Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 6
ÍÞRÓTTIR Ómar Torfason skallar í mark Glentoran í 1. umferðinni á Laugardalsvellin- um. Leikur hann sama leik gegn Rapid á miðvikudaginn? Fram-Rapid „Höfumengu að tapa“ Leikið á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kl. 14.30 „Við höfum engu að tapa gegn Rapid Wien á miðvikudaginn og ætlum því ekki að liggja í vörn gegn þessu sterka liði. Eg tel að við eigum möguleika á sigri á Laugardalsvellinum“, sagði Ómar Torfason Framari um Evr- ópuleik Fram og Rapid Wien næsta miðvikudag. Þetta er síðari viðureign lið- anna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu en Rapid vann fyrri leikinn í Vín 3-0. Pað þótti of stór sigur miðað við gang leiksins - Framarar fengu mörg góðfæri, m.a. áttu þeir sláarskot. „Við höfum æft vel undanfar- ið, það er létt yfir mannskapnum og mikill áhugi fyrir leiknum. Pað háir okkur að sjálfsögðu að hafa ekki leikið nema Evrópuleikina frá 14. september, í tæpa tvo mánuði, en það hafa verið settir upp æfingaleikir þar sem leik- menn úr öðrum félögum hafa leikið gegn okkur“, sagði Ómar Torfason. Laugardalsvöllurinn verður væntanlega þungur yfirferðar á miðvikudaginn en vonandi helst veður og hitastig skaplegt fram að þeim tima. Leikur liðanna á miðvikudaginn hefst kl. 14.30 - slæmur tími með tilliti til aðsókn- ar en útilokað er að byrja seinna vegna þess hve birtu er farið að bregða snemma. Nú vantar til- finnanlega flóðlýsinguna á aðal- leikvanginn. -VS KSÍ Auglýst og leitað að þjálfara Knapp tilkynnir KSÍað hann hafi skrifað undir hjá Brann Stjórn Knattspyrnusambands Islands hefur sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: Eins og fram hefur komið í fréttum hefur stjórn KSÍ haft áhuga á að ráða Tony Knapp sem landsliðsþjálfara fyrir næsta ár, enda yrði hann búsettur hér á landi oe starfaði einvörðungu fyrir KSI. Tony Knapp hefur nú tilkynnt KSÍ að hann geti ekki tekið boð- inu þar sem hann hafi skrifað undir samning hjá Brann í Berg- en, Noregi, í síðustu viku. Tony Knapp hefur undanfarin tvö ár og einnig á árunum 1974 til 1977 starfað sem landsliðsþjálfari við mjög góðan orðstír. Undirbún- ingur, skipulag og agi hefur alla tíð verið til fyrirmyndar í lands- liðshópnum undir stjóm Tonys. Það háði hins vegar starfi hans undanfarin tvö ár að Tony var búsettur í Noregi, sem auðvitað er annmarki. KSÍ vissi þó að hverju það gekk, enda naut Tony aðstoðar og upplýsinga frá Guðna Kjartanssyni. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Tony, eins og aðrir landsliðs- þjálfarar á vegum KSÍ, fyrr og nú, annaðist og bar ábyrgð á endanlegu vali landsliðsins hverju sinni. Leiðréttist hér með sá mis- skilningur að landsliðsnefnd hafi valið eða haft áhrif á val lands- liðsins. Hlutverk nefndarinnar er í því fólgið að skipuleggja undir- búning, leiki og keppnisferðir liðsins, en ekki að velja liðið. Stjórn KSÍ færir Tony Knapp þakkir fyrir frábært samstarf, en hefur nú ákveðið að auglýsa og leita eftir nýjum landsliðsþjálfara hér heima og/eða erlendis. Er stefnt að því að ráða þjálfara til tveggja ára. Úrvalsdeildin Sætur sigur Hauka Fyrstir til að leggja UMFN-unnu í Njarðvík Sigurganga íslandsmeistara Njarðvíkinga var rofin í gær- kvöldi, á þeirra eigin heimavelli. Haukarnir, sem hafa verið heldur köflóttir til þessa, unnu sætan sigur, 82-80, og hann sann- gjarnan. Þeir léku betur þegar á heildina er litið og voru yfirveg- aðri á spennandi lokamínútun- um. Leikurinn var góður strax frá byrj- un og baráttan og stemmningin í lagi hjá báðum. Haukar sigu framúr á lokamínútum fyrri hálfleiks en með hraða og krafti náði UMFN að vinna þann mun upp í byrjun síðari hálf- leiks. Bæði lið urðu fyrir áföllum, Henning Henningsson hjá Haukum meiddist á auga í fyrri hálfleik og fór útaf og Valur Ingimundarson Ienti snemma í villuvandræðum og lék l'var Webster lék mjög vel með Haukunum í Njarðvík í gærkvöldi. nánast ekkert í seinni hálfleik af þeim sökum. Hafði aldrei náð sér á strik. Þegar 50 sek. voru eftir skoraði Pálm- ar fyrir Hauka, 82-78, og Njarðvík tókst ekki að svara fyrr en 6 sek. voru eftir, Árni Lárusson var þar að verki. Haukarnir voru ekki í vandræðum með að halda boltanum það sem eftir var og fögnuður þeirr í leikslok var mikill. Njarövík 1. nóv. UMFN-Haukar 80-82 (36- 42) 9-9, 20-17, 30-30, 33-42, 36-42, 53- 52, 59-62, 63-66, 74-70, 76-78, 78-80, 78-82, 80-82. Stig UMFN: Helgi Rafnsson 17, Jó- hannes Kristbjörnsson 16, Kristinn Einarsson 15, Árni Lárusson 14, Isak Tómasson 9, Valur Ingimundarson 7, Ingimar Jónsson 2. Stig Hauka: Ivar Webster20, Pálm- arSigurðsson 19, Ólafur Rafnsson 17, (var Ásgrimsson 8, Kristinn Kristins- son 8, Viðar Vignisson 4, Henning Henningsson 4, Reynir Kristjánsson 2. Dómarar: Ómar Scheving og Krist- inn Albertsson - góðir. Maður leiksins: (var Webster, Haukum. Körfubolti Stórsigur Lakers Los Angeles Lakers unnu sinn annan sigur í jafnmörgum leikjum í bandarísku NBA- deildinni í körfuknattleik í fyrra- kvöld. Þú burstuðu þeir Phoenix Suns 144-107. Los Angeles Clipp- ers unnu sinn þriðja sigur og eru ásamt Lakers og Portland Trail Blazers með fullt hús stiga í vest- urdcildinni. -VS/Reuter ívar Webster átti stórgóðan leik í vörn og sókn með Haukum, sennilega hefur hann ekki leikið betur í vetur. Ólafur lék mjög vel og Pálmar líka og í heild var það samheldnin sem færði Haukum þennan sigur. Jóhann og Árni áttu mjög góð- an leik með Njarðvík. Jóhannes hefur sýnt miklar framfarir og fellur vel inní liðið. Helgi var sterkur í vörninni að vanda. En - Njarðvík er ekki ósigrandi - það sönnuðu Haukarnir í gærkvöldi. -SÓM/Suðurnesjum Staðan f urvalsdeildinni í körfuknattleik: UMFN................7 6 1 624-537 12 Haukar..............7 4 3 538-534 8 Valur...............6 3 3 460-435 6 IBK.................6 3 3 443-483 6 KR..................6 2 4 463-487 4 IR..................6 1 5 461-513 2 Stigahæstir: Valur Ingimundarson, UMFN..........185 Pálmar Sigurðsson, Haukum..........149 RagnarTorfason, |R.................117 BirgirMikaelsson, KR..............111 IvarWebster, Haukum................108 ÍBK og ÍR Itika í Keflavík í dag kl. 14 og Valur-KR í Seljaskóla kl. 20 annað kvöld. Handbolti Lugi-Valur í Lundi Frjálsar Námskeið í hlaup- um og spjótkasti Helgina 9.-10. nóvember fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal B-leiðbeinenda nám- skeið í millivegalengdum og langhlaupum á vegum FRI. Kennarar verða Jón Diðriksson og Gunnar Páll Jóakimsson. Námskeiðið veitir A-stigs- mönnum B-stigs viðurkenningu í viðkomandi greinum. Næstu helgi á eftir, 16.-17. nóvember, verður haldið nám- skeið í spjótkasti í KR-heimilinu, einnig á vegum FRÍ. Kennari verður Einar Vilhjálmsson. Bæði námskeiðin hefjast kl. 10 á laugardegi og er þátttökugjald kr. 500 á hvort. Þátttökutilkynn- ingar berist skrifstofu FRÍ í síma 91-83686 sem fyrst. Valur og sænska félagið Lugi leika fyrri leik sinn í 2. umferð IHF-keppninnar í handknattleik í Lundi á morgun, sunnudag. Síð- ari leikur liðanna fer fram í Laug- ardalshöllinni um næstu helgi, nánar tiltekið á sunnudagskvöld- ið kl. 20.30. Valur lék við Kolbotn frá Nor- egi í 1. umferð og komst áfram þótt báðir leikirnir færu fram ytra. Körfubolti Annað tap Hauka ÍS vann góðan sigur á Haukum, 57-40, í Hafnarfirði á miðvikudagskvöldið er félögin mættust þar í kvennadeildinni í körfuknattleik. Þetta var annað tap Haukastúiknanna í röð en þær höfðu unnið fyrstu þrjá leiki sína. Staðan í deildinni er þessi: Haukar.............5 3 2 231-194 6 lR.................2 2 0 96-71 4 KR...................3 2 1 121-100 4 IS...................3 2 1 127-109 4 IBK..................3 1 2 133-134 2 UMFN.................2 0 2 49-67 0 lA...................2 0 2 35-117 0 Næsti leikur er KR-UMFN í Hagaskóla á morgun, sunnudag, kl. 15.30. Iþróttir fatlaðra Leiðbeinendanámskeið Dagana 21.-24. nóvember mun íþróttasamband fatlaðra efna til leiðbeinendanámskeiðs í íþrótt- um fyrir fatlaða. Verður nám- skeiðið haldið í húsakynnum ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal, og í íþróttasal Álftamýrarskóla. Það mun standa yfir frá kl. 9-18 dagana 21.-23. nóvember og kl. 9-16 þann 24. nóvember. Á námskeiöinu veröur lögð áhersla á að kynna hinar ýmsu tegundir fötlunar og hvaða möguleikar séu í boði fyrir fatl- aða til íþróttaiðkunar. Námskeiðið verður öllum opið, en íþróttakennarar, sjúkra- þjálfar, starfsfólk á stofnunum og vistheimilum og aðrir er áhuga hafa eru hvattir til að mæta. Rétt er að benda á að á undanförnum leiðbeinendanámskeiðum hafa íþróttakennarar fengið nám- skeiðin metin til stiga og verður svo væntanlega einnig nú. Tilkynna þarf þátttöku á nám- skeiðið fyrir 14. nóvember til íþróttasambands Fatlaðra, íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík. Þar er einnig unnt að fá allar nánari upplýsingar úm námskeiðið í síma 91-686301, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 17- 19. Námskeiðsgjald er kr. 1000 og greiðist það í upphafi nám- skeiðsins. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.