Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 8
MENNING Nóbelsskáldið Claude Simon: Verk mín eru ekki erfið-þau eru öðru vísi... Hinn nýi Nóbelshöfundur Frakka, Claude Simon, neitar því í viðtali við fréttamenn að verk sín séu erfið í lestri. Þau eru ekki erfið - þau eru blátt áfram öðruvísi, segir hann. Hann kveður verðlauna- veitinguna hafa komið sér skemmtilega á övart - en reyndar hefur hann árum saman verið nefndur til verð- launa af þeim sem vel til bók- mennta þekkja. Ég er gamall maður, sagði hann við fréttamenn, sem hef eins og svo margir.aðrir menn í gömlu Evrópu átt mér Iíf fullt með hrikalega atburði. Hann bætti því við að hann hefði upplif- að byltingu, stríð, fangelsun og hungur. „Ég hefi,“ sagði hann ennfremur, „þekkt allskonar menn - presta og þá sem brenndu kirkjur, friðsama menn og hermdarverkamenn sem drápu fólk. Ég hefi þekkt snillinga og misheppnaða menn og ég hefi lagt út í versta ævintýri sem til er- að skrifa.“ Sem fyrr segir telur hann verk sín ekki erfið og vonar að menn skilji þau betur síðar. Vísar hann í því sambandi til impressónist- anna í franskri málaralist: „Þegar þeir sýndu fyrst fussuðu menn og æptu: hneyksli - en nu bíða menn í löngum röðum eftir því að sjá myndir þeirra.“ Claude Simon kveðst ekki hafa neinn sérstakan boðskap að flytja í verkum sínum. „Ég hefi komist að því,“ sagði hann, „að það er engin merking í neinu og þegar allt kemur til alls er ekkert að segja.“ Prjú vandamál skálds Claude Simon kvaðst einu sinni hafa verið spurður að því hver væru helstu vandamálin sem hann ætti við að glíma sem rithöf- undur. Svarið er einfalt, sagði hann. Vandamálið er alltaf þrískipt: að byrja á setningu, að halda áfram setningu og að ljúka henni. Og það sem á við um eina setningu á einnig við um blaðsíðu og heila bók... Sem fyrr hefur komið fram er Claude Simon í hópi þeirra franskra höfunda sem kenndir voru á sjötta áratugnum við nýju skáldsöguna: við verk sem um- gengust tímann með frjálslegri hætti en áður hafði þekkst og létu lesendur einatt í vafa um per- sónuleika þeirra sem til sögu eru nefndir: hver er hvað og hver er ekki hvað, og hefur atburðurinn gerst í veruleikanum eða á hann sér aðeins stað í hugarheimum? Hin „hreinræktuðustu" af þess- um skáldverkum náðu ekki al- þýðuhylli, en skólinn allur hafði geysimikil áhrif á bókmennta- sköpunina samanlagða og sér hans víða stað með ýmsum hætti. Síðasta skáldsaga Simon heitir „Ies Georgiques" og kom út árið 1981. Þar eru þrír menn á flakki á milli nútíma og fortíðar og sú fortíð er spænska borgarastyrj- öldin sem Claude Simon tók þátt í sjálfur. Og í þessari áleitnu og myndvísu leit að liðinni tíð er spurt öðru fremur um mikilvægi sögunnar fyrir mannlegt hlut- skipti. áb byggði á Reuter ofl. ■1 Beinið viðskiptum ykkar til þeirra sem auglýsa í Þjóðviljanum tTIR HTH FRÉTTIR HTH RRÉTTIR HTH FRÉTTIR HTH RRÉ IterHTiJT toiTint héitendis Þaö er ekki á hverjum degi sem HTH kynnir nýtt útlit á eldhúsinnréttingum. Fyrir skömmu voru tvær útlitsgerðir kynntar í Danmörku, HTH 2400 og HTH 2500. Þessar nýju innréttingar hlutu strax frábærar viðtökur og hafa þær fengið lof fyrir nútíma hönnun og einkar smekklegt útlit. Gæðin eru óbreytt og afborgunarkjörin þau bestu sem þekkjast - allt að 12 mánaða lánstími. Vertu velkomin á sýningu okkar um helgina að skoða nútíma hönnun á HTH eldhús- innréttingum. innréttíngahúsíö Hátegsvegi 3 105 Rvík. s. 27344

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.