Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 8
GLÆTAN Melody Makers Börn Bobs og Ritu Marley í fótspor foreldranna Bob heitinn Marley var kyn- sæll maður. Hann eignaðistá annan tug barna- 5 með Ritu konu sinni, sem þar að auki ól upp tvö sem hann átti með öðrumstúlkum;þáeignaðist Bob barn með „Ungfrú al- heimi 1976“, sem var f rá Jam- aica, og bresku blaðakonunni Vivian Goldman, en ekki kunnum vér að mæðrafleiri barna regg-konungsins. Fjögur barna Bobs og Ritu Marley hafa fetað í fótspor for- eldranna út á hljómlistarbrautina og starfað saman í nokkur ár í hljómsveitinni Melody Makers. Þau byrjuðu að koma fram á barnsaldri með föður sínum á Jamaica, hafa gefið út eitthvað af plötum þar og sungu t. d. við útför föður síns, ásamt Wailers, en Bob Marley lést 11. maí 1981. Þá hafa Melody Makers tekið þátt í hinni árlegu regg-hátíð, Sun- splash, sem haldin er í Montego Bay á Jamaica. I Melody Makers fer fremstur sonurinn David „Ziggy“ Marley, sem er laga- og textasmiður, að- alsöngvarinn og leikur á ryþma- gítar og ásláttarhljóðfæri (viður- nefni hans gefur til kynna aðdáun á David Bowie og söguhetju hans Ziggy Stardust). Hann er 17 ára. Hin systkinin syngja og heita Ste- vie (15 ára), Sharon (16) og Ci- della (19), en hún heitir í höfuðið á föðurömmu sinni sem líka fæst við söng og býr á Miami í Banda- ríkjunum. Rita Marley rekur nú hljóðver- ið og hljómplötufyrirtækið Tuff Gong sem Bob Marley stofnaði á Jamaica og mun umsvifamikil í plötuútgáfu þar og syngur líka inn á plötur sjálf af og til. Nýverið kom út plata með Melody Makers sem ber nafnið Play the game right, eiginlega „Leiktu drengilega", og er átt við lífið sjálft; textarnir eru í anda Bobs Marley um óréttlætið í heiminum, rangláta auðskiptingu og sök „stóra mannsins" og „vonda karlsins“ þar á og þeim sagt að pakka saman ríkidæmi sínu og fara til andskotans. í fljótu bragði virðist sem David „Ziggy" Bobsson Marley sé rót- tækari en faðir hans í textagerð- inni... en aðathuguðu máli skilur líklega á milli þeirra að faðirinn var myndrænni í hugsun og orð- inn eldri og lífsreyndari þegar hans textar komu fyrir almenn- ingssjónir en raunin er með son hans. Hins vegar eru raddir þeirra ekki ólíkar en Bob var töluvert rokkaðri í sinni músík- iðju en sonurinn... enda hafa „Melódíumakararnir“ líka tekið ýmislegt í arf frá móður sinni sem hefur sungið regg á Ijúfari nótum og hefðbundnari en regg- kóngurinn. Hinn „Drengilegi leikur" „Melódíugerðarfólksins“ er skemmtilegur og jafnvel líka há- tíðlegur að manni fínnst, en það er nú kannski bara tilfínning sem sumir fá við að hugsa um að bless- uð bömin séu að reyna að halda áfram starfi föðurins, sem var blökkum og ranglæti beittum einskonar pólitískur trúarleiðtogi með tónlistina að vopni. Og enda þótt sannkristnum eða sannó- kristnum mönnum þyki leiði- gjamt trúarhjal þeirra Rastafarí- manna skulu þeir ekki gleyma því að trú þeirra er sameiningartákn gegn nýlenduherrum og auk þess frjálslegri og róttækari en okkar hvíta kristni, þótt sumt komi oss spánskt fyrir sjónir. A(men) P.S.: Rétt er að geta þess að fé- lagar Bobs úr Wailers og fleiri þekktir regg-tónlistarmenn spila með Marley-krökkunum á Play the game right. Marley-börnin við lúdóspil í Rastafar- íastíl, þar sem byrjunarreitirnir heita Zíon, Babýlon, Jerúsalem og Eþíóp- ía. Hinum megin á umslaginu er samskonar spil sem eigendur plöt- unnar geta brugðið sér í. Stephen er lengst til vinstri, þá Sharon og David, sem líkist föður sínum töluvert. Hórna megin við spilið er Cedella. Hinn margra barna faðir Bob Marley. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (-) 1. Stronger together - Shannon (3) 2. Secret - OND (—) 3. Animal instinct - Commodores (-) 4. You can win if you want -Modern Talking (5) 5.1’m a lover (-) 6. We don’t need another hero -Tína Turner (10) 7. Into the groove - Madonna (8) 8. Tarzan Boy - Baltimora (7) 9. You are my heart you are my soul -Modern Talking (2) 10. All fall down - Five star Grammid (1) 1. Low life - New Order (2) 2. Kona - Bubbi Morthens (3) 3. Skemmtun - Meö nöktum (7) 4. Theames 2 - Psychic TV 2 (-) 5. True sides of the beast - Gun Club (-) 6. How will the wolf survive - Los Lobos (-) 7. A seacret wish - Propaganda (9) 8. First circle - Pat Metheny (-) 9. Don’t forget that beat - Fats comet (-) 10. The dream of the blue turtles - Sting Rás 2 1. (1) Maria Magdalena - Sandra 2. (6) Cherish - Cool & the Gang 3. (2) Part time lover - Stevie Wonder 4. (9) This is the night - Mezzoforte 5. (3) Dancing in the street - Bowie/Jagger 6. (4) Unkiss that kiss - Stephen A. J. Duffy 7. (10) Take on me - A-ha 8. (15) Dress you up - Madonna 9. (12) You’re my heart you’re my soul - Modern Talking 10. (7) Pop life - Prince 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Föstudagur 18. október 1985.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.