Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGHD AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði sunnudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Innanbæjarskipulagið, 2) Stefna ABA vegna gerðar fjárhagsáætlunar, 3) Dagskrá bæjarstjórnarfundar 19/11 1985, 4) Önnur mál. Stjórnin AB félög á Suðurlandi Starfsdagur Laugardaginn 16. nóvember verður vinnudagur í húsinu að Kirkjuvegi 7 Sel- fossi. Húsbyggingunni hefur miðað vel áfram í haust, svo er dugmiklum fé- lögum okkar fyrir að þakka. En betur má ef duga skal, ef takast á að gera húsið klárt fyrir mikið og öflugt vetrarstarf. Félagar, eflum starf sósíalískrar hreyfingar og styrkjum þannig baráttuna fyrir betra þjóðfélagi. Stjórnin AB Boiungarvík Almennur stjórnmálafundur verður haldinn laugardaginn 23. nóvember nk. kl. 15.00 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Ræðumenn verða Svavar Gestsson formaður AB og Mar- grét Frímannsdóttir gjaldkeri AB. Alþýðubandalagið Bolungarvík Svavar AB Bolungarvík og ísafirði Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna í Bolungarvík og Isafirði verður haldin laugardaginn 23. nóvember í Félagsheimilinu Bolungarvík. Gestir árshátíðarinnar verða Svavar Gestsson og Margrét Frímannsdóttir. Borðhald hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði og dansleikur á eftir. AB Bolungarvík og ísafirði Byggðamenn AB Ársfundur byggðamanna Alþýðubandalagsins verður haldinn nú á sunnu- daginn 17. nóvember að Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 10.00. Dagskrá: 1) Skýrsla. stjórnar og tillögur að stefnumörkun í sveitarstjórnarmálum. 2) Ávarp formanns Alþýðubandalagsins Svavars Gestssonar. 3) Geir Gunnarsson alþingismaður talar um áhrif hægri og vinstri stjórnar á hag sveitarfélaganna. 4) önnur mál. Stefnt er að fundarlokum eigi síðar en kl. 17.00. Léttar veitingar verða á staðnum í hádeginu. Svavar Geir AB Neskaupstað Félagsfundur verður haldinn að Egilsbraut 11 sunnudaginn 17. nóvember kl. 16.00. Landsfundarfulltrúar segja fréttir af landsfundi. - Stjórnin. AB Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 20. nóvember að Kirkjuvegi 7 á Selfossi kl. 20.30. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga, 2) Fréttir af landsfundi, 3) Undir- búningur sveitarstjórnarkosninga. Áríðandi að allir mæti. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Laugardagur kl. 17.00 Stjórnarfundur ÆF Fyrir fundinum liggur bunki af málum. Stjórnarmenn verða að mæta. Allir aðrir ÆFAB-arar velkomnir. Formaður Selfyssingar og nágrannar Nú er tækifærið Framkvæmdaráð Æskulýðsfylkingarinnar verður með opinn rabbfund að Kirkjuvegi 7 Selfossi sunnudaginn 17. nóvember kl. 14.00. Hvað er Æskulýðsfylkingin? Hvað er hún að gera? Er hún eitthvað fyrir mig? Þetta allt og meira til getur þú fengið að vita á sunnudaginn. Sjáumst! Framkvæmdaráð ÆF Ásmundarsafn Tónagyðjan StjórnÁsmundarsafnshefur (hæð43sm)eftirÁsmund Ásmundarsafni við Sigtún. Allar iátl'ðsteypaíbrons5tÖlusett Sveinsson frá árinu 1926. nánari upplýsingar eru gefnar í eintök af verkinu TÓnagyðjan Myndirnarerutilsýnisogsöluí slma 32155. Kvikmyndir Vika í Helsinki Fimm íslenskar myndir sýndar Síðustu viku nóvember- mánaðar eiga Helsinkibúar þess kost að ylja sér við ís- lenska kvikmyndavorið sál- uga. Þá verða sýndar mynd- irnar Land og synir, Andra dansen, Atómstöðin, Hrafninn flýgur og Húsið. í tengslum við sýninguna kem- ur út bæklingur með upplýsing- um um myndirnar fimm og yfirliti um kvikmyndagerð samtímans á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til íslenskrar kvikmyndahátíðar í Finnlandi, og verða Atómstöðin, Hrafninn og Húsið nú frumsýnd- ar í Finnlandi. Kjarvalsstaðaloft Allir vilja breyta Hugmyndir stjórnar Kjar- valsstaða um að breyta lofti í sýningarsölum njóta almenns stuðnings listamanna. Nýlega samþykkti stjórn Myndhöggvarafélagsins stuðn- ingsyfirlýsingu við Kjarvalsstaða- stjórn í málinu og segir stjórnin að lýsing í sölunum hljóti að batna til mikilla muna. Áður höfðu stjórn og fulltrúa- ráð Sambands íslenskra mynd- listarmanna lýst stuðningi við þessar breytingarhugmyndir. Virðist því arkitekt hússins einn um andstöðu við breytingar á loftinu. Afmæli ~GM~ Arason 90 ára Á morgun sunnudaginn 17. nóvember verður 90 ára Gísli Arason Sogavegi 132 í Reykja- vík. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Óháða safnaðar- ins Kirkjubæ, á afmælisdaginn frá kl. 15 til 18. AB Síðmiðaldir Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér 6. bindið af Sögu mannkyns. Það fjallar um síðmiðaldir í Evrópu, tímabilið 1300-1500 og ber heitið Evrópa við tímamót. Höfundurinn er Káre Lunden, prófessor við háskólann í Osló, og þýðandi Snæbjörn Jóhannsson, cand.mag. Samfara þessu þróuðust listir í Evrópu, ekki síst byggingar- og myndlist eins og glöggt kemur fram í myndefni bókarinnar. Þetta bindi Sögu mannkyns byggir á nýjustu rannsóknum bæði varðandi mannfjölda og efnahagslíf og tengir þær síðari tíma rannsóknum á öðrum svið- um. Forsíða málfræðirits frá 1491. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.