Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 8
TÓNUSMRSKÓU KOPNIOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Skólinn verður settur í dag þriðjudaginn 24. septemb- er kl. 16.00 í Kópavogskirkju. Skólastjóri Hundahreinsun í Reykjavík. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mánaða hreinsaðir af bandormum í október- eða nóvember- mánuði. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Við greiðslu árlegra leyfisgjalda (gjalddagi 1. mars) þarf að framvísa gildu hundahreinsunarvottorði. Eldri vottorð en frá 1. september verða ekki tekin gild. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðisins. Laus staða í tannlæknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar hlutastaða lektors (37%) í almennri handlæknisfræði. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skuli þær hafa borist fyrir 15. október n.k. Menntamálaráðuneytið, 12. september 1985. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða DEILDARSTJÓRA AÐ SVÆFINGA- DEILD. Starfið er laust frá 1. desember 1985. Um- sóknarfrestur er til 15. október n.k. Umsóknir sendist til hjúkrunarforstjóra, sem veitir upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðast reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 20. sept. 1985 Dönskukennarar Vegna veikinda vantar dönskukennara við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 92-3100. Skólameistari. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Sigurjón Snjólfsson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. sept. kl. 15. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Sigrún Sigurjónsdóttir Sverrir Sigurjónsson Gunnólfur Sigurjónsson Þorkell Sigurjónsson Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn MANNLÍF 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 24. september 1985 Einar Olgeirsson á tali við nokkur ungmenni úr ÆFAB og hlustað um leið á umræður um aðskilnaðarstefnu í S-Afríku. Ljósm.: Ari. Æskulýðsfylking AB Rautt ris aö H-105 Orri Vésteinsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Eiríkur Hjálmarsson og Hrannar Arnarsson fylgjast með Abdou dansara frá Afríku. Litið við á pólitísku kaffihúsi sem ÆFAB ætlar að reka í vetur Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins starfar með mikl- um blóma og nýjasta rósin í hnappagati hennar er pólitískt kaffihús sem rekið verður í vetur á sunnudögum í flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins. Síðasta sunnudag hélt Fylkingin áfram að fjalla um aðskilnaðarstefnu s- afrískra stjórnvalda og baráttuna gegn þeim. Rauða risið á Hverfísgötu 105 var þéttsetið er Þjóðviljinn leit þar við. Dagskráin hófst kl. 15 en húsið hafði verið opnað klukku- stund fyrr. Við birtum hér nokkr- ar myndir frá þessari ágætu sam- komu og hvetjum alla um leið til að láta sjá sig þegar næst verður Rautt ris að Hverfisgötu 105! Adbou dansaði afrikudansa og barði bumbur af miklum móð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.