Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 13
HEfMURINN Frakkland Ætla að svaia Stjömustríði París — Frönsk stjórnvöld hafa hrundið af stað rannsóknum sem beinast að því að fram- leiða kjarnorkuvopn sem standast hugsanlegar geimvarnir á borð við þær sem Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna hefur í hyggju að setja upp. Er litið á þessar rann- sóknir sem svar frakka við Stjörnustríði Reagans en þeir hafa hafnað öllum tilboðum um að taka þátt í rannsóknum sem tengjast því. Geimvarnir þær sem Reagan lætur nú vinna að byggjast á því að komið sé upp einskonar „skildi“ í háloftunum sem stöðv- ar og eyðir öllum eldflaugum sem skotið er að Bandaríkjunum. Skjöldurinn er gerður úr gervi- tunglum sem endurvarpa leysi- geislum að eldflaugunum. Það sem frakkar hafa í hyggju er að smíða kjarnaodda sem eru svo smáir að þeir sjást ekki í ratsjám. Einnig vinna þeir að því að gera eldflaugar sínar ónæmar fyrir leysigeislum. Ætlunin er að koma þessum vopnum fyrir í kafbátum vegna þess hve erfitt er að fylgjast með því hvaðan þeir skjóta vopn- um sínum. Frakkar hafa á uandanförnum árum lagt æ meiri áherslu á kaf- bátaflota sinn. í vor tóku þeir í notkun nýjan kafbát sem borið getur sextán flugskeyti af tegund- inni M-4 en hvert þeirra er búið sex kjarnaoddum. Nú vinna þeir að hönnun á nýjum kafbáti sem á að vera korninn í gagnið árið 1994 og þá er ætlunin að búa hann nýj- um eldflaugum með smávöxnum kjarnaoddum. Poul Quiles varn- armálaráðherra Frakklands sagði nýlega á fundi að frakkar hefðu hug á að koma 'sé upp kjarna- vopnum sem gætu sloppið óséð framhjá hugsanlegu geimvarn- arkerfi sovétmanna. Talið er að hann hafi átt við hljóðfráar og lágfleygar eldflaugar sem gætu laumast undir geimvarnarskjöld- inn. Ljóst er að frökkum er ramm- asta alvara með þessum áætlun- um. íbyrjunþessamánaðarveitti Quiles 140 miljörðum króna til eflingar kjarnorkuvarna landsins á næsta ári en það er 7,7% hækk- un frá þessu ári. Samsvarar þessi upphæð þriðjungi allra fjár- veitinga franska ríkisins til her- mála. Þversagnir Fréttaskýrendur hafa bent á að svo virðist sem einkennileg þver- sögn ríki í afstöðu franskra sósía- ERLENDAR FRÉTTIR haraldsWREUIER lista til kjarnorkuvígbúnaðar og afvopnunar. Helsta röksemd þeirra gegn aðild að geimvarnar- áætlun Reagans var sú að hún myndi leiða til stigmögnunar í kjarnorkukapphlaupinu. Síðan rjúka þeir til og hrinda af stað áætlun um smíði vopna sem eiga að gera geimvarnirnar óvirkar. Svo er annað. Frakkar ganga til kosninga í mars á næsta ári og fæstir telja sósíalista hafa mögu- leika á að vinna þær kosningar. Líklegt má telja að þá komist mið- og hægriflokkar til valda en þeir hafa aðra stefnu í varnarmál- um en sósíalistar. Stærstu stjórn- arandstöðuflokkarnir, Gaullistar og UDF, eru hlynntir því að frakkar taki þátt í áætlunum Re- agans. Sá síðarnefndi hefur mas. hvatt ríki Evrópu til að koma sér saman um slíka þátttöku. Komist hægriflokkarnir til valda eftir kosningarnar má búast við því að þeir reyni að endur- skoða stefnu landsins í varnar- málum. Þar gætu þeir steytt á þeim steini sem Mitterrand fors- eti er. Hann mun sitja á forsetast- óli fram til ársins 1988 og sem forseti hefur hann á hendi yfir- stjórn franska hersins. Þar með gæti komið upp sú staða að franska stjórnin tæki þátt í að koma upp geimvörnum samtímis því sem hún ynni að því að smíða vopn sem brjóta þær niður. Israel Sharon dró til baka Tel Aviv — Stjórnarkreppan í ísrael leystist í fyrrakvöld eftir aö Ariel Sharon viðskiptaráð- herra féllst á að draga til baka þær ásakanir sem hann hafði haft í frammi í garð Shimon Peres forsætisráðherra. Sharon hafði sex sinnum á und- anförnum vikum viðhaft ummæli um Peres að hann væri að „teyma stjórn ísraels út á villigötur í samningaviðræðum sem Peres hefur staðið í við jórdani. Peres hafði hótað að reka Sharon úr ráðherraembætti nema hann tæki orð sín til baka. Átti brottrek- sturinn að ganga í gildi í gær en Sharon beygði sig áður en til hans kom. Skák Ég hefði hafnað jafntefli Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari: Kasparov gekkskrefi lengra og ég dróst aftur úr. Teflir áheimsmeistaramótisem hefst í Sviss í dag Anatólí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, í upphafi einvígis síns við Garrí Kasparov, núverandi heimsmeistara í skák. Heimsmeistaraeinvígið í skák er enn til umræðu enda eitt það eftirminnilegasta sem háð hefur verið að sögn skák- skýrenda. Við höfum hér á síð- unni viðtal við nýkrýndan heimsmeistara, Garrí Kaspar- ov, og því þótti okkur við hæfi að kanna hug þess sem hann lagði að velli, Anatólí Karpov fyrrverandi heimsmeistara. Að beiðni Þjóðviljans sá sovéska fréttastofan APN svo um að við fengjum það viðtal sem birtist hér á eftir. Þar fjallar Karpov um einvígið og í lokin segir hann frá miklu skákmóti sem hefst nú í dag, laugardag, í Sviss en þar leiðir hann sveit Sovétríkjanna. „Hvað varðar nýafstaðið ein- vígi um heimsmeistaratitilinn í skák við Garrí Kasparov, er ég óánægður með sjálfan mig bæði í skáklegum skilningi og íþrótta- skilningi," sagði Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák í viðtali við V. Babkin, fréttaritara TASS. „Kasparov var feikilega vel undirbúinn. Ef þetta einvígi er borið saman við hið fyrra, má segja að andstæðingur minn hafi farið skrefi lengra en ég (eða hálfu skrefi) og ég hafi þá dregist aftur úr. Þess vegna virtist mis- munurinn svo mikill Ég var í bestu formi í annarri skákinni og til þeirrar elleftu. Það gekk ótrúlega illa þar. En ég er þó ánægður með eitt og það er að meira að segja eftir það háði ég harða baráttu, tókst að halda í við hann til síðustu skákarinnar og var nálægt því að halda titlinum. Eins og þér munið, átti ég mögu- leika í 24. skákinni, en... Það er líka öllum kunnugt að jafntefli var mér ekki að skapi í þeirri skák. Það var hið sama og að tapa. Þess vegna viðurkenni ég að ég hefði hafnað að skrifa undir jafntefli, þó að Kasparov hefði boðið mér það. Ég tel bestu skákina í einvíginu þá fimmtu, þar sem ég sigraði í spænskri vörn, er ég hafði svart, og þá sextándu, þegar Kasparov sigraði í Sikileyjarvörn og hafði þá líka svart. Þann 16. nóvember fer sovéska landsliðið í skák að tefla í Luzern í Sviss á Sveitamóti karla um heimsmeistaratitilinn í skák, sem er hið fyrsta í sögunni. Þetta er mjög áhugavert mót, þar sem verðug lið leiða saman hesta sína. Mér hefur enn einu sinni verið falið að vera fyrirliði landsliðs So- vétríkjanna - verja heiður föður- landsins og tefla á fyrsta borði. Það eru sennilega einhverjir undrandi á þvi að ég skuli vera með í þessu móti þegar eftir erfitt einvígi, eins og heimsmeistara- einvígið var. En ég held að það sé betra að komast yfir tapið í nýrri skákbaráttu, heldur en að fela sig einhversstaðar og pína sjálfan sig með því að hugsa um ónýtt tæki- færi í einvíginu. Og það eru aðeins níu umferðir í Luzern. Við höfum líka góða varamenn, svo að hægt verður að tefla færri skákir. Þetta verður allt miklu auðveldara. í augnablikinu er ég líka að hugleiða hvort ég eigi að notfæra mér réttinn til að skora á heims- meistarann til að hefna harma minna eins og ég hef rétt til. En ég þarf að átta mig sem fyrst eins og sagt er og leysa það mál.“ 1 landsliði Sovétríkjanna á fyrsta Sveitamóti karla um heimsmeistaratitilinn í skák eru: A. Karpov, A. Jusupov, A. Sok- olov, R. Vaganjan, Á. Beljavskí, V. Smyslov, A. Chernin og L. Polugajevskí. Kína Stétta- baráttan endurreist Peking — Dagblaðið Guangm- ing í Kina birti í gær grein þar sem hugmyndir Maós for- manns um stéttabaráttuna eru vaktar til lífsins á nýjan leik en þær hafa ekki þótt góður kveð- skapur í ríki Deng Hsiao-ping síðan formaðurinn féll frá. Blaðið Guangming er einkum ætlað menntamönnum og birti það á forsíðu í gær langa grein um marx-lenínismann og hugsanir Maós sem hlytu að verðá grund- völlur allrar stjórnarstefnu í Kína um langa framtíð. Stéttabaráttan er enn í fullu gildi, hún mun halda áfram innan vissra marka enn um langa hríð og á köflum magnast frá því sem nú er, sagði í greininni. í greininni er vitnað í orð Maós en það hefur ekki verið gert í kín- verskum blöðum í þrjú ár. Þar er lögð áhersla á að kínverskt þjóðfélag sé grundvallað á „hin- um fjóru meginreglum“ Maós, þe. forystu kommúnistaflokks- ins, alræði öreiganna, leiðinni til sósíalismans og marx-lenínisma, hugsun Maós. „Þessum fjórum meginreglum verður að halda á lofti allt fram á þann dag þegar kommúnisminn er orðinn að veruleika," sagði í greininni. Erlendir sendimenn í Peking voru ekki vissir um hvort túlka bæri þessi skrif sem boðbera stefnubreytingar i landinu. „Deng og umbótamenn hans ráða því sem þeir vilja ráða, en vandamálin sem umbæturnar hafa skapað eru kjörnir ásteyt- ingssteinar fyrir andstæðinga þeirra,“ sagði einn. Vandamálin sem hann á við eru ma. útbreidd spilling meðal embættismanna, stjórnunarmistök í efnahagslífinu og verðbólga. Eldgos Óvíst um manntjón Armero — Eldgosið í fjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu er næstmannskæðasta elgos á þessari öld og hugsanlega slær það eldgosið í Martinique árið 1902 út en þá létust tæp- lega 30 þúsund manns. Óvíst er hve margir fórust vegna sprengigossins sem varð i fyrradag en þeir eru ekki undir 20 þúsundum. í bænum Armero standa að- eins um 100 hús eftir aurskriðuna sem kaffærði bæinn eftir gosið. Sprengingin bræddi snjóhettuna ofan af fjallinu sem er yfir 5.000 m á hæð og vatnið flæddi niður fjallshlíðarnar og sópaði með sér jarðvegi, trjám og öllu lauslegu. íbúar Armero voru 21 þúsund talsins en sennilega hafa verið allt að 30 þúsund manns í bænum þegar gosið varð. Armero er mið- stöð kaffiræktar og í upphafi upp- skerutímans streyma þangað þús- undir farandverkamanna. Auk Armero grófst þorpið Chinchina undir aurskriðunni en þar bjuggu um 1.000 manns. Fjöldi annarra þorpa og bæja fengu að kenna á gosinu og talið er að yfir 25 þúsund manns hafi hlotið meiðsl í hamförunum. Vísindamenn telja miklar líkur á því að fjallið eigi eftir að láta frá sér heyra aftur á næstu dögum. Byggja þeir þá skoðun sína á hegðun eldfjallsins St. Helens í Washington-fylki í Bandaríkjun- um fyrir fimm árum. Laugardagur 16. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.