Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 08.11.1985, Side 9
„Hlakka til að vinna verk fyrir sjúkrahúsið í Stykkishólmi", segir Sjöfn, sem hér er að setja veggmyndir sínar upp í Gallerí Borg. Mynd Sig. „Mikill burður og barsmfðar á bak við þessi verk“ - segir Sjöfn Haraldsdóttir sem sýnir veggmyndir, flísar og ker úr leir í Gallerí Borg og er að undirbúa stórar veggskreytingar fyrir nýja sjúkrahúsið í „Það er hálfgerð refsing að vera fæddur á íslandi, að minnsta kosti fyrir mig, því ég þrífst best í hita. En ég sakna íslands, fjall- anna, heitu pottannaog saltfisksins og ég kem hingað eins oft og ég get og skrepp vest- ur í Stykkishólm, þar sem ég er fædd oguppalin. Ég býstviðað búaáfram íKaupmannahöfn. Þar hef ég góða aðstöðu til að vinna, til að fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu og til að skreppa til (slands af og til“, sagði Sjöfn Haraldsdóttir, sem í gær opnaði sýningu á 40 keramíkverkum, málverkum, flísum og skálum í Gallerí Borg. Sjöfn á að baki langt og mikið nám í listgrein sinni og er þetta hennar fyrsta einkasýning eftir að hún lauk námi 1984. Hún stund- aði nám við Myndlista- og hand- íðaskólann í Reykjavík og fór síð- an til Kaupmannahafnar þar sem hún nam fyrst „mur og rum- kunst" á „Det kongelige Danske Kunstakademi" og lauk síðan lokaprófi sem cand. phil. í mynd- list frá Akademíunni árið 1984. Þá hafði hún unnið samkeppni um veggskreytingar fyrir höfuð- stöðvar dönsku sparisjóðanna og einnig hafði hún gert veggskreyt- ingar sem komið var upp hér heima í Víðistaðaskóla og St. Fransiskusspítalanum í Stykkis- hólmi. Hún býr í Kaupmanna- höfn. „Ég vann stórt verk úti sem ég gaf spítalanum í Stykkishólmi til Stykkishólmi minningar um ömmu mína. Mér þótti því mjög vænt um þegar mér var nýlega falið að gera vegg- skreytingar í nýja sjúkrahúsið og ég er þegar byrjuð að undirbúa það verk, sem tekur a.m.k. ár að fullgera. „Nú vinnur þú einkum vegg- myndir. Er þetta ekki erfið og óþrifaleg vinna?“ „Jú, það þarf mikla líkamlega orku ekki síður en andlega til að vinna með svona erfitt efni. Og það þart minnst fjóra fílelfda karlmenn til að flytja stóru verkin jnín. Þetta er mikill burður og barsmíðar, - en hver segir að lífið eigi að vera auövelt?" „Hvers konar leir vinnur þú einkum með?“ „Leirinn er mjög spennandi og óútreiknanlegt efni og ég hef gert ótal tilraunir í leit að ákveðnum leirtegundum, sem henta mínum vinnuaðferðum. Ég hef t.d. gert tilraunir með íslensk gosefni, þang, sand og líparít, sem er mul- ið í glerjunginn, og svo nota ég mikið hollenskan steinleir. Bláir tónar eru ríkjandi í mörgum verka minna og ég býst við að það séu áhrif frá íslandi.“ „Hvernig er aðstaða mynd- listarmanna í Kaupmannahöfn?“ „Hún er að ýmsu leyti mjög góð. Það er mjög algengt að lista- menn taki sameiginlega á leigu húsnæði og ég hef sjálf verið í slíkum hópi. . Bankarnir eru líka vinsamlegir listamönnum og ég hef sjálf notið mjög góðrar fyrirgreiðslu. Mér var boðið upp á að fá sérstakt ávísanahefti og get ég notað til efniskaupa um 30 þúsund dansk- ar krónur á ári (nál. 130 þús. ísl. kr.). Þetta fæ ég lánað og þarf ekki að gera upp nema einu sinni á ári. Vextir eru mjög lágir og til viðbótar við þetta lánar bankinn mér nú milli 2-300 þúsund ísl. krónur til þess að láta smíða sér- stakan ofn fyrir mig. Ég veit ekki hvort svona fyrirgreiðsla er boðin myndlistarmönnum hér á landi, en þetta er auðvitað mjög mikill stuðningur. Ég bauð bankaráð- gjafanum að koma á verkstæðið til mín og skoða verkin, þannig að bankinn sæi að ég er að vinna af kappi og þeir eru ekki að lána mér peninga út í bláinn. Þegar ég fæ ofninn opnast mér nýir mögu- leikar. Ég geri ekki ráð fyrir að ég geti fengið hliðstæða aðstöðu hér á landi og ég hef í Kaupmanna- höfn. En ég vil gjarnan koma hingað af og til og vinna verkefni fyrir íslendinga. Eg hlakka ákaf- lega mikið til að fást við verkefn- ið fyrir nýja sjúkrahúsið í Stykk- ishólmi. Sá staður er mér mjög kær og systurnar hafa reynst mér og minni fjölskyldu ákaflega vel. Umhverfið og eyjarnar hafa alltaf höfðað mikið til mín, ekki síst eftir að ég sigldi um Breiða- fjörð í fjögur sumur á Flóabátn- um, en þar vann ég með námi í Myndlistarskólanum", sagði Sjöfn að lokum. Sýning hennar í Gallerí Borg verður opin daglega fram til 19. nóvember og eru verkin til sölu. þs Föstudagur 8. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 —TIL DÆMIS-------------------------------------- Eins og fyrri daginn er allt morandi í uppákomum um helgina og fyrir margan manninn úr vöndu að velja. Ef menn vilja byrja helgina snemma má bregða sér í Ríó á föstudag og dansa úr sér líftóruna. Þá eru síðustu forvöð að sjá íslandsklukkuna, síðasta sýning er á sunnudagskvöld. Þeir sem eru svo heppnir að búa á Siglufirði geta farið á frumsýningu á Sólsetri sama dag, á sunnudag. í Norræna húsinu stendur yfir sýning Amnesty International en þeir sem veigra sér við að horfa á pyntingartól geta skoðað sýningu Hildar Hákonardóttur í Listmunahúsinu sem opnuð verður sama dag. Spilafíkið fólk getur skellt sér á félagsvist í Skeifunni 17 á föstudag. Ef þú ert í útileguhugleiðingum ætlar ferðafélagið Útivist að blóta haustið á Snæfellsnesi um helgina. Gist verður að Lýsuhóli og farnar gönguferðir um strönd og fjöll. Freistandi? Það þýðir ekki að ætla að draga það lengur að sjá Amadeus því Háskólabíó auglýsir nú grimmt síðustu sýningar. Þaðan er stutt yfir á Hótel Sögu þar sem Laddi „leikari af guðs náð“ fer á kostum á hverju laugardagskvöldi. Þrfr frakkar Góður matur í gömlu húsi Baldursgatan í Reykjavík hefur fram að þessu lítt verið þekktfyrir veitingahús af neinu tagi, en þar er að verða ánægjuleg breyting á. Íbyrjunoktóberopnuðuþrír Fransmenn veitingahúsið Þrjá frakka, að Baldursgötu 14, þar semáðurverslaði J.C. Kleinmeð kjötvörursínar í mörg ár. Veit- ingahúsið er á jarðhæð hússins og skiptist í þrjár einingar mjög skemmtilegar. Lítinn sal með bar og borðumaðsjálfsögðu, þarinn af er svo lítið herbergi sem eink- um er ætlað til fundahalda og hægt er að hafa það algerlega sér og einnig samtengt aðalsaln- um. Einnig er lítið garðhýsi í tengsl- um við aðalsalinn. Þjóðviljinn lagði leið sína í liðinni viku í þetta yngsta veitingahús borgarinnar. Þegar inn er komið vekur strax athygli komumanna hversu smekklega staðurinn er innréttaður, þægileg lýsing og lágvær tónlist. Matseðillinn sem Þrír frakkar bjóða upp á er breytilegur frá degi til dags eftir kenjum kokks- ins, eins og einn eigenda staðar- ins komst að orði. Þar gefur að líta bæði kjöt- og fiskrétti og að sjálfsögðu for- og eftirrétti. Kvöldið sem okkur Þjóðvilja- menn bar að garði var boðið upp á rjómalagaða sellerísúpu, græn- metissalat og sækuðunga í hvít- laukssmjöri sem forrétti en fisk- réttirnir voru þrír, ýsubollur meistarans, flamberaður karfi og fylltar skarkolarúllur. Kjötrétt- irnir voru að þessu sinni tveir, kanínukjöt „Sauté“ og lamba- lundir í estragon, og í eftirrétti var boðið upp á fersk jarðarber í rjóma og melónur í púrtvíni. Út- sendarar blaðsins, sem reyndust hinar mestu kjötætur, skiptu sér bróðurlega á kjötréttina kanín- ukjötið og lambalundirnar. Það verður að segjast að kanínukjöt er mörlandanum frekar framand- legur réttur að minnsta kosti hér heima á Fróni, énda stutt síðan kanínurækt hófst svo nokkru næmi hérlendis, og verður því að virða undirrituðum það til vor- kunnar að hafa gagnstætt venju valið sér þann ljúfa rétt. Kanínu- kjötið minnti um margt á kjúk- ling en þó mun Ijúffengara og meyrara og frábærlega tilreitt og ekki síst smekklega fram borið. Að sögn meðreiðarsveins, sem renndi sér í lambalundirnar, voru þær ekki síður ljúffengar og góð- ar. Var til þess tekið hversu hæfi- lega steiktar lundirnar voru, en það vill ansi oft brenna við á veitingastöðum bæjarins að lundir séu alltof mikið steiktar, en sem sé þá var hér um ánægju- lega tilbreytingu að ræða. Úm fiskiréttina getum við Þjóðvilja- menn ekki dæmt af eigin reynslu en af viðbrögðum annarra mat- argesta þetta kvöld eru þeir ekki síðri. Bæði forréttirnir og eftir- réttirnir voru stórgóðir. Smæð staðarins er að dómi undirritaðs hans helsti kostur, ásamt góðum mat og einstaklega persónulegri og góðri þjónustu. Að fenginni reynslu þá er ekki hægt annað en að mæla með Þremur frökkum sem skemmti- legum lokapunkti á t.d. eftirmiðdags- eða kvöldgöngu um Þingholtin, þar sem hvert hús á sér sína sögu og sum hver mjög merka.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.