Þjóðviljinn - 02.11.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvóldsími: 81348.,Helgarsími: 81663.
DJQÐVILJINN
Lauoardaour 2. nóvember 1985 253. tölublað 50. árgangur
Húsnœðisstofnun
Grænt Ijósá Búseta
Hollenska stjórnin samþy kkti í gær að veita Nató heimild til að setja upp 48 stýritlaugar búnar kjarnaoddum í
landinu. Víðtæk mótmæli hafa verið gegn uppsetningu flauganna og skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti
uppsetninga er henni andvígur. Anstæðingar stýriflauganna söfnuðu 3,8 miljónum undirskrifta gegn þeim og
afhentu þær Ruud Lubbers forsætisráðherra sl. sunnudag. í lok þeirrar söfnunar var haldinn fundur og farið í
kröfugöngu í Haag til að leggja áherslu á andstöðu almennings við kjarnorkukapphlaupið. Vilborg Harðardóttir
tók þátt í þessum fundi og tók myndina í göngunni sem farin var að honum loknum. gj^ þ|g -| g
Félagsmálaherra hefur heimilað lánveitingu til Búseta.
Fjármálaráðherra reyndi að grípa í taumana. Sigurður E.
Guðmundsson: Alitsgerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hafði engin áhrif
Alexander Stefánsson fé-
lagsmálará'ðherra staðfesti í
gær samþykkt húsnæðismála-
stjórnar frá því fyrr í þessari viku
þess efnis að byggingasamvinnu-
félaginu Búseta verði heimilt að
hefja framkvæmdir við byggingu
um 15 íbúða í Grafavogi. Líklegt
er að Búseti fái lán til fram-
kvæmdanna úr Byggingasjóði
verkamanna innan skamms og
þar með hefur félagið fengið sína
fyrstu opinberu lánveitingu.
var við að þetta plagg úr fjár- né neinu,“
málaráðuneytinu hafi breytt einu mundsson
Sigurður E. Guð-
framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar í samtali við
Þjóðviljann í gær. -gg
Lánveiting til Búseta er þeim
skilyrðum háð að einungis verði
byggðar leiguíbúðir fyrir náms-
menn í fullu námi, aldraða sem
náð hafa 65 ára aldri og öryrkja
með a.m.k. 50% örorku. Náms-
menn sem fá inni hjá Búseta
verða að rýma íbúðir innan eins
árs eftir að nánii lýkur.
Mál þetta hefur verið mjög
umdeilt og talsverður ágreining-
ur er um þetta innan ríkisstjórn-
arinnar. Þannig er Þorsteinn
Pálsson svarinn fjandmaður Bús-
eta og nú í vikunni sendi hann
Húsnæðisstofnun álit Jóns
Steinars Gunnlaugssonar lög-
fræðings á málinu, þar sem segir
að óheimilt sé að veita Búseta lán
úr byggingasjóði verkamanna.
Húsnæðisstofnun heyrir aftur á
móti algjörlega undir fél-
agsmálaráðuneytið og það hefur
komið mörgum á óvart að fjár-
málaráðherra skyldi hafá afskipti
af málinu á þennan hátt.
„Þessi álitsgerð breytti engu
um afstöðu manna í málinu, það
þori ég að fullyrða. Þetta kom
hingað inn til mín og ég taldi
betra að menn vissu af þessu en
hitt og lagði þetta fyrir bæði í
húsnæðismálastjórn og í félags-
íbúðanefnd. En ég hef ekki orðið
Schulz
heimsækir
ísland
Heimsóknunt stórmenna fer nú
ört fjölgandi: George Schulz,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, mun hafa viðdvöl á íslandi í
næstu viku á heimleið frá
Moskvu.
Hann kemur á þriðjudags-
kvöld og fer á miðvikudagskvöld.
í fylgdarliði hans er Robert
McFarlane öryggismálafulltrúi
forsetans og í flugvélaráðherrans
er þar að auki heil hersing blaða-
manna.
Laxeldi
19 þús fyrir
hrognalítrann
Skortur á hrognum.
Mikil eftirspurn
Mikil eftirspurn eftir laxa-
hrognum hér á landi hefur nú leitt
til þess, að verðið á hrognunum
hefur snarhækkað í haust. Lítri
af frjóvguðum laxahrognum
gengur nú á 12 til 15 þúsund krón-
ur, og þess eru dæmi á síðustu
dögum að menn hafi greitt allt að
19 þúsund krónur fyrir lítrann.
Nú er sá tími þegar hrogn eru
kreist úr klakfisk og sett til klaks,
og menn sem hyggja á seiðaeldi á
næsta ári verða að ná í hrogn um
þessar mundir. Að sögn árbænda
hefur hrognaskortur leitt til þess
að aldrei hefur verið jafn mikil
ásókn í leyfi til að draga á fyrir
klakalax. Sumum gengur þó erf-
iðlega að tryggja sér hrogn, þann-
ig er kunnugt um að minnsta
kosti eina eldisstöð, sem á að
taka til starfa á næsta ári sem ekki
hefur tekist ennþá að tryggja sér
hrogn. Eldisfrömuðir eru tregir
að selja hrognin, þarsem þeir sjá
fram á mikla og arðsama seiða-
sölu, innanlands og til Noregs, á
næsta ári og vilja því ekki gefa
hrognin eftir. _q§
í
f
I
►
!
i
t
FLUGLEIÐIR GERA ÞER
KLEIFT AD TAKA
ELSMþÍNA MEÐ
NNANLANDS
Ef þú ferðast miMð með Flugleiðum Innanlands átt þú það á
„hættu“ að fá einn daginn frímiða upp í hendurnar, sem gildir
til hvaða áfangastaðar okkar sem er innanlands — fram og til
báka. Við gefum þér nefnilega punkta í hvert skipti sem þú
ferðast með okkur og þegar þú ert búin/n að fljúga 13-17
sinnum á fjórum mánuðum finnst okkur tími til kominn að við
borgum farið — ekki þú. Fáðu safnkort hjá afgreiðslufólki
Flugleiða og láttu það kvitta fyTir þegar þú kaupir flugmiða. Við
munum sjá um það að skrá punktana og senda þér frímiðann
- og þá getur þú tekið elskuna með þér í flugið til tilbreytingar
— fritt...
FLUGLEIDIR
i