Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 5
Frísklegt Alþýðubandalag ,Staðreyndin erauðvitað sú, aðþað var Alþýðubandalagið sem kom sigrandi út úrfundinum, en ekki einstakir skoðanahópar eða einstaklingar. Flokkurinn vann” andstæðinga og velunnara. í flmmta lagi varð sú breyting á landsfundinum, að félagar okkar í forystu verkalýðshreyfingarinn- ar ákváðu að axla ábyrgð í forystu flokksins í mun ríkari mæli en áður. Þetta eykur að sjálfsögðu þunga flokksins verulega. Það sem flokkurinn segir hér eftir op- inberlega um kjara- og launamál hefur að sjálfsögðu aðra og þyngri vigt en áður. Þess má líka geta, að þátttaka ungs fólks var mikil á landsfund- inum, og kosningu Pálmars Hall- dórssonar í ritarastöðu flokksins ber að skoða í því ljósi. Æsku- lýðsfylking flokksins hefur verið með allra líflegasta móti að und- anförnu, og ferskleiki hennar og þróttur kom vel fram hjá fulltrú- um hennar á fundinum. Fyrir fundinn var einkar áber- andi, að andstæðingar Alþýðu- bandalagsins höfðu gert sér sterkar vonir um að sú þunga um- ræða sem hefur verið innan flokksins síðustu misseri myndi leiða til landsskjálfta og flokks- nauðar á landsfundi. Dæmigerð er til að mynda frétt DV frá föstu- degi sem byrjaði: „Ekki dró til tíðinda á landsfundi Alþýðu- bandalagsins...!“ Þrátt fyrir kröftugar umræður urðu hins vegar ekki þau slagsmál sem glímuþyrstir andstæðingar okkar vonuðust eftir, og í lok fundarins sátu þeir eftir með sár enni. Staðreyndin var auðvitað sú, að það var Alþýðubandalagið sem kom sigrandi út úr fundin- um, en ekki skoðanahópar eða einstaklingar. Flokkurinn vann. Það var vissulega rætt af heitum móði um margt sem mönnum þótti miður fara, en þegar upp var staðið yfirgnæfði samstöðu- viljinn annað. Auðvitað vildu menn breyta flokknum í betra og sigurstrang- legra horf, gera hann beittari og betri sem baráttutæki, en enginn vildi sjá hann flakandi sundur. Menn vildu vinna saman. Stór- kostlegasta yfirlýsingin um það var samhljóða samþykkt fundar- manna á skýrslu starfshátta- nefndar, þar sem talað var um að gjörbreyta þyrfti starfsháttum flokksins. Á fundinum kom glögglega fram sú lýðræðislega hæfni Al- þýðubandalagsins sem felst í því að flokkurinn hefur innri styrk til að jafna ágreining og snúa hon- um upp í ávinning. Ótti við Alþýðubandalag Skrif hinna blaðanna í kjölfar landsfundarins birta ljóslega þá skoðun, sem er raunar næstum því yfirgnæfandi, að Alþýðu- bandalagið hafi komið miklu sterkara út úr landsfundi, en það var fyrir hann. Leiðari DV á miðvikudag, eftir Hauk Helgason, ber þannig yfir- skriftina: „Alþýðubandalagið styrkist“. Leiðarinn hefst á þess- ari setningu: „Alþýðubandalagið hefur styrkst við nýafstaðinn landsfund - að minnsta kosti í bili.“ Um kjör í embætti varafor- manns segir í leiðaranum: „Kristín kemur vel fyrir til dæmis í sjónvarpi. Hún er líkleg til að hötða til kvenna og ungs fólks. Kjör hennar sýnir hinar tíma- bundnu sættir í flokknum og er líklegt til að styrkja flokkinn tölu- vert.“ í fimmtudagsgrein sinni í DV Það er frísklegur blær yfir Al- þýðubandalaginu í kjölfar hins vel heppnaða landsfundar. Mönnum ber saman um að svo mikils áhuga á flokknum hafi ekki gætt manna á meðal um langa hríð eins og núna og flestum andstæðingum sem flokksfé- lögum, ber saman um að Alþýðu- bandalagið hafi styrkt sig veru-1 lega á fundinum. Sem dæmi um þetta má nefna leiðara bæði í DV og Morgunblaði auk fjölmargra annarra skrifa í dagblöðum síð- ustu viku. Það má líka geta þess að á fundi frjálshyggjumanna fyrr í vikunni voru menn þungir á brún og töldu að Alþýðubandalagið hefði vaxið verulega með fundin- um. Úr Alþingi berast einnig þær sögur að Jón Baldvin Hannibals- son hafi ekki verið með hýrri há frá því fundi lauk, og gengið hníp- inn um ganga. Enda sér hann nú fram á varnarbaráttu næsta misserið í stað þeirrar sóknar sem fyrirhuguð var á hendur Alþýðubandalaginu og Jón hefur boðað í greinum sínum í DV. Almenn ánægja Meðal félaga í Alþýðubanda- laginu virðist sömuleiðis ríkja mikil og almenn ánægja með nið- urstöður fundarins. Gildir þá einu, hvaðan úr þjóðlífinu menn koma. Flokksfélagar nefna eink- um til fimm atriði, sem ánægju- efni. í fyrsta lagi þær hreinskilnu umræður sem urðu á fundinum og hreinsuðu mjög andrúmsloft- ið. Þessar umræður sýndu að flokkurinn býr að miklum innri styrk. í öðru lagi var forystu flokksins breytt að því leyti að tveir nýir einstaklingar komu inn, þau Kristín Ólafsdóttir og Pálm- ar Halldórsson. Þessi nýju andlit gefa flokknum hressilegri og fer- skari svip en áður og eru líkleg til að auka skírskotun hans á meðal ungs fólks. í þriðja lagi varð pól- itísk stefnumótun fundarins mjög skörp og hvassari að ýmsu leyti en oft áður á landsfundum. Bæði mæltust mjög vel fyrir þau drög sem lögð voru fyrir fundinn að nýrri atvinnustefnu, þar sem höfuðáhersla er lögð á nýja sókn í atvinnulífinu, en jafnframt voru svo samþykktar á fundinum, áherslubreytingar sem varða mikilvæg stefnuatriði. Hér er átt við, að flokkurinn tók af skarið og lýsti því yfir tæpitungulaust, að það beri að nýta kosti hins blandaða hagkerfis að því er varðar bæði eignarhald og rekstr- arform fyrirtæja. Um þetta er auðvitað ekki full samstaða, margir eiga erfitt með að taka slíkri yfirlýsingu opnum örmum, sökum þeirrar sögulegu fortíðar sem Alþýðubandalagið ásér. Það þarf auðvitað visst hugrekki til að taka slíka ákvörðun en flokkur- inn er hugrakkur þessa dagana. En það er vert að ítreka, að þessi nýja áhersla er mjög þýðingar- mikil, og felur í sér miklu meiri og róttækari stefnubreytingu en menn virðast gera sér grein fyrir. I fjórða lagi eru menn svo býsna kátir yfir þeirri feikilegu fjölmiðlaathygli sem fundurinn og niðurstöður hans vöktu. Það er vafalaust nálægt sanni, að þess séu afar fá dæmi, að nokkur landsfundur íslensks flokks í ger- vallri stjórnmálasögunni hafi orðið þess valdandi að jafn miklu púðri hafi veri eytt úr skotfæra- geymslum fjölmiðlanna eins og meðan fundurinn stóð yfir. Það er líka staðreynd að fyrir bragðið er Alþýðubandalagið á allra vörum um þessar mundir, bæði \,a UotmnTokC" ; ^V''IÞvðuba"SS h"dS' ct úrlWn7 rik,i rkiörinn for. l. Olafsdóttir PeA’ar kojjjnn Hun tapaði , nokkm.m , ^taðnaðnr, , . V\V * X c,,a *íon«i hnd lir h /lídl endur- tPwé&i . \ .... ** ' x A izs) ■'Snaðuro* lci«n,e/!ur í Þreytlurá.stefna f ,niiaf kenninf>ui ■---- HHi I .. \ 'oryslumanna staða ungs fóiks 1' ' Hokkn.w, l"'11 Skodanir nm lundsfnnd Vemlega gott , Grétar Sigurdsson: Hokkurinn kemur öflugri útúrfundinum skrifar Magnús Bjarnfreðsson og segir: „Þá er lokið landsfundi Al- þýðubandalagsins sem beðið var með mikilli forvitni. Alþjóð varð vitni að óvenju stormasömum fundi á mælikvarða þess flokks, enda þótti víst sumum nóg um! I fundarlok bar flokksforystan sig vel og taldi bjarta tíma fram- undan fyrir flokkinn. Vel kann að vera að svo sé, og ég er þeirrar skoðunar, að flokkurinn styrki heldur stöðu sína, að minnsta kosti í bili.“ Magnús gerir líka að umtals- efni aukna þátttöku félaga úr verkalýðsforystunni og telur mál- amiðlun ýmissa krafta um sam- setningu framkvæmdastjórnar vera pólitískt afrek: „Fram- kvæmdastjórnin ber stcrkan keim af málamiðlun. Það vekur athygli að Ásmundur Stefánsson tekur sæti í henni, enda talar for- maðurinn mikið um hina gífur- legu samstöðu og mikinn þátt verkalýðsforystunnar í æðstu stjórn flokksins. Þótt ýmsum þyki hún hefði mátt verða meiri er málamiðlunin visst pólitískt afrek sem andstæðingar skyldu ekki vanmeta.“ Politísk umræða Ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa líka tekið eftir þeirri áhersl- ubreytingu flokksins að vilja nú nýta kosti hins blandaða hagkerf- is. Þórarinn Þórarinsson tekur þetta til umræðu í NT og segir að hér kveði vissulega við nýjan tón. Magnús Bjarnfreðsson slær hins vegar á léttari strengi og segir að það sé skemmtileg tilviljun að Al- þýðubandalagið skuli gera þessa breytingu um líkt leyti og bæði Rússar og Kínverjar eru að koma upp blönduðu hagkerfi hjá sér! Hitt er svo rétt, að alvarlega pólitísk umræða fór fram á lands- fundinum, ekki síst í hinum fjöl- mennu starfsnefndum. Merkileg kjaramálaályktun var samþykkt, sem mun hafa mikinn þunga þeg- ar kemur til samninga í vetur. Þar var staðhæft umbúðalaust, að „á næstu mánuðum þurfi að beita öllu afli samtaka launafólks í landinu til að hnekkja launa- stefnu ríkisstjórnarinnar...“, ná fram kaupmáttartryggingu, auk þess sem kaupmætti verði aftur að ná í það horf sem ríkti áður en ríkisstjórnin skerti launin ein- hliða með lögum. í ályktuninni segir líka: „Fullverðtrygging launa er eina vörn launafólks, ekki aðeins gegn því að umsamdar launahækkanir fari út í verðlagið heldur og ekki síður til að stöðva þá fjárplógs- starfsemi sem núverandi ríkis- stjórn kyndir undir í skjóli „ránskjaravísitölu og okur- vaxta.“ Viðhorf fólks á landsfundinum til þeirrar umræðu sem þar fór fram um stefnu fólksins má lík- lega best lýsa með orðum Grétars Sigurðssonar úr Borgarnesi í spjalli við Þjóðviljann: „Ályktanir og önnur þingskjöl á þessum fundi eru óvenjulega stefnumarkandi miðað við und- anfarin ár sem hafa yerið heldur dauf, svipbrigðalítil og leiðinleg í okkar hópi. Það merkilegasta sem hefur legið fyrir þessum fundi er kannske þetta mikla plagg um atvinnumál. Sú um- ræða á eftir að halda áfram, en þetta plagg verður flokknum ör- ugglega drjúgt vegarnesti í fram- tíðinni.“ Össur Skarphéðinsson. Laugardagur 16. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.