Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 5
Sjávarútvegur Tvífrysting möguleiki Alda Möller: Talsverður áhugi á tvífrystingu meðalforráðamanna ífiskiðnaði. Stuðlar að samrœmingu veiða og vinnslu „Það er talsverður áhugi hjá forráðamönnum í flskiðnaði fyrir tvífrystingu sjávarafla og þær rannsóknir sem við höfum gert eru reyndar gerðar að beiðni íslenskra sölusamtaka. Okkar rannsóknir hafa ein- göngu beinst að gæðunum og hafa leitt í Ijós að gæði hráefn- islns minnka ekki við tvífryst- ingu. Kostir tvífrystingar eru aftur á móti afar margir“, sagði dr. Alda Möller starfsmaður Rannsóknarstofnunar fiski- ðnaðarins í samtali við Þjóð- viljann á sunnudaginn. Tvífrysting sjávarafla er ekki ný hugmynd. Alda benti á í erindi sínu á námsstefnu Alþýðubanda- lagsins, að fjölmargar rannsókmr hefðu verið gerðar á sjöunda ára- tugnum og bæði Bretar og Norð- menn stunda þetta í nokkrum mæli. Og að sögn Öldu hvöttu niðurstöður erlendra rannsókna til þess að sambærilegar rann- sóknir færu fram hérlendis: „Það er skoðun mín að frysti- togarar ættu að snúa sér í auknum mæli að heilfrystingu í stað þess að fullvinna aflann um borð. Margir hafa áhyggjur af fjölgun frystitogara og víða er áhugi á að sporna við þessari þróun með því að taka upp tvífrystingu á fiski. í tvífrystingu felst að fiskurinn er heilfrystur um borð í veiðiskipi. Uppþíðing, frekari vinnsla og endurfrysting fer síðan fram í landi með þeim afköstum er hver vinnslustöð kýs, því að fryst hrá- efnið liggur ekki undir skemmd- um. - Nú er kostnaður við að koma upp frystibúnaði í togurum gífur- legur. Eru engar aðrar leiðir til að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd? „Rannsóknir okkar hafa eink- um miðast við að heilfrysta fiskinn skömmu eftir að hann er veiddur, þ.e.a.s. um borð í fiski- skipinu. En nú eru fyrirhugaðar hjá okkur rannsóknir á áhrifum tvífrystingar á fisk sem geymdur hefur verið nokkra daga í ís er hann berst til frystihúsanna. Alda Möller: leggja verður mesta óherslu á gæði fisks næstu árin. Ljósm.: Ari. Markmið okkar er að komast að því hvort gæðalegur grundvöllur er fyrir slíkri vinnslu og sé svo er það auðvitað mun heppilegri lausn þar sem hún krefst ekki eins mikilla fjárfestinga." Hollustuvara Tvífrysting gerir meira en að samræma veiðar og vinnslu og stuðla að auknum gæðum þeirra afurða sem við nú þegar flytjum út. Möguleikarnir á að þróa vör- una enn frekar og fara út á nýjar brautir eru að sögn óldu fjöl- margir. Hún sagði m.a. í erindi sfnu á sunnudaginn: „Ég nefndi áðan að tvífrysting skapaði aukna möguleika á fullvinnslu fiskafurða. Flestir skynja með orðinu fullvinnsla að f því felist skurður á fiskblokkum og húðun fiskstykkja með deigi eða raspi. Þetta er hins vegar tak- markaður skilningur á orðinu og að mínu mati eru mun meiri möguleikar á fullvinnslu hér- lendis fólgnir í að auka hlutfall hæstu gæðaflokka afurða, bæði Alþýðubandalagið Glæsileg námsstefna um nýja sókn Fjöldiframsöguerinda um nýja möguleika í íslensku atvinnulífi. Glœstframtíð efrétt verður á málum haldið Alþýðubandalagið gekkst á sunnudaginn fyrir námsstefnu um nýja sókn í atvinnulífinu. Þar voru flutt 16 erindi um hin- ar ýmsu greinar atvinnulífsins á íslandi, bæði þær hefð- bundnu sem og atvinnugrein- ar sem íslendingar eru að stíga sín fyrstu spor í. Flytjendur vor menn og konur úr öllum stjórnmálaflokkum, en áttu það sammerkt að þekkja ís- lenskt atvinnulíf út í ystu æsar, hver á sínu sviði. Margir flytj- enda höfðu fram að færa niður- stöður úr nýlegum könnunum sem gerðar hafa verið á vegum hins opinbera og ýmissa stofnana og hagsmunasamtaka, og spjót- unum var aðallega beint að fram- tíðinni: hvernig eigum við að haga uppbyggingu atvinnulífsins í framtíðinni? Námsstefnan var vel sótt og námsstefnugestir sann- færðust um að framtíð íslensks atvinnulífs er glæst ef rétt er á málum haldið. Þjóðviljinn mun greina ítar- legar frá þessari ágætu náms- stefnu síðar. Námsstefnugestir hlýða á einn hinna fjölmörgu fyrirlestra sem fluttir voru á sunnudaginn. Ljósm.: Ari. Þriðjudagur 24. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.