Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 12
DÆGURMAL
•*• jp <v ^ * **
/ -c a**'1.-
-9 V'* » >
OÓ -V i<? v a='x jr 'f jtf
*/*<,»*<*!&-*
<»■ y >vAc» 'I
k usfrj?
V>V^>f^wS <0V>*> ^
* \ ^ v ^ *&& tey&rl'/
« 'O vx X»V%V .v ->
•*%.<- \ ' J '*^ 'V’ A ^ w
•ví^g ^ i .<* ., vv </ V v *• C ÁK.
m v v
^ %/ °> y‘:
k Y > WA \v ' r V >>
kC'<V> *■'
mk'
> j
>V,
- V V v-
v ^
■'»’ v/ .*y / / >*»
*> W -*X'M */vv
%'«/x v.y v’ , vs ^ .?-• ^
> /<<,*/. ^^yrNv V V 1 - "*' v
■/ *'’ -
Textar Cörlu Bley eru skráðir í opnu umslagsins um I hate to sing. Þar má líka sjá nokkrar myndir af félögum í Cörlu Bley Band. T.d. er eiginmaður Cörlu, Michael Mantler, á annarri mynd f,v. neðst
(þeirri þríhyrndu), en sjálf virðist Carla ekki mikið fyrir myndatökur og sést sjaldan framan í stúlkuna... hún er konan með hárið fyrir andlitinu...
Kímnigáfan tekin alvarlega
Tónskáldið/ hljómborðsleíkarinn og útsetjarinn Carla Bleysyngur í fyrsta sinn á hljómplötu
Fyrir tæplega ári síöan voru
þrykktar á plast nokkrar tón-
listaruppákomurCörlu Bley
og Co og eru þær báðar tekn-
ar upp „læf”; önnur hliðin
tekin upp ÍThe Great Americ-
an Music Hall, hin í Grog Kill
hljóðverinu. Platan ber heitið I
Hate to Sing, er sex laga
skífa í fullri lengd og skrifast
hvort tveggja textar og tón-
smíðar á reikning Cörlu. En
þó svo að platan hafi komið
fyrst út fyrir giska ári er mun
lengra síðan hljóðupptökur
fóru fram. Hlið eitt er tekin upp
í ágúst ’81 og eru öll lögin þrjú
sungin, meira að segja eitt
sungið af Cörlu sjálfri, en
söngur hennar hefur ekki
...hór sósf hún þó ögn betur... vér vitum að hún er fyrir eyrað en engin ástæða virðist til að hún feli sig svo mjög fyrir auga
Ijósmyndarans... lengst til hægri er forsíða I hate to sing.
áður heyrst á plötu; þar með
færtitillplötunnarmerkingu:
húnhatarað syngja...
Á hlið tvö er eitt sungið lag, og
tvö leikin verk af mikilli spuna-
fimi og tækni. Textar Cörlu falla
einkar vel að einföldum, frábær-
lega útsettum melódíum, eða
öfugt, og kunna sér ekki læti af
tómri kæti... eru sumsé hlægi-
legir. Carla syngur lagið Morð,
Murder. Par segir frá því að
Cörlu finnst hún ekki vera ein-
sömul í herbergi nokkru, heyrir
dularfull hljóð og fer að ímynda
sér hin hörmulegustu örlög: Það
mun verða lesið um mig í blöðun-
um á meðan löggurnar leita að
sönnunargögnum. Ég verð ekki
þar til hjálpar í málinu... Og á
meðan Carla ímyndar sér hörmu-
legan dauðdaga sinn vonast hún
til að einhver berji á dyr, eða að
síminn hringi. Hver vill mig
feiga?, spyr hún, ég er ekki sú
týpa sem fólk vill myrða; hvað get
ég gert til að leiða huga morðingj-
ans að einhverju öðru? Og
heyrist þá svar hvíslað hásum
rómi: Reyndu kynlíf og ofbeldi...
Carla hefur sagt: „Mér líka
ekki þjálfaðar raddir, svo ég
skrifa fyrir amatöra. Ég nota
þjálfaðar raddir eingöngu uppá
grín...” Og það má með sanni
segja, að þeir f hljómsveitinni,
sem syngja á þessari plötu, kæm-
ust allir sem einn í hljómsveit
Prúðuleikaranna; eru fáránlega
falskir og skemmtilegir.
Ektamaki Cörlu, trompetleik-
arinn Michael Mantler, er einn
meðlima af tíu í hljómsveit spúsu
sinnar, og fær lífsglaður leikur
hans sín vel notið hér, eins og
raunar öll blásturshljóðfærin fá,
en þau skipa veglegan sess í
grúppunni. Of langt mál yrði að
telja upp alla hljóðfæraleikarana,
en þeir eiga það sameiginlegt að
kunna að fara með sín tæki þann-
ig að líf og kímni er allsstaðar
undirtónninn.
Ótrúleg gáfa Cörlu Bley að
blanda saman hinum ólíkustu
tónlistarmönnum- og stefnum
hefur verið nefnd „mixólógía”,
og er skemmtilegt fyrirbæri sem
gerir skilgreiningarorð yfir tón-
list, rokk djass, fönk, klassík,
popp o.s.frv., merkingarlítil og
óþörf.
Það hefur verið sagt um Cörlu
að hún sé tónlistarmaður sem
hafi gaman af að skemmta sér og
taki kímnigáfu sína alvarlega.
Betur verður henni varla lýst.
Þessi plata, Ég hata að syngja,
gerir ekkert til að afsanna það.tj)
Fjölbragðarokkið sem minnst var á hór um daginn í tengslum við sveitina
Skeleton Crew verður haldið í Menntaskólanum í Hamrahlíð 3. nóv. og hefur nú
fjölgað erlendu gestunum. Leo Smith og hljómsveit hans New Delta Akhri
bætast við. Af íslenskum kröftum má nefna Vonbrigði, óvíst um aðra. Hér að
ofan má sjá tríóið Skeleton Crew þrefaldað, líklega eina ráðið til að gefa á
prenti nasasjón af fjölþreifingum þeirra í fjölbragðarokkinu, þar sem hvert
þeirra spilar á mörg hljóðfæri í einu á sviði. Lengst til vinstri er Bretinn Fred
Frith, þá Ameríkanarnir, Zeena Parkins og Tom Cora. Zeena hóf tónlistarferil
sinn á klassísku brautinni með píanónámi, en er nú eftirsótt sem meðleikari
ýmissa framúrstefnumúsikanta, ekki síst vegna þess að hún er ein fárra sem
leikur á rafmagnshörpu. Af Leo Smith er það að frétta að hann hefur tekið
Rastafarí-trú og leikur fönk blandað reggi, rokki og djassi með viðeigandi
textum. a
Leo Smith orðinn trúbróðir Bobs
Marley.
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Laugardagur 19. október 1985