Þjóðviljinn - 27.10.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Side 5
Netagerð og vélstjórn eru hlið við hlið ( Kvennasmiðjunni en þessar greinar eiga það sameiginlegt að hafa aðeins eina konu hvor innan sinna vébanda. Hér má sjá einu útlærðu netagerðar- konuna á (slandi, Elvu Dís Arnórsdóttur kynna starfsgreinina. „Nú skal ég sýna þér hver er munurinn á togi og þeli“, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir við flokkssystur sína Guðrúnu Helgadóttur, þeg- ar Ijósmyndari gómaði þær á kynningarsvæði náttúrufræðinga. Ljósm. A.l. Kátína í bás dýrafræðinganna: Salóme Þorkelsdóttir og Sverrir Hermannsson voru meðal þeirra sem heimsóttu Kvennasmiðjuna á fyrsta degi en sýningin verður opin kl. 14-22 um helgina. Henni lýkur 31. október. Ljósm. Ál. Gífurlegt fjölmenni var við opnun Kvennasmiðjunnar í Seðlabankahúsinu kl. 11 þann 24. október. Á myndinni má í hópi Sóknarkvenna og náttúrufræðinga þekkja Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur sem flutti þrumandi hvatningarræðu við opnunina. Ljósm. Á.l. Sumlr treystu sér ekki út í fríska loftið heldur fylgdust með út um glugga nálægra húsa. Þá er um að gera að velja sór hús með róttu formerki. (Mynd: E.ÓI.) Höfundar bókarinnar „Konur, hvað nú“ sem gefin var út f tilefni 10 ára afmæiis kvennafrídagsins hittust allar og héldu uppá daginn. Myndin er tekin heima hjá ritstjóranum, Jónínu M. Guðnadóttur. Spjaldið sem hún heldur á var á leið í Kvennasmiðjuna, þar sem bókin er seld. Höfundarnir á myndinni eru auk Jónínu, Fríða Björk Pálsdóttir (Menntun kvenna), Guðrún Guðmundsdóttir (Atvinna og laun kvenna), Erla Þórðardóttir (Félagslegar aðstæður kvenna), Esther Guðmundsdóttir (Konur og forysta), Helga Kress (Bókmenntir, List- sköpun kvenna), Margrét Óskarsdóttir (Tónlist), Svala Sigurleifsdóttir (Mynd- list), Þórunn Sigurðardóttir (Leiklist), Guðrún Jónsdóttir (Byggingalist), Þórhild- ur Þorleifsdóttir (Ballett), Margrét Rún Guðmundsdóttir (Kvikmyndagerð). Á myndina vantar þær Jóhönnu Bernharðsdóttur (Heilbrigði kvenna og heilsufar) og Elínu Pálsdóttur Flygenring (Lög og réttarheimildir er varða konur). Mynd E.ÓI. JCARLAR - kj r w - Er það sem mór sýnist að stúlkan sé að geispa á kvennafundinum? (Mynd E.ÓI.) Konur í Hafnarfirði tóku daginn snemma og fjölmenntu í Gúttó, þar sem Verkakvennafólagið Framtíðin stóð fyrir opnu húsi. Troðfullt var út úr dyrum allan morguninn og um hádegisbil fluttu langferðabílar konurnar inn í Reykjavík. Ljósm. E.ÓI. Sunnudagur 27. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.