Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 9
Þing Verkamannasambands íslands hófst í gær. Óveðrið sem gékk yfir landið í gær setti nokkurt strik í reikninginn hvað mætingu fulltrúa snertir, nokkuð margir utanbæjarmenn komust ekki til þings í gær. Samt var þingið all vel mannað og enn sem komið er, ekki mikil spenna í loftinu, hvað sem verður Ljóst er að þetta þing mun leggja línur fyrir verkalýðsfélögin í landinu varðandi komandi kjarasamninga. Þjóðviljinn innti nokkra þingfulltrúa eftir því hvers þeir -væntu af þinginu og hvernig þeim litist á komandi kjarasamninga. Aðalsteinn Baldursson frá Húsavík sagði það sitt álit að mál- efni fiskvinnslufólks yrði mál málanna á þinginu. „Við megum ekki gleyma því að við sem vinn- um í fiskvinnslunni sköpum þau verðmæti sem aðrir eyða og mið- að við það mikilvægi sem fisk- vinnslufólk hefur í þjóðarfram- leiðslunni á að launa það. Svo hefur ekki verið og afleiðingin er fólksflótti úr greininni. Sá flótti verður ekki stöðvaður eða straumnum snúið við nema með betri launum. Betri laun fisk- vinnslufólks skila því að hægt er að vinna hráefnið í dýrustu pakkningar, sem aftur færa þjóð- arbúinu mestar tekjurnar. Þetta er hringur sem þarf að loka,“ sagði Aðalsteinn. Hann bætti því við að einhverskonar verðtrygg- ing launa yrði að koma til í næstu samningum, annað kæmi ekki til greina. Jóhanna Friðriksdóttir for- maður og Vilborg Þorsteinsdóttir varaformaður Sóknar í Verkamannasambands þing Vestmannaeyjum voru sammála um að málefni fiskvinnslufólksins og annarra láglaunahópa væri það sem mestu skipti á þessu þingi. Vilborg sagði að hún teldi atvinnuöryggi fiskvinnslufólks eitt af mikilvægari málefnum þess og að hún vildi leggja þunga áherslu á það mál. Jóhanna sagð- ist taka undir þetta og benti jafn- framt á verðtryggingu launa. „Þaö er nú raunar svo sjálfsagt mál að maður ætti varla að þurfa að taka það fram,“ sagði Jó- hanna. Hrafnkell A. Jónsson frá Eski- firði var léttur að vanda, sagði enn ríkja lognmollu á þinginu. „Ég á frekar von á því að það hvessi nokkuð þegar líður á,“ sagði Hrafnkell. Hann var spurð- ur hvernig honum litist á drögin að kjaramálaályktun þingsins. „Mér þykir hún nú nokkuð mikið Þorbjörg Samúlsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir frá Framtíðinni í Hafnarfirði voru með kátasta móti þegar Þjóðviljann bar að borði þeirra. Ljósm. Sig. þrastarkvak. Hg er ekki tilbúinn til að skrifa uppá einhverja þjóð- arsátt nema fá það betur skil- greint hvað hún þýðir,“ sagði Hrafnkell. Annars var alveg sama við hvern var rætt á þingstað, allir voru sammála um að málefni fiskvinnslufólks væri mál mál- anna, ásamt því að tryggja verðt- ryggingu launa með einhverjum hætti. -S.dór Aðalsteinn Baldursson frá Húsavík er líka félagi í Æskulýðsfylkingu Alþýðu- bandalagsins. Ljósm. Sig. Nokkuð mikið þrastarkvak Rabbað við fólk ó þingi VMSÍ sem hófst í gœr Erna Guðmundsdóttir og Elínborg Magnúsdóttir spjalla saman. Erna er frá Verkakvennafólagi Njarðvíkur, en Elínborg frá Verkalýðsfélagi Akraness. Ljósm. Sig. Vilborg Þorsteinsdóttir, varaformaður Sóknar í Eyjum og hin baráttuglaða Jóhann Friðriksdóttir, formaður sama félags. Ljósm. Sig. Laugardagur 16. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.