
lifun á verkum þessa mikilhæfa
listamanns verður líka kannski
enn merkilegri og dýpri þegar
það er haft í huga að þessi
allraheimshornamaður í listsköp-
un sinni fæddist í ofurlitlu sjávar-
þorpi á íslandi: Ólafsvík. Það var
árið 1932.
A sýningunni eru aðallega
þrjár myndsyrpur; Stúlkurnar frá
Marokkó, Ijósmyndir frá Kína og
1002 nætur, sem er framhald af
myndsyrpunni 1001 nótt sem
sýnd var í Norræna húsinu 1982.
A sýningunni verður einnig mál-
verk af Halldóri Laxness sem
áreiðanlega mun vekja mikla at-
hygli og málarinn hefur lofað
Reykjavíkurborg. Óumdeilan-
lega hlýtur að teljast mikill feng-
ur að þessari sýningu, ekki síst
vegna þess að nú gefst mönnum
tækifæri til þess að eignast mynd
eftir Erró en þau tækifæri hafa
því miður verið of fá hérlendis.
Ljóðlistarhátíðin
Ljóðskáldasalat
á lauaardag
Ánorrænu Ijóölistarhátíðinni
áföstudagskvöld lesa
skáldin Uffe Harder, Lars
Huldén, Matthías Johannes-
sen, Mimmo Morina og Jam-
es Tate úrverkum sínum og
Ásdís Valdimarsdóttir leikur á
lágfiðlu.
Laugardaginn 14. september
verður fólki gefinn kostur á að
hlýða á upplestur 13 af yngstu
skáldum þjóðarinnar. Dagskráin
er kölluð „ljóðskáldasalat” og er
stefnt að því að hún verði lífleg,
kraftmikil og fjölbreytt, bæði að
efni og stíl svo og flutningi ljóð-
anna.
Aldurshámark flytjenda
var ákveðið að setja við 30 ár, og
hópurinn valinn með það mark-
mið í huga að spegla sem best þá
strauma sem uppi eru meðal
þessa aldurshóps. Dagskráin
hefst kl. 16.30. Eftirtaldir höf-
undar munu koma fram: Linda
Vilhjálmsdóttir, Bragi Ólafsson,
Björk Guðmundsdóttir, Sigfús
Bjartmarsson, Þorri Jóhannsson,
Elísabet Þorgeirsdóttir, Þór
Eldon, Jóhamar, Sjón, Gyrðir
Elíasson, fsak Harðarson, Krist-
ján Kristjánsson, Einar Már
Guðmundsson. Aðgangur er
ókeypis.
Bústaðakirkja
Einleikssvítur
eftir
Sunnudaginn 15. september
kl. 20.30 í Bústaðakirkju mun
Gunnar Kvaran sellóleikari
leika einleikssvítur nr. 1,2 og
3fyrir selló eftirJ.S.Bach.
Tónleikar þessir eru hinir
fyrstu af þrennum kirkjutón-
Bach
leikum sem Tónlistarfélagið
stendur fyrir í tilefni af Ári Tón-
listarinnar og 300 ára afmæli
Bach og Hándel. Hægt er að
kaupa áskrift að þessum tón-
leikum, en einnig er hægt að
kaupa miða á hverja tónleika
fyrir sig.
Föstudagur 13. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13