Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Blaðsíða 5
FISKIMAL Nálög Tilefni þessarar spurningar minnar er sú að fyrir liggur álits- gerð Sigurðar Líndals lagapróf- essors þar sem hann leiðir að því rök að reglugerð um fyrirkomu- lag mats og eftirlits með sjávaraf- urðum til útflutnings, frá 15. mars 1985 sé ekki í samræmi við lög um ríkismat sjávarafurða sem samþykkt voru á Alþingi 22. maí 1984. En fyrrnefndri reglugerð er líka ætlað að túlka þau lög. Sig- urður samdi sína reglugerð að beiðni Péturs H. Ólafssonar fisk- matsmanns, sem er einn þeirra sem vefengt hefur rétt sjávarút- vegsráðherra til þess að túlka lög- in á þann hátt sem gert er í nefndri reglugerð. Ríkismatið ráði í álitsgerð Sigurðar Líndals segir m.a. „Hin almennt orðaða heimild til að fela öðrum mat og eftirlit í 1. og 14. grein laganna á einungis við vinnsluna, sbr. orðin á öllum stigum vinnslu í 14. grein og 1. málsgrein.“ f öðru lagi er einsýnt að yfirmat á öllum fiskafurðum til útflutn- ings er algjörlega í höndum af- urðadeildar Ríkismatsins og lög- in hafa ekki að geyma neina hei- mild til að fela „öðrum“ eða „sér- stökum“ aðilum það verk. Þetta er sá lagalegi kjarni í álitsgerð Sigurðar sem hann rök- styður með því að vitna í ýmsar greinar laganna um ríkismat sjáv- arafurða. Tilefni þess að Sigurð- ur Líndal var fenginn til að semja álitsgerðina var sú að sjávarút- vegsráðherra fól Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda á sl. vetri út- tekt, þ.e. yfirmat á öllum saltfiski sem fluttur er héðan á erlenda markaði. Síðan að þessi afhend- ing fór fram hefur hlutverk af- urðadeildar breyst í það að vera stimpilstofnun útflutningspapp- íra S.Í.F., án þess að yfirfisk- matsmenn hafi komið nærri út- tektinni, þ.e. ekki framkvæmt yf- irmat. Um þetta segir Sigurður Líndal í álitsgerð sinni. „Það er fráleitt að Ríkismatið gefi út útflutningsvottorð byggt á úttektar og matsvottorðum fram- leiðenda. Slík plögg eru engin vottorð." Og Sigurður heldur áfram gagnrýni sinni á reglugerð sjávar- útvegsráðherra og segir: „í 2. mgr. 7. gr. segir svo. Sjávarút- vegsráðuneytið getur þó veitt einstökum útflytjendum með viðurkenndar eftirlitsdeíldir sbr. 2. grein leyfi til útgáfu útflutn- ingsvottorða til tiltekinna landa. Sjávarútvegsráðuneytið veitir slík leyfi til ákv. tíma að fenginni umsögn fiskmatsráðs.“ Um þetta ákvæði í reglugerð- inni hefur lagaprófessorinn þetta að segja: „Eins og þegar hefui verið sýnt fram á fer það í bága við lögin að útflytjendur amist yfir mati afurða til útflutnings. Þar af leiðir að sjávarútvegsráðu- neytið getur ekki heimilað þeim útgáfu útflutningsvottorða ai neinu tagi.“ Og nokkru síðar í álitsgerðinni segir Sigurður: „Þá er í annan stað ljóst af því sem rakið hefui verið, að veigamikil ákvæði reglugerðarinnar nr. 137/1985 verða ekki samþýdd lögum. Þeim ákvæðum verður ekki beitt.“ Með lögum skal land byggja Hér að framan hef ég vitnað í álitsgerð Sigurðar Líndals þar sem hann rökstyður að lögin um ríkismat sjávarafurða heimili ekki þær breytingar á fram- kvæmd útflutningsmatsins sem Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur verið og er að framkvæma í krafti sinnar eigin reglugerðar sem í veigamiklum atriðum verður ekki samþýdd ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 137/1985. Eftir stendur hins veg- ar óhögguð álitsgerð hins merka lagafræðimanns, Sigurðar Lín- dals um að sjávarútvegsráðherra hafi farið út fyrir valdsvið sitt með setningu nefndrar reglu- gerðar og framkvæmd hennar. Meðal kjósenda þessa lands, hvar í stjórnmálaflokki sem þeir standa, er talin mikil nauðsyn á því að virðingu Alþingis sé haldið uppi. En því aðeins er þetta hægt að alþingismenn upp til hópa standi vörð um þau lagafyrirmæli sem frá Alþingi koma á meðan þau eru í gildi. Séu alþingismenn og ráðherrar ekki ánægðir með þau lög sem samþykkt eru, þá er leiðin sú að fá þeim breytt. Hitt er fyrir neðan allt velsæmi, að gefa út reglugerð sem stangast á við ríkjandi lög eins og Sigurður hef- ur sýnt fram á að sjávarútvegs- ráðherra hafi gert. Virðingu Al- þingis verður ekki haldið uppi nema þessu máli verði komið á hreint. 4/11. 1985 lögunum að áliti Sigurðar Lín- dals. Það hefur verið styrkur þing- ræðisins að semja lög sem ákveða hvað þegnunum sé heimilt og eru ráðherrar þar ekki undanþegnir. Hinsvegar er í flestum lýðræðis og þingræðisríkjum tekið harð- ara á lögbrotum ráðherra en ann- arra manna. Þetta er eðlilegt því þeir eiga að sjá um, hver á sínu sviði, að farið sé að lögum. Al- þingi var kunnugt um álitsgerð Sigurðar Líndals á sl. vori, um að núverandi sjávarútvegsráðherra hefði farið útfyrir það lagasvið sem lögin um ríkismat sjávaraf- hefur hinsvegar ráðandi meiri- hluti Alþingis ekkert aðhafst. Ráðherra þessa meirihluta hefur farið útfyrir valdsvið sitt við framkvæmd laga, að áliti laga- prófessors við Háskóla fslands sem nýtur virðingar og trausts um land allt sem sterkur fræðimaður á þessu sviði. Á næstsíðasta degi Alþingis á sl. vori vakti stjórnar- andstaðan athygli á þessu óvenjulega máli sem þá var kom- ið fram í dagsljósið. Varnir frá hendi ráðherra voru þá engar nema órökstuddar fullyrðingar um að hann hefði farið að lögum við útgáfu reglugerðar sinnar nr. Valdníðslan heldur áfram Sigurður Líndal hefur fært fyrir því sterk lagaleg rök að með af- hendingu úttektar og yfirmats á saltfiski í hendur framleiðenda eða sölustofnunar þeirra S.Í.F. hafi ráðherra farið útfyrir vald- svið sitt. Og að þær greinar reglu- gerðar hans sem ekki hafi stoð í lögum séu markleysa. En það er meira blóð í kúnni eins og karlinn sagði. Lögbrotin eiga sjáanlega að halda áfram hvað svo sem lög frá Alþingi segja. Á nýafstöðnum yfirmatsmannafundi sem haldinn var í Framsóknarhúsinu að Hamragörðum 5 í Kópavogi, þar tilkynntu sendimenn ráðherranas yfirfisksmatsmönnum framhald- ið. Á næstunni stendur til að haf- ið verk ráðherrans verði fullkomnað. Það á að afhenda sölusamtökum framleiðenda út- flutningsmat á freðfiski og skreið. Eftir stendur þá eitt ríkis- mat á saltaðri síld fyrir erlenda markaði. En það virðist ráðherra ekki treysta sér til að afnema eins og stendur. hvað sem síðar verð- ur. Á áðurnefndum fundi var sá boðskapur líka tilkynntur að til stæði flokkun yfirmatsmanna, sérstaklega hér á suðvesturhorni landsins. Það segir sig líka sjálft að ekki er hægt að halda uppi á ríkislaunum mönnum sem starfs- svið hefur verið tekið frá og feng- ið í hendur framleiðenda. Ég hef hér að framan einungis haldið mig við hina lagalegu hlið þessa máls enda ættu allir að vera því samþykkir að hún er það mikils- verð að ekki verður frá henni vik- ið nema með valdníðslu. En það kalla ég valdníðslu þegar ráð- herra fer útfyrir valdsvið sitt með setningu reglugerðar sem stang- ast á við gildandi lög. En fyrir því hefur Sigurður Líndal fært rök í sinni álitsgerð. Að síðustu vil ég með fáum orðum koma inn á hina faglegu hlið málsins, en hún er sú að á sama tíma og íslenskur sjávarút- vegsráðherra er að afhenda fram- leiðendum alla þýðingarmestu þætti á útflutningsmati sjávaraf- urða og breyta því sem eftir stendur í eins konar skötulíki, svo notað sé sjómannamál, þá hafa samkeppnisþjóðir okkar á fisk- mörkuðum heimsins afnumið hjá sér síðustu leifar af framleðenda- mati og allar tekið upp mjög strangt ríkismat til að standa vörð um þjóðarhagsmuni á erlendum mörkuðum. Hér er farið öfugt að og það í trássi við gildandi lög, eins og sýnt hefur verið fram á. Ætlar Alþingi að halda þannig vörð um virðingu sína, að vald- níðsla ráðherrans haldi áfram? JÓHANN J. E. KÚLD urða heimila honum með útgáfu reglugerðarnr. 137/1985 ogfram- kvæmd hennar. í nágrannalöndum okkar hafa ráðherrar, undirslíkum kringum- stæðum, orðið að hreinsa sig af áburði sem þessum eða segja af sér að öðrum kosti. í þessu tilfelli á íslandi ekki yfir ráöherra?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.