Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 2
FRETTIR
Stúdentaráð
Vaka heldur í hefðina
Kosið um breyttfyrirkomulag 1. desember hátíðahaldanna ínœstu
viku. Vinstri menn vilja vekja meiri áhugafólks á dagskránni.
Vaka á móti
Við trúum ekki öðru en að fólk
sem hefur verið að tala um
brcytt fyrirkomulag hátíðahald-
anna 1. dcscmber, muni veita
þessum nýju hugmyndum okkar
stuðning sinn í kosningunum í
næstu viku. Kosningarnar munu
snúast um tilraun okkar til að
vekja meiri áhuga fólks fyrir 1.
desember, eða viija Vöku til að
halda í hið hefðbundna fyrir-
komulag, sagði Guðmundur
Auðunsson fulltrúi vinstri manna
í Stúdentaráði Háskólans í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
í síðustu viku slitnaði upp úr
viðræðum vinstri manna, Um-
bótasinna og Vöku um að hátíða-
höldin verði skipulögð af þessum
félögum sameiginlega. Rætt var
um að breyta fyrirkomulagi há-
tíðahaldanna þannig að brugðið
yrði út af hinu hefðbundna
fundarformi eingöngu. Auk
fundarins í Háskólabíói vildu
vinstri menn að haldin yrði ráð-
stefna um Háskólann og stöðu
hans í hátíðasal skólans og að
jafnframt yrði opið hús í Félags-
Alþingi
Spurt
um...
...ráðningu
í kennarstöður og
starfsréttindi kennara
Hjörleifur Guttormsson spyr
menntamálaráðherra hversu
margir réttindalausir menn hafi
verið ráðnir til starfa í skólunum í
haust og hvaða ráðstafanir ráðu-
neytið hyggist gera til að greiða
fyrir því að eingöngu kennarar
með full réttindi ráðist til skóla-
nna. Þá spyr Hjörleifur hvað líði
undirbúningi frumvarps til laga
um lögverndun á starfsheiti og
starfsréttindum kennara.
...aukafjárveitingar
Kjartan Jóhannsson spyr fjár-
málaráðherra hvaða aukafjár-
veitingar hafi verið veittar fram
til 15. október að þessu ári.
Kjartan biður um upplýsingar um
hverja fjárveitingu fyrir sig og
spyr jafnframt hvort viðkomandi
fagráðherra hafi óskað eftir
aukafj árveitingum.
...löggæslu á
höfuðborgarsvæðinu
Salóme Þorkelsdóttir og Olafur
G. Einarsson spyrja dómsmála-
ráðherra hvað líði úttekt á lög-
gæslu á höfuðborgarsvæðinu og
hvort þess sé að vænta að komið
verði upp lögregluvarðstöð í
Mosfellshreppi og Garðabæ.
...kjötflutning
á Völlinn
Kjartan Jóhannsson hefur lagt
svofellda fyrirspurn fyrir forsæt-
isráðherra: „Nú þegar fyrir liggur
að dómstólar muni ekki úrskurða
um stjórnarstefnuna eins og ríkis-
stjórnin hafði óskað eftir, varð-
andi innflutning á kjöti til varn-
arliðsins, hvaða tökum hyggst þá
ríkisstjórnin taka þessi mál eða er
þess að vænta að áfram verði sú
skipan að kjötinnflutningurinn
með skipum sé bannaður, en
leyfður með flugvélum?"
stofnun, þar sem unnt yrði að
vera með listadagskrá með
meiru. „Hugmyndin var þá að
hafa fundinn í Háskólabíói af
léttara taginu, en ráðstefnan
myndi þá fjalla um hin alvarlegri
málefni. Þessu hafnaði Vaka og
vill halda fast við gamla fundarf-
orrnið," sagði Guðmundur.
Kosið verður um 1. desember
dagskrána á þriðjudagskvöldið
og miðvikudaginn í næstu viku.
Kosið verður um yfirskrift dags-
ins og sjö manna lista frá Vöku
annars vegar og vinstri mönnum
hins vegar. Yfirskrift vinstri
manna verður Háskólinn í allra
þágu, og ef hún verður ofan á í
kosningu munu vinstri menn að
sögn Guðmundar bjóða fjöl-
mörgum aðilum til samstarfs um
framkvæmdina, Vöku, Umbóta-
sinnum, kennurum og öðru
starfsfólki, deildafélögum stúd-
enta og jafnvel öðrum náms-
mannahreyfingum.
gg
Björn Th. Björnsson og Guörún Kjarval virða fyrir sér litskyggnur fyrstu bókarinnar. Ljósm. E.ÓI.
Kjarval
Lilskyggnur koma út
Itilefni 100 ára fæðingarafmælis
Jóhannesar S. Kjarvals gefur
Listasafn ASÍ út þrjár 36 mynda
litskyggnubækur með verkum
Kjarvals. Fyrsta bókin Jóhannes
S. Kjarval 1885-1930 eftir Björn
Th. Björnsson er komin út.
Hinar tvær bækurnar eru eftir
Hrafnhildi Schram og ná yfir
tímabilin 1930-1946 og 1946 til
1968.
Ljósmyndirnar í litskyggnu-
bækurnar tók Kristján Pétur
Guðnason hjá Skyggnu og eru
þær fjölfaldaðar í Englandi. Bæk-
umar eru gefnar út í 500 ein-
tökum hver og kosta 900 krónur.
Björgunartæki
Að komast
í nauð
Hafinn er innflutningur á hinu
heimsfræga björgunartæki
„Survival“ frá Toledo á Spáni.
Hér er um að ræða hníf, sem hef-
ur 20 aukatæki sem miða að því
að menn geti komist af með þau á
sér við erfiðustu aðstæður. Hníf-
urinn í hylki er 600 grömm.
Hjálpar tækin eru auk hnífs-
blaðsins
Hægt er að mynda víraklippur
með því að beita hnífnum og
hylkinu saman. Á hylkinu er
skrúfjám og morsspegill. Á
bakka hnífsins eru bæði járn og
trésög. Á blaðinu er skali til að
taka sólarhæðina ef menn eru
villtir. Þá er einnig skali til að
mæla vegalengdir á korti. Al-
þjóðleg hjálparmerki eru einnig
grópuð á hnífsblaðið. Á hnífs-
bakkanum er mið til að mæla
hæðir fjallstinda. Á enda hand-
fangsins er hamar.
Inní . handfangi hnífsins er
kompás. Þá er þar einnig hylki og
utan á því er starfrófið ásamt
morsstafrófinu. Inní hylkinu er
fiskilína, sem hægt er að festa við
hnífinn og breyta honum þar með
í veiðistöng. I hylkinu eru einnig
Hnífurinn góði frá Toledo, en hann
koma í góðar þarfir ef menn lenda í
önglar, flotholt og sökkur. Þrjár
neyðarblyseldspýtur, brenni-
steinn, málmstöng til að kveikja
með eld ef eldspýtur blotna.
Saumnál, dauðhreinsuð læknas-
aumnál, dauðhreinsaður lækna-
hnífur, og plástrar; einnig vökvi
til að hreinsa sár.
Þetta tæki var 5 ár í hönnun og
prófun áður en farið var að fram-
leiða það, en mesta viðurkenn-
ingu fékk tækið þegar öllum v-
þýskum hermönnum var gert að
bera svona hníf og keyptu v-þýsk
hernaðaryfirvöld alla ársfram-
leiðslu verksmiðjunnar í Toledo
1984. Allar líkur eru á að jap-
anski herinn muni einnig taka
þetta tæki upp hjá sér.
Það er Marto umboðið sem sel-
hefur að geyma 20 fylgihluti sem
hrakningum. Ljósm. E.OI.
ur þennan hníf hér á landi og er
hægt að fá hann sendan í póst-
kröfu. Upplýsingar eru gefnar í
síma 671190 eftir kl. 19.00 á
kvöldin og allar helgar.
■T0RGIÐ'
Skyldu konurnar skipta um
stól við Nordal?
SAVES
Vilja
byggja
hvfldar-
heimili
Stofnuð hafa verið samtök að-
standenda vímuefnasjúklinga,
SAVES og segir í frétt frá sam-
tökunum að eitt meginverkefni
þeirra sé að byggja hvíldarheimili
fyrirþreytta aðstandendur. Kjör-
orð þeirra er „Eitur af eyju“. Er
áheita óskað til að starfrækja
samtökin og geta menn greitt inn
á gíró 63890-0 en póstfangið er
SAVES pósthólf 9062 Reykja-
vík.
í frétt frá SAVES segir m.a.:
Við erum hópur fólks á öllum
aldri, sem erum orðin þreytt á að
vera tvístruð í feluleik með hugs-
anir okkar varðandi ýmsar úrbæt-
ur. Við höfum áhuga á að stilla
saman strengi allra aldurshópa.
Reynum að muna að góðir hlutir
gerast hægt.“
Nánari upplysingar um sam-
tökin er að fá í ofangreindu póst-
fangi.
Hlutaffélag
um áramót
Um næstu áramót verður sú
breyting á rekstrarformi ferða-
skrifstofunnar Útsýnar að fyrir-
tækinu verður breytt í hlutafélag.
Ingólfur Guðbrandsson stofn-
andi og einn eigandi verður
áfram eigandi að 50% hlutafjár
en meðeigendur Þýsk-íslenska
hf, Ómar Kristjánsson forstjóri,
Magnús. Gunnarsson viðskipta-
fræðingur og Helgi Magnússon.
Ingólfur Guðbrandsson verður
áfram forstjóri.
Gert er ráð fyrir að allt núver-
andi fastráðið starfsfólk Útsýnar,
um 30 að tölu, muni starfa áfram
hjá Útsýn hf. Er ætlunin að fyrir-
tækið hasli sér völl að nýju í mót-
töku erlendra ferðamanna.
Fyrstu 9 mánuði þessa árs ferð-
uðust um 10.000 farþegar í áætl-
unarflugi milli landa á farseðlum
frá Útsýn auk um 4000 farþega f
leiguflugi. - v.
2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1985
Fjórðueigs samdráttur
Pað sem af er árinu hefur orðið
um fjórðungs samdráttur í
nýbyggingum samkvæmt upplýs-
ingum sem Þjóðviljinn hefur
aflað sér hjá Húsnæðisstofnun.
Frá ársbyrjun til september-
loka höfðu stofnuninni borist 949
vottorð um fokheldi íbúða en á
sama tíma í fyrra höfðu stofnun-
inni borist samtals 1227 fokheldis-
vottorð samkvæmt upplýsingum
Sigurðar E. Guðmundssonar for-
Husnæðisstofnunar. Inm
hvorugri þessari tölu eru bygg-
ingar samkvæmt verkamanna-
bústaðakerfinu, en ljóst er að al-
mennar íbúðabyggingarfram-
kvæmdir hafa dregist saman um
fjórðung frá fyrra ári.
~lg-