Þjóðviljinn - 27.10.1985, Page 16
IÐNSKÓLINN I REYKJAVIK
Innritun nýnema á vorönn 1986
Innritun í eftirtaldar deildir skólans stendur nú yfir og
lýkur 6. desember.
1. Samningsbundið iðnnám.
2. Grunndeild málmiðna.
3. Grunndeild tréiðna.
4. Grunndeild rafiðna.
5. Framhaldsdeild vélvirkja/rennismiða.
6. Framhaldsdeild rafvirkja/rafvélavirkja.
7. Framhaldsdeild rafeindavirkja.
8. Framhaldsdeild bifvélavirkja.
9. Fornám.
10. Almennt nám.
11. Tækniteiknun.
12. Meistaranám.
13. Rafsuða.
14. Tölvubraut.
15. Tæknifræðibraut.
Fyrri umsóknir sem ekki hafa verið staðfestar með
skólagjöldum þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans.
Innritun í einstakar deildir er með fyrirvara um næga
þátttöku.
Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 9.30 -15.00.
Iðnskólinn í Reykjavík.
Viðskiptafræðingur
Fjárhagsdeild Sambandsins óskar að ráða viðskipta-
fræðing í hagdeild.
Hér er um að ræða starf sem krefst sjálfstæðra vinnu-
bragða, þekkingar og áhuga á tölvunotkun.
Umsóknareyðublöðun fást hjá starfsmannastjóra er
veitir upplýsingar.
Umsóknarfrestur til 5. nóv. n.k.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
UNDARGÖTU 9A
Austfirðingafélagið
í Reykjavík
Austfirðingamót 1985 á Hótel Sögu föstudaginn
1. nóvember.
Dagskrá:
Sonja Berg, varaformaður félagsins setur samkom-
una.
Anna Sigurðardóttir forstöðumaður Kvennasögu-
safns íslands, heiðurgestur fagnaðarins flytur ávarp.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur einsöng við undirleik
Jóns Stefánssonar.
Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir frá Fáskrúðsfirði stjórnar
fagnaðinum.
Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur fyrir dansi til kl.
3 eftir miðnæti.
Húsið opnað kl. 19.00.
Dagskrá hefst stundvísiega kl. 20.00
Aðgöngumiðar verða seldir í anddyri Hótels Sögu
miðvikudaginn 30. og fimmtudaginn 31. október milli
kl. 17.00 og 19.00. Borð tekin frá um leið.
Framboðs
frestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, um kjör
fulltrúa á 15. þing Landssambands íslenskra verzlun-
armanna.
Kjörnir verða 75 fulltrúar og jafn margir til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn fyrir kl. 12.00
þriðjudaginn 29. október n.k.
Kjörstjórnin
s\'
VAÐALL
Bríet
Héðinsdóttir
skrifar
Hvers vœntum við?
Vetrardagskrá sjónvarpsins
er í þann veginn að hefjast, og
svei mér, ef hún lofar bara
ekki góðu. En hvern fjandann
á ég annars við með því?
Hvers væntir hæstvirtur al-
menningur af sjónvarpinu?
Hvað vonumst við til að fá að
sjáþarogheyra?
íslenska sjónvarpið hefur nú
starfað í nær tvo áratugi. Þeir,
sem nú eru á miðjum aldri ólust
ekki upp við sjónvarp, en hafa nú
um það bil komið upp börnum,
sem hafa gert það. Hvernig
metum við þann hlut, sem það
kann að hafa átt í uppeldi þeirra?
Og í mótun okkar allra á þessum
árum? Erum við betur upplýst en
áður fyrir tilverknað sjónvarpsins
- um aðrar þjóðir, lönd þeirra og
siði, sögu og menningu; um nátt-
úruna, sköpunarverkið allt, him-
ingeiminn; fylgjumst við betur
með framvindu heimsmála og ís-
lenskra stjórnmála; hefur það
örvað gagnrýna hugsun okkar,
skerpt fegurðarskyn okkar,
þroskað smekk okkar; er mannlíf
á íslandi fjölbreyttara, skemmti-
legra, göfugra, við sjálf
menntaðri, víðsýnni, umburðar-
lyndari og pólitískt þroskaðri
þjóð en áður en við nutum þess?
Hefur sjónvarpið gert okkur að
betri manneskjum? Ha - ætlast
enginn til þess? Af hverju ekki?
Veitti okkur nokkuð af? Hvers
ætlumst við þá til af sjónvarpinu?
Að það skemmti okkur og fræði
okkur? En hvað skemmtir okkur
og hvers konar fræðslu viljum við
fá og um hvað? Viljum við annars
nokkuð eiga þetta sjónvarp? Jú;
sennilega myndum við flest svara
síðustu spurningunni játandi, þó
að svörin við hinum kynnu að
standa í okkur. Og við höfum nú
átt það í næstum tuttugu ár og
höfum ráðið þangað fólk til þess
að velja og framleiða efni handa
okkur. Og borgum því kaup fyrir.
Að vísu lágt kaup, en það er ekki
okkur að kenna: aðrir starfs-
menn, sem við álpuðumst til að
ráða í þjónustu okkar fara illa
með peningana okkar og fleygja
þeim í t.d. Kröflu, sem framleiðir
víst bara alls ekki neitt og þá
heldur ekki sjónvarpsefni. Einu
sinni í viku kemur einn þessara
sjónvarpsstarfsmanna okkar
fram í þætti, sem heitir „Sj ón varp
næstu viku” og tilkynnir okkur
hvað þeir hafi valið handa okkur.
En ég minnist þess ekki, að þá,
eða við annað tækifæri, sé nefnt
einu orði, hvers vegna þeir hafi
valið einmitt þetta efni handa
okkur en ekki eitthvert annað,
hvað hafi vakað fyrir þeim með
valinu, hvaða viðmiðanir þeir
hafi við valið. Nú mega þeir vita,
að sjónvarpið hefur nú, á því
herrans ári 1985, meiri áhrif á al-
menna menntun okkar en allir
skólar landsins til samans. Þetta
eru stór orð, sem ég nenni ekki að
rökstyðja hér, en ég býst ekki
við, að margir treysti sér til að
hrekja þau að hugsuóu máli. Er-
lendis eru skrifaðir doðrantar og
haldnir maraþonfyrirlestrar um
ábyrgð og skyldur þeirra, sem
annast val á þessari andlegu fæðu
almennings og matreiðslu henn-
ar. Hvernig væri, að við fengjum,
þó ekki væri nema í einum sjón-
varpsþætti, að heyra í þessum
starfsmönnum okkar: hvernig
þeir standa að verki við efnisval
og þó einkum og sér í lagi hvað
þeir hafa að leiðarljósi og hver
þau markmið eru, sem þeir stefna
að. Eigum við, vinnuveitendur
þeirra, ekki nokkurn rétt á því,
að þeir standi okkur skil á þessu?
Stundum heyrist því fleygt
manna á meðal, að eitthvað sé
sýnt af því að „fólk vilji þetta”.
Þetta er augljóst bull. Hvernig
kemur það í ljós, hvað við viljum
sjá í sjónvarpi? Skoðanakannanir
eru fár og strjálar og orka víst
tvímælis hvort sem er. Og vitum
við sjálf, hvað við viljum í þessum
efnum? Hvernig vitum við t.d.,
hvort við viljum sjá eða ekki sjá
það efni, sem EKKI er keypt til
sýningar hérlendis, en til er á al-
þjóðlegum markaði? Eða allar
þær hugmyndir að sjónvarpsefni,
sem liafnað er strax og eru aldrei
nýttar? Hver veit, nema við hefð-
um endilega viljað sjá þær verða
að veruleika? Nei; starfsmenn
okkar í sjónvarpinu sitja uppi
með ábyrgðina, hvort sem þeim
líkar betur eða verr: það eru þeir
sem velja efnið handa okkur. Og
ég held, að brýn þörf sé á, að við
kynnumst sjónarmiðum þeirra.
Eins og vonandi skilst, er ég að
auglýsa eftir skoðunum þeirra
varðandi einhvers konar mennta-
og menningarstefnu sjónvarps-
ins. En ef við lítum á pólitíska
uppfræðslu þess, þ.e. pólitískt
fréttaefni í þrengri skilningi, blas-
ir strax við hvernig pólitíski
meirihlutinn í yfirstjórn Ríkisút-
varpsins kúgar minnihlutann í
nafni lýðræðis. Ástand, sem allir
virðast samþykkja með þögninni.
En það skyldi nú ekki vera, að sú
vantrú okkar á stjórnmálamönn-
um, sem orðin er áberandi í þjóð-
lífinu og þeir virðast sjálfir hafa
áhyggjur af, sé að einhverju bein
afleiðing þess, að við höfum
kynnst þeim betur en við gátum
gert áður - gegnum sjónvarpið?
Þeir bregðast svo við þessu með
því að koma í sjónvarpssal í fínu
jökkunum sínum, biðja smink-
una að vanda sig, og reyna að
ganga í augun á okkur með því,
sem þeir halda að sé traustvekj-
andi framkoma, búa til „ímynd”
sína. Er það ekki rétt ein móðg-
unin við dómgreind okkar að
halda, að við séum ginkeypt fyrir
slíku? Værum við ekki æst í að
kjósa hringjarann í Notre Dame í
druslunum sínum á þing, ef við
sannfærðumst um yfirburða
vitsmuni hans, réttsýni og
ómútanlegan heiðarleika? Eða
tækist svo ótótlegum manni
aldrei að sannfæra okkur um
slíkt? Við skulum fara varlega í
að stæra okkur af dómgreind.
Núverandi ríkisstjórn Islands
braust ekki til valda með ofbeldi.
Sumir halda því fram, að sú þjóð
sem nýtur almenns kosningar-
réttar fái þá ríkisstjórn, sem hún
á skilið. Kannski núverandi ríkis-
stjórn sé bara mátuleg á þetta
samsafn af sinnulausum og
þröngsýnum eiginhagsmuna-
seggjum, skattsvikurum, bók-
haldssvindlurum, frjálshyggju-
bullum, ökuníðingum, fylliröft-
um og flónum, sem selja atkvæði
sitt jólasveinum fyrir mútur -
semsagt: kannski hún sé mátuleg
á okkur öll, sem gegnum kallinu
„háttvirtir kjósendur”. Og þá
eigum við líka skilið að eiga vont
sjónvarp. En er íslenska sjón-
varpið vont? Ja, mér er spurn.
- Ég ætlaði víst að skrifa um
dagskrána. Það verður að bíða
næsta vaðals. Bríet
Að biðja skrattann um sál
Staða rásar eitt hefur batnað til
muna eftir að rás tvö er komin á
skrið eftir rúmlega eins árs starf-
semi. Þetta er helsta niöurstaðan
af hinni breyttu útvarpsstarfsemi
síðustu þrettán mánaða. Rás eitt
hefurfengið að einbeita sér að
ákveðnum dagskrárliðum sem
fáirgætu ímyndað sér, viðnúver-
andi aðstæður að fengju inni á
rástvö.
Að biðja t.d. um að fá inni á
„Rásinni" eins og hún er oftast
nefnd, fyrir þátt á borð við þann
sem var á síðasta miðvikudags-
kvöld klukkan 21.25 á rás 1 og hét
Ég byrjaði átta ára í físki, „viðtal
Ingu Huldar Hákonardóttur við
Sesselju Einarsdóttur, aldraða
konu frá ísafirði sem býr nú í
Kaupmannahöfn." Væri það
ekki að biðja skrattann um sál?
Með fullri virðingu fyrir oft
ágætri dagskrá þeirra „Rásar-
manna“.
Það getur nefnilega gengið út í
öfgar, allt þetta tal um að hafa
dagskrána létta og skemmtilega.
Þetta „létta og skemmtilega" á
rás tvö hefur nefnilega átt það til
að vera barasta hundleiðinlegt.
Einfaldlega vegna þess að þulir
eru stundum að rembast eins og
rjúpan við staurinn að vera „léttir
og skemmtilegir". Það má ekki
rembast of mikið.
Og þessi hugmynd, að taka
þættina á daginn með látum en
hægja síðan ferðina á kvöldin er
ekkert náttúrulögmál. Ég ætla
ekkert að loka augunum fyrir því'
að á rás tvö hefur stefnan frá upp-
hafi verið sú að á hefðbundnum
vinnutíma skuli leikin popptón-
list í léttari kantinum, inn um
annað og út um hitt, eins og sagt
er.
En talað mál sem er eitthvað
meira en kynningar á lögum og
brandarar inn á milli, getur lfka
verið skemmtilegt. Viðtalið við
hana Sesselju Einarsdóttur hefði
þannig farið vel á rás tvö um
miðjan dag. Óperusviðsþáttur-
inn hans Leifs Þórarinssonar sem
er seint á miðvikudagskvöldum
gæti þannig vel eins verið á rás
tvö um miðjan dag. Það eru fleiri
en Duran Duran aðdáendur sem
hlusta á „Rásina“. - IH.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1985