Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 12
DÆGURMAL
Hljómplötuútgáfa
Ur Sokkabandi
á sólóplötu
Sokkabandið hét kvenna-
hljómsveit ísfirðinga og var og
hét árin 1981 til ’83. Náði sem
sagt ekki háum aldri og komst
ekki íhljóðritun. Öðru máli
gegn um bassaleikara Sokka-
bandsins, Ásthildi Cecil Þórð-
ardóttur. 7. nóvembersl. kom
út plata með lögum hennar og
textum sem hún syngur við
undirleikvalinkunnramanna
úríslenskum rokkkreðsum,
þeirra Ásgeirs Óskarssonar
trommara, Þorsteins
Magnússonar gítarleikara,
Rúnars Georgssonar saxó-
fónleikara, Jons Kjell hljóm-
borðsleikara, Tryggva Hubn-
ergítarleikara og HelgaE.
Kristjánssonar sem auk þess
að leika á ýmis hljóðfæri hafði
yfirumsjón með upptöku og
útsetti músikina. Við báðum
Ásthildi að segja okkur undan
og ofan af tilurð plötunnar
sem hún er að kynna um
þessar mundir sunnanlands,
en hún er búsett á ísafirði,
fjögurra barna móðir og starf-
ar sem garðyrkjustjóri á
sumrin en í rækjuvinnslu á
veturna.
- Ég byrjaði í upptöku 19. júní
síðast liðinn, á kvenréttindadag-
inn, og var búin að ákveða útgáf-
udag plötunnar á 10 ára afmæli
kvennafrídagsins 24. október,
sem tókst reyndar ekki. En ef ég
á að lýsa hvernig þetta gekk fyrir
sig þá finnst mér þetta hafa verið
eins og fjallganga og nú þegar
platan er komin út er eins og að
sjá yfir síðustu hæðina. Nafnið á
plötunni, Sokkabandsárin, er
komið til af því að flest laganna
spiluðum við í Sokkabandinu.
- Er þessi plata gamall
draumur orðinn að veruleika?
- Já, ég held ég megi segja það.
Ég byrjaði að koma fram á þorr-
ablótum 14 ára með tveim vin -
konum mínum á ísafirði. Við
sungum og spiluðum á gítarjíg vil
stilla mína strengi og slíka söngva
og æ síðan hef ég verið viðloðandi
slíkar skemmtanir, samið gaman-
vísur og flutt þær. Þá söng ég og
spilaði í nokkrum hljómsveitum
áður en Sokkabandið var stofnað
árið 1981.
Þetta ágæta plötuumslag hannaði Ásgeir Júl. Ásgeirsson.
ÖMÉI
OFTÉE
iíUMAN
KEVOLUTIOfJ
Herbeí
CUÐMUN
A KLÞVOtlir lOKI OP C'jAKACCfcK,
IM 7u$r A fttóOM uifu.jjttí*
A&yiCVC A CtjArÍpC Jn Ch& öt-SCl'rJU Ot'
A NAtloM AÚb runrpc K,, PAUSC.A
CbAnyf. 1n ctye fti scTnu of au.
rOAWWTNÖ.
Ásthildur Cecil Þórðardóttir með Sokkabandsárin í hendi sér. Ljósm. Sig.
- Hvers vegna hœtti Sokka-
bandið?
- Þær hinar voru of ungar, segir
Ásthildur hlæjandi... það væri
enn starfandi ef þær hefðu allar
verið á mínum aldri. Sko, fyrst er
maður ungur og kærulaus, svo
kemur barnauppeldið en þegar
það er af hendi leyst kemst maður
út í lífið aftur og hefur tækifæri til
að sinna sínum málum. Því miður
fer þá svo um allt of margar kon-
ur að þær þora ekki að vera til,
sitja bara áfram heima og verða
gamlar. Með þessari plötu vil ég
til dæmis sýna að maður getur
gert það sem mann hefur alltaf
langað til þótt maður sé orðinn
fertugur. Lífið er ekki búið þá.
A
Herbert seigur
Herbert Guömundsson er
ekkert lítillátur í nafngift á
breiðskífunni sinni nýju.
Dawn of the human revolut-
ion-Dögun
mannkynsbyltingarinnar
heitir hún, og enda þótt
meiningin í textanum sé góð
nokk verður að segjast eins
og er að töluvert eru þeir fölir
við hlið svo stórrar yfirlýsingar
hvað varðar form og fram-
setningu. Þaðernefnilega
þannig að ekki góðir enskir
textar eru ekkert betri en
jafngóðir íslenskir; í ofanálag
verkar íslendingur syngjandi
slíka enska texta enn minna
sannfærandi á tungu sem er
honum ekki töm, sem svo aft-
ur bitnar á túlkuninni. Annars
verður að segjast um Herbert,
að hann er skolli lunkinn í að
syngja lög af rólegrataginu
svo sannfærandi sé efnis-
lega, þráttfyrirmisgóðatexta.
En snúum oss að músikinni.
Lagið We can’t walk away
(með undirtitlinum Dawn of the
human revolution), sem töluvert
vinsælt er hér um þessar mundir,
er fagmannlegasta lagið á plötu
þessari hvað úrvinnslu varðar.
Sérstaklega eru bakraddirnar
góðar og ekki lítill hluti af að-
dráttarafli lagsins, en þar nýtur
Herbert dyggrar aðstoðar Magn-
úsar Þórs Sigmundsonar; undir-
leik í laginu annast þeir
Steingrímur Einarsson og Jakob
Magnússon. Annars er heildar-
svipurinn á hlið 1 góður og áferð-
arfallegur, í stíl við snyrtilegt
plötuumslag og textablaðið.
Á hlið 2 semur Herbert sig að
uppruna sínum í íslenskri rokk-
sögu. Til dæmis hljómar eitt lag-
anna þar Quicksand skemmtilega
líkt og þarna sé lifandi kominn
fyrirrennari Herberts í Pelican,
Pétur Kristjánsson, og hafi engu
gleymt né breytt síðan á fyrri
hluta 8. áratugarins. Quicksand
verkar á mig eins og skemmtileg
tímaskekkja, en heildarsvipur-
inn, sem er styrkur hliðar 1, er
ekki til staðar hérna megin. Lík-
lega hefði Herbert bara átt að
halda sig við nútímann og áfram á
sömu nótum eins og á hlið 1, ljúf-
um dansnótum.
Spilamennska er með ágætum
á Döguninni, trommuleikur
reyndar ekki fjölbreyttur í
„gömlu" lögunum, en gítarleikur
Þorsteins Magnússonar finnst
mér ansi skemmtilegur, en hann
leikur í 6 af 10 lögum plötunnar.
Dawn of the human revolution
er sem sagt snotur skífa og líklega
á Geoff Clvert ekki lítinn hlut í að
gera hana svo úr garði með
hljóðblöndun sinni.
A
Þetta er hljómsveitin Dá. Á fimmtudagskvöld treður hún upp á Borginni ásamt Tlc Tac og Vonbrigð-
um, en einnig eiga þá að verða til skemmtunar dansatriði og tískusýning frá Flónni. En látum oss
nafngreina Dáið: Heimir Barðason, Hlynur Höskuldsson, Magnús Jónsson, Eyjólfur Jóhannsson,
Kristmundur Jónasson og Jóhanna Steina Hjálmtýsdóttir... hvað eru mörg Jó í því?
... og þetta sú franska Etron Fou Leloublan sem stóð til að heimsækti okkur í sumar en babb í
bátnum kom í veg fyrir það. Þremenningarnir hyggja nú aftur á íslandsreisu og stefna á leik og söng í
Zafarí um mánaðamótin. EFL er sögð meðal virtustu sveita Frakka, tólf ára gömul en síung og
framsækin og hefur komist í 8. sæti óháða vinsældalistans í Bretlandi.
12 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1985