Þjóðviljinn - 27.10.1985, Side 14
Friðurinn kemur frá Assisi
Um 50 þúsund friðarsinnargengu 25 km leið frá Perugia tilAssisi
til að krefjastafvopnunar. Meðal þeirra var Ólafur Gíslason,
sem sendirÞjóðviijanum þennan pistil frá Ítalíu
Margir göngumenn höfðu klætt sig sérstaklega í tilefni dagsins. Orðið Pace,
sem þessi friðarboði ber á brjóstinu þýðir friður.
Það var brennheit októbersól
sem hellti geislaflóði sínu yfir
skrælnaðajörð Umbríu þann
6. októbersíðastliðinn.
Tóbaksplönturnarog maísinn
á ökrunum teygðu sig til him-
ins í örvæntingarfulltri bið eftir
regnskúr, og rykið ívegkant-
inum blandaðist ilmi af villtri
piparmintu sem tróðst undir
fótum 50 þúsund friðarsinna,
sem lögðu það á sig þennan
sólbjarta sunnudag að ganga
25 kílómetra leið frá Perugia,
höfuðborg Umbríu, til Assisi
og leggja þannig áherslu á
kröfuna um stöðvun vígbún-
aðarkapphlaupsins, minnkuð
útgjöld til hermála og eyðingu
þeirra ógnarvopna, sem nú
haldaöllu lífi ájörðinni ístöð-
ugum heljargreipum.
Þetta var 4. friðargangan frá
Perugia til Assisi, og sú fjölmenn-
asta til þessa. Að henni stóðu
fjölmörg stjórnmálasamtök,
sveitarfélög, stéttarfélög og
samtök friðarsinna. Þátttakend-
ur voru komnir frá öllum héruð-
um Ítalíu auk þess sem fjölmargir
erlendir fulltrúar lögðu einnig
leið sína til Assisi þennan dag.
Áberandi var þó að yfirgnæfandi
meirihluti þátttakenda var ungt
fólk.
Meðal erlendu þátttakend-
anna voru varaborgarstjórinn í
Berkley í Kalifomíu, ráðherrar
úr ríkisstjóm sósíalista í Grikk-
landi, sendinefnd frá Hiroshima í
Japan og fulltrúar nokkurra al-
þjóðasamtaka um frið og afvopn-
un. í göngunni vom einnig ýmsir
þekktir ítalskir stjómmálamenn,
þar á meðal Alessandro Natta,
formaður ítalska kommúnista-
flokksins, forystumenn úr röðum
ítalskra sósíalista, Róttæka
flokksins og æskulýðssamtökum
kommúnista og kristilegra demó-
krata, sem einnig áttu formlega
aðild að göngunni.
En fyrirmennin hurfu fljótt í
raðir fjöldans sem fyllti veginn á
Ólafur Gíslason í göngunni.
milli Pemgia og Assisi, en gangan
varð um 6 kílómetra löng og það
liðu um tvær klukkustundir frá
því að þeir fyrstu voru komnir
upp í virkisborgina fyrir ofan
Assisi þar til þeir síðustu voru
komnir inn í bæinn.
Leiðin frá Perugia til Assisi
liggur um breiðan og fagran dal,
blómlegt landbúnaðarhérað, þar
sem mikið er ræktað af hveiti,
maís, sólblómum og tóbaki. Á
milli akranna má sjá aldintré og
víngarða, og hávaxin fumtré og
aspir meðfram veginum veita vel-
þeginn skugga. Moldin í ökmn-
um er hörð og skorpin af þurrki
og jafnvel olívutréin í hlíðunum
fyrir neðan Assisi bera skorpna
ávexti.
En þrátt fyrir þurrkinn, sem
staðið hefur nær óslitið síðan um
miðjan maí, ríkir gleði meðal
þess fjölskrúðuga liðs, sem þarna
fyllir götumar með þúsundum
fána, borða og mislitra blaðra.
Þarna eiga hinir ólíkustu þjóð-
félagshópar sína fulltrúa, og
margir hafa skreytt sig sérstak-
lega í tilefni dagsins með andlits-
farða eða öðrum kennimerkjum.
Anarkistar og grasætur, Krishna-
munkar, pönkarar og umhverfis-
verndasinnar em þarna innan um
gamlar kempur úr andspyrnu-
hreyfingunni gegn nasismanum
og fasismanum. Fulltrúar stétt-
arfélaga og sveitarfélaga bera
skrautlega fána síns félags, og
þarna má sjá allmarga borgar-
stjóra marsera með skrautlegan
grænan, rauðan og hvítan borða
yfir bringunni. Slagorð eru hróp-
uð, blásið í lúðra og sungið. Það
eru sungnir gamlir baráttusöngv-
ar úr andspyrnuhreyfingunni, en
hugmyndaflugið hefur einnig
verið notað til þess að snúa út úr
nýjustu og vinsælustu dægurlög-
unum með viðlaginu „Ma la
NATO no!“
Rauðir fánar
og brúnir munkar
Þótt hinir rauðu fánar ítalska
kommúnistaflokksins hafi verið
mest áberandi í þessu litríka
Göngufólk hvílir lúin bein að aflokinni langri göngu.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1985’