Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.11.1985, Blaðsíða 15
VIÐHORF Sögulegur landsfundur eftir Helgu Sigurjónsdóttur „Fyrir „lýðrœðiskynslóðina“ varð kjör varaformannsins táknræn í baráttunni fyrir tilverurétti okkar íflokknum. Hér fannst mér vera gefið svar við þvíhvort AB-menn væru tilbúnir til að opna dyr sínar og gluggafyrir breyttum viðhorfum, fyrir okkar viðhorfum. “ Sjöunda landsfundi Alþýðu- bandalagsins er lokið. Sögulegur, tímamótamarkandi landsfundur sem brýtur blað í sögu hreyfing- arinnar ef marka má viðbrögð manna. Eitt ervíst, að varla hefur það farið framhjá neinum, sem á annað borð hefur augu og eyru opin, að landsfundurinn fór fram um síðustu helgi. Fjölmiðlar hafa keppst við að lýsa fundinum og gera úttekt á þeim atburðum sem gerðust þar. Sú hreinskilni, sem réð ríkjum í umræðum, skilaði sér margfalt til baka í áhuga fjölmiðla og al- mennings á málefnum Alþýðu- bandalagsins. Mér finnst umfjöll- un fjölmiðla vera til vitnis um að opinská umræða er afdráttarlaust af hinu góða. Við höfum ekkert að fela. Persónulega hef ég orðið vör við geysilega jákvæð viðbrögð fé- laga og stuðningsmanna. Þegar maður komst í samband við um- heiminn á ný eftir 3ja daga fund- arsetu uppgötvaði maður að fólk um allt land hafði fylgst með og áttað sig á að þarna voru mikil- vægir atburðir að gerast. Ekki svo að skilja að ég óski endilega eftir jafnmikilli drama- tík um hvern atburð í starfi Ab., en hitt er ljóst að sú hræðsla og ergelsi gagnvart fjölmiðlum sem hefur verið áberandi er alls óþörf. Auðvitað kemst allt ekki fyllilega rétt og satt til að skila og síst er dregið úr spennu og dra- matík, en að miklu leyti endur- speglar umfjöllun fjölmiðla þann skilning sem utanaðkomandi leggja í umræðuna. Það kom fjölmiðlafólki í opna skjöldu hversu opinskátt menn ræddu málin. Landsfundurinn var svo fjarri því að vera einhver halelúja-samkoma. Hér var vissulega tekist á. Mikil spenna og tilfinningahiti ríkti samhliða köldum klókindum. Við erum sem betur fer manneskjur af holdi og blóði, og síst veitir bar- áttufólki af skaphita og tilfinning- um. í mínum huga er landsfundur- inn stórkostlegur sigur fyrir Al- þýðubandalagið. Pað er sögulegt gæfuspor að meirihluti lands- fundarfulltrúa sýndi vilja til breytinga bæði á stefnu og starfs- háttum. Þessi „hreyfing", sem í raun varð til á fundinum sjálfum sem samstætt afl, hefur verið nefnd „lýðræðiskynslóðin“. Mörgum hefur gramist mjög þessi nafngift og fundist nærri sér höggvið, þar eð allir aðrir væru með því stimplaðir „ólýðræðis- legir“. Ég þykist ekki skilja þessar hræringar til fulls. Hins vegar veit ég að fjöldamörgum félögum mínum af „lýðræðiskynslóð“ er svipað innanbrjósts. Við viljum einfaldlega hafa áhrif á mótun þess samfélags sem við lifum í. Við erum búin að fá okkur fullsödd af því að láta sífellt aðra stjórna lífi okkar og aðstæðum. Við erum launþegar, eigum börn og erum að basla við að koma yfir okkur húsnæði. Vilji okkar og viðhorf eru fótum troðin af vald- höfum samfélagsins. Við erum mörg, sem höfum valið okkur starfsvettvang innan Alþýðu- bandalagsins vegna þess að það er flokkur launafólks og vinstri jafnaðarmanna. Ýmsir hafa farið aðrar leiðir sbr. Kvennalista og Bandalag jafnaðarmanna. Landsfundurinn sýndi svo ekki varð um villst að við erum á rétt- um stað og á réttri leið. Fyrir „lýðræðiskynslóðina" varð kjör varaformannsins tákn- ræn í baráttunni fyrir tilverurétti okkar í flokknum. Hér fannst mér vera gefið svar við því hvort Abl.-menn væru tilbúnir til að opna dyr sínar og glugga fyrir breyttum viðhorfum, fyrir okkar viðhorfum. Ég get því ekki annað en glaðst í hjarta mínu yfir því að innan okkar vébanda er svo stór hópur af stórhuga og kjarkmiklu fólki. Við stöndum nú á vissum tíma- mótum. Landsfundurinn skilaði okkur forystu sem í eiga sæti full- trúar hinna ýmsu „arma“. Ég vona að henni takist að starfa saman af eindrægni enda þótt viðhorf og reynsla sé ákaflega misjöfn. En forystunni einni mun aldrei takast að uppfylla þær gífurlegu væntingar sem félagar, stuðningsmenn og fjöldi fólks bindur nú við framtíð flokksins. Pess vegna, félagar og stuðn- ingsmenn. Nú skiptir hver einasti einstaklingur máli. Komið til starfa og takið þátt í að byggja upp kraftmikla vinstrihreyfingu, sem einnig á okkar forsendum getur ógnað og hnekkt ofurvaldi fjármagnsins. Helga Sigurjónsdóttir er varaformaður Abi. R. LANDSFUNDUR Landsfundur AB Dagvistun fyrír öll böm Landsfundur Alþýðubanda- lagsins leggur áherslu á að það er samfélagslegt verkefni að tryggja góð dagvistarrými fyrir börn úr öllum þjóðfélagshópum. Fund- urinn hafnar einkarekstri og því að litið sé á dagvistarvandann sem vandamál hverrar fjölskyldu eða hvors foreldris fyrir sig. Af er sú tíð að einungis feður starfi utan heimilis. Nánast allar mæð- ur gera það líka. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til uppeldisstétta og uppeldishlut- verka dagvistarheimila án þess að það sé metið í launum til starfs- manna. A undanförnum mánuð- um hefur víða ríkt neyðarástand á dagvistarheimilum vegna flótta úr fósturstörfum, neyðarástand sem fyrst og fremst kemur niður á börnunum og lýsir sér í öryggis- leysi og almennri vanlíðan. Til að tryggja umönnun og uppeldi yngstu barnanna verður stóraukin uppbygging dagvistar- heimfla að hafa forgang hjá ríki og sveitarfélögum og það tryggt að þau geti sinnt uppeldishlut- verki sínu. Jafnframt þarf að lengja fæðingarorlof til beggja foreldra. 1. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins krefst þess að þegar í stað verði brugðist við því ó- fremdarástandi, sem ríkir í uppbyggingu og rekstri dag- vistarheimila. Landsfundur- inn leggur áherslu á að það er samfélagslegt verkefni að tryggja góð dagvistarrými fyrir börn úr öllum þjóðfé- lagshópum, hafnar einka- rekstri og því að litið sé á dag- vistarvandann sem vandamál hverrar fjölskyldu eða hverr- ar móður fyrir sig. 2. Því verður stóraukin upp- bygging dagvistarheimila að hafa forgang í nánustu fram- tíð og sérlega skal gætt að uppbyggingu fyrir yngstu börnin og skólabörn, en fyrir þau eru fæst rýmin í dag. 3. Að auki verður að búa dag- vistarheimilum góð skilyrði til að sinna verkefni sínu. 4. Á undanförnum mánuðum hefur ríkt neyðarástand á dagvistarheimilum í Reykja- vík og víðar vegna skammar- lega lágra launa starfs- manna. Landsfundurinn heitir á verkalýðssamtökin { landinu að krefjast og ná fram úrbótum á þessu sviði strax, því það er hagsmuna- mál hennar fyrst og fremst að börnum séu búin góð skilyrði til dagvistaruppeldis, ekki síst eins og vinnuþrælkunin er í þessu landi. Á sama hátt má ekki slaka á kröfum til menntunar starfsmanna dag- vistarheimilanna. Lands- fundurinn krefst þess að þeg- ar í stað verði komið á sam- felldum skóladegi og lengri viðveru yngstu nemenda grunnskólans. Málefni neytenda Löggjöf vantar Landsfundur Alþýðubanda- lagsins bendir á að löggjöf til verndar neytendum er í ýmsum efnum langt á eftir því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Lands- fundurinn hvetur þingflokk Al- þýðubandalagsins til að vinna að stórbættri löggjöf um neytenda- vernd, verðlagseftirlit og eftirlit með einokunarfyrirtækum. Setja þarf ný lög um lausafjárkaup, fasteigna-, kreditkorta- og af- borgunarviðskipti. A sama hátt þarf löggjafinn að tryggja stóraukið fjármagn til þessara mála, svo Neytendasam- tökin geti sinnt nauðsynlegri lögfræði- og leiðbeiningarþjón- ustu fyrir almenning og til þess að geta í ríkari mæli staðið fyrir gæð- akönnunum. Landsfundurinn hvetur til þess að neytendastarf í landinu verði viðurkennt í ríkari mæli. í því sambandi skorar hann á sósíalista að fylkja sér í félög neytenda, því aldrei hefur það verið brýnna en nú þegar kaupsýslustéttinni hefur verið gefið aðhaldslaust frelsi til verðákvörðunar. Sömu áskorun flytur landsfundurinn til verka- lýðsfélaganna og hvetur til náins samstarfs þeirra og félaga neytenda. Frá landsfundi: Steingrímur Sigfússon segir Erlingi Sigurðarsyni og Finnboga Jónssyni sögur að norðan. Laugardagur 16. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.