Þjóðviljinn - 24.09.1985, Blaðsíða 14
ALÞYÐUBANDAiAGIÐ
HEIMURINN
AB Kópavogi
Bæjarmálaráð
er boðað til fundar fimmtudaginn 26. september kl. 17.30. Á dag-
skrá eru:
1. Atvinnumálanefnd
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Höfn í Hornafirði - Aðalfundur
Alþýðubandlagsfélag Austur-Skaftafellssýslu heldur aðalfund í
Miðgarði á Höfn þriðjudagskvöldið 24. september kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf
2. Helgi Seljan ræðir um flokksstarfið og landsmálin.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Reyðarfjörður - Féiagsfundur
Alþýðubandalagsfélag Reyðarfjarðar heldur félagsfund í Verka-
lýðshúsinu í kvöld, þriðjudaginn 24. september kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð
2. Atvinnumál og flokksstarf: Hjörleifur Guttormsson hefur fram-
sögu.
3. Önnur mál.
Allir stuðningsmenn velkomnir.
Stjórnin.
Egilsstaðir - Aðalfundur
Alþýðubandalag Hérðasmanna heldur aðalfund í húsi Slysavarna-
félagsins miðvikudaginn 25. september kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Mætum vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Austfirðingar
- opinn fundur
með Svavari Gestssyni
------------ á Reyðarfirði 27. september
Opinn fundur verður haldinn í Félagslundi á
Reyðarfirði föstudaginn 27. september kl.
20.30.
Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins flytur ræðu.
Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur
Guttormsson sitja fyrir svörum.
Umræður og fyrirspurnir.
Allir velkomnir.
Svavar Gestsson Alþýðubandalagið.
Neskaupstaður
- félagsfundur
Alþýðubandalagið í Nes-
kaupstað heldur félagsfund
í Egilsbúð miðvikudaginn
25. september kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning í bæjarmálaráð.
2. Rabb við alþingismenn-
ina Helga Seljan og Hjörleif
Guttormsson.
Helgi
Seljan
Hjörleifur
Guttormsson
Eskifjörður - Félagsfundur
Alþýðubandalagsfélag Eskifjarðarheldurfélagsfund meðalþingis-
mönnunum Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni í Valhöll
fimmtudaginn 26. sept. kl. 20.30.
Stuðningsmenn velkomnir.
Stjórnin.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
ÆFR
Opinn fundur
ÆFR um skólamál verður nk. fimmtudag 26. september kl. 20.30.
Dagskrá:
Gerður G. Óskarsdóttir kemur og talar um skólamál. Guðrún
Helgadóttir ræðir um einkaskóla. Kosið um fulltrúa ÆFR á lands-
fund AB. Framboð verða að berast á fundinn fyrir kl. 21.30.
Skólanefnd.
Gerður
Guðrún.
Af þessum ástæðum hafa leið-
togar Víetnam snúið sér til Sovét-
manna, sem eru vitanlega hæstá-
nægðir með að fá þessa fótfestu á
Indókínaskaga og eru reiðubúnir
til að borga hana háu verði, í
efnahagsaðstoð, hernaðaraðstoð
eða öðru.
Kambódíumenn hafa hins veg-
ar snúið sér-til Kínverja, eins og
eðlilegt var - og jafnvel óhjá-
kvæmilegt - við þessar aðstæður.
Fyrir Kínverja skipti það minnstu
máli, að Pol Pot hafði á sínum
tíma aðhyllst eins kyns Maoisma,
enda voru þeir búnir að hafna
þessari útgáfu hans heima fyrir,
en hins vegar vildu þeir gjarnan
stöðva yfirráðastefnu Sovét-
manna og Víetnama fyrir sunnan
þá. Þeir sáu vel að stjóm „Rauðu
Khmeranna“ var á engan hátt
boðleg lengur og því hvöttu þeir
til þess að mynduð yrði sam-
steypustjórn undir forystu Sihan-
ouks, þarsem ýmsir flokkar þjóð-
ernissinna ættu einnig fulltrúa.
Bandaríkjamenn hafa stutt þessa
stjórn af sömu ástæðu og Kín-
verjar, til að vinna gegn Sovét-
stjórninni, en sennilega dreymir
þá einnig um að ná sér niðri á
Víetnömum og hefna þess í
Phnom Penh, sem mest hallaðist
á þá í Saigon. Þannig hafa stór-
veldadeilur bæst við þjóðadeilur
á Indókínaskaga.
Staða Kambódíumanna er nú
hin versta: Þeir hafa ekki sloppið
undan ógnarstjórn Pol Pots nema
til þess að lenda í klónum á Víetn-
ömum, og þótt líklegt sé, eins og
Sihanouk hélt fram á blaðamann-
afundinum, að meirihluti Kamb-
ódíumanna myndi heldur kjósa
hina síðarnefndu en „Rauðu
Khmerana" ef ekki væri nema
um þetta tvennt að velja, bendir
allt til þess að þjóðmenning
Kambódíumanna sé nú í hættu,
og verði þeir smám saman að
minnihlutahóp í eins konar Stór-
Víetnam ef svo heldur áfram.
„Modus vivendi“
Við þessar aðstæður er stefna
Sihanouks fursta ákaflega skýr:
Hann vill greinilega koma málun-
um þannig fyrir að „Rauðu
Khmerarnir" annars vegar og Ví-
etnamar og stuðningsmenn
þeirra hins vegar vegi upp hvorir
á móti öðrum og sé þá svigrúm
fyrir einhvers konar hlutleysis-
stefnu, sem geri Kambódíumön-
um kleift að lifa í friði í eigin
landi. Augljóst er að hann er
reiðubúinn til að ganga langt til
að ná þessu marki: Hann vill
veita „Rauðu Khmerunum", eða
a.m.k. hinum hófsamari meðal
þeirra, vissa hlutdeild í stjórn
landsins, og hann lýsir því yfir svo
hátt að það megi vel heyrast til
Hanoi, að ekki sé á dagskrá að
reka burt þá víetnamska land-
nema, sem sest hafa að í Kambó-
díu og búnir eru að fá kambódísk-
an ríkisborgararétt. Erfitt er að
sjá hvemig hægt væri að leysa
vandamál Kambódíu, þannig að
Kambódíumenn eigi ekki
beinlínis á hættu að verða að
minnihlutahópi eða þurrkast út
sem sjálfstæð þjóð, öðru vísi en
með því að koma á einhvers kon-
ar „modus vivendi“ af þessu tagi.
En spurningin er sú hvort það sé
ekki þegar of seint. e.m.j.
Ástandið í heiminum að kjarnorkustyrjöld lokinni gæti minnt meira á Eþíópiu en Hiroshima.
Kjamorkustyrjöld
kann að
bitna verst á
árásaraðila
Skýrsla birt um „kjarnorkuvetur“. Miljarðar manna gœtufarist úr
hungursneyð
í skýrslu sem nýlega var lögð
fram í Washington um hugsanleg
áhrif kjarnorkustyrjaldar á veður-
far segir að þær þjóðir sem ekki
taki þátt í styjöldinni kunni að
verða verst úti, og gæti svo farið
að miljarðar manna létu lífið í
hungursneyð. Hins vegar kunni
þessi hætta einnig að verða þess
valdandi að kjarnorkuvopnum
verði ekki beitt.
Þessi skýrsla, sem „Vísinda-
nefnd um umhverfisvandamál"
(SHOPE) hefur tekið saman,
hefur verið tvö ár í undirbúningi
og er hún byggð á rannsóknum
þrjú hundruð vísindamanna.
Samkvæmt henni á mestur hluti
íbúa jarðar á hættu að deyja úr
hungri ef til styrjaldar kemur, því
að óbein áhrif kjarnorkuspreng-
inga á umhverfið kunni að verða
miklu víðtækari en bein eyðilegg-
ing af völdum þeirra. Þannig
kunni meira en tveir og hálfur
miljarður manna að láta lífið, þar
á meðal flestir íbúar Indlands.
Reykur af kjarnorkusprenging-
um kunni að valda „kjarnorku-
vetri,“ þ.e. byrgja fyrir sól-
arljósið í mörg ár og eyða allri
uppskeru, og þær loftslagsbreyt-
ingar, sem verði af völdum
þeirra, geti einnig stöðvað
monsún-rigningar um allt hita-
beltið.
Á þennan hátt geti fleiri menn
látið lífið á Indlandi en í Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum til
samans, og stöðvun kornútflutn-
ings frá löndum eins og Banda-
ríkjunum og Kanada kunni að
leiða til þess að helmingur íbúa
Japans deyi úr hungri. Kínverjar
kunni einnig að verða mjög illa
úti, þar sem þeir eiga minna en
ársbirgðir af fæðu.
Einn af höfundum skýrslunnar
sagði að ástandið að lokinni
kjarnorkustyrjöld myndi senni-
lega minna meira á að það sem nú
hefur verið að gerast í Eþíópíu
heldur en á rústirnar í Híróshima.
Formaður nefndarinnar áleit
að niðurstöður skýrslunnar gætu
haft þau áhrif á hugsanlegan árás-
araðila að hann félli frá áformum
um að beita kjarnorkuvopnum,
þar sem „kjarnorkuvetur" myndi
bitna mjög illilega á honum sjálf-
um.
(Reuter)
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN , Þriðjudagur 24. september 1985