Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 13
Norodom Sihanouk: vill að „Rauðu Khmerarnir“ og Víetnamar vegi hvorir upp á móti öðrum. Erfiðleikar Kambodíumanna Naumast er til önnurlausn en „modus vivendi“, eða samkomulag um einhvers konar jafnvægi milli aðila Heimsókn Sihanouks fursta hingað til lands í síðustu viku leiddi mjög vel í Ijós hve erfitt menn eiga með að mynda sér haldbæra skoðun á málefnum Kambodíu. Svo virðist sem flestir reyni að túlka ástandið þar eftir einhverj- um fyrirfram gerðum klisjum eða mynstrum: Sumir líta á það ein- vörðungu út frá togstreitu Sovét- manna og Kínverja og fer þá af- staða þeirra gjaman eftir því hvaða skoðun þeir hafa á bram- bolti hinna fyrrnefndu víða um heim. Aðrir sjá það kannski í ein- hverju sjónarhorni „framfara“, raunvemlegra eða ímyndaðra, og kunna þá að líta á Sihanouk sem hinn versta afturhaldsref vegna þess eins að hann er af konungs- ætt, fyrrverandi konungur sjálfur og ber nafnbótina fursti. í augum annarra eru mál Kambodíu enn- þá liður í deilum Víetnam og Bandaríkjamanna: Virðast þeir telja að afskipti hinna fyrmefndu af ástandinu í Kambodíu sé fram- hald af baráttu þeirra við að losna við afskipti Bandaríkjamanna af þessum heimshluta og stuðningur Bandaríkjamanna við Sihanouk og samsteypustjórn hans (sem er reyndar ekki ýkja mikill) sé til- raun þeirra til að hefna sín á Ví- etnömum og ná aftur fótfestu á Indókínaskaga. Trétungu-formúlur Öll þessi sjónarmið eiga rétt á sér og skýra vafalaust að nokkru leyti þá atburði sem verið hafa að gerast í Kambódíu, en samt dugir hvert um sig undarlega skammt og niðurstöðunum hættir til að verða ekki annað en innihalds- h'tið glamur, þar sem allt er sett upp í einfalda trétungu-formúlu, sem virðist ekki í miklum tengsl- um við flókinn raunveruleikann. Ástæðan virðist einna helst vera sú að mönnum hættir alltof oft til að líta svo á sem ákveðið ástand - í þessu tilviki sjálfstæðisbarátta Víetnam og sú „hlutverkaskipt- ing“ hinna ýmsu aðila sem þá myndaðist - hafi svo að segja „afnumið" alla fyrri sögu og jafn- framt sett einhvern allsherjar- mælikvarða sem allt verði að miðast við eftir það. Pannig gleymdist mönnum bæði, að at- burðimir í Kambodíu em líka þáttur í aldagamalli sögu Indó- kínaskagans og í tengslum við sitthvað sem gerðist áður en Bandaríkjamenn eða Rússar fóm á nokkum hátt að skipta sér af málum þessa heimshluta, og svo líka hitt að málstaður manna breytist eftir því sem aðstæður breytast og verður að vega hann og meta í hvert skipti. í þessu sambandi er rétt að taka eitt skýrt fram þegar í stað: Þótt það sé rétt og skylt að styðja þjóð sem á í höggi við kúgara og berst fyrir sjálfstæði sínu, hljóta menn síðan að dæma gerðir hennar og leiðtoga hennar, þegar sigur hefur unnist í þeirri baráttu, eins og hverja aðra sjálfstæða þjóð og þá valdhafa sem henni ráða. Það skuldar enginn neinum neitt. Það var rétt á sínum tíma að styðja Alsírbúa í baráttu sinni við franska nýlenduherra, en það er líka jafnrétt að gagnrýna leiðtoga þessara sömu Aisírbúa, þegar þeir fara að berja á Kabýlum og ofsækja menn fyrir það eitt að syngja á berbera-máli. Sama gild- ir um Víetnam. Löng saga Áður en menn fara að velta fyrir sér íhlutun Bandaríkja- manna og Sovétmanna í málefni Kambodíu er því rétt að huga að því hvernig mál hafa þróast í Indókínaskaga á fyrri öldum, og er það nokkuð merkileg saga. Ví- etnamar voru upphaflega innrásarþjóð á þessum slóðum: Virðast þeir hafa komið úr norðri, frá svæðum í suðurhluta núverandi Kína, en þegar sögur hófust voru þeir búnir að stofna ríki á sléttunum við Rauða fljót- ið, þar sem nú er Norður- Víetnam. Á þessum öldum voru Khmerar voldugasta þjóðin á Indókínaskaganum, og stóð ríki þeirra og menning með miklum blóma einsog hofrústirnar í Ang- kor bera vitni um. Lítið vinfengi var milli Víetnama og Khmera enda þjóðirnar firna ólíkar: Ví- etnamar voru hernaðarþjóð og höfðu fengið menningu sína að verulegu leyti úr norðri, frá Kín- verjum, enda var þá verandi Víetnam hluti af Kínaveldi í meira en þúsund ár, allt fram á 10. öld, og stundum undir sterk- um kínverskum áhrifum eftir það. Khmerar voru hins vegar friðsöm þjóð, og höfðu þeir feng- ið menningu sína að miklu leyti úr vestri, frá Indverjum. Öldum saman leituðust Víet- namar við að færa út veldi sitt með oddi og egg, og herjuðu mjög grimmdarlega á þær þjóðir sem bjuggu fyrir sunnan þá. Þeim varð vel ágengt: Á fimmtándu öld voru þeir búnir að leggja undir sig það svæði sem nú er miðhluti Víetnams og bola burtu þeim þjóðum sem þar höfðu átt óðöl sín. Á sautjándu öld fóru þeir að setjast að á óshólmum Mekong-ár. í þessum landvinn- ingum sínum áttu Víetnamar mjög í höggi við Khmera, sem þeir litu á sem aðalfjendur sína, og var að sögn taumlausri grimmd beitt í þeim viðskiptum. Svo virtist sem Víetnamar ætluðu að leggja veldi Khmera í rúst og taka land þeirra: Áttu Khmerar mjög í vök að verjast enda réðust Tælendingar á sama tíma á þá úr vestri. En þegar Víetnamar voru bún- ir að vinna það land, sem nú kall- ast Víetnam, gerðist það, að Frakkar komu á vettvang, lögðu undir sig allan austurhluta Indó- kínaskagans og gerðu þau svæði að nýlendum sínum. Um leið komu þeir þar á friði - og segja franskir sagnaritarar a.m.k. að Khmerar hafi orðið því fegnir - og á þennan hátt má segja að Frakkar hafi „fryst“ ástandið á þessum slóðum í marga áratugi: Framsókn Víetnama stöðvaðist um stund. Draumar Víetnama Nýlendutímabilinu lauk, þótt Frakkar væru býsna tregir til að viðurkenna það, og svo fór að þjóðir Franska Indókína fengu sjálfstæði árið 1954. Á þessum tíma virðast margir Víetnamar þegar hafa ætlað þjóð sinni eitthvert forystuhlutverk í ný- lendunni fyrrverandi og hugsað sér ríkjasamband þar sem Víetn- amar hefðu töglin og hagldirnar. En niðurstaðan varð önnur í bili, því að Kambódía (það svæði sem eftir var af veldi Khmera), og Laos fengu sjálfstæði, Víetnam var skipt, og íhlutun Bandaríkja- manna kom í staðinn fyrir ný- lendustjórn Frakka. Víetnamar höfðu forystuna í baráttunni gegn íhlutun Banda- ríkjamanna - eins og þeir höfðu áður haft forystuna í baráttunni gegn franska nýlenduveldinu - og flæktust Kamdódíumenn og La- osbúar æ meir inn f styrjöldina. Samt lyktaði henni með því að til valda komust í Kambódíu skær- uliðar, „Rauðu Khmerarnir“, sem voru ekki á neinn hátt fylgj- andi Víetnömum. Blóði drifinn ferill þeirra er einhver undarleg- asta og ömurlegasta gáta nútím- asögunnar, og verður ekki fjallað um hann hér, en hvað sem öðru líður var það þjóðþrifaverk af hálfu Víetnama að binda endi á einræðisvald þeirra. En gekk Ví- etnömum til góðmennskan ein? Ef þeir hefðu látið sér nægja að bola Pol Pot burtu og koma síðan á laggirnar stjórn sem naut fylgis Kambodíumanna og var þeim sjálfum kannski vinveitt líka, væri unnt að verja þá skoðun. Þær fréttir sem borist hafa frá Kambódíu undanfarin ár benda nefnilega til þess að sú lýsing sem Sihanouk fursti gaf á fundi sínum með fréttamönnum hafi verið rétt í öllum meginatriðum: Víet- namar hafi komið á fót hreinni leppstjórn og tekið stjórnkerfið og herinn í sínar hendur, þannig að víetnamskir „ráðgjafar" gefi embættismönnum og foringjum fyrirskipanir og hafi eftirlit með þeim, þeir hafi byrjað á nokkuð víðtæku landnámi í Kambódíu þannig að ýmis héruð t.d. sem eru nálægt landamærum Víetnam séu nú einungis byggð Víetnöm- um, og þetta landnám færist í aukana, og þeir stefni að því að gera þjóðlíf og menningu í Kambódíu víetnamskt. Sam- kvæmt þessu er varla hægt að draga aðra ályktun en þá að ógn- arstjórn Pol Pots hafi að nokkru leyti verið átylla, og sé innrás Víetnama í Kammódíu framhald af útþenslustefnu þeirra og hern- aði á hendur Khmera áður en Frakkar skökkuðu leikinn um stundarsakir. Þjóðadeilur og stórveldadeilur Báðir aðilar hafa síðan leitað að bandamönnum á þann hátt sem fyrirsjáanlegt mátti teljast. Milli Kínverja og Víetnama er gömul og gagnkvæm tortryggni: Hinir síðarnefndu eru þess vel minnugir að um langt skeið tald- ist land þeirra hluti af Kínaveldi og óttast þeir að Kínverjar hætti til að líta svo á að það sé enn að seilast til valda með einhverjum hætti í Víetnam. Kínverjar muna hins vegar eftir því að á mestu stórveldistímum sínum lögðu Ví- etnamar undir sig stór svæði í Suður-Kína, og á þeim slóðum hafa ýmis konar aðskilnaðar- stefnur einnig átt mikinn hljóm- grunn, þar sem íbúarnir tala önnur kínversk mál en manda- rínsku og talsvert er þar af ýms- um smáþjóðum; valdhöfum Kína er því ekkert um voldugt víet- namskt ríki rétt fyrir sunnan þá. Hofin í Ankor Vat eru minjar um stórveldistíma Khmera. Þriðjudagur 24. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.