Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 9
MENNING
Valkyrjur
Þjódleikhúslð flytur
VALKYRJUR
eftlr Huldu Ólafsdóttur.
Það er ekki alveg vitlaus hug-
mynd að prófa nýja texta með
leiklestri eins og gert var við
þennan á kjallarasviði Þjóð-
leikhússins, en samt hlýtur
þessi aðferð í rauninni alltaf
að fela í sér þá þöglu umsögn
leikhússins að textinn sé í
rauninni ekki þess virði að
setja hann á svið með
fullkomnum hætti og er þess
vegnavafasöm.
í þessu tilviki reyndist mat
leikhússins rétt, þessi texti er afar
frumstæður og langt frá því að
vera sýningarhæfur. Hann ber
með sér mjög greinilega byrj-
endagalla, en einnig marga kosti.
Höfundi er mikið niðri fyrir að
koma skoðunum á framfæri, svo
SVERRIR
HÓLMARSSON
Þorvaldur Guðmundsson við Lífshlaupið, eitt verka á sýningu Kjarvalsverka í
eigu hans í Háholti.
Aldarminning
Kjarval, Kjarval, Kjarval
Um 550 Kjarvalsmyndir sýndar á fjórum
stöðum á höfuðborgarsvœðinu
Tvær nýjar Kjarvalssýningar staða og einstaklinga, opin frá
hefjast nú um helgina til viðbótar tvö til tíu.
þeim tveimur sem áður voru
mikið að hann skýtur á málfundi
á sviðinu um hríð og rekur gang
kvennabaráttunnar síðastliðin 15
ár. Þetta tekur langan tíma og er
ógnarlega leiðinlegt. í leikhúsi á
ekki að kenna heldur dramatís-
era.
En Hulda Ólafsdóttir hefur
gott eyra fyrir samtölum og skrif-
ar víða eðlilega og hnyttna re-
plikku. Ög hún hefur ýmsar góð-
ar hugmyndir, þannig að hún gæti
eflaust skrifað miklu betra verk.
En til þess hefði hún þurft tilsögn
og gagnrýni á því stigi sem ekki á
að birtast í blöðum heldur innan-
húss í leikhúsinu. Með þessu hef-
ur leikhúsið í reynd brugðist
höfundinum. En leikhúsinu er
vorkunn að því leyti að það hefur
ekki á að skipa sérhæfðum manni
til verksins.
Þess skal að lokum getið að
leikararnir gerðu allir ágætlega.
Sverrir Hólmarsson
Bók kemur út: Þessi mynd er af bók sem kemur út og telur útgefandinn að hér
hafi í fyrsta skipti tekist að festa á filmu sjálft útgáfuaugnablik íslenskrar bókar.
Höfundur bókarinnar er einnig á myndinni.
Útkoma
Þórarinn margsaga!
Miðvikudaginn sextánda októ-
ber síðastliðinn gaf bókaútgáfan
Gullbringa út fyrstu bók sína,
Margsaga, smásagnasafn eftir
Þórarin Eldjárn.
1 fréttatilkynningu frá for-
laginu segir meðal annars að
sögurnar í bókinni séu fjölbreyti-
legar að efni og stfl, gerist flestar í
nútímanum og allar innan hálfs
mannsaldurs frá deginum í dag
(þ.e. 16. október) í báðar áttir. I
útjaðri sumra sagr.anna segir
bókaútgáfan að greina megi drög
að óskráðri harmsögu Kjögx-
ættarinnar, en að öðru leyti teng-
ist sögumar ekki innbyrðis ef
undan er skilið að Ég er atkvæða-
mikill í mörgum þeirra, að vísu
sjaldnast samur við sig.
Margsaga er sjöunda bók Þór-
arins og annað smásagnasafn
hans. Hið fyrra hét Ofsögum
sagt.
Með hinum nýju smásögum
sínum hefur Þórarinn til vegs og
virðingar ýmsar persónur sem
hingaðtil hefur verið ofhljótt um í
íslenskum bókmenntaheimi. Þar
má nefna skáldið Braga Kjögx,
prestinn Hörð Jósefsdalín, Rósu
Þormóðsdóttur kvenfræðing,
gagnrýnandann Egilluga, Þröst
Haðarson prófarkalesara, að ó-
gleymdum rithöfundinum Skúla
W. Skíðdal, höfuðpersónu sög-
unnar Maðurinn er það sem hann
væri.
Bók Þórarins er einkar eigu-
legur gripur. Þar má finna ein-
hverjar mögnuðustu skírskotanir
sem sést hafa í íslenskum bók-
menntum, og með hinum nýju
sögum sínum hefur hann loksins
bilað kynslóðirnar. Segja má að
bókin Margsaga marki í raun og
veru endurreisn efnishyggjunnar
í íslenskum skáldskap. -m
J
hafnar og eru nú um það bil 550
verk eftir meistarann til sýnis,
sum þeirra í fyrsta sinn.
Kjarval 100 ára heitir sýning í
Hafnarborg, menningar- og list-
astofnun Hafnarfjarðar. Á henni
eru 50 myndir úr eigu
hafnfirðinga, hin elsta frá 1914,
hin yngsta frá 1965. Hafnarborg
er á Strandgötu 14, 2. hæð. Sýn-
ingin verður opnuð í dag um
fimmleytið og stendur til 3. nóv-
ember. Hún er opin daglega frá
tvö til sjö.
Meistari Kjarval 100 ára er
heiti afmælissýningar með mynd-
um úr eigu Þorvalds Guðmunds-
sonar (Þorvalds í Sfld og fisk).
Sýningin er í Háholti í Hafnar-
firði, við Reykjanesbraut. Þar
eru 155 verk, elst jólakort frá
1905, en meginhlutinn frá árun-
um 1910-30. Margar myndanna
eru nú sýndar fyrsta sinni. Meðal
verka er Lífshlaup meistarans,
málað veggfóðrið úr vinnustofu
Kjarvals í Austurstræti. Þorvald-
ur hefur gefið út vandaða sýning-
arskrá með fjölda litmynda og
texta eftir Gylfa Gislason og Að-
alstein Ingólfsson. Sýningin í Há-
holti er opin daglega frá tvö til
sjö.
Kjarval í Listasafni íslands:
130 myndir í þjóðareigu Lista-
safnsins. Sýningin er opin frá hálf
tvö til tíu. Vegleg sýningarskrá
hefur verið gefin út um Lista-
safnsverkin, og auk þess í henni
yfirlit um ævi Kjarvals, sýningar
hans, rit um hann og eftir hann.
Á Kjarvalsstöðum eru loks
sýnd 215 verk úr eigu Kjarvals-
GM
□PEL
m
ISUZU
VETRARSKOÐUN - 1985
Gildistími 10. okt. - 1. des.
1. Mótorþvottur 2. Viftureim athuguð 3. Hleðsla og rafgeymir
mæld 4. Rafgeymasambönd hreinsuð 5. Skipt um kerti 6. Skipt
um platínur 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu 9. Mótor-
stilling 10. Kælikerfi athugaðH. Frostþol mælt12.Ljós yfirfarin
og stillt 13. Rúðuþurrkur athugaðar- settur á frostvari
14. Hemlar reyndir.
VERÐ: (m/söluskatti)
4 cyl. 2.598,-
6 cyl. 3.352,-
8 cyl. 3.882,-
2 D
3 O
* c
. D 'o ^ o' 6
c) ,<
0 D &■.
. 'Á
o 0 Æ
INNIFALIÐ í VERÐI:
Vinna
Kerti
Platínur
Bensínsía
Frostvari fyrir rúðusprautu
BILVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300