Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR
Melaskóli
Óvissa með yfirkennara
Yfirkennarinn sagði upp.
Frœðsluráð mœlist til að uppsögnin verði dregin til baka. Ástœður óljósar
Jú það er rétt, Fræðsluráð
Reykjavíkur óskaði eftir
því bréfíega við mig um að ég
drægi uppsögn mína til baka
vegna þess að hún kæmi á óheppi-
legum tíma að mati ráðsins,“
sagði Helga Einarsdóttir yfirkenn-
ari í Melaskóla í samtali við Þjóð-
viljann, en Helga hugðist hæta
störfum sem yfirkennari og taka
upp stundakennslu frá og með 1.
nóvember. „Ég hef ekki svarað
þessu endanlega ennþá en úr því
að þessi tilmæli eru samþykkt ein-
róma í Fræðsluráði þá býst ég við
að ég þreyi veturinn“ sagði
Helga.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum blaðsins vildi svo til
að Fræðsluráð fjallaði um upp-
sögnina sama dag og skólastjóri
Melaskóla, Ingi Kristinsson, til-
kynnti hana á kennarafundi og
sagði frá því um leið að hann
hygðist mæla með Rögnu Ólafs-
dóttur í starfið þegar Helga Ein-
arsdóttir léti af störfum. Þetta
hefur skólastjórinn staðfest en
vill að öðru leyti ekki tjá sig um
málið. Heimildarmenn blaðsins
telja nokkuð víst að ástæðan fyrir
því að Helga var beðin um að
fresta uppsögn sinni sé fyrst og
fremst sú að Ragnar Júlíusson
formaður Fræðsluráðs sé alls
ekki sáttur við að Ragna Ólafs-
dóttir verði næsti yfirkennari í
Melaskóla. Samkvæmt upplýs-
ingum sem fengust hjá Lenu Rist
varafulltrúa AB í Fræðsluráði var
málið ekki kynnt frekar á fundin-
um. Ekki kom fram í máli Ragn-
ars hvort mælt væri með einhverj-
um ákveðnum í stöðuna og að
auki hefði þetta mál verið tekið
fyrir utan dagskrár. Taldi hún að
ef fengist hefði meiri vitneskja
um málið hefði líklega verið farið
fram á frestun á afgreiðslu þess,
en eins og fyrr segir var samþykkt
einróma að biðja starfandi yfir-
kennara að kenna út þetta
skólaár.
-vd
Bréfið hvarf og Davíð hvarf og
BÚR hvarf.
Karpov með vænlega
biðskák
í gær fór fram hin árlega busavígsla í Menntaskólanum við Sund. Vígalegir
böðlar ýttu busunum á bólakaf í fiskiker og helltu yfir þá sinnepi. Að venju var líf í
tuskunum eins og vera ber á busadaginn. Að athöfn lokinni töldust busarnir
vera komnir í fullorðinna manna tölu. Til hamingju með það! Ljósm.: Sig.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garry Kasparov
Drottningarbragð
1. d4 d5 5. Bg5 h6
2. c4 e6 6. Bxf6 Bxf6
3. Rc3 Be7 7. e3 0-0
4. Rf3 Rf6 8. Dc2
Kasparov lék 8. Db3 í þriðju skák-
inni sem var nýr leikur. En
heimsmeistarinn er íhaldssamur og
velur þann leik sem hann beitti í 27.
skák síðasta einvígis með góðum ár-
angri.
8. Ra6 N
f áðurnefndri skák lék Kasparov 8.
- c5 og kom svo með nýjung í næsta
leik sem reyndist ekki nógu vel. f*að
er athyglisvert hve áskorandinn er
frjór á nýjar hugmyndir í alþekktum
stöðum sem hafa kannski verið tefld-
ar eins áratugum saman. Ástæðan
fyrir því að enginn hefur látið sér
detta þessi leikur í hug er kannski sú
að fyrir mörgum árum setti einhver
fróður maður upphrópunarmerki
fyrir aftan leikinn 8. - c5 og virðist
sem hann hafi verið tekinn í guðatölu
um leið.
9. Hdl
Ef 9. cxd5 þá Rb4.
9. c5
10. dxc5 Da5
11. cxd5 Rxc5
12. Dd2
Karpov áræðir ekki að hirða peðið
á e6 vegna þess hve langt á eftir í
liðskipan hann yrði þá.
12. Hd8
13. Rd4 exd5
14. Be2 Db6
15. 0-0 Re4
16. Dc2 Rxc3
17. Dxc3
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Karpov er ekkert að flýta sér.
20. Hdc8
21. Rxe6!
Býður svörtum að velja hvort hann
vilji standa í þvf að verja d5 peðið það
sem eftir er skákarinnar eða taka á sig
veikingar á kóngvæng.
21. fxe6
22. Bg4 Hc4
23. h3 Dc6
24. Dd3
Karpov er greinilega kominn með
betri stöðu.
Sigurjón
Pétursson:
„Eg þekki engin dæmi um að
slíkt bréf hafi ekki verið lagt fram
og kynnt og þessi framkoma borg-
arstjóra er að mínu mati dæmi-
gerð fyrir öll hans vinnubrögð í
þessu máli,“ sagði Sigurjón Pét-
ursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins ma. í viðtali við
Þjóðviljann 10. september sl. um
það hvernig Davíð Oddsson stakk
erindi Kirkjusands hf undir stól
og skýrði borgarráði ekki frá því
að fyrirtækið hefði óskað eftir að-
ild að viðræðum um endurskipu-
lagningu útgerðar í Reykjavík.
Ragnar Júlíusson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins hefur
viðurkennt í viðtali við blaðið að
hann hafi ekki haft hugmynd um
tilvist bréfsins. Erindið mun hafa
borist borgarstjóra í byrjun júní
en eins og fram hefur komið, fást
engar skýringar frá honum fyrr
en hann kemur til landsins í lok
mánaðarins. Þjóðviljinn leitaði
álits hinna minnihlutaflokkanna
á þessu máli. - ÁI.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir:
„Ég hef ekki frekar en aðrir séð
þetta bréf Kirkjusands og vissi
ekkert um það fyrr en ég las um
það í blöðunum,“ sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi
Kvennaframboðs. ,Jíitt af yfir-
lýstum markmiðum viðræðn-
anna var að ræða möguleika á
samvinnu jafnt og sameiningu og
ég skil ekki því t ósköpunum ekki
mátti draga fieiri inn í það
dæmi.“
„í fljótu bragði finnst mér
undarlegt að bréfið skuli ekki
hafa verið lagt fram og rætt sem
er lágmark, úr því ræða átti
möguleika á samvinnu,“ sagði
Ingibjörg Sólrún. „Borgarstjóri
er enginn prívat aðili, heldur
embættismaður borgarinnar og
bréfið berst honum í krafti síns
embættis. Hann á því skilyrðis-
laust að standa skil á því og það á
ekki að vera hans persónulega
mat sem ræður því hvaða bréf
fara fyrir augu borgarráðs."
-ÁI.
Sigurður E.
Guðmundsson:
„Það er fyrir neðan allar hellur
og hvorki sanngjarnt né sæmilegt
að gera borgarráði ekki grein
fyrir að þetta erindi hafi borist.
Hins vegar get ég ekki sagt að
svona vinnubrögð komi manni á
óvart eftir það sem á undan er
gengið,“ sagði Sigurður E. Guð-
mundsson borgarfulltrúi Alþýð-
uflokksins.
„Ég lét í upphafi í ljós þá
skoðun að ef fara ætti út í endur-
skipulagningu á útgerð í Reykja-
vík þá væri eðlilegt að tala við öll
stærstu útgerðarfyrirtækin hér og
athuga síðan með samstarf ef
grundvöllur skapaðist fyrir
slíku,“ sagði Sigurður. „í sam-
ræmi við þá skoðun hefði ég talið
rétt að ræða við Kirkjusands-
menn. Við kratar erum hins veg-
ar á móti öllum viðræðum um að
ieggja BÚR inn í annað fyrirtæki
eða leggja það niður eins og kom-
ið hefur fram í bókunum okkar.“
-ÁI
Kristján
Benediktsson
,JMér finnst ákaflega furðulegt
þegar um er að ræða mál sem er í
brennidepli og verið er að fjalla
um að gögn séu lögð til hliðar með
þessum hætti,“ sagði Kristján
Benediktsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokks.
„Það hvarflaði svo sem að
manni að ef Reykjavíkurborg
ætlaði sér að gerast guðfaðir í
þessum efnum og taka að sér fyr-
irtæki eins og ísbjörninn þá væri
eðlilegt að stíga skrefið til fulls og
athuga með samvinnu við aðra
aðila, a.m.k. Kirkjusand og
Hraðfrystistöðina og gera úr
þessu eitt voldugt fyrirtæki,“
sagði Kristján, „í stað þess að
þjóðnýta ísbjörninn. í ljósi þessa
er furðulegt að stinga erindi Kir-
kjusands undir stól sem eftir því
sem fram hefur komið lýsir vilja
til viðræðna.“
-ÁI
Bréfið sem hvarf
Hvað segir minnihlutinn?
25. Hfdl a5
26. b3 Hc3
27. De2 Hf8
28. Bh5 b5
30. Bd3 b4
31. Dg4 De8
32. e4 Bg5
33. Hc2 Hxc3
Ef 33. - Dc8 þá 34. exd5 Hxc2 35.
De4 og vinnur.
34. Bxc2 Dc6
35. De2 Dc5
36. Hfl Dc3
37. exd5 exd5
38. Bbl Dd2
39. De5 Hd8
40. Df5 Kg8
abcdefgh
Og hér fór skákin í bið. Líklegast
leikur Karpov 41. De6 í biðleik því
Kasparov má ekki leika 41. - Kf8
vegna42. Bg6Df4 43. Hel með máti.
Og eftir 41. - Kh8 getur Karpov þrá-
leikið með Df5 eða þá fundið eitt-
hvert sterkara framhald heima.
Karpov hefur nú tekist að einfalda
taflið mikið og koma í veg fyrir þær
flækjur sem í aðsigi voru í kringum
10. leik.
17. Be6
18. Dc2 Hac8
19. Dbl Hc7
20. Hd2