Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR
Suðurnes
Endurvinnsla á pappir
Nýstofnað hlutafélag íKeflavík, ísold hf, er að athuga möguleika á endurvinnslu pappírs.
Fá að hirða pappír aföskuhaugum í Gufunesi ef afverður
Við erum að prófa okkur áfram
með þá hugmynd að hefja
endurvinnslu á pappír til útflutn-
ings. En þetta er aUt á frumstigi
ennþá og erfitt að segja nokkuð
um hvort þetta verður að veru-
leika og hvert umfangið verður,
sagði Jóhannes Eggertsson í Kefl-
avík, en hann og Haraldur Árna-
son eru að athuga þennan mögu-
leika og hafa stofnað um þetta
hlutafélag, ísold hf.
Þeir félagar hafa fengið leyfi
hjá Reykjavíkurborg til þess að
hirða afgangspappír á ösku-
haugunum í Gufunesi og gildir
leyfið til átta mánaða. Jóhannes
sagði að þeim félögum hefði
fundist að auka mætti fjöl-
breytnina í atvinnulífinu á Suður-
nesjum og því hefðu þeir ákveðið
að athuga möguleikann á fyrr-
greindri starfsemi. Hann sagði að
þetta væri gert í tilraunaskyni og
alls ekki komið af stað enn, hann
gerði ráð fyrir að þeir hæfu varla
starfsemi fyrr en um áramót, ef
allar þeirra forathuganir
reyndust jákvæðar. „Við höfum
húsnæði hér í Keflavík sem er
rúmgott og ágætlega fallið til
þessarar atvinnustarfsemi. Við
höfum dálítið haft samráð við
Iðnþróunarfélag Suðumesja og
eins og málin standa nú líst mér
vel á þetta,“ sagði Jóhannes.
rORGIÐ>
Nú er ævintýri á gönguför vin-
sælast í sveitinni.
Háskólinn
Fyrirlestur
í Odda
Á morgun, miðvikudaginn 25.
september nk., flytur dr. Jón
Hnefill Aðalsteinsson fyrirlestur
á vegum Félagsvísindadeildar
Háskóla íslands sem hann nefnir
„Áhrif írskrar kristni á íslandi á
10. öld”. Hann mun birta þar í
fyrsta skipti niðurstöður
rannsókna á þessum vettvangi
sem um sumt má ætla að þyki
nokkuð nýstárlegar.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Odda (gegnt Norræna húsinu),
stofu 101 og hefst kl. 20.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Bœkur
Kári litli
á dönsku
Fyrir skömmu kom út í Dan-
mörku ný lesbók fyrir 3. bekk
barnaskóla.
Er bókin hin vandaðasta að
öllum frágangi og fylgja henni
vinnubækur og snælda með texta
bókarinnar. Höfundar bókarinn-
ar eru þrír, Jan Bachmann, Sören
Graff og Henning Damtoft Ped-
ersen. Hafa þeirsamið efnið, val-
ið og búið til prentunar. Margar
myndir prýða bókina, bæði ljós-
myndir og teikningar eftir Birg-
itte Larsen og Charlotte Clante.
Bókin nefnist: Dansk for os - i
tredje og er 188 bls. í bókinni er
kaflinn Þegar Svanur sökk úr
bókinni Kári litli í skólanum eftir
Stefán Júlíusson. Tvær teikning-
ar eftir C.C. eru í kaflanum.
Kári litli í skólanum er ein af
þremur Kárabókunum. Hún
kom út í Danmörku árið 1980 í
þýðingu Þorsteins Stefánssonar
rithöfundar.
:L
Það var nóg að gera hjá sætavísunum í nýja leikhúsinu að koma hinum 800 gestum í rétt sæti á opnunarsýningunni. Hór eru forsætisráðherrann Káre
Villoch og Anne-Marie Villoch að leita að sætum. ., ,
Leikhus
Ævintýrahöll í Osló
Eitt fullkomnasta leikhús í Evrópu opnað í Osló fyrirhelgina.
Eitthvert glæsilegasta og full-
komnasta leikhús Evrópu var
opnað ■ Osló s.l. fimmtudag, en
það var hin nýja bygging Det Nor-
ske Teatret.
Leikhúsið er rekið af ríkinu og
Oslóborg, en hefur ekki átt eigið
húsnæði fýrr. Eingöngu er leikið
á nýnorsku og voru hátíðahöld
um allan Noreg opnunardaginn,
þar sem sögu Det Norske Teatret
og nýnorskunnar var hátíðlega
minnst. Mikil blysför var í Osló
frumsýningarkvöldið er húsið var
formlega vígt með „Rómeó og
Júlíu” að viðstöddum konungin-
um og fjölda erlendra gesta.
Gísla Alfreðssyni, þjóð-
leikhússtjóra, og Stefáni Bald-
urssyni, leikhússtjóra LR, var
boðið á frumsýninguna og af-
hentu þeir gjafir frá íslensku
leikhúsunum og fluttu ávörp.
Stefán Baldursson sagði í viðtali
við blaðið að húsið væri talið
meðal fullkomnustu leikhúsa í
Evrópu. Leikið er á þremur svið-
um og tekur aðalsalurinn 800
manns, en sviðsopið er 22 metr-
ar.
„Það var mjög hátíðlegt að
vera viðstaddur þessa opnunars-
ýningu, ekki síst þar sem saga
Det Norske Teatret er á ýmsan
hátt hliðstæð sögu LR, þótt LR sé
eldra. Bæði leikhúsin hafa verið
starfrækt í leiguhúsnæði frá upp-
hati og undirbúningur að bygg-
ingu eigin leikhúss tekið langan
tíma. Hins vegar hafa Norðmenn
verið mjög röskir að byggja, byrj-
að var á leikhúsinu 1981 og s.l.
vor var leikhúsið fullbúið. Auk
þess var Þjóðleikhúsið í Osló
opnað í haust eftir 5 ára
gagngerar endurbætur. Enda
þótt opnunarsýning þess á Pétri
Gaut hafi fengið mjög slæma
dóma, er áhugi Norðmanna á
þessum leikhúsum slíkur, að upp-
selt er langt fram í tímann”, sagði
Stefán.
Nýja leikhúsið er í miðborginni
skammt frá þinghúsinu og er
kostnaður við það tæpar 400
milljónir norskra króna, miðað
við verðlag 1981. Stefán sagði
ennfremur að greinilegt hefði
verið á opnunarsýningunni að
menn hefðu viljað sýna hinn
fullkomna tæknibúnað leikhúss-
ins, því í þessari nútímalegu
Shakespeare sýningu hefðu bflar
ekið um hið risastóra svið og
tæknin yfirleitt nýtt til hins ítr-
asta. Skandinavískir fjölmiðlar
hafa verið fullir af frásögnum um
opnunina og húsið gjarnan nefnt
„ævintýrahöllin”.
-v.
Skák
Hart baríst í sjöundu skákinni
Skákin á laugardaginn bauð
upp á mjög miklar flækjur og
þó að hún hafi endað með jafn-
tefli eftir aðeins 31 leik er ekki
hægt að segja að kapparnir hafi
teflt þessa skák með jafnteflisbros
á vör.
Kasparov hóf strax mikla sókn
á kóngsvæng og virtist sem Karp-
ov ætti í vök að verjast. En eftir
kóngsferðalag frá aðal hættu-
svæðinu á kóngsvæng náði Karp-
ov að draga mesta broddinn úr
sókn áskorandans.
Annars bar það helst til tíðinda
í byrjuninni að Karpov hugsaði
sig um í fimm mínútur um fyrsta
leikinn og valdi síðan að tefla
Minzoindverska vörn. Þeirri
byrjun beitti hann í fyrstu skák-
inni sem endaði með sigri Kasp-
arovs. En hann hefur kannski
verið hræddur við að tefla
Drottningarbragð vegna þess að
hann veit að Kasparov hefur
undirbúið sig að tefla þá byrjun
og er sjálfsagt vel byrgur af ný-
jum leiðum þar.
Hvítt: Garry Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Nimzoindversk vöm
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rc3
Þessi leikur er af mörgum talinn
síðri en 3. Rf3 vegna þess að hann
gefur svörtum kost á að tefla
Nimzoindverska vörn sem hefur
verið í náðinni hjá skákfræðing-
um að undanförnu.
3. - Bb4 6. e3 Rbd7
4. Rf3 0-0 7. Dc2 b6
5. Bg5 d6
8. Bd3 Bxc3+ jo. Bh4 Bb7
9. bxc3 hó u Rd2!
HALLDÓR G.
EINARSSON
abcdefgh
Mörgum fannst þetta full
glannalegur leikur og trúðu því
ekki að Kasparov fengi næg færi
fyrir peðið. En Karpov áræðir
ekki að taka peðið. Kannski
vegna þess að eftir 11,- Bxg2 12.
Hgl Bb7 13. f4 þá á hann í vand-
ræðum með að losa um sig. T.d.
13,- He8 14. Re4 e5 15. Dg2.
11. - g5
12. Bg3 Rh5
Peðsátið á g2 er ennþá hættu-
legra núna.
13. Ddl Rg7
14. h4f5
15. hxg5 hxg5
16. f3 De7
17. Db3 Kf7
Reynir að andæfa eftir h-
línunni.
18. 0-0-0 Hh8
19. c5!?
Ekta Kasparovleikur.
19. - dxc5
20. Rc4 cxd4
21. cxd4
21. exd4 lítur óneitanlega vel
út vegna þess að þá er hægt að
beina spjótum að e6-peðinu með
hrók. En svartur nær þá hættu-
legri gagnsókn með 21. - f4 22.
Bf2 Bd5 23. Dc2 Hxhl 24. Hxhl
b5 25. Re5+ Rxe5 26. dxe5
Da3+ 27. Kbl Hb8.
21. - f4
Finnur bestu vörnina. 21. -
Rh5 er svarað með Be5 og öðrum
leikjum er svarað með e4.
22. Bf2
Hugsanlega var hægt að leika
22. exf4 Rh5 23. Hxh5 Hxh5 24.
f5 Bd5 25. Hel b5 26. fxe6+ Bxe6
27. Dxb5 Hb8 28. Dc6.
22. - Rh5 27. dxe5 Rf4
23. Bc2 fxe3 28. Bxf4 gxf4
24. Bxe3 Bd5 29. Hxh8 Hxh8
25. Dd3 Hag8 30. Dg6+ Kf8
26. Re5+ Rxe5 31. Hxd5
Fórnar skiptamun fyrir þrásk-
ák. Eftir 31. - exd5 32. Df5 nær
hvítur að þráskáka. Kasparov
bauð jafntefli eftir þennan leik
sem heimsmeistarinn þáði eftir
stutta umhugsun. Karpov er því
ennþá einum vinningi yfir í ein-
víginu, hefur nú 4 vinninga á móti
3 vinningum áskorandans.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 24. september 1985