Þjóðviljinn - 02.10.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.10.1985, Síða 3
FRETTIR Tryggingafélögin Verðstríð hafið Ingi R. Helgason forstjóri BÍ: Samvinnutryggingar köstuðu stríðshanskanum. Tryggingafélögin komin á sömu braut og bankarnir ísamkeppninni. Verðstríðið mun leiða til bullandi taps hjá tryggingafélögunum Brunabótafélagið átti ekki ann- arra kosta völ en að lækka ið- gjöldin eftir að Samvinnutrygg- ingar höfðu kastað stríðshansk- anum með hinni stórfelldu lækk- un iðgjalda í tilboði sínum til Hafnarfjarðarbæjar. Vissulega hefur verið samkeppni milli tryggingafélaganna, en nú er bullandi verðstríð bafið, sams- konar kapphlaup og bankarnir hafa átt í undanfarin misseri. Umferðarmenning Unga fólkið og umferðin Umferðarvika í Reykja- vík 7.-13. október Stefnt að slysalausum föstudegi Dagana 7.-13. október n.k. gengst umferðarnefnd Reykjavíkurborgar fyrir áróð- urs- og upplýsingaherferð til að bæta umferðarmenningu og fækka slysum í borginni. M.a. er stefnt að slysalausum föstudegi í Reykjavík og myndi það sæta tíð- indum, því föstudagarnir eru erf- iðustu dagar vikunnar og slys og árekstrar aldrci fleiri en þá. Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri Tónabæjar hefur undirbúið þessa umferðarviku, þar sem sér- staklega verður beint kastljósi á unga fólkið m.a. í tilefni af ári æskunnar. Ólafur sagði í gær að yrði gefinnn út bæklingur þar sem umferðin yrði skoðuð með augum barna og unglinga og skólabekkir 11-14 ára barna myndu gera umferðarkönnun upp á eigin spýtur og vinna úr niðurstöðunum í skólunum. Ólafur sagði að þó áhersla yrði lögð á unga fólkið í umferðinni þá ætti umferðarvikan erindi til allra borgarbúa og verður sérstaklega fjallað um gamla fólkið sem verð- ur helst fyrir slysum þegar það er að fara yfir götu. Margt verður um að vera þessa fyrirhuguðu umferðarviku og verður dagskrá- in kynnt síðar. _ Þetta sagði Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins í samtali við Þjóðviljann í gær í ti- lefni þeirra miklu iðgjaldalækk- ana sem Samvinnutryggingar í Hafnarfirði og Brunabótafélagið í Garðabæ hafa boðið að undan- förnu. Ingi benti á að Samvinnutrygg- ingar hefðu aðeins boðið Hafn- arfjarðarbæ þessi kjör en þar hefðu einmitt orðið hvað fæst brunatjón miðað við önnur bæjarfélög á undanförnum árum. Ingi sagðist ekki vita hvort Sam- vinnutryggingar væru tilbúnar til að bjóða sömu kjör á þeim stöð- um þar sem tíðni brunatjóna væri hvað mest. Brunabótafélagið hefur samn- inga við 187 sveitarfélög og stjórn félagsins ákvað 29. september að lækkun sú á grunniðgjöldum, sem samið var um við Garðabæ, taki til allra sveitarfélaga sem hafa samninga við Brunabótafé- lagið, en það er yfir 90% af samanlögðu brunabótamati utan Reykjavíkur. Þá nefndi Ingi sem dæmi að þegar frystihúsið á Hellissandi brann hefði það fé sem Bruna- bótafélagið varð að greiða numið sem nemur öllum iðgjöldum vegna brunatrygginga á Hellis- sandi næstu 80 árin. Tjónið vegna brunans á Seltjarnarnesi í gær nemur öllum iðgjöldum sem Sel- tirningar greiða fyrir sínar trygg- ingar næstu 10 árin. Það er því alveg ljóst að þetta iðgjaldastríð sem nú er hafið mun leiða til mikils tapreksturs á tryggingafélögunum í framtíð- inni, sagði Ingi R. Helgason að lokum. - S.dór Samkeppni Útilista- verk í nýjan miðbæ Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um gerð útilistavcrks eða skúlptúrs í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar næsta sumar. Skipulagsnefnd hefur lagt til að verkinu verði fundinn stað- ur á torgi norðan Borgarleikhúss- ins í Nýja miðbænum. Það er stjórn Kjarvalsstaða sem hefur samþykkt að efna til samkeppninnar og sagði Þóra Kristjánsdóttir, listráðunautur hússins, í gær að hún yrði auglýst strax og tekin hefði verið ákvörð- un um staðsetningu. Þá hefur einnig verið ákveðið að Kjarvalsstaðir sýni „Reykja- vík í myndlist" á listahátíð næsta vor en ekki hefur enn verið gengið frá sýningartíma. - ÁI ......imirfitiTl---- V,n 'l" > •> Hlutavelta var haldin í Breiðholtinu um helgina. Félagarnir Óttar örn Helgason, Arnór Hauksson og Haukur Snær Hauksson sem eiga heima í Kleifarselinu komu í ritstjórn Þjóðviljans í gær með 500 kr. sem þeir báðu blaðið um að afhenda Hjálparstofnun kirkjunnar. Höfðu þeir á orði að fólkið í Mexíkó myndi örugglega hafa þörf fyrir peninginn. Ljósm. Sig. _____________________________ Bótahœkkunin Gamla folkið fær 670 krónur Hámark bóta 15.557 kr. til einstaklinga, 22.828 kr. til hjóna. Ellilífeyrir hækkar um 231 kr. í gær fengu ellilífeyrisþegar sem búa einir og hafa engar tekj- ur 670 krónu hækkun á trygginga- bætur sínar. Bætur almanna- trygginga hækka í dag í samræmi við kjarasamninga um 4,5% og verður elli- og örorkulífeyrir ein- staklinga þá 5.354 krónur, full tekjutrygging 7.844 krónur og heimilisuppbót 2.359 krónur. Hámark bóta til einstaklinga verður því 15.557 krónur á mán- uði, 670 któnum hærra en í sept- ember. Hjónalífeyrir hækkar í 9.637 krónur og full tekjutrygging hjóna í 13.261 krónu, samtals að hámarki 22.828 krónur á mánuði. Barnalífeyrir vegna eins barns hækkar í 3.278 krónur og mæðra- laun vegna eins barns í 2.055 krónur. Fullt fæðingarorlof verð- ur 23.958 krónur. Þessar hækk- anir svo og samsvarandi hækkan- ir á öðrum bótum almannatrygg- inga verða greiddar út 10. októ- ber n.k. -ÁI Mlftvikudagur 2. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Kasparov jafnar Hvítt: Garry Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 Leikið eftir langa umhugsun. Ekki vegna þess að Kasparov væri í vafa um hverju hann ætti að leika í fyrsta leik, heldur vegna þess að hann vildi með þessu mótmæla þeirri ókurteisi Karp- ovs að mæta alltaf of seint til leiks. Þegar Karpov var ekki mættur eftir dágóða stund, þá gekk Kasparov til yfirdómarans og bað hann kurteislega um að láta gera ráðstafanir til að finna manninn. En að lokum kom Karpov og svaraði upphafsleik áskorandans með... 1. - Rf6 2. c4 eó 3. Rc3 Bb4 Það má heita öruggt að þessum leik leikur Karpov ekki aftur í einvíginu. 4. RO 0-0 6. e3 cxd4 5. Bg5 c5 7. exd4 h6 8. Bh4 d5 11. 0-0 Be7 9. Hcl dxc4 12. Hel b6 10. Bxc4 Rc6 13. a3 Bb7 Báðir keppendur hafa nú lokið liðskipan sinni og miðtaflið hefst. 14. Bg3 Hc8 18. hxg3 exd5 15. Ba2 Bd6 19. Bxd5 Df6 16. d5 Rxd5 20. Da4 Hfd8 17. Rxd5 Bxg3 21. Hcdl Hd7? 21. - Hc7 hefði verið tilvalið. Þá má svara 22. Dg4 með Bc8 23. Dc4 Hcd7 með ágætri stöðu. 22. Dg4! Hér kemur einn af hinum frægu löngu leikjum Kasparovs. Hann er auk þess þræl lúmskur. metin 22. - Hcd8? Uggir ekki að sér. Hérna hefði verið betra að leika H7d8 þó að hvítur sé í stórsókn eftir 23. He4 23. Dxd7! Hxd7 24. He8+ Kh7 25. Be4+ gefið. Eftir 25. - g6 26. Hxd7 kemst svartur ekki hjá frekari Iiðstapi (26. - Ba6 27. Bxc6).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.