Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 6
FLÖAMARKAÐURINN Til sölu tekkborðstofuskápur, 1,60 m á lengd, góð hirsla sem selst ódýrt. Uppl. í síma 28321. Philips litasjónvarp og Panasonic myndbandstæki til sölu hvort tveggja 2 ára gamalt. Uppl. í síma 16485, milli kl. 17-18. Óskum eftir nothæfum svalavagni. Uppl. í síma 621037. Óska eftir að kaupa vel með farna barnakoju. Uppl. í síma 54828. Til sölu nýleg og vel með farin Kodak disc 6000 myndavél með 4 filmum og tösku. Uppl. ísíma71528, eftir kl. 18. Einstaklingsíbúð - 2ja herb. íbúð 22 ára stúlka óskar eftir einstaklings- eða 2 herb. íbúð, sem næst miðbæn- um. Vinsamlegast hringið í síma 29348, eftir kl. 16.30. Klæðaskápur óskast með hillum og hengi. Vinsamlegast hringið í síma 18490. ísskápur til sölu Gamall mjög vel með farinn Atlas ís- skápur, hæð 1,20 m, breidd 56 cm, dýpt 50 cm. Selst á kr. 30.000. Uppl. í síma 685652, eftir kl. 17. Lítið tvíhjól Óska eftir að kaupa kojur og lítið tví- hjól. Sími 14402 á kvöldin. Apple 11+ til sölu Tölva, skjár og diskdrif. Einnig fylgja nokkur forrit, aðeins kr. 18. þús.. Uppl. í síma 686821, eftir kl. 18. VW til sölu Vil losna við Volkswagen '71 árgerð fyrir lítið verð. Upplýsingar í síma 32742. Saumanámskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Morguntímar, dagtímar og síðdegistímar. Upplýsingar og innritun í símum 83069 og 46050. Angórukanínur til sölu fyrir þá sem hafa áhuga á ræktun. Góð dýr. Upplýsingar í síma 667071 á kvöldin. Lada 1500, station árgerð 1980, til sölu, ekin 80 þúsund km. Upplýsingar í síma 20173 eftir kl. 19. Lada Til sölu er gullfaleg Lada árgerð 1980. Ekin aðeins 60.000 km. Lakkið einstaklega gott. Skoðuð 1985 og fókk 1. einkunn. Verðið er 85.000 kr. en afsláttur veittur við staðgreiðslu. Uppl. í síma 81333 (Valþór) og á kvöldin í síma 44027. Hjálp - herbergi - íbúð Ég er á götunni og vantar ódýrt her- bergi, einstaklingsíbúð eða ódýr 2 herb. íbúð komatil greina. Húsnæðið verður að hafa aðganga að eldunar- og snyrtiaðstöðu. Engin fyrirfram- greiðsia mögulega, aðeins öruggar mánaðargreiðslur. Fyllstu reglu- seml heitið. Byrja líklega í skóla eftir jól, og fæ því ekki námslán. Gæti vel hugsað mér að leigja með öðrum. Húsaskjólið þarf að vera í mið- eða vesturbæ. Nú um stundir vinn ég vaktavinnu og hringið því inn skilaboð í síma 16340. Hjálp! Vil ekki einhver leigja ungu pari að norðan íbúðina sína í vetur? Flest kemur til greina. Ath.: Getum reitt fram talsverða fyrirframgreiðslu. Upplýsingar Aðalsteinn í síma 96- 26078. Barnasæti á hjól, 500 kr., Chico göngugrind. Verðtilboð. King Fisher burðarrúm. Sími 21784. 28 ára kona óskar eftir vinnu á kvöldin eða um helgar. Uppl. í síma 21784 á kvöldin. Lítil íbúð óskast fyrir norskan skíðaþjálfara, sem jafnframt stundar nám við H.í. í vetur. Vinsamlegast hafið samband í síma 31216. Herbergi í boði Jákvæð og heiðarleg skólastúlka getur fengið þokkalegt risherb. m/sér W.C. (ekki baði) gegn heimilishjálp 5 tíma á viku. Miðsvæðis. Sendu okkur línu í pósthólf 5150 fyrir mánaðamót. Merkt: Traust. Til sölu Amerískt Winter-píanó 20 ára ga- malt, vel útlítandi, ágætt píanó. Nán- ari upplýsingar í síma 13092. Á sama stað er til sölu barnarimlarúm. Sími 13092. Til sölu eftirfarandi Sófasett (sófi og 2 stólar) með póler- uðum örmum, sófinn er í góðu lagi, en stólarnir þarfnast yfirdekkingar. Kenwood eldhúsvifta. Uppl. í síma 35103. Nýleg Sinclair Spectrum óskast keypt, gjarnan með góðum forritum og aukabúnaði. Uppl. í síma 31216. Ættfræði Tek að mér að rekja áatöl. Uppl. í síma 74689. Klassískur gítarleikur Get bætt við mig nokkrum nemend- um í klassískum gítarleik. Uppl. í síma 77114. Barnaleikgrind Óska eftir barnaleikgrind helst ódýrri eða gefins. Sími 28939. Barnagæsla Ég óska eftir skólastelpu til að passa stundum á kvöldin 1 árs gamlan strák. Sími 22507. Til sölu Ford Cortina árg. '74. Skoðaður '85. Upptekin vél. Uppl. í síma 79614. Meðleigjandi Tvær stúlkur óska eftir meðleigjanda í 3 herb. íbúð á Flókagötu, ódýr leiga. Uppl. í síma 18114, eftir kl. 19 á kvöldin. Barnagæsla Get tekið að mér að passa 2-3 börn frá 8 að morgni til kl. 16.30. Bý í Efra- Breiðholti. Sími 72439 f. kl. 16. Hef leyfi. Til sölu Datsun 1200 árg. '73 til niðurrifs. Boddý lélegt, þokkalegt kram, góð dekk, ýmsir hlutir nýlegir. Uppl. í síma 34498. Hagiabyssa óskast Óska eftir ódýrri haglabyssu. Uppl. í síma 40266. Til sölu Lítill 9 mánaða Ignis ísskápur, ruggu- stóll, og eins manns svefnbekkur. Uppl. í síma 16328. Til sölu Svefnbekkur selst ódýrt. Sími 14309. Leðurjakki Ekki beint meiriháttar leðurjakki til sölu (large). Selst ódýrt. Uppl. í síma 33424, eftir kl. 17. Aukastarf Óska eftir heimilishjálp 1 sinni í viku. Hagstætt fyrir skólafólk, t.d. í MR. Uppl. í síma 17055 og 21428, eftir kl. 19. Blaðberar óskast Neshagi, Melhagi, Kvisthagi, Fornhagi. DJÓÐVIUINN 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. september 1985 Hugbúnaður Við erum bjartsýnir Vilhjálmur Þorsteinsson forstjóri Artek: íslendingar geta haslað sér völl í framleiðslu hugbúnaðar. Stjórnmálamenn verða að vita hvað er að gerast og taka afstöðu til þess íslendingar ættu hæglega að geta haslað sér völl í fram- leiðslu á hugbúnaði. Það skiptir í raun engu máli hvar þessi búnaður er settur sam- an, allt sem þarf er vel menntað fólk og góðar hug- myndir. Fjárfestingar eru mjög smáar í sniðum á þessu svlði, engar stórar verksmiðjur þar sem fólki er hrúgað saman á einn stað, og þetta getur gefið vel af sér án mikils tilkostnað- ar, sagði Vilhjálmur Þorsteins- son forstóri Arteks hf. í samtali við Þjóðviljann um helgina. „Við eigum nú þegar talsverð- an hóp fólks sem hefur ágæta menntun í tölvufræðum og þeim fer sífellt fjölgandi, svo mér er óhætt að segja að við höfum úr nógu að moða.“ - Hvað geturðu sagt mér um framleiðsu Arteks? „Artek er að undirbúa fram- leiðslu og útflutning á Ada- þýðanda, þ.e.a.s. forriti sem þýð- ir forrit á Ada máli yfir á vélamál sem tölvan skilur. Þetta er mjög flókið mál og ekki svo gott að útskýra í stuttu blaðaviðtali. Við höfum verið að vinna við þetta tveir, ég og félagi minn Örn Karlsson, í um eitt og hálft ár og munum væntanlega fara að aug- lýsa framleiðsluna í janúar á næsta ári. Við munum þá auglýsa í bandarískum og evrópskum töivutímaritum". - Hverjar eru markaðshorfur fyrir þessa vöru? „Það vitum við ekki nákvæm- lega og það má því segja að við rennum svo til blint í sjóinn með þetta. En það er ekki mikið til af þessu á markaðnum og ekkert eins og þetta sem við erum að smíða. Það er því greinileg þörf á markaðnum og líkur á góðri sölu. Á það ber einnig að líta, að fjár- Framhald af bls. 6 ’ hefðbundinna flakapakkninga og með skurði á flökum í verðmætar stykkjapakkningar. Þetta heimtar bæði að fiskur sé unninn ferskur, blæfallegur og laus við los, en einnig krefst þetta nýrrar vinnslustjórnunar, þ.e. vinnslu með jöfnum afköstum og sérhæf- ingar milli húsa. Auk frystingar eigum við einnig að athuga raun- hæfni þess að flytja flök út ófrosin sjóleiðis í koldíoxíð-gaspakkningum eða undir koldíoxíði í gámum. Rann- sóknir á Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins sýndu að verulega má auka geymsluþol fisks sem geymdur er í slíkri loftblöndu. Ég held einnig að virkja þurfi allt starfsfólk húsanna til gæðaeftir- lits og metnaðar um vöruvöndun. Slíkt krefst verkmenntunar sem Iöngu er orðin tímabær fyrir allt starfsfólk í fiskiðnaði og gæti á- samt betri launum og jafnari vinnu laðað fólk til starfa. Að mörgu leyti er nú lag til að auka áhuga erlendis á aukinni fiskneyslu og gera fisk héðan verðmætari og viðurkennda holl- ustufæðu. í vísindaritum hafa undanfarið birst margar greinar er undirstrika hollustu fisks, jafnvel til varnar gegn sjúkdóm- um. Við þetta bætist að fiskurinn við ísland er minna mengaður af eiturefnum en víða annars stað- ar. Við vinnsluna eru auk þess ekki notuð nein aukaefni, sem margir forðast, reyndar af mis- mikilli rökfestu. Flestar okkar fisktegundir verða einnig að telj- ast mjög haldgóðar í baráttu við aukakílóin og geta selst vel bara út á það. Vilhjálmur Þorsteinsson: eigum góðan hóp fólks sem hefurágæta menntun í tölvufræðum. festingarkostnaður er sáralítill og við þurfum ekki að selja mikið til að dæmið gangi upp. Þetta getur sem sagt brugðið til beggja vona og í raun og veru erum við að tala um tölur allt frá núll og upp í tugi milljóna og jafnvel enn meira en það. Við erum bjartsýnir." - Eruð þið „tölvufrík“? „Ég veit nú eiginlega ekki hvað skal segja um það. Við höfum til að mynda ekki tölvur heima hjá okkur og starfið sem slíkt snýst ekki eingöngu um að sitja við tölvur. En við höfum vissulega mjög gaman af þessu“. - Hvaða gildi heldurðu að svona námsstefna geti haft? „Mér finnst það mjög' vel til fundið að halda svona náms- stefnu. Það er gott að menn sem eru að vinna að þessum greinum fái tækifæri til að kynna fyrir stjórnmálamönnum og áhuga- mönnum hvað er að gerast í at- vinnulífinu. Hver stjórnmála- flokkur verður að taka afstöðu til og vita um hvað er að ræða í þess- um efnum, gera sér grein fyrir öðrum möguleikum en stóriðju. Mér finnst þetta mjög jákvætt", sagði Vilhjálmur. -gg Við eigum því að selja dýrustu afurðir okkar með hollustugildið meira í huga, og þeim sem efni hafa á að velja mat út frá hollustu og bragðgæðum. Slíka vöru á hvorki að hveitihúða, djúpsteikja né blanda öðrum óæðri hráefnum s.s. sykri. Tengt þessu er sú þróun að minnka saltneyslu, og persónu- lega tel ég að léttsaltaðar afurðir þorks og síldar eigi betri framtíð en okkar hefðbundnu harðsölt- uðu afurðir. Sfld er slík hollustu- fæða fersk, fryst og jafnvel reykt að afla þarf aukinna markaða fyrir hana sem slíka. Athyglisvert er að kannanir í Bandaríkjunum sýna að margir sem vita þegar um hollustu fisks segjast vilja auka neysluna en virðast ekki kunna að matreiða hann. Fiskur er að sjálfsögðu vandmeðfarinn í matreiðslu og ég held jafnvel að leggja beri mesta áherslu á að selja dýrustu afurðir okkar í veitingahúsum, þar sem áhersla er lögð á að bragðgæði fisks og næringargildi varðveitist svo að sem flestir komist að raun um að fáar fæðutegundir hafa roð við fiski í matarmenningunni.“ Námsstefna er lífsmerki - Hvaða gildi hefur námsstefna um nýja sókn í atvinnulífi að þínu mati? „Það er virðingarvert þegar stjórnmálamenn leita eftir upp- lýsingum um mál sem varða rann- sóknir í atvinnulífi, kannski dæmi um að enn er lífsmark með stjórnmálaflokkum. Þetta sýnir að ef stjórnmálamenn gefa sér tíma til geta þeir fengið upplýs- ingar um þessa hluti, og það er reyndar nauðsynlegt að stjórnmálamenn og samtök séu þess meðvituð hvað á sér stað hverju sinni í atvinnulífinu“, sagði Alda. -gg- PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkamenn til starfa í nágrenni Reykjavíkur og úti á landi. Nánari upplýsingar verða veittar í starfsmannadeild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.