Þjóðviljinn - 02.11.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Síða 15
Bogasalur Hannyrðasýningin framlengd Um 13.500 manns hafa nú séð sýninguna í Bogasal Þjóðminja- safns á hannyrðum og handaverkum ísienskra kvenna. Vegna þessarar miklu athygli hef- ur sýningin verið framlengd til áramóta, en upphaflega var ætl- OKHOLM FJOLVII ** 33 ■, Heilsufar Hollráð til langlífis Út er komin hjá Fjölva heilsu- bókin Hollráð til langlífis og heilsu eftir danska lífefnafræð- inginn Lars Okholm. Bókin ber fram sjónarmið hinna nýju við- horfa í læknisfræði, sem nýlega var fjallað um í þætti í íslenska sjónvarpinu. „Okholm fjallar um hinn nýja vanda, að þrátt fyrir framfarir í hinni opinberu læknisfræði og allskyns undralyf, hefur ekki tek- ist að vinna bug á sjúkdómunum, heldur þvert á móti. Sjúkdómar hrjá fólk meira en nokkru sinni. Sjúkrahúsin fyllast. Það hefst ekki undan að byggja ný sjúkra- hús og hæli. Biðlistarnir lengjast. Okholm ræðir ýtarlega um þennan vanda og hvernig hann snertir hvern einstakling. Nú deyr nærri annar hver maður af hjarta- og æðasjúkdómum, og það sem er kannski allra verst, - að þessir sjúkdómar hitta fólk oftast á miðjum aldri. Þó það lifi af fyrstu áföllin, eru þeir ekki hálfir menn, tóra í áratug við mestu harmkvæli.“ Þorsteinn Thorarensen hefur séð um útgáfu bókarinnar og aukið hana með margvíslegum upplýsingum um íslenskar efna- og fæðurannsóknir. Mál Hljóðstöðu- myndir í sjónvarpinu eru nú sýndir þættirnir „Móðurmálið" sem Árni Böðvarsson cand. mag. annast. I þáttunum er ma. notast við Hljóðstöðumyndir, íslensk málhljóð eftir Jón Júl. Þorsteins- son kennara, en hann notaði þær árum saman við tal- og lestrar- kennslu með ágætum árangri. Myndirnar hafa verið gefnar út af minningarsjóði Jóns, og eru þær samtals 83, þar af 18 eftir Árna Böðvarsson. Árni samdi jafnframt skýringar við allar myndirnar og fylgja tvær töflur um einkenni íslenskra hljóða til glöggvunar. Eru myndirnar lit- prentaðar í stærðinni A4 og frá þeim gengið í þremur plastmöppum. í fjórðu möpp- unni er Lestrarkennsla - hljóð- lestraraðferð Jóns Júlíusar Þor- steinssonar, en þar gerir hann grein fyrir kennsluaðferðinni og prentaðir eru og gefnir út á þrem- ur hljóðsnældum kennslukaflar hans um einstök hljóð. unin að taka hana niður í októ- berlok. Á sýningunni sem nefnist Með silfurbjarta nál er kynntur um hálfur fimmti tugur nafngreindra íslenskra hannyrðakvenna frá fyrri hluta 12. aldar til seinni hluta 19. aldar - auk einnar frá fyrri hluta hinar tuttugustu - og sýnd dæmi um handaverk flestra þeirra. Sýningunni fylgir myndskreytt skrá í samantekt Elsu E. Guð- jónsson deildarstjóra textíl- deildar Þjóðminjasafnsins. Er þar gerð grein fyrir hannyrða- konunum og verkum þeirra auk sögulegs yfirlits. Eitt verka í Bogasal: Stafaklútur eftir Elínu Magnúsdóttur frá 1871. Mynd: Gísli Gestsson. Nú í ár hefur Húsnæðisstofnun reynt með ýmsu að koma þeim til aðstoðar sem hafa átt í verulegum örðugleikum með greiðslu húsnæðislána. Nefna má viðbótarlán, sérstaka þjónustu ráðgjafa og greiðslujöfnun skulda. í beinu framhaldi af þessari starfsemi allri mun stofnunin nú efla mjög fræðslu- og upplýsingastarf til að aukin þekking forði fólki frá að leiðast út í slíkar ógöngur. iít'RÁÐGIAFARSTÖÐ ?!fc HÚSN1EÐISSIOFNUNAR hefur verið komið á fót og forstöðumaður hennar er Grétar J. Guðmundsson, verkfræðingur. Stöðin mun annast beina ráðgjöf til einstaklinga sem til hennar leita, áður en þeir ráðast í að eignast húsnæði. Hún mun aðstoða þá við gerð áætlana um fjármögnun og gefa þeim góð ráð í hvívetna þannig að fullrar forsjár megi gæta í framkvæmdum. Þá mun Ráðgjafarstöðin taka saman og gefa út fræðsluefni um t.d. greiðslubyrði og gjaldþol. Einnig um tæknileg efni og ráð til sparnaðar í byggingu húsnæðis og búnaði þess. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.