Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.10.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348.,Helgarsími: 81663. Laugardagur 19. október 1985 241. tölublað 50. örgangur HlðDlflUINN Landsbyggðarpólitík Byggðastofnun norðui? Stjórn stofnunarinnar hefur ákveðið að láta kanna kosti þess oggalla Stjórn Byggðastofnunar hefur akveðið að fá sér ráðgjafa til að kanna kosti þess og galla að flytja stofnunina til Akureyrar, sem lið í þeim hugmyndum manna að dreifa valdastofnunum um landið. Að sögn Guðmundar Malm- kvist forstjóra Byggðastofnunar er margt sem þarf að athuga í þessu sambandi. Má þar til nefna hvaða áhrif það myndi hafa á Ak- ureyri ef stofnunin flytti þangað. Kanna þarf hvaða áhrif það hefði varðandi samskipti annarra byggðarlaga í landinu við stofn- unina. Þá þarf að kanna hvað af starfsfólki Byggðastofnunar vill flytja til Akureyrar og hvað það myndi kosta sem og hve langan tíma það tæki að þjálfa upp starfsfólk á Akureyri í stað þeirra starfsmanna sem ekki myndu vilja flytja norður. Allt þetta þarf að kanna vel og sagði Guðmundur að innan tíðar yrði hafist handa við að kanna þetta mál. -S.dór Samningar í endurskoðun Starfsmannafélag Rcykjavík- urborgar hefur sent bað- og gang- avörðum skýringar á frádráttar- samningum sem félagið gerði í haust án samráðs við þá. Að sögn Gunnars Inga Jons- sonar hjá Starfsmannafélaginu eri bað- og gangaverðir beðnir að svar ákveðnum spruningum um samninginn og viðhorf sín til hans. í framhaldi af þeim svörum verður samningurinn líklega skoðaður nánar. gg Fiskeldi Möguleiki á lúðueldi Hafrannsóknastofn- unin og Islandslax hafa sótt um styrk til að gera tilraunir með lúðueldi. Hyggjast véiða smálúðu og ala hana íhlýjumsjó Fiskeidisbylgjan heldur áfram að rísa. Nú hafa Hafrannsóknar- stofnunin og íslandslax sótt um styrk til Rannsóknarráðs til að gera tilraunir með lúðueldi. Að sögn Björns Björnssonar hjá Hafrannsóknarstofnun telja menn mikla möguleika á lúðueldi hér á landi, sem yrði framkvæmt með þeim hætti að veiða smálúðu í dragnót og ala hana í tjörnum eða kerjum með hlýjum sjó. Norðmenn hafa gert tilraunir með að klekja út lúðuhrognum og ala seiði en það hefur alger- lega mistekist, aðeins tvö seiði hafa lifað. Seiðin drepast þegar myndbreyting á sér stað á þeim, þ.e. þegar þau breytast úr venju- legu seiði yfir í flatfisk. Björn sagði að við náttúruleg skilyrði tæki það lúðu 10-15 ár að ná 30 kg. þyngd. Menn telja hins- vegar að hægt sé að herða mjög vextinum með því að ala lúðuna i hlýjum sjó. Björn sagði að við íslendingar stæðum vel að vígi í þessum efnum, vegna þess að smálúðu væri óvíða að finna nema hér við land og væri það einmitt ástæðan fyrir því að þessi eldisaðferð hefði ekki verið reynd annarstaðar. Ef styrkur fæst frá Rannsókna- ráði sagði Björn að þeir væru til- búnir til að hefjast handa þegar í haust. -S.dór Iðnaður Tíu þúsund fiskkassar seldir til Kanada Nýlega fékk fyrirtækið Plast- einangrun hf. á Akureyri pöntun á 10. þús. 90 Itr. flskkössum frá Kanada. Fara þeir í togarana tvo, sem Slippstöðin á Akureyri er nú að lengja fyrir Kanadamenn. Að sögn Sigurðar Arnórs- sonar, framkvæmdastjóra Plast- einariyrunar, verða kassarnir af- hentir í lok þessa árs og byrjun hins næsta. Mjög mikið hefur verið að gera við kassafram- leiðslu hjá Plasteinangrun að undanförnu, unnið á vöktum all- an sólarhringinn alia daga vik- unnar og mun svo verða árið út. -mhg Starfsemi Kanaríklúbbsins hefst í nóvember með sérlega hagstæðum ferðatilboðum. Nú er stutt í að starfsemi hefjist í einum skemmtilegasta klúbbi landsmanna. Tilgangur starfsins verður enn sem áður að njóta lífsins á Kanaríeyjum og vegna hagstæðra fargjalda má búast við blómlegu starfi í vetur. Sértilboð á fyrstu ferðum 13. nóvember er fyrsta brottför í 5 vikna ferð. Verð pr. mann í tvíbýli er aðeins kr. 35.000.- og í þríbýli kr. 32.270.-. 20. nóvember er önnur brottförin í 4 vikna ferð, verð pr. mann í þríbýli í þá ferð er aðeins kr. 29.700.- og í tvíbýli kr. 32.000.-. í • báðum ferðunum er heimkoma 17. des. Gist verður í hinum vinsælu smáhýsum San Valentino Park á Playa del lnglés. Verðdæmi fyrir hjón með eitt bam, 2-6 ára: aðeins kr. 27.180,- pr. mann í 5 vikna ferð (án flugvallarskatts). Beint í sólina í beinu leiguflugi í brottförunum 13. og 20. nóv. er flogið út í áætlunarflugi en heim í leiguflugi. Eftir það bjóðum við bæði ferðir í áætlunarflugi um London og beinu leigu- flugi. Beint út og beint heiml Þeir sem þekkja ieiguflugið vita hve þægilegt það er að þurfa ekki að millilenda og skipta um vél. smátíma fyrir sólböðin! Kynnisferð- irnar, skemmtanirnar, íþróttirnar og veitingahúsin taka jú sinn tíma. Frábær fararstjórn Fyrir reynda Kanarífugla nægir að segja að Auður Sæmundsdóttir og Klara Baldursdóttir séu farar- stjórar. Nýir féiagar Kanarí- klúbbsins mega treysta því að Auður og Klara eru sérlega hjálpsamar og gera vel við sína. Það er beðið eftir okkur á Kanarí Veðurguðirnir hafa verið varaðir við komu okkar. Hótelin eru stífbónuð og fægð. Ströndin og sjórinn hreint yndisleg, svo nú er ekki til setunnar boðið. í vetur verða höfuðstöðvar Kanarí- klúbbsins á Playa del Inglés. Þar geta allir fundið gistingu við sitt hæfi á einhverju hótelanna eða í smáhýs- um. Á Playa del inglés eru ótæm- andi möguleikar á útiveru og dægra- styttingu - mundu bara að gefa þér Mikill afsláttur fyrir böm og unglinga Nú geta heilu fjölskyldurnar gengið í klúbbinn því fjölskylduafsláttur er óvenju mikill. Börn á aldrinum 2-6 ára greiða aðeins kr. 19.000.-, 7-11 árafá kr. 6.500.- í afslátt og börn og unglingar 12-16 ára fá kr. 4.500.- í afslátt. Brottfarir í leiguflugi eru 17. des., 7. jan., 28. jan., 18. feb., ll. mars og 1. apríl. Innifalið í verði er flug (án flugvallar- skatts), gisting, ferðir að og frá flug- velli á Kanarí og fararstjóm. ÚRVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir-Landsýn FLUGLEIÐIR MI9J U09

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.