Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 4
Fugl dagsins Uppúr lokaðri skúffu „þaö má segja aö þessi lög séu tekin upp úr skúffu, sem ég hef haft lokaða alllengi. Þetta er skylt því sem við vor- um að gera í Spilverkinu hér á árum áður, og mér þætti vænt um að fá tækifæri til að halda áfram á þessum nótum. En markaðurinn er harður hús- bóndi, ekki síst hér á íslandi, þar sem hann er undrasmár og mettaður að verulegu leyti með staðlaðri engilsaxneskri iðnaðartónlist. Eneinhver staðar hímir stór og þögull hópur manna sem vill aðra tónlist; - íslenskan tón. Við erum að leita að þessum ís- lenskatón." Það er tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem situr að spjalli með blaðamanni og þeim Ævari Kjartanssyni og Diddú (Sigrúnu Hjálmtýsdóttur). Á- stæðan er plata sem kemur út nú um helgina og ber nafnið „Fugl dagsins". Lögin eru eftir Valgeir, en textarnir eftir Jóhannes úr Kötlum; Valgeir, Ævar og Diddú syngja. Og Valgeir heldur áfram að segja frá plötunni. „Þessi lög hafa sem sagt verið í lokaðri skúffu. Frá því ég fór til Noregs og fékk kúltúrsjokkið um árið. Ég fór á skemtun (með einu emmi!); svona norska vísna- skemmtun með náungum sem heita Knutsen og Ludvigsen. Þetta var áður en Norðmenn unnu á „La det svinge“. Óg- leymanleg skemtun. Sem sagt, ég sá að það var ekki hægt að Iáta Arna Johnsen einan um íslenska vísnamarkaðinn. Og þessar melódíur urðu til af sjálfu sér. Ég raulaði þetta inn á band og síðan hef ég geymt bandið og - Diddú, /€var Kjartans ogValgeir Guðjónsson syngja kvœði Jóhannesar úrKötlumó plötu við lög Valgeirs beðið eftir að fá tækifæri til að gera eitthvað við það. Þegar við vorum að filma á Seyðisfirði ætl- aði ég einu sinni að hlusta á band- ið, lagðist uppí koiu og það heyrðist ekki tíst. Eg hélt að bandið væri orðið úldið, en svo kom í ljós, að það vantaði bara rafhlöður í tækið. Lögin voru öll þarna ennþá og síðan gróf ég upp Ævar Kjartansson og dustaði af henni Diddú og hér er platan komin. 12 lög með textum Jó- hannesar úr Kötlum. Og nú er bara að vona að maður hafi rétt fyrir sér, að til sé fólk sem vill íslenska tónlist af þessu tagi. „En hvernig datt þér í hug að ná í Ævar, ekki er hann þekktur söngvari?" „Einmitt þess vegna. En það eru margir útvarpsþulir góðir söngvarar. Ég vissi að Ævar var hörku samkvæmissöngvari. Og í leyfi frá Útvarpinu“. /Etlaði að verða stórsöngvari „Þetta er alveg nýtt fyrir mig. En sem saklaus sveitamaður ætl- aði ég að verða óperusöngvari,“ bætir Ævar inn í að efni og formi. „Já, Jóhannes hefur mörg and- lit. Og lögin eru líka mjög ólík og fjölbreytt. „Svo söng ég í kór í Menntó með Demetz og kom fram í sjónvarpi árið 1967. Síðan hef ég aðallega sungið í sam- kvæmum. Seint í samkvæmum. Þetta var einhver þráhyggja í Valla að drífa mig í þetta. En ég hef mikla trú á svona kvæðatón- list, hún á sér líka aðdáendahóp, þótt meira fari fyrir þeim sem hlusta á vinsældalistana,“ segir Ævar. „Og ljóð Jóhannesar eru ótrúlega fjölbreytt, í útfærslu. Það var mjög gaman að syngja þau,“ bætir nú Diddú við. Hún kom til landsins í ágúst og á að baki 6 ára klassískt söngnám í London. Næst ætlar hún að halda til Ítalíu, nánar tiltekið til Mflanó, vonandi með vorinu eða „þegar tvíburarnir leyfa.“ Tví- burarnir eru sem sagt á leiðinni í heiminn um áramótin. „Til að hafa þetta nákvæmt,, bætir Valli við: „Strax eftir skaupið á gamlárskvöld.“ „En hvernig er að syngja svona kvæðalög ofaní klassíkina Diddú?“ „Fínt. Ég held þessu alltaf við, það er nauðsynlegt að hafa breidd í söngnum. En auðvitað er þetta allt annað. En mér hefur alltaf þótt vænt um svona tón- list.“ Platan þeirra þremenninganna er gefin út af Pennanum, en auk Valgeirs spila þeir Ásgeir Ósk- arsson, Skúli Sverrisson, Stefán Stefánsson og Rúnar Georgsson á plötunni og svolítið heyrist í Jakobi Magnússyni. þs Og nú er platan komin... (Diddú með sængurver á tvíburana undir hendinni). Mynd: Sig. Gamli Spilverksfílingurinn er alltaf góður. Bara þráhyggja í Valla að láta mig syngja. Þætti vænt um að fá tækifæri til að halda áfram svona pælingum. 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.