Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 2
Varðveisla og efling íslenskrar tungu Menntamálaráðherra boðar til al- mennrar ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu sunnu- daginn 1. desember nk. Ráðstefnan verður haldin í Þióðleikhúsinu og hefst hún kl. 14:00. DAGSKRÁ: 13:15 Húsið opnað. Hljómskálakvintett leikur íslenzk lög í anddyri. 13:15 Hljómsveit undir stjórn Páls P. Pálssonar leikur lög eftir Árna Thor- steinsson og Emil Thoroddsen í útsetningu Jóns Þórarinssonar. 14:00 Menntamálaráðherra setur ráðstefnuna. Hljómsveit ieikur ísland eftir Sigurð Pórðarson. Ráðstefnustjóri Markús Örn Antonsson kynnir dagskrá. Hljómsveit leikur: Ég vil elska mitt land, eftir Bjarna horsteinsson. Stutt ávörj) flytja: Rithöfundasambandið Sigurður Pálsson, Útvarp Sigríður Arnadóttir, Akureyri Sigfús Karlsson, (nemi) Verkmennta- skóli, AS\ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Iðja Akureyri Armann Helgason, Félag bókagerðarmanna Magnús Einar Sigurðsson, Há- skólinn Guðmundur Jóhannsson, háskólastúdent, ísafjörður Hulda Bragadóttir (nemi) Menntask., Egilsstaðir Gísli Víkingsson (nemi) Menntask. Einsöngur Elísabet F. Eiríksdóttir syngur við undirleik Láru S. Rafnsdóttur lögin: Þú ert, eftir Pórarin Guðmundsson við texta eftir Gest, og Kveðju, eftir Þórarin Guðmundsson við texta eftir Bjarna Þorsteins- son. Hlé. Kaffiveitingar í Kristalssal og Pjóðleikhúskjallara. Bögumæli og slettur. Fjögur leikin atriði, tekin saman og leikstýrð af Jóni Hjartarsyni. Flytjendur eru leikararnir Guðrún h. Stephensen, Karl Guðmundsson, Ragnheiður Tryggvadóttir og Einar Jón Briem. Einsöngur Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur við undirleik Jóns Stef- ánssonar lögin: Draumalandið, eftir Sigfús Einarsson, við texta eftir Jón Trausta, og Svanasöngur í heiði, eftir Sigvalda Kaldalóns við texta eftir Steingrím Thorsteinsson. Stutt ávörp flytja. Bandal. kennaraf. Heimir Pálsson, Máln.bygg.- verkfr. Bergur Jónsson, Máln. Flugleiða Leifur Magnússon, Samt. móðurmálsk. Sigurður Svavarsson, Skýrslutæknifél. ísl. Sigurður Helgason, Orðabók Háskólans Guðrún Kvaran, ísl. málnefnd Bald- ur Jónsson, VSÍ Barði Friðriksson. Einsöngur: Kristinn Sigmundsson syngur við undirleik Jónasar Ing- imundarsonar lögin: Fögur sem forðum, eftir Árna Thorsteinsson við texta eftir Guðmund Guðmundsson, og í fjarlægð, eftir Karl O. Runólfsson við texta eftir Cesar. Ályktanir bornar upp. Ráðstefnuslit Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra. Allir þeir sem vilja stuðla að varðveislu og eflingu islenskrar tungu eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ragnar og SÍS Ragnar Kjartansson forstjóri Hafskipa var aöalmaöurinn fyrir hönd skipafélagsins í viö- ræöunum um samkrull þess og skipadeildar Sambands- ins. Ýmsum kunningjum hans innan Sjálfstæöisflokksins þótti þaö einkar kátlegt, eink- um í Ijósi þess aö á síðasta landsfundi flokksins var Ragnar nefnilega kosinn for- maöur merkrar rannsóknar- nefndar. Undir styrkri forystu Ragnars átti nefndin að rann- saka útbreiðslu SÍS í íslensku efnahagslífi. Hann gæti kann- ski sagt þeim sitthvaö um hvernig SÍS ætlaöi aö færa út kvíarnar í skipabransa...* Frekjuhundar Garðar Sigurðsson, hinn kappsfulli þingmaöur Sunn- lendinga, sagöi í hita um- ræðna á alþingi að trillukallar, sem hefðu þegar veitt næst- um tvöfaldan kvóta sinn og vildu nú fá aö veiða meira, væru „frekjuhundar”. Á opn- um stjórnmálafundi á Selfossi var Garðar svo krafinn sagna um hvað þetta ætti eiginlega aö þýöa. En félaga Garöari brást ekki vígfimin: „í mínu byggðarlagi er oröiö notað yfir þá sem eru ýtnir og duglegir við aö koma sér áfram,” sagöi þingmaðurinn. Svo hugsaöi hann sig um og bætt viö: „Já, í Eyjum þýðir þetta eigin- lega dugnaðarforkur”! ■ Gunnólfur Þórólfsson Eins og kunnugt er af fréttum hefur verið stofnað hlutafélag á Þórshöfn og nágrenni til að annast í umboði aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli fram- kvæmdir viö byggingu hern- aðarratsjárstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli. Fyrirtækiö tekur nafn sitt af fjallinu og heitir Gunnólfur h/f. Einn aö- leigandi í fyrirtækinu er Kaupfélag Langnesinga og var kaupfélagsstjórinn Þór- ólfur Gíslason einn aðal- hvatamaðurinn aö stofnun þessa hermangsfyrirtækis. Mikil andúð er víða meöal heimamanna og nær- sveitunga vegna þátttöku kaupfélagsins í þessu hern- aðarbraski og manna á meðal er fyrirtækið aldrei nefnt ann- að en Gunnólfur Þórólfsson h/ f.a Lúðvík Jósepsson kemur víöa viö í áöurnefndu viðtali í Sportveiðiblaöinu. M.a. segir hann frá kynnum sínum af Karli Bretaprins en þeir fé- lagarnir veiddu saman sumrin löng í Hofsá í Vopnafirði. Lúð- vík segir að Kalli hafi verið lát- laus og þægilegur maður og orðið fljótt góður fluguveiði- maður. Lúðvík er spurður hvort hann hafi ekki fundið fyrir andúð frá Bretunum sem höfðu Hofsá á leigu þessi sumur, en einmitt á þeim tíma geisaði þorskastríð vegna 12 mílnanna þar sem Lúðvík vís- aði veginn í embætti sjávarút- vegsráðherra. „Ég man að einhvern tím- ann þegar ég hringdi í major- 2 SÍÐA — ÞJÓOVILJINN Sunnudagur inn sem hafði ána á leigu og bað um leyfi til að veiða í ánni, þá svaraði hann: „Jú, ætli þú fáir ekki að veiða áfram, en mér finnst sanngjarnt að þú veiðir ekki lengra frá árbakk- anum en sem nemur 12 tommum fyrst þú leyfir bresk- um togurum ekki að veiða innan 12 mílna”.B Mey- dómurinn Hin mikla umræða um AIDS hefur að sögn orðið til þess að frjálsar ástir hafa dottið niður í núll, nema einhverskonar gúmmí komi til bjargar. Því er hætt við að hin stórfallega vísa Steingríms í Nesi sé nú undir öfugum formerkjum, en hún er svona: Meydómurinn mesta þykir hnoss meðan hann er þetta í kringum tvítugt, en verður æði mörgum kvala kross ef kemst hann nokkuð teljandi yfir þrítugt.B Alla-ballar í sportveiði Sportveiðiblaðið er nýkomið út, stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr. Töluvert stríð hefur geisað milli Frjáls Framtaks sem gefur út tíma- ritið „Á veiðum” og veiði- áhugamannsins Gunnars Bender sem gefur út Sport- veiðiblaðið. Ljóst er að í sam- keppni blaðanna hefur „Benderinn” vinninginn og hefur hann fengið í lið með sér við greinarskrifin landsþekkta veiðimenn og blaðamenn og veiðiáhugamenn af öllum helstu dagblöðunum. Ritstjóri Sportveiðiblaðsins er greini- lega þess full meðvitaður hvert pólitískir vindar blása þessa stundina því auk áhug- averðrar greinar annars Þjóð- viljaritstjórans í blaðinu er að- aluppistaðan í blaðinu ítarlegt viðtal við Lúðvík Jósepsson fyrrum formann Alþýðu- bandalagsins og veiðiáhuga- mann með meiru.B Handriðið á Hvoli! Útvarpið hefur löngum verið vant að virðingu sinni og birtir ekki hvaða auglýsingar sem er á öldum Ijósvakans. Á blómatíma pönksins varð til hljómsveitin „Sjálfsfróun”. Hún ætlaði eitt sinn að aug- lýsa ball á Hvoli, „Sjálfsfróun á Hvoli í kvöld”, en auglýsing- adeild útvarpsins neitaði að birta nafn hljómsveitarinnar þar sem það bryti í bága við velsæmi. Hljómsveitarmenn brugðust skjótt við og aug- lýstu í staðinn: „Handriðið á Hvoli í kvöld.” Og auglýsingin flaug í gegn...B Kjartan Jóhannsson í hinu nýja og skemmtilega spili Trival Pursuit, sem ný- lega er komið út, eru 6000 spurningar. Þar af eru 3000 sem snerta íslensk málefni. Hættan á að villur séu margar er eðlileg. Könnun á því hefur því verið mikil. Við mjög ýtar- lega könnun kom í Ijós að vill- ur voru tvær. Önnur var sú að sþurt var: Hvaða þjóðhöfðingi lét lífið í A-Asíu 1985? Svarið á bakhliðinni var: Kjartan Jó- L hannsson.B 1. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.