Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 13
Stýriflaugar Hollenska stjómin hikandi Frá mótmælafundi gegn uppsetningu stýriflauga í Hollandi sem haldinn var um síðustu helgi. Kassarnir á sviðinu innihalda undirskriftir 3,8 miljóna hollendinga sem mótmæla flaugunum. Haag - Eitthvað vafðist það fyrir hollensku ríkisstjórninni að taka ákvörðun um það hvort hún vildi heimila Nató að setja upp 48 stýriflaugar búnar kjarnaoddum í landinu. Ríkis- stjórnarfundi um málið átti að Ijúka kl. 15.30 í gærdag og þá hafði verið boðað til blaða- mannafundar. Þeim fundi var tvívegis frestað og það var ekki fyrr en kl. 19.40 sem Reut- er sendi frétt þess efnis að stjórnin hefði samþykkt að taka við flaugunum. Stjórnmálamenn í Hollandi töldu líklegast að það væru stýr- iflaugarnar 48 sem hefðu tafið fundinn. Stjórnarflokkarnir tveir, kristilegir demókratar og frjálslyndir voru á einu máli um að taka við Nató-flaugunum. Það sem þá greindi á um eru ýrnis smærri atriði í kjarnorkuvígbún- aði landsins. Frjálslyndir vilja að hollendingar taki við kjarnorku- sprengjum sent setja má í flugvél- ar en kristilegir eru því mót- fallnir. Töldu stjórnmálamenn- irnir sem fréttamaður Reuters ræddi við líklegt að þessi ágrein- ingur hefði reynst stjórninni erf- iðari en við hafði verið búist. Víða í Hollandi lét fólk í ljósi andstöðu sína gegn uppsetningu stýriflauganna. Kennarar hvöttu Afvopnun Genf, Moskvu, Bonn - Banda- vopnunarviðræðunum í Genf ríska samninganefndin í af- iagði í dag fram nýjar tillögur OPEC Olíuverð gefið frjálst Abu Dhabi - Olíumálaráðherra Sameinuðu furstadæmanna við Persaflóa Mana Saeed al- Oteiba, sagði i sjónvarpsvið- tali í Abu Dhabi í fyrrakvöld að aðildarríkjum OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, væri nú frjálst að selja framleiðslu sína á því verði sem þau vilja og geta fengið fyrir hana. Ráðherrann sagði að OPEC hefði ákveðið að gefa upp á bát- inn tilraunir sínar til að stjórna olíumarkaði heimsins með þvt' að auglýsa opinbert olíuverð. Und- anfarin tvö ár hefur ríkt mikil óeining innan samtakanna sem stafar af minnkandi eftirspurn eftir olíu á heimsmarkaði. Ein- stök ríki hafa brugðist við með því að selja olíu undir markaðs- verði frekar en að sitja uppi með hana. Á síðasta fundi OPEC í október viðurkenndu samtökin að flest aðildarríkin væru farin út á þá braut að víkja frá opinberu olíuverði. frá Reagan forseta en þær eru svar við tillögum sem sovét- menn lögðu fram í byrjun októ- ber. Samninganefndir stór- veldanna urðu ásáttar um að halda viðræðum áfram fram eftir næstu viku en þeim átti samkvæmt áætlun að Ijúka í gær. Ekki hefur verið greint frá því í hverju tillögur Reagans eru fólgnar en hann sagði í fyrradag að í þeim væri farið inn á öll þrjú svið viðræðnanna í Genf. Með því á hann við langdrægar kjarn- orkueldflaugar, meðaldrægar flaugar og geimvopn. Sagði Re- agan að tillögurnar byggðust á jafnvægi í niðurskurði kjarnorku- vopna, þær gerðu ráð fyrir mikl- um niðurskurði sem hægt væri að fylgjast með hvort gerður væri. Sovéska fréttastofan Tass fjall- aði um tillögur Reagans í gær og sagði að flestum sem þær hefðu séð bæri saman um að Reagan hefði tekið gömlu tillögurnar sínar, snurfussað þær lítillega og pakkað þeim inn í nýjar umbúðir. I tillögunni væri gert ráð fyrir að fjöldi kjarnaodda sern hvort stór- veldi mætti halda eftir yrði 4.500 en að tilhögun niðurskurðarins væri sovétmönnum nijög í óhag. Til dæmis væri ekki minnst á kjarnorkuvopn í flugvélum, en þar eru Bandaríkin mun öflugri, og aðeins væri sett þak á eina teg- und vopna, stórar eldflaugar sem draga milli heimsálfa, en þær eru uppistaðan í eldflaugakerfi sovét- manna. Loks hefði Reagan ekki hvikað frá því að halda stjörnu- stríðsáætlunum sínum utan við samningaviðræðurnar. Argentína Buenos Aires - Á morgun, surinudag, fara fram kosning- ar til þings í Argentínu í skugga herlaga sem Raul Al- fonsín forseti setti á í síðustu viku í því skyni að stöðva hryðjuverk og sprengingar sem mikið hefur verið um undanfarnar vikur. Efnahagsástandið í Argentínu er bágborið, verðbógan var kom- in upp fyrir 1.000% snemma í sumar (eða öllu heldur vetur því nú er að vora í Argentínu), atvinnuleysi nær til 13% verk- færra manna og hefur ekki verið meira í 20 ár, laun hafa lækkað að raungildi um 30% á einu ári og erlendar skuldir nema 50 milj- örðum dollara. í júní boðaði Alfonsín miklar aðhaldsaðgerðir í efna- hagsmálum sem hafa skilað þeim árangri að helminga verðbólg- una. Fyrir þetta fékk hann hrós á fundi Álþjóðagjaldeyrissjóðsins í sumar. En það hrós gæti reynst tvíbent heimafyrir þar sem stjórnarandstæðingar halda því fram að Alfonsín hafi brotið öll kosningaloforðin sem hann gaf árið 1983 þegar hann var kjörinn forseti. Nú segja þeir að honum Alfonsín forseti (tv.) og Antonio Troccoli innanríkisráðherra sitjandi fremst á myndinni sem tekin var stuttu áður en þeir settu á herlög í Argentínu. sé svo mikið í mun að greiða nið- ur erlendu skuldirnar að honum sé sama þótt þegnar hans svelti. Stefna Alfonsín hefur mælst vel fyrir meðal millistéttarinnar sem fagnar því hve mikið hefur dregið úr verðbólgunni. Meðal verkalýðs hefur hins vegar gætt vaxandi óánægju sem birst hefur í fjölmennum kröfugöngum og verkföllum. Nýr leiðtogi perón- ista í höfuðborginni, Carlos Grosso, hefur sagt að markmið efnahagsstefnunnar eigi að vera aukinn hagvöxtur en svo sé ekki um stefnu forsetans. Grosso hvetur til þess að sett sé þak á afborganir af erlendum lánum og aðeins borguð viss prósenta af út- flutningstekjum. Alfonsín eða valdarán? Flokkur forsetans, Róttæki flokkurinn, sem er borgaralegur miðjuflokkur hefur reynt að setja endurreisn lýðræðisins efst á dag- skrá kosningaumræðunnar en ekki gengið sem skyldi. Nú standa yfir réttarhöld yfir herfor- ingjunum sem stjórnuðu landinu á árunum 1976-83 og gerðust sek- börn til að vera heima í dag og í höfuðborginni Haag fóru 6.000 börn í kröfugöngu að stjórnar- skrifstofunum. Lestarferðir gengu víða treglega vegna þess að andstæðingar kjarnorkuvopna höfðu skipulagt tafir á þeim sem fóru þannig fram að fólk noíaði neyðarhemla lestanna óspart. Þótt hollenska stjórnin hafi vís- að á bug tilboði sovéskra ráða- manna um viðræður gætu sovét- menn enn haft áhrif á uppsetn- ingu stýriflauganna nteð því að fækka SS-20 eldflaugum sínum um 63 áður en hollenska þingið staðfestir ákvörðun stjórnarinnar en það gerist ekki fyrr en eftir áramót. Fremur ólíklegt er talið að sovétmenn bregðist svo skjótt við. Reagan setur fram tillögur Kosningar í skugga herlaga ir um margháttuð mannréttinda- brot og vill stjórnarflokkurinn að þeir verði dæmdir í harðar ref- singar. Því eru margir sammála en margir hafa látið í ljósi efa- semdir um réttmæti herlaganna sem Alfonsín setti í síðustu viku. Alfonsín segir að það sé líka liður í endurreisn lýðræðisins því nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra ef komast átti hjá tilraun- um til valdaráns. Stjórnarand- stæðingar hafa hinsvegar haldið því fram að með herlögunum sé Alfonsín að draga upp svarthvíta mynd sem ekki sé í samræmi við veruleikann. í kosningunum á morgun er helmingur sæta á argentínska þinginu í veði en kosið verður urn 127 af 254 þingsætum. Núverandi staða er sú að Róttæki flokkurinn hefur 129 þingsæti, perónistar 111 og aðrir 14 þingsæti. Skoð- anakannanir hafa sýnt framgang perónista og einnig smá flokka til hægri og vinstri, allt á kostnað Róttæka flokksins. Þetta gildir um fulltrúadeild þingsins en í öldungadeildinni er staðan sú að perónistar hafa 21 þingsæti. Rót- tæki flokkurinn 18 og aðrir flokk- ar sjö. Kaffi Uppskeru- brestur Bogota Miklir þurrkar á kaffi- ræktarsvæðum Brasilíu í sumar valda því að uppskeran verður sennilega aðeins helm- ingur af því sem áætlað var. Við það fellur þessi stærsti kaffiútflytjandi heims niður í annað sæti og gefur eftir sæti sitt fyrir Kólumbíu. Ekki er þó talið að heimsmark- aðsverð á kaffi verði fyrir miklum áhrifum af uppskerubrestinum í Brasilíu. Alþjóða kaffisamband- ið, ICO, hefur komið sér upp kvótakerfi sem tryggir að jafnvægi ríki í framboði og eftir- spurn eftir þessum vinsæla drykk. Kaffi er mælt í pokum sem hafa að geyma 60 kíló af kaffibaunum hver og er alheimskvótinn í ár 58 miljónir poka. Áf þessum kvóta átti Brasilía að fá 16,42 miljónir poka en Kól- umbía 8,67 ntiljónir. Hlutur Brasilíu mun sennilega dragast saman um 5 miljónir poka en hlutur Kólumbíu eykst töluvert. Kaffiframleiðendur í Kólumbíu fagna þessum óförum nágranna sinna að sjálfsögðu því þær munu auka tekjur landsins af kaffiút- flutningi um 300 miljónir dollara en á síðasta reikningsári sem lauk í lok september voru tekjur landsins af þessari aðalútflutn- ingsvöru sinni 1,5 milarðar doll- ara. Kólumbía hefur um langt ára- bil verið í öðru sæti á listanum yfir stærstu kaffiframleiðendur heims en markaðurinn sem bitist er um er uþb. 10 miljarðar dollara á ári. Kvótaskipting framleiðslunnar sem samið var um á þingi ICO í september mánuði sl. gerir ráð fyrir því að verð á kaffibaunum haldist innan ntarkanna 120-140 cent (50-60 kr.) pundið. Að und- anförnu hefur verðið verið held- ur á uppleið og er búist við því að sú tilhneiging haldist eitthvað áfram. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/ R E U 1 E R Laugardagur 2. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.