Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 5
INN
SÝN
Allt bendir nú til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn hyggist blása til
harðrar sóknar gegn velferðar-
kerfinu sem íslendingar hafa
sameiginlega byggt upp á síðustu
áratugum. Ungir Sjálfstæðis-
menn hafa gert samþykktir um
nauðsyn þess að ráðast gegn
heilbrigðisgeiranum og færa yfir í
hendur einkarekstursmanna,
þeir vilja höggva á tryggingakerf-
ið og taka menntamálin að veru-
legum hluta úr höndum ríkisins.
Innan Sjálfstæðisflokksins hafa
þeir eyra Þorsteins Pálssonar,
formanns flokksins og nýbakaðs
fjármálaráðherra, sem auk þess
hefur um árabil verið einnaf
helstu talsmönnum frj álshyggj-
unnar hér á landi. Hagfræðingur
Vinnuveitendasambandsins, Vil-
hjálmur Egilsson, er sömuleiðis
nýorðinn formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna, og þrátt
fyrir gæðalegt yfirbragð er Vil-
hjálmur harðvítugur talsmaður
niðurskurðar innan sam-
neyslunnar. En Vilhjálmur er
einna fremstur í flokki þeirra
manna sem Þorsteinn Pálsson
hefur sér til ráðgjafar.
Hrædd Framsókn
Innan Framsóknarflokksins er
víða andstaða við hrikalegustu
niðurskurðarhugmyndir kuta-
liðsins í Sjálfstæðisflokknum,
sem þeir Þorsteinn og Vilhjálmur
fara fyrir. Framsóknarforystan
skelfur hins vegar við tilhugsun-
ina um kosningar, og reynsla
undanfarinna vikna sýnir að hún
er nánast reiðubúin í hvað sem er
til að forðast það sjálfsmorð sem
hún telur kosningar um þessar
mundir myndu knýja flokkinn út
í. Þessvegna hefur hún fyrir sitt
leyti fallist á, að freista þess að
hrindra niðurskurðarhugmynd-
um Sjálfstæðisflokksins í fram-
kvæmd.
Þetta er vottfest með „stór-
veldasamningnum", sem þeir
Þorsteinn Pálsson og Steingrímur
Hermannsson gerðu með sér í
kjölfar frægs Stykkishólmsfund-
ar, og Þorsteinn fékk framgegnt
að var rimpaður aftanvið þjóð-
hagsáætlunina, sem forsætisráð-
herra kynnti fyrr í vikunni. En
þar er nánast lýst yfir stórfelldum
niðurskurðaráformum ríkis-
stjórnarinnar.
Staða Sjálfstæðisflokksins og
kutaliðsins innan hans gagnvart
Framsóknar er að því leytinu
sterkari en áður, að honum vegn-
ar bærilega í skoðanakönnunum
og kynni að hafa hag af snemm-
búnum kosningum. Sömuleiðis
hefur Jón Baldvin fyrir hönd Al-
þýðuflokksins komið með ótrú-
legar stuðningsyfirlýsingar við
niðurskurðarhugmyndir Þor-
steins Pálssonar síðustu daga.
Jón hefur sömuleiðis tiplað eins-
og yxna kvíga kringum Sjálfstæð-
isflokkinn síðustu viku, og bók-
staflega bað um að fá að komast
upp í ríkisstjórnardívaninn með
Þorsteini í dauflegum sjónvarps-
umræðum fyrr í þessari viku.
Framsókn veit því hvað til síns
friðar heyrir, og þessvegna er hún
jafn leiðitöm kutaliðinu um þess-
ar mundir og „stórveldissamnin-
gurinn" ber vitni um.
Stórvelda-
samningurinn
Þjóðhagsáætlunin einsog for-
sætisráðherra lagði hana fyrir
þjóðina fyrr í vikunni er í raun-
inni nógu vond í sinni upphaflegu
gerð. Þar var að forskrift Stein-
gríms Hermannssonar upphaf-
lega búið svo um hnútana, að
kjaraskerðing undangenginna
ára yrði í engu bætt. í besta falli
átti kaupmátturinn að verða
óbreyttur.
Einungis sá boðskapur er í
sjálfu sér hrikalegur fyrir launa-
fólk sem hefur þrátt fyrir allt
þraukað af kjarasvipti síðustu ára
og bætt við sig stöðugt meiri eftir-
vinnu og næturvinnu til að geta
þreyjað þorrann. Fyrir húsbyggj-
endur kom þessi boðskapur í
rauninni einsog blóðugt kjafts-
högg. Margir þeirra hafa bókstaf-
lega unnið langt umfram raun-
verulegt þrek til að standa í
skilum með skuldir, sem þeir eiga
sjálfir enga sök á, heldur urðu til
fyrir misgengi kauplags og ráns-
kjaravísitölunnar, sem ríkis-
stjórnin stóð fyrir.
En hinn raunverulegi kjarni
þjóðhagsáætlunarinnar var ekki
sá sem forsætisráðherra bar fyrir
þjóðina. Hann var miklu verri.
Eftir miðstjórnarfund Sjálfstæð-
isflokksins í Stykkishólmi setti
Þorsteinn Pálsson þá úrslitakosti
gagnvart Steingrími Hermanns-
syni, að annaðhvort gengi Sjálf-
stæðisflokkurinn úr stjórninni,
eða miklu harðar yrði gengið af
hálfu ríkisstjórnarinnar í niður-
skurðarátt. Það féllst Steingrím-
ur á fyrir hönd Framsóknar, og
þess vegna var hnýtt aftan við
þjóðhagsáætlun stuttri klásúlu -
sem meðal hagfræðinga kallast
„stórveldasamningurinn - þar
sem allar forsendur þjóðhagsá-
ætlunarinnar eru í rauninni gerð-
ar ómerkar.
Hún er í rauninni viljayfirlýs-
ing um svo stórfelldan niður-
skurð, að mjög margir hagfræð-
ingar telja útilokað annað en af
honum hljótist áframhaldandi
kaupmáttarhrap, stórminnkun á
Nýi fjármálaráðherrann í ræðustól undir ránfuglsvæng.
Tangarsókn gegn
frjálshyggju
Viðþurfum að beina áróðri okkar að tvennu: Annars
vegar að bölsýnisstefnu stjórnvalda sem byggir á nið-
urskurði. Hins vegar möguleikunum á Nýrri sókn í
atvinnulífinu sem byggir á hinum ótal möguleikum
sem landið býður upp á. Ný sókn er svarið!
félagslegri þjónustu, og mögulega
atvinnuleysi meðal Islendinga.
Þetta er sú árás sem Sjálfstæð-
isflokkurinn er núna að undirbúa
fyrir tilstilli kutaliðs frjálshyg-
gjuaflanna í flokknum.
Niðurskurðar-
áformin
Ein höfuðforsenda þjóðhagsá-
ætlunar einsog hún var upphaf-
lega gerð, var að draga úr við-
skiptahalla við útlönd, frá því að
vera 5,1 miljarður í ár niður í það
að vera horfinn árið 1988. Til að
koma því í kring átti ma. að hind-
ra kaupmáttaraukningu til að
setja hemil á einkaneysluna. Það
var yfirlýst markmið Steingríms
forsætisráðherra: f besta falli
óbreyttur kaupmáttur og stefnt
að engum viðskiptahalla 1988.
Eftir forskrift kutaliðs frjáls-
hyggjunnar var Steingrímur knú-
inn til að fallast á „stórveldas-
amninginn“. í honum lýsir ríkis-
stjórnin því undanbragðalaust
yfir, að þrátt fyrir þær forsendur
sem þjóðhagsáætlunin sjálf bygg-
ist á, þá hyggist hún „draga örar
úr viðskiptahalla," en þar er ráð-
gert, og í því skyni „draga enn
meir úr ríkisútgjöldum."
Afleiðingarnar
Til að minnka viðskiptahallann
verður að auka útflutningstekjur
og minnka innflutning. En það er
nær ómögulegt að auka útflutn-
ingstekjur svo nokkru nemi á
mjög skömmum tíma, og þess
vegna hyggst Sjálfstæðisflokkur-
inn beita hörðum niðurskurði, til
að minnka innflutninginn. Meðal
kutaliðsins eru menn ekkert
feimnir við að útlista hvaða þrjár
leiðir á að fara:
1) Minnka einkaneyslu. Það
verður einungis gert með því að
rýra kaupmáttinn enn frekar.
2) Minnka útgjöld ríkisins.
Verulegum niðurskurði þar verð-
ur einungis náð með því að skera
niður liði einsog heilbrigðismál.
tryggingakerfið og menntamálin.
Um þessar mundir er forysta
Sjálfstæðisflokksins að safna
kjarki til þess.
3) Draga úr fjárfestingum.
Með því er auðvitað líka skorið á
jákvæðar fjárfestingar í nýjum
greinum, sem kynnu að geta gef-
ið verulegan arð með réttum
stuðningi. Þar má nefna fiskeld-
ið.
Fyrir utan ofantaldar afleiðingar
hinnar nýju stefnu, þá myndi nið-
urskurður einsog Sjálfstæðis-
flokkurinn íhugar nú, boða
endurkomu löngu horfins vágests
í íslenskt þjóðlíf: atvinnuleysis.
Afsökun
Niðurskurðinn á að réttlæta
með því, að erlendu skuldirnar
séu orðnar svo miklar, að þær
verði að borga niður. Ella sé
sjálfstæði þjóðarinnar hætt. Og
það er hárrétt: Erlendar skuldir
eru alltof miklar. En þær hafa
safnast á löngum tíma, og það er
hreint fráleitt að ætla að fara á
erfiðleikatímum að borga þær
svo hratt niður, að óhjákvæmi-
legt sé að skerða kaupmátt og
lífskjör enn meira en orðið er.
Það er heldur ekki nauðsynlegt.
Fjárhagsstaða okkar er ekki al-
varlegri en það, að í þjóðhagsá-
ætluninni sjálfri er þess getið að
íslendingar njóti góðs lánstrausts
og mjög góðra lánskjara erfendis.
Það auðvitað segir sína sögu.
Staðreyndin er sú, að það er
þarflaust að ætla að draga jafn
hratt úr viðskiptahalla og Sjálf-
stæðisflokkurinn vill. Astæðan
fyrir málflutningi Sjálfstæðis-
flokksins núna - sem flokka harð-
ast hefur safnað okkur skuldum
erlendis - er einfaldlega þessi:
Hann ætlar að nota erlendar
skuldir sem yfirvarp til að ráðast
á velferðarkerfið og standa fyrir
stórfelldum niðurskurði á félags-
legri þjónustu og kaupmætti
launafólks.
Það má fullyrða, að með því að
setja okkur það mark, að er-
lendar skuldir verði ekki hærra
hlutfall af vergri landsframleiðslu
árið 1990 en þær eru í dag, þá er
svigrúm til að auka kaupmátt (og
með tekjutilfærslum má svo stór-
bæta kjör lægst launaða fólksins),
til að viðhalda velferðarkerfinu
og til að standa fyrir skynsam-
legum fjárfestingum í vaxtar- .
broddum atvinnulífsins.
Tangarsókn
Við þurfum að hefja tangar-
sókn gegn frjálshyggjunni og
öllum formum hennar: I fyrsta
lagi verðum við að beita öllum
áróðri okkar á næstunni að því að
benda á, hvernig kutalið frjáls-
hyggjunnar hyggst nota erlendar
skuldir að yfirvarpi til að knýja í
gegn stórfelldan niðurskurð á
lífskjörum í landinu.
í öðru lagi verðum við að
benda á alla þá miklu möguleika
sem eru fyrir hendi, og sem suma
er hægt að virkja tiltölulega hratt
ef rétt er að fjárfestingum staðið.
Það er nefnilega óþarfi að vera
með svartagallsrausið sem stjórn-
arflokkarnir eru sýnkt og heilagt
að ausa yfir þjóðina. Fiskeldi,
loðdýrarækt, tölvuvæðing sjávar-
útvegs ásamt innleiðingu annarra
nýjunga í þeirri grein, getur allt
gefið okkur svigrúm innan ára-
tugs til að rétta verulega úr
skuldakútnum. En til þess þarf
réttan stuðning og stjórnvöld
skortir alla framsýni og forsjálni
til að skilja það. Þau ausa öllum
peningum landsins í offjárfest-
ingu í verslun en svelta vaxtar-
broddana. f Þjóðviljanum höfu-
mvið sett fram meitlaðar hug-
myndir um NÝJA SÓKN og Al-
þýðubandalagið hélt nýlega
glæsilega námstefnu um sama
efni. Það er þessvegna til valkost-
ur við svartagallsstefnu stjórnar-
innar.
Tangarsókn okkar felst í því að
benda annars vegar á bölmóð
ríkisstjórnarinnar sem telur þurfa
að skerða kaupmátt og sam-
neyslu til að borga erlendar
skuldir, og hins vegar á sóknar-
stefnu vinstri manna, sem vilja
nota hina óteljandi möguleika
sem ísland geymir til að vinna
okkur frarn úr þeim vandamálum
sem við eigum sem þjóð við að
glíma.
Við þurfum þrek og þor og
smáslatta af bjartsýni, en ekki
þessa sífelldu kjarkleysu og ótrú
á land og þjóð sem alltaf stendur
upp úr ráðamönnum.
Við þurfum sóknarstefnu í stað
svartsýnisácetlunar stjórnvalda.
Og hún er til!
Össur Skarphéðinsson
Laugardagur 19. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5