Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Vefturofsi á íslandi. Höfuðborgin fór ekki varhluta af veðrinu sem gengur yfir landið. Á stóru myndinni sést hvernig veðrið lék einbýlishús í byggingu að Skógarási í Reykjavík. Á innfelldu myndinni sést fallið strætisvagnaskýli í Grafarvogi. i dag verður hlé á ósköpunum en búist er við annarri lægð í kvöld. Sjá bls. 3. Ljósm. EÓI. Reykjavík Verkamannasambandsþingið Árið 1981:195 gjaldþrotabeiðnir. Árið 1985: Yfir 700. Á þriðja hundrað gjaldþrotaúrskurðir íár. Einstaklingar í meirihluta. Sífellt fleiri verða allslausir í tíð þessarar ríkisstjórnar að hefur aukist gífurlega síð- ast liðið tvö ár að fólk hér í Reykjavík er iýst gjaldþrota og gert upp. Þess eru dæmi að fólk lendir í þessu vegna dýrs fjár- magns og það er einnig athyglis- vert að nú eru tegundir krafna mun fjölbreyttari. Efnahagsá- standsins gætir þarna mjög greinilega, sagði Ragnar Hall hjá borgarfógetaembættinu í samtali við Þjóðviljann í gær. „Gjaldþrotaúrskurðir í Reykjavík eru þegar orðnir 165 á þessu ári. Ég er þess fullviss og það er þegar orðið sýnilegt að þeir verða yfir 200 talsins áður en árið er liðið. Allt árið í fyrra voru gjaldþrotaúrskurðir 167. Það má einnig benda á það að hlutfall einstaklinga í þessum tölum er mun hærra í ár en í fyrra. í fyrra voru 120 einstaklingar gerðir upp og 47 félög (fyrirtæki). Nú er þeg- ar búið að úrskurða 143 einstak- linga gjaldþrota, meðan tala fé- laga er komin niður í 22,“ sagði Ragnar. Gjaldþrotabeiðnum hefur fjölgað ótrúlega á síðustu tveimur árum. Arið 1981 bárust 195 beiðnir, 1982 210, 1983 voru þær 246 og hafði þá fjölgað um 17% frá árinu áður. A milli áranna 1983 og 1984 verður aukningin hins vegar 114 og stefnir í um 35% aukningu milli áranna 1984 og 1985. Ef reiknað er með að fjöldi gjaldþrota- beiðna fari upp í yfir 700 á þessu ári verður aukningin í valdatíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar um 185%. „Það eru miklar annir hjá okk- ur núna og hefur verið undanfar- in tvö ár, sem eðlilegt er þegar litið er á þessar tölur,“ sagði Ragnar. Athygli vekur að í Lögbirtinga- blaðinu voru fyrir skömmu birtar um 40 innkallanir vegna gjald- þrotabúa og voru einstaklingar þar í miklum meirihluta. Sjá bls. 4-5 í sunnudagsblaði. -gg „Það er alger samstaða um það á milli VMSI, ASÍ, og BSRB að þetta eru helstu atriðin sem við munum leggja til grundvallar í komandi samningum og að því leyti er alger samstaða á milli þessara samtaka.“ Guðmundur sagði að menn stefndu á að ná aftur upp þeim kaupmætti sem hefði verið ríkj- andi árið 1980. „Margir eru þeirrar skoðunar, að rétt sé að stefna að því sem fyrsta áfanga að ná sama kaupmætti í næstu samn- ingum og var að meðaltali árið 1983. Það myndi þýða rösklega átta prósent kaupmáttar- aukningu. Auðvitað telja margir að þetta sé alltof lítið skref. En ég legg þunga áherslu á það,“ sagði Guðmundur og sló í borðið til áhersluauka, „að hér er einungis verið að tala um fyrsta áfanga.“ Guðmundur sagðist líka telja, að ríkisstjórnin yrði að verða að- ili að slíkum kjarasamningum. „Hún verður að skrifa upp á þann víxil. Hún verður meðal annars að ábyrgjast kaupmáttinn, með því að einhenda sér í það að halda niðri verðlagi, en ekki ganga á undan í verðhækkunum eins og nú. Við bjóðum ríkisstjórninni uppá, að við stöndum ekki gikk- Traust kaupmáttartrygging og hækkun kaupmáttar eru þau tvö aðalatriði sem við í Verka- mannasambandinu leggjum mesta og þyngsta áherslu á. Um þessi atriði er ekki nokkur á- greiningur, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins við Þjóðvilj- ann á þingi sambandsins sem hófst í gær. fastir á gömlu vísitölunni, en hún verður þá að ábyrgjast að kjara- bæturnar haldist, en skrípa- leikurinn frá 1984 og raunar 1985 líka, endurtaki sig ekki.“ „Það er stormasamt úti við núna,“ sagði Guðmundur að lok- um íbygginn, „en það kann líka að verða stormasamt í kringum Verkamannasambandið þegar kemur upp úr áramótum.“ -ÖS Reykjavík AIDS sjúklingurinn látinn Fyrir þremur dögum lést á Borgarspítalanum í Reykjavík fyrsti sjúklingurinn af völdum AIDS hér á landi. Hann hafði þjáðst af því sem læknavísindin kalla forstigseinkenni AIDS. Fullkomin staðfesting á því að hann hefði sjálfan AIDS sjúk- dóminn hafði ekki fengist er hann lést, en sýni voru þá í rannsókn erlendis. Nokkrir aðrirsjúklingar hafa í mótefnaprófum við AIDS sýnt jákvæða svörun, en enginn þeirra hefur forstigseinkennin. Upplýsingar Þjóðviljans um fyrsta fórnarlamb AIDS hér á landi voru í gærkvöldi staðfestar af læknayfirvöldum. -ÖS Traust kaupmáttartrygging Guðmundur J. Guðmundsson: Aukning kaupmáttar og ör ugg trygging hans er höfuðatriði í næstu samningum. Alger samstaða um þessi atriði. Erum ekki gikkfastir á gömlu vísitöluleiðinni 185%aukning gjaldþrotabeiðna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.