Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Nina Hagen sem allir viðurkenna Nina Hagen sendi frá sér plötu á þessu ári, fyrirfáum mánuöum. Nina Hagen in Ekstasy (Nina Hagen í sjö- unda himni) heitir hún og er hennarfimmta breiðskífa, á alþjóölegum markaði a.m.k. Þar aö auki hefur Nina og hljómsveit hennar No Pro- blem Orchestra veriö á hljómleikaferðalagi undanfar- ið víða í Evrópu, þ.á m. á Hró- arskelduhátíðinni þarsem Kuklið okkar var í sumar. Glætan frétti á bæjarrölti aö Ási í Gramminu hefði verið hinn ánægðasti með Ninu í Hróars- keldu, hins vegar að Björk Kukl- ari hefði aldrei fflað hana al- mennilega. Þessi tvö sjónarmið gefa líklega rétta mynd af tilfinn- ingum fólks til Ninu gegnum- sneitt, en þar fyrir utan má ekki gleyma að Nina Hagen á sér dýrkendahóp sem gleypir í sig með velþóknun skífur hennar, hvað nú svo sem ýmsra þjóða kvikindi í poppskríbentastétt hafa um þær að segja. Að vísu ber öllum alltaf saman um að Nina Hagen hafi glæsilega söngrödd, jafnvel ofurmannlega á stundum, enda slær hún við bærilegustu óp- erusöngkonum þegar sá gállinn er á henni. Hins vegar er að sjá á gagnrýni um plötur hennar í breskum og bandarískum blöð- um, að margur skríbentinn fari á mis við húmorinn í textum Ninu, sem hún svo undirstrjkar með söngnum, áherslum og ýmiss konar búkhljóðum sem henni er gefið að framleiða með radd- böndunum. Textar Ninu gefa til kynna að hún sé ansi vel heima í atburðum líðandi stundar, bæði fréttakyns og þjóðfélagslegum, og trúar- brögð ýmis fá umfjöllun og stjórnmál. T.d. er að finna á Nina Hagen á hljómleikum í Grikklandi í sumar. Hún skiptir nú tíma sínum á milli Ameríku og Evrópu, býrtil skiptis í Los Angeles og Vestur-Berlín, þangað sem hún flutti frá Austur-Berlín árið 1976 í kjölfar fósturföður síns, Wolfs Bierman vísnaskálds. Nina varð þrítug á þessu ári, þann 11. mars. Ekstasy-plötunni Faðirvorið eins og það leggur sig, með smá inn- leggi frá Ninu, og er skráð á textablaðið að textinn sé eftir þau Jesúm Krist og Ninu Hagen. í laginu Russiart reggae syngur hún um friðarhátíð í Moskvu, þar sem rússnesku stelpurnar Tamara, Olga, Nina, Natasha og Anastas- ha og strákarnir Aljosha, Leonid, Vladimir, Juri og Grig- ori dansa og syngja og segja að atómstríðið muni aldrei skella á, no, nein, njet, og Nina kemur laginu Kalinka haganlega fyrir í þessu lagi sínu og bassaleikarans Karls Rucker. Þá fær Sverðdans Khachaturian að fylgja með í Faðirvorinu. Það skemmtilega við Ninu Hagen er auðvitað röddin og söngstfllinn og áðurnefndur húm- or, sem kemurm.a. fram í því, að hún skilur hlustandann alltaf eftir í vafa um hvort hún er að meina það sem hún syngur - dregur úr alvarlegheitum með alls kyns list- rænum fíflalátum, en maður hef- ur samt á tilfinningunni að hún væri ekki að nefna á nafn sígild vandamál eins og stríð og meng- un bara svona út í hött. Skemmtilegasta lagið á þessari Ninu plötu Hagen er talið á mínu heimili Prima Nina in Ekstasy: l’m in ekstasy, wanna jump down my balcony/ l’m in heavenly agony, wanna fullfill my destiny/ l’m the mot- her of punk, so what’s the funk/1 think l'm top ’cos I know how to hipp-hopp/ hipp-hopp don't stop. = Ég er í sælu- vímu, langar að stökkva niður af svölum, ég á í himneskum kvölum, vil mæta örlögum mínum. Ég er móðir pönksins, og ekkert röfl, ég held ég sé toppurinn, því að ég kann að hoppa og skoppa. Ykkur finnst þetta kannski vera bull, en ef þið ljáið Ninu eyrun komist þið að því, að þetta er ekki bara bull, heldur yndis- legt bull, en alls ekki svo fjarri lagi þegar um lýsingu á fólki í sæl- uvímu eða himneskum kvölum er að ræða. Nina er nefnilega ekki „bara“ söngvari, heldur líka leikari. Ekstasy Ninu Hagen hefur fengist hér á landi bæði í þýsku og amerísku útgáfunni. Þær eru ekki alveg eins, sú þýska heldur hrárri, en ekki get ég mælt meira með annarri en hinni. Skemmti- legra er að vísu að skilja textana, en textablað fylgir báðum, þýskt þeirri þýsku og öfugt. Sem sagt börnin góð, þið sjáið að undirrituð er í öfgahóp aðdá- enda Ninu Hagen, en þrátt fyrir þá viðvörun skuluð þið ekki skella skollaeyrum við okkur Ninu, ef þið eruð t hljómplötu- hugleiðingum. Guten Tag und Abend und Nacht. A Þessar fimm breiðskífur hefur Nina Hagen gefið út. Á þeirri nýjustu flytur hún mörgum þakkir fyrir hitt og þetta, m.a. þeim foreldrum sínum leikkonunni Evu Maríu Hagen og rithöfundinum Hans Hagen, fósturpabbanum Wolf Bierman, dóttur sinni Cosma Siva og þýsku söngkonunni Nenu... og svo öllum þeim sem munað hafa eftir að minnast hennar í bænum sínum. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (5) 1. Im a lover - Andrea (-) 2. Dancing in the street - Bowie og Jagger (-) 3. Peeping Tom - Rockwell (-) 4. Give it up - Marilyn (7) 5. Int the groove - Madonna (-) 6. Endless road - Time Bandits (9) 7. You are my heart, you are my soul - Modern Talking (-) 8. / got you babe - UB40 (1) 9. Stronger together - Shannon (-)10. Living on video - Trans X Grammið ( -) 1. Little creaturs - Talking Heads ( -) 2. The eternal traveller - Niels Henning-Örsted Pedersen ( 2) 3. Kona - Bubbi Morthens ( 1) 4. Low life - New Order ( 9) 5. Don’t forget that beat - Fats comet ( -) 6. Fables of the rem - Rem ( 3) 7. Skemmtun - Með nöktum ( 4) 8. Theams 2 - Psychic TV (10) 9. The dream of the blue turtles - Sting ( 8) 10. First circle - Pat Metheny. Rás 2 ( 1) 1. Dancing in the street- Mick Jagger og David Bowie ( 5) 2. Rock me Amadeus -Falco ( 2) 3. Into the groove- Madonna ( 3) 4. Tarzan - Baltimora ( 7) 5. Shake the disease - Depeche Mode ( 8) 6. Peeping Tom - Rockwell ( 6) 7. Money for nothing- Dire Straits ( 4) 8. We don’tneedanotherhero- Tina Turner (10) 9. In too deep- Dead or alive ( -) 10. Part time lover- Stevie Wonder 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.