Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 3
Dagsbrún
Deilan við
Securitas
í hnút
Fundir með sáttasemjara
ígœr og áföstudaginn
Sáttasemjari boðaði til fundar í
deilu Dagsbrúnar við öryggis-
þjónustuna Securitas á föstudag-
inn og annar fundur var haldinn f
gær. Ekkert miðar í samkomu-
lagsátt enn sem komið er.
„Málið er á viðræðustigi og við
vitum ekkert hvað verður úr. Það
er verið að fara í gegnum kröfu-
gerð okkar fyrir hönd starfsfólks-
ins”, sagði Þröstur Ólafsson
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar í
samtali við Þjóðviljann í gær.
_________________^gg
Efnahagsœvintýralíf
Dollarinn
fellur
skyndilega
Dollarinn féll í verði á alþjóða
Qármagnsmarkaði i gær. Gengi
dalsins féll t.d. um 6% gagnvart
V-þýsku marki en gagnvart krón-
unni íslensku féii hann um tæp-
lega 3%.
Gengisfallið kom í kjölfar
ákvarðana fjármálaráðherra
helstu iðnríkja heims, sem talið
hafa of hátt gengi á bandankja-
dollar eina stærstu meinsemd í
efnahagskerfi heimsins. Lækkun
dollars getur haft margvíslegar
afleiðingar hér á landi; hún þýðir
m.a. lækkun erlendra lána en á
móti kemur að fyrir fiskafurðir á
Bandaríkjamarkaði fá íslending-
ar minna en áður. Ríkisstjórnin
mun á næsta fundi sínum fjalla
um áhrif gengisfallsins á íslenskt
efnahagslíf. -óg
Bensín
Aukið
gæðaeftirlit
Samstarfmeð FÍB og
olíufélögunum
Félag ísienskra bifreiðaeigenda
og olíufélögin hafa náð samkomu-
lagi um hlutlaust gæðaeftirlit með
því bifreiðabensíni sem flutt er til
landsins.
Kvartanir um lélegt bensín
hafa gerst háværari á undanförn-
um árum og einkum hafa kvart-
anir beinst í þá átt að oktan-tala
bensíns hér væri of lág. -ig
Leiðrétting
Rangt sagt frá
auglýsinga-
fyrirtækjum
í klausu sem birtist í sunnu-
dagsblaði Þjóðviljans er því hald-
ið fram, að auglýsingafyrirtækið
Gott fólk hafi verið skírt upp við
þangaðkomu nýrra starfsmanna,
sem áður ráku fyrirtækið Hreinar
línur, og heiti það nú Svona ger-
um við.
Þetta er rangt. Hið rétta er að
Gott fólk er rekið áfram með
nýju liði undir sínu gamla nafni.
En það eru þeir menn, sem hættu
hjá fyrirtækinu Gott fólk, sem
hafa stofnað fyrirtækið Svona
gerum við.
Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á þessum rangfærsl-
um.
FRÉITIR
Drápuhlíðin
Utboð eða engin
heilsugæslustöð
Sjálfstœðismenn í borgarstjórnfelldu tillögu um að auglýsa
eftir lœknum og hjúkrunarliði á stöðina
Ekkert útlit er fyrir að nýja
heilsugæslustöðin í Drápuhlíð
verði opnuð á tilsettum tíma
vegna ágreinings um rekstrar-
form. Undanfarna mánuði hefur
verið unnið af kappi við stöðina
og stóð til að opna hana í desemb-
er á þessu ári. Hefði hún þá orðið
fyrsta heilsugæslustöðin á kjör-
tímabiiinu sem hófst m.a. á lof-
orðum um eina heilsugæslustöð á
ári.
Á borgarstjórnarfundi s.l.
fimmtudag samþykktu Sjálfstæð-
ismenn að tillögu minnihlutans
að ítreka umsókn um starfsleyfi
fyrir stöðina. Þeir felldu hins veg-
ar tillögu um að auglýst yrði eftir
læknum og hjúkrunarfólki sam-
kvæmt núgildandi lögum og
héldu fast í hugmyndir sínar um
útboð. í umræðunum viður-
kenndi formaður heilbrigðisráðs,
Katrín Fjeldsted, að heilsugæslan
væri ótrúlega vel rekin og sagðist
efast um að einkaaðilar gætu gert
betur. Hins vegar hefðu tveir
heilsugæslulæknar í framhalds-
námi í Kanada skrifað og lýst
áhuga á að taka við rekstri á einni
heilsugæslustöð og sér þætti rétt
að reyna slíkt áður en heilsugæsl-
an væri komin á of fastan grund-
völl í borginni. Hún mótmælti því
að frjálshyggjan hefði gleypt sig
eins og Adda Bára Sigfúsdóttir
komst að orði hér í Þjóðviljanum
og sagði að slíkt stæði heldur ekki
til. Adda Bára og aðrir fulltrúar
minnihlutans bentu á að ekki
væri hægt að bjóða starfsemina út
samkvæmt núgildandi lögum og
andstaða Sjálfstæðisflokksins við
að auglýsa eftir starfsmönnum
jafngilti því að stöðin yrði ekki
opnuð á tilsettum tíma og ekki
fyrr en lögunum hefði verið
breytt. „Það er ekki aðeins að
frjálshyggjan hafi gleypt Katrínu
Fjeldsted”, sagði Adda, „heldur
hefur hún ekki einu sinni tekið
eftir því!” -ÁI
Þaðmákannskikallastofnunbókaforlagsinsbjartsýniskastþvíviðerumbáðar Jónsdóttir til hægri. í miðið Kristín Bjarnadóttir höfundur Reyndu það bara!.
í fullu starfi við annað, segja Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir til vinstri og Guðrún Ljósm. Sig.
Bókaforlag
Skáldverk og fræðibækur kvenna
Bókaforlagið Bríetstofnað. Gefur út bækur um lífog störfkvenna
Við ákváðum að stofna bóka-
forlagið Bríeti því það vantar
tilfinnanlega útgáfu sem er tilbúin
til að gefa út bækur sem snerta
sérstaklega líf og störf kvenna.
Konur eiga erfitt með að fá út-
gefnar bækur eftir sig nema þær
hafi þá þegar skapað sér nafn.
Ætlunin er að gefa út bæði skáld-
verk og bækur um kvennafræði,
sögðu Sigurbjörg Aðalsteinsdótt-
ir og Guðrún Jónsdóttir, stofn-
endur forlagsins.
Nafn forlagsins, Bríet, er til að
undirstrika tengsl okkar við sög-
una og vonumst við til að við
stöndum undir nafni og förum
ekki á hausinn við fyrstu tilraun.
Forlagið gefur út tvær bækur fyrir
jól. Önnur er viðtalsbók -
Reyndu það bara! sem Kristín
Bjarnadóttir skrifaði. í bókinni
eru viðtöl við sjö konur. „Ég
spjalla við þær um vinnuna og
lífið og afstöðu þeirra til vinnunn-
ar og kem svolítið inná starfsval.
Engin þessara kvenna er í hefð-
bundnum karlastörfum og í við-
tölunum komum við inná við-
brögð karla við konum sem ryðj-
ast inná verksvið þeirra, og
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
hvernig það er að vera ungur í
dag og hvernig það var fyrir
fjörutíu árum. Fimm kvennanna
eru milli tvítugs og þrítugs og
tvær milli fimmtugs og sextugs.
Hin bókin heitir Dídí og Púsba
og er eftir Marie Thöger. Ólafur
Thorlacius þýddi úr dönsku.
Bókin er fyrir fólk á öllum aldri
og lýsir daglegu lífi tveggja
stúlkna sem búa í litlu sveitaþorpi
í Himalayafjöllum. Bókin gefur
góða innsýn í þetta samfélag og
skýra mynd af stöðu kvenna þar.
Hún fjallar um tímamót í lífi
yngri stúlkunnar, einskonar
uppgjör sem gefur von um betra
líf fyrir konur í 3. heiminum.
Við erum einnig að velta fyrir
okkur þýðingum á bókum sem
eru nýkomnar út á Norður-
löndum en það er of snemmt að
skýra frá því nú.
-aró
Listahátíð kvenna
Kaffilaust á Kjarvalsstöðum
Veitingamaðurinn sættirsig ekki við ákvörðun stjórnar um uppröðun borða.
Neitar jafnvel að láta öskubakka liggjaframmi!
Það vakti mikla athygli sýning-
argesta á Kjarvalsstöðum um
helgina að kaffistofan þar er lok-
uð og allt leirtau borgarinnar,
jafnvel öskubakkar, harðlæst
inni í skápum. Ástæðan er sú að
veitingamaðurinn sem hefur að-
stöðuna á leigu sættir sig ekki við
breytta uppröðun borða í húsinu
og við opnun á sýningu kvenna
„Hér og nú” s.I. Iaugardag var
engar veitingar að fá.
Það var 4. september s.l. sem
stjórn Kjarvalsstaða samþykkti
samhljóða tillögu sýningarnefnd-
ar um breytta uppröðun borða í
þverálmu hússins. Voru borðin
flutt nær gluggunum að tillögu
þeirra sem hönnuðu og settu upp
sýninguna. Viðbrögð veitinga-
mannsins voru þau að hætta allri
þjónustu sem hann hefur á hendi
endurgjaldslaust fyrir stjórn
hússins.
„Þetta er skandall”, sagði ein
af aðstandendum sýningarinnar í
samtali við Þjóðviljann í gær.
„Reykjavíkurborg stendur að
þessari sýningu og í myndlistar-
húsi hlýtur listræn starfsemi að
hafa forgang. Látum vera þó ekki
hafi verið boðið upp á vín eins og
oftast er á opnun þama, en að
geta ekki einu sinni keypt sér
kaffi! Borgin ætti að sjá sóma
sinn í að kippa þessu í liðinn áður
en fleiri sýningardagar líða, ann-
ars hljótum við sjálfar að fara að
selja kaffi þama!” -ÁI