Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.09.1985, Blaðsíða 6
Minjavörður á Austurlandi Starf minjavarðar á Austurlandi er laust til umsóknar frá og með 1. nóvember nk. í starfinu felst skipulag, uppbygging og fagleg aðstoð við söfn á safnsvæðinu, sem er Austurlandskjördæmi. Minjavörður er jafn- framt forstöðumaður Safnastofnunar Austurlands og starfar undir stjórn hennar. Leitað er að starfsmanni með menntun í þjóðfræði eða fornleifafræði, sem hef- ur áhuga á safnamálum og gæddur er góðum sam- starfseiginleikum. Laun samkvæmt samkomulagi starfsmanna ríkisins um minjaverði. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Skriflegar umsóknir sendist Hall- dóri Sigurðssyni á Miðhúsum, 700 Egilsstaðir. Upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu S.A.L. fyrir hádegi í síma 97-1451 og hjá Halldóri Sigurðssyni í síma 97- 1320 á ótilgreindum tíma. Stjórn S.A.L. Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Stykkishólmsumdæmis (Stykkishólms apótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11.gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúð lyfsala (húseignin Hafnargata 1)- Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. oOo Lyfsöluleyfi Ólafsvíkurumdæmis er auglýst laust til umsóknar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Umsóknir um ofangreind lyfsöluleyfi skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 11. október n.k. Heifbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. september 1985. Mannleg - samskipti Áætlanir - breytingar Þetta er meðal námsefnis á námskeiðum Verkstjórn- arfræðslunnar. Ný námskrá var að koma út. Hringið til Verkstjórnarfræðslunnar, Iðntæknistofnun íslands, símar 687000 og 687009, og fáið sendar upplýsingar. Stýrimann vantar á mb Hamar SH 224 sem er að hefja síldveiðar með hringnót. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 93-6652. Frjálshyggja Sjúklingar borgi SUS-þingið á Akureyri: Einkarekstur íheilbrigðiskerfinu. Sjúkratryggingar íeinkarekstur. Ávísanakerfi ítryggingarnar. Skattheimta vegna heilbrigðismála dregur úr vinnuvilja! Nýting fjármagns verði bætt m.a. með aukinni kostnaðarþátt- töku neytenda, segir í stjórnmála- ályktun SUS um heilbrigðiskerf- ið, en þingið var háð á Akureyri um mánaðamótin. í ályktun þingsins um heilbrigðis- og sjúkratrygginga- mál er talið nauðsynlegt að stuðla „sem víðast að einkarestri í heil- brigðisþjónustunni og skapa hon- um lífvænleg skilyrði“. „Gefa verður almenningi kost á að kaupa sjúkratryggingar hjá einkareknum tryggingafélögum, í stað þess að vera í hinu opinbera sj úkratryggingakerfi". Þá er vakin athygli á „heilsu- tryggingarfélögum" sem hafa sjúkratryggingar með höndum. „Þessi fýrirtæki veita viðskipta- vinum sínum alhliða heilbrigðis- þjónustu fyrir fyrirfram ákveðna upphæð. Fjármögnun kemur ým- ist beint frá einstaklingum, fyrir- tækjum eða hinu opinbera". (Þetta er enn eitt form á „ávís- anakerfinu", sem SUS vill einnig taka upp í skólakerfinu). „í tryggingamálum má það aldrei henda, að það sé hagstæð- ara fullhraustum íslendingum að þiggja atvinnuleysisbætur heldur en að vinna", segir í stjórnmála- ályktuninni. í ályktun um velferðarmál er kvartað undan miklum tilkostn- aði við heilbrigðisþjónustu sem séu 55% til 58% af ríkisútgjöld- um. „Skattheimtan vegna þess- ara útgjalda bæði í formi beinna og óbeinna skatta veldur sífellt meiri óánægju og dregur úr vinnuvilja og verðmætasköpun“, segir í ályktuninni. - óg Frjálshyggja Vildu banna kennslu í samfélagsfræöum SUS-þingið á Akureyri boðar tœrafrjálshyggju: Nemendur á skólaaldrifái ávísanir. Skólakerfið aðlagaðþörfum atvinnulífsins. Einkareksturinn fái aukið svigrúm. Bankarnir taki við hlutverki Lánasjóðsins. Skólagjöld á háskólastigi Á 28. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var á Akureyri á dögunum, var lögð fram áskorun til Ragnhildar Helgadóttur um að banna kenn- slu í samfélagsfræðum í grunn- skólum landsins. í áskoruninni sagði að að þing- ið skori „á Ragnhildi Helgadótt- ur menntamálaráðherra að beita sér hið fyrsta fyrir að kennsla í samfélagsfræðum verði felld út af kennsluskrá í grunnskólum landsins". Við afgreiðslu málsins var orðalaginu breytt, þannig að skorað er á Ragnhildi að hraða endurskoðun námskrár í samfé- lagsfræðum. í stjórnmálaályktun SUS- þingsins er lagt til að hafnar verði tilraunir með að „greiða skóla- kostnað með föstu framlagi á hvern nemanda. Skólakerfið og námsaðstoð verði aðlöguð mark- visst að þörfum atvinnulífsins og einkarekstri í skólakerfinu veitt aukið svigrúm". í sérstakri ályktun um menntamál leggja ungir Sjálfs- tæðisflokksmenn til að komið verði á námsstyrkjakerfi „á veg- um einkaaðila og opinberra aðila og slíkt auðveldað t.d. með skattaívilnunum. Tekin verði upp skólagjöld á háskólastigi og Lánasjóði íslenskra námsmanna verði breytt í ábyrgðarlánasjóð sem ábyrgist endurgreiðslur námslána, en bankakerfið annist raunverulegar lánveitingar". -óg I Frjálshyggja Á múti aðild íslands að UNESC0 Samband ungra Sjálfstæðis- un Sameinuðu þjóðanna fyrir, með framlagi íslands til UN- flokksmanna samþykkti á þingi árslok 1986. ESCO, en að undanförnu hafa sínu um mánaðamótin að skora á Við afgreiðslu síðustu fjárlaga Bandaríkin og nokkur fylgiríki Geir og Ragnhildi að beita sér greiddu nokkrir þingmenn Sjálf- þeirra gagnrýnt starfsemi UN- fyrir því að ísland segði sig úr stæðisflokksins (ásamt Jóni Bald- ESCO. UNESCO, menningarmálastofn- vin Hannibalssyni) ekki atkvæði - óg ÞJÓÐVILJARÁÐSTEFNA Ráöstefna um stöðu Þjóðviljans í dag verður haldin laugar- daginn 21. sept. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 18.00. Öllum félögum Útgáfufélags Þjóðviljans og Alþýðubandalagsins er velkomið að sitja ráðstefnuna. Dagskrá: 1. Þjóðviljinn og ný viðhorf í fjölmiðlun. Gísli B. Björnsson 2. Fjárhagur Þjóðviljans og dreifing. Guðrún Guðmundsdóttir 3. Blað og hreyfing. Össur Skarphéðinsson 4. Þjóðviljinn og landsbyggðin. María Kristjánsdóttir Ráðstefnustjóri: Mörður Árnason Útgáfufélag Þjóðviljans Alþýðubandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.