Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 7
„Rokk, létt rokk, vandað raggí og nýbylgja er það sem við spil- um“, sögðu meðlimir hljóm- sveitarinnar The Voice í samtali við Þjóðviljann. The Voice hefur spilað í Safarí, Laugardalshöllinni, á Rykk rokki og í öllum félagsmiðstöðvunum. Þeir hafa einnig haldið tvenna tónleika í portinu fyrir utan æf- ingarplássið. Þjóðviljinn ræddi við þessa hressu stráka m.a. um „spiliríið“, stelpur og framtíðina. Byrjum á því að kynna hljóm- sveitina: Össur er bassaleikarinn. Hann er 16 ára og að læra skósmíði. Gunnar er gítarleikarinn. Gunni er 17 ára og í atvinnuleit. Einar er á trommunum. Hann er 15 ára og er í 9. bekk í Þing- hólaskóla. Davíð er söngvarinn. Hann er í 9. bekk í Vogaskóla. „Við viljum stoppa það að vera kallaðir pönkarar. Við erum ný- bylgjuhljómsveit og þær hljóm- sveitir sem við höfum sótt eitthvað til eru: Class, Sex pist- ols, Killing joke og Utangarðs- menn. Hvað er skemmtilegast við það að vera í hljómveit? „Að spila á tónleikum. Það er alveg frábært ef undirtektirnar „Aksjón“ Hvað skiptir mestu máli fyrir hljómsveit til þess að hún verði vinsæl? Hver eru áhugamál ykkar fyrir utan tónlist? „íþróttir, svefn, hjólreiðar og kannski líka kaktusasöfnun." Aftur létu þeir í sér heyra'sem eru á föstu: „Það er sko ekki mikið annað hægt að gera en vera í hljómsveit og vera með stelpu, allur tíminn fer í það.“ Hvað um framtíðina? „Við ætlum að æfa svona 3svar spila á sem flestum stöðum þar sem eitthvað er að gerast. En því miður þá er ekkert að gerast í rokkbransanum í Reykjavík. Það vantar aðra Rokk í Reykjavík kvikmynd, fleiri hljómleika og einnig fleiri hljómsveitir (okkur vantar meiri samkeppni). Þeir sem vita um einhverja tón- leika, þar sem vantar hljómsveit til að spila, vinsamlegast hringi í Vigdís frábær Um hvað syngið þið? „Við syngjum um allt það sem okkur finnst skipta máli. T.d. um fólk sem er langt leitt af dópi, fólk sem er að hætta saman og um fólk sem selur bassann sinn. Við erum ekki pólitísk hljómsveit en við erum á móti kjarnorkuvopnum, Reagan og Gorbachev og okkur finnst Vigdís frááábær." Lag sem er dæmigert fyrir The Voice er t.d. lagið Koksað fyrir Kolbrá. Þú varst hrædd þegar þeir komu, kaldur svitinn spratt fram. Þeir komu til að sœkja eitrið sem þú kláraðir í gœr. Þú dast fyrir fáum árum lagðir líf þitt í rúst, gafst aleiguna fyrir skammt af eitri skammtur sem kallar á annan. „Okkur finnast eiturlyf vera mesta vitleysan sem til er í heiminum og þess vegna syngjum við töluvert um þau. Textar okk- ar eru bæði á íslensku og ensku. Davíð söngvari semur textana en Össur og Gunni semja lögin.“ Eruð þið vinsælir fyrst að þið eruð í hljómsveit? „Við finnum fyrir því að við erum vinsælli af stelpum, það er bara nóg af lífvörðum í kringum mann“, sögðu þeir hljóm- sveitarmeðlimir sem eru á föstu. Hins vegar er leiðinlegt þegar fólk er öfundsjúkt og ætlar að lemja okkur bara fyrir það að við erum í hljómsveit. Við erum í hljómsveit til þess að skemmta okkur og öðrum.“ The Voice: Össur 16 ára, bassi. Gunnar 17 ára, gítar. Einar 15 ára, trommur. Davíð 15 ára, söngur. Ljósm.: Sig. Staðráðnir í að ná langt“ eru góðar. Svo er það bara „fíl- ingurinn'1 við það að spila á hljóðfæri. Það getur verið leiðin- legt að æfa en þegar við erum frjóir, og fáum margar hugmynd- ir, þá er það ekkert leiðinlegt." „Ef hljómsveit ætlar að ná langt verður sviðsframkoman á tónleikum að vera hressileg. Það þarf að vera stöðug aksjón. Útlit og sviðsframkoma skiptir örugg- lega 50% máli.“ sinnum í viku í vetur, við höfum ágætis aðstöðu sem Útideildin hefur lánað okkur. Svo stefnum við að því að vera með ýmis- skonar uppákomur. T.d. í skólum. Við ætlum að reyna að síma 625769. Umboðsmaður okkar heitir Hafþór. Við eigum okkur draum, hann heitir The Voice, plötu- og út- gáfufyrirtæki. Annars erum við bjartsýnir á að geta gefið út plötu hjá Gramminu þegar við erum komnir úr „undergrándinu“, þegar fólk þekkir okkur.“ Eitthvað að lokum? „Já, já heilmargt. Við elskum allt fólk sem fílar tónlistina okk- ar, og annað, Þjóðviljinn er eina blaðið sem skiptir sér af ung- lingum.“ - SA. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.