Þjóðviljinn - 27.10.1985, Page 2
FLOSI
\iku
skammtur
af umliðnu kvennaári
Á fimmtudaginn var bar það til tíðinda að
konur lögðu niður vinnu. Þetta er stundum gert
til að halda uppá afmæli stórmenna, eins og
frelsarans á jólum og páskum og Jóns Sigurðs-
sonar forseta 17. júní. í annan stað eiga konur
og jafnvel karlar það til að leggja niður vinnu
þegar kjörin eru orðin bág úr hófi.
Nú voru hinsvegar tímamót. Kvennaárið var
gengið um garð, liðið.
Það eru semsagt tíu almanaksár síðan
ákveðið var hjá Sameinuðu þjóðunum að helga
í framtíðinni hvert ár einhverju eða einhverjum
sem alltaf yrðu undir í mannlegum samskiptum
og virtist liggja beint við að byrja á konunni. Ári
konunnar.
Nú er það svo að lengd ára er afstæð, eins og
svo margt annað í heimi hér. Þannig ertil dæmis
Ijósár mun lengra en almanaksár, en fangaárið
afturámóti styttra. Það hefur semsagt komið í
Ijós að kvennaárið er tíu sinnum lengra en
almanaksárið og þess vegna ekki nema hundr-
að kvennaár síðan landnám hófst á íslandi.
Á kvennaárinu höfum við svo haft önnur ár,
sem eru skorðuð við almanaksárið, eins og til
dæmis ár vatnsins, barnsins, trésins, lamaðra,
fatlaðra og aldraðra, svo nokkuð sé nefnt.
Öll hafa þessi ár orðið til þess að leiða hug-
ann að málefnum þess sem árið var helgað, þó
með bakþankann hjá konunni, enda hennar ár
yfirstandandi allan áratuginn.
Að umliðnu kvennaárinu hljóta allir góðir
menn og konur að hugsa sem svo:
- Hvað hefur nú áunnist? Hefur oss miðað
afturábak, ellegar nokkuð á leið? Hefur konan
bætt stöðu sína? Hefur hún brotist undan oki
þeirra sem sífellt hafa hana undir? Er hún orðin
ofaná í lífsbaráttunni?
Við þessu á ég ekkert svar annað en það, að
ég held að grettistaki hafi verið lyft í málefnum
kvenna á kvennaárinu. Kjörin hafa að vísu lítið
skánað og konur virðast enn annars flokks
vinnukraftur með lægri laun en karlar fyrir sam-
bærileg störf. En það sem mestu máli skiptir er
að hugsunarhátturinn hefur gerbreyst, já alveg
gerbreyst.
Mönnum er óðum að verða það Ijósara að
konan er ekki bara kona, heldur líka maður.
Sem betur fer er maður farinn að fatta það.
Þegar kvennaárið gekk í garð, fyrir tíu alman-
aksárum, var ég haldinn slíkum fordómum og
karlrembu gagnvart konum, að mér verður ó-
glatt bara af tilhugsuninni.
Konur skiptust fyrir mér í tvo og aðeins tvo
hópa: fallegar konur og Ijótar konur. Mér fannst
að fallegar konur ættu að vera á vappi um allar
trissur, flangsandi, daðrandi og duflandi, stíg-
andi í vænginn við mann og gefandi undir fótinn
eða hvað það nú allt heitir.
Ljótar konur fannst mér hinsvegar að ætti að
loka inni annaðhvort við eitthvert mall og annað
eldhúsbrölt eða bakvið vefstól sem hyldi á þeim
allan skrokkinn og helst greppitrýnið líka. Eða
þá, ef þær endilega þyrftu að vera útivinnandi,
að loka þær þá inni á opinberum skrifstofum,
þar sem enginn yrði var við þær frekar en annan
vinnukraft á umráðasvæði opinberra athafna.
Þetta var nú hugsunarhátturinn í þá daga.
Nú hafa þessi viðhorf gerbreyst. Hjá mér hef-
ur ekki aðeins orðið hugarfarsbreyting, heldur
öllu heldur hugarfarsbylting, sérstaklega gagn-
vart Ijótum konum. Kvennaárið hefur orðið til
þess að opna augu mín fyrir því að Ijótar konur
eiga tilverurétt alveg eins og fallegar konur. Þær
eiga að fá að vera á almannafæri, þegar þeim
býður svo við að horfa ef þær geta hugsað sér
það og án tillits til þess hvort vegfarendum
finnst þær eigulegar eða ekki.
Vér hugsum ekki lengur sem svo:
- Fögur kona er fengur í ranni
en Ijót kona löstur á manni.
Og þótt konan sjálf, þ.e.a.s. hin fagra kona,
sé enn ólm í að taka þátt í samkeppni um það
hvort hún sé Ijót eða falleg eru fegurðarsam-
keppnir í dag með allt öðrum hætti og öðru
hugarfari en fyrir kvennaári síðan. í fegurðar-
samkeppnum í dag er eiginlega frekar keppt í
því hver sé óljótust, heldur en hver fegurst.
En það sem gerir fegurðarsamkeppnir
kvenna í dag svo gerólíkar því sem áður var er
að í fegurðarsamkeppninni í dag fær konan að
vera eins og hún vill vera, en ekki eins og við
kallarnir viljum hafa hana. Og ef til vill er eitthvað
til í því sem einhvern tímann var sagt, að þá fyrst
er kona fögur þegar hún er hamingjusöm og þá
fyrst hamingjusöm, þegar hún fær að vera eins
og kveneðlið segir til um.
Svo ef til vill er það rangt að þar ríki fegurðin
ein, ofar hverri kröfu.
Hvur veit?
Afsögn ríkis-
stjórnarinnar
Eftir að Halldór Ásgrímsson
settur forsætisráðherra hafði
haft samband við Steingrím
Hermannsson vestur í
Bandaríkjunum um hádegis-
bilið í gær, stormaöi hann til
Bessastaða á fund Vigdísar
Finnbogadóttur forseta og
tjáði henni að ríkisstjórnin
myndi biðjast lausnar ef hún
ekki undirritaði lögin um gerð-
ardóm í flugfreyjumálinu.
Áður hafði Matthías Bjarna-
son hótað að segja af sér ef
lögin yrðu ekki undirrituð þeg-
ar í stað. Það var hinsvegar
allt í lagi, það sá enginn eftir
honum. Aftur á móti óaði
mönnum við afsögn ríkis-
stjórnarinnar, því miður.B
Til í allt
Menn veltu því fyrir sér sl.
miðvikudag hvers vegna Al-
þýðuflokkurinn nema Jó-
hanna Sigurðardóttir tóku
afstöðu með ríkisstjórninni í
flugfreyjumálinu. Svarið
liggur í augum uppi. Jón
Baldvin formaður hefur hvað
eftir annað biðlað til íhaldsins
að undanförnu og þarna gafst
gott tækifæri til að sýna það í
verki að flokkurinn væri tilbú-
inn til hvaða óhæfuverka
frjálshyggjunnar sem er.
Meira að segja Sighvatur
Björgvinsson lét teyma sig út í
forina.B
Umræður
- Til hvers?
Þegar gerðardómsfrumvarp
ríkisstjórnarinnar var lagt f ram
á Alþingi sl. miðvikudag voru
hafðar um það umræður í
þremur umferðum í báðum
deildum. Það vakti aftur á móti
athygli að allir stjórnmála-
flokkarnir höfðu tekið afstöðu
til málsins - áður en um-
ræður hófust-Til hvers voru
þá umræðurnar? Er svo kom-
ið að alþingismenn taki ekki
lengur rökum? Eru umræð-
urnar á Alþingi aðeins til að
sýnast? Þannig spurðu marg-
ir þennan dag niður í
Alþingishúsi.B
Sá gamli sprengdi
Heimildir blaðsins innari Flug-
leiða herma að geysileg óá-
nægja sé í garð stjórnenda
fyrirtækisins fyrir framkomu
þeirra í garð flugfreyja undan-
farna daga. Mest sé reiðin út í
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1985
Sigurð Helgason eldri, fyrrv.
forstjóra og núverandi stjórn-
arformann fyrirtækisins. í lok
síðustu viku þegar menn
væntu þess að einhver
skriður gæti komist á samn-
ingaviðræður, hafi sá gamli
tekið í taumana og sett deil-
una í harðan rembihnút. Hann
vissi sem var að það þurfti
ekki nema að taka upp símtól-
ið til að panta eitt stykki gerð-
ardómslög frá félögum í
stjórnarráðinu.
Sigurður Helgason
Frá bítlaárunum
Konur hafa undanfarna daga
og vikur lagt mikla vinnu í
undirbúning Kvennasmiðj-
unnar í nýja Seðlabankahús-
inu. M.a. hefur verið lagt upp
úr því að myndskreyta ríku-
lega sýningarsvæðið með
myndum af konum við hin fjöl-
breyttustu störf.
Eina góða mynd rak á fjörur
Kvennasmiðjunnarsem sýndi
hvar starfsmaður var að troða
ull í poka í einhverri spuna-
verksmiðju. Þetta þótti kjörin
mynd frá vinnuframlagi
kvenna í ullariðnaði og var
haft samband við Ijósmyndar-
ann og hann beðinn um leyfi
til að nota myndina á sýning-
unni. Jú það var alveg sjálf-
sagt sagði Ijósmyndarinn en
sagðist ekki skilja hvað þær
vildu með þessa mynd hafa á
kvennasýningu. Hann hefði
tekið mynd af þessum hár-
prúða karlmanni einhvern
tímann á bítlaárunum.
Á kirkjuþingi
Jón Helgason kirkjumála-
ráðherra greindi frá því í ræðu
sinni við setningu kirkjuþings
að brennivínið væri búið að
drepa allt það guðlega í l's-
lendingum. Þá varð þessi vísa
til:
Á kirkjuþingi kynnti Jón
klúður sinna þegna:
Drottinn hefur flúið Frón
fylliríis vegna.
Manndómsrök
Karlmennskunnar kempu tök
kunn af fornum sögum,
en Matthíasar manndómshrök
meyjar breyta lögum.
Þessa ágætu vísu fengum
við á ritstjórnina í gær í tilefni
af lagasetningu Matthíasar á
kvennafrídaginn.