Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 15
Hreinrœktuð íslensk byggingarlist HjörleifurStefánsson formaður Torfusamtakanna: Engin rök komið fram sem réttlœta rif gömlu húsanna.Á skilyrðislaust að gera ráð fyrir varðveislu gamalla húsa. Metnaður og áhugi að baki skipulagstillögunni Mín skoöun er sú að við gerð þessa skipulags hefði skilyrðis- laust átt að gera ráð fyrir varð- veislu gamalla húsa, mörg þeirra eru dæmi um verulega góða byggingarlist og má segja að þau séu framlag okkar (slendinga til þessarar listgreinar, sagði Hjör- leifur Stefánsson formaður Torfusamtakanna. „Ég vil ekki segja að þessi skipulagstillaga sem fram er komin sé alvond. í fljótu bragði virðist mér að baki hennar liggi talsverður metnaður og áhugi á mótun umhverfis í miðbænum. En áður en ákveðið er að rífa gömul hús þurfa að koma til mjög sterk rök og í þessu tilviki eru þau ekki fyrir hendi. Matið á þessum gömlu húsum er yfirboðskennt og að mínu mati mjög vafasamt. Húsin á þessu svæði eru góð dæmi um byggingarlist fyrri tíma, hreinræktuð íslensk byggingarlist sem ekki á sér hliðstæðu annars staðar. Það verður að láta þessi hús ráða meira ferðinni þegar miðbærinn er skipulagður, og það er raunar það sem leggja ber mesta áherslu á. Svo dæmi séu tekin er vert að minnast á Aðalstræti 16. Bygg- ingarlistfræðilegt gildi þess á eitt sér að nægja til þess að það sé varðveitt, því hefur að vísu í flestu verið umturnað frá sinni upprunalegu mynd, en þrátt fyrir það er þetta hús ómetanlegt. Og þá má ekki gleyma sögulegu gildi þess.“ En veit fólk nægilega mikið um sögu þessara húsa? „Nei, yfirleitt veit fólk ekki nógu mikið. Það vantar fræðslu- efni um sögu þessara húsa.“ Hjörleifur: Torfusamtökin eiga eftir að móta sína afstöðu til skipulagstillög- unnar Nú tynr skömmu efndu Torfu- samtökin til ráðstefnu um húsa- friðunarmál. Hjörleifur var spurður um ráðstefnuna. „Á þessari ráðstefnu var að sjálfsögðu rætt um framtíð um- ræddra húsa sem nú er hætt við að verði rifin. Um niðurstöður ráð- stefnunnar er það kannski helst að segja að skipaður var vinnu- hópur, sem nú á næstunni mun fara í saumana á þessari skipu- lagstillögu í smáatriðum og móta afstöðu Torfusamtakanna til hennar. Þá var ákveðið að annar hópur geri það sama með Skúla- götuskipulagið, sá þriðji mun einbeita sér að útgáfu og kynn- ingarstarfsemi um húsafriðun og loks var skipaður hópur til að móta tillögur um fjármögnun í sambandi við friðun og varð- veisiu gamalla húsa. Ég vil að lokum endurtaka, að mér finnst þessi tillaga ekki al- vond, en gallarnir eru vissulega stórir“, sagði Hjörleifur. -gg Líst illa á niðurrifshugmyndir Guðrún Óafsdóttir dósent: Kostur út af fyrir sig að eitthvað verði gert. Sorglegtef gömlu húsin yrðu rifin. Það sem mér líst verulega illa á í þessari skipulagstillögu er hug- myndin um að rífa allan þennan fjölda gamalla húsa í miðbænum, það væri ákaflega sorglegt ef sú yrði raunin. En það eru einnig ýmsir kostir við tillöguna að því er mér virðist, sagði Guðrún Ólafs- dóttir dósent um nýja kvosar- skipulagið. „Ef við byrjum á kostunum, þá er það gott út af fyrir sig að tekið er til við að endurskipuleggja þetta svæði, það á að gera eitthvað og það er löngu orðið tímabært. Miðbærinn í núverandi mynd er ósköp tætingslegur og svarar ekki þeim kröfum sem gera verður til miðbæjar. Þar eru ýmis vandamál í sambandi við umferð og bflastæði. Það jákvæð- asta við tillöguna er að þar virðist gert ráð fyrir minni bflaumferð en áður, færri bflastæðum í innsta kjarnanum. Ef hægt er að leysa það snyrtilega er það mjög já- kvætt. Það er sem sé gert ráð fyrir torgum og göngugötum og mér líst ekki illa á það. En eins og ég sagði áðan líst mér afar illa á allar niðurrifshug- myndir. Þarna er áætlað að rífa nokkur af elstu húsum borgarinn- ar, þótt það allra elsta fái reyndar að standa. Það er t.d. ótækt að ætla sér að rífa gömlu húsin á horni Austurstrætis og Lækjar- Guðrún Jónsdóttir: Teikningarnar eru vel unnar, en hugmyndafræðilega er ég ósammála tillögunni. götu. Þótt erfitt sé að fella þau að háhýsunum þarna í kring, er ég ekki í vafa um að það er hægt. Þessi hús hafa þvflíkt menningar- sögulegt gildi að það beinlínis verður að varðveita þau. Auk þess hljóta þau einnig að hafa til- finningalegt gildi fyrir flesta Reykvíkinga sem hafa alist upp við þetta, kannski sérstaklega Lækjartorgið, sem er sérkenn- andi fyrir Reykjavíkurborg. Ég er viss um að arkitektarnir sem unnu þessar tillögur geta gert þetta mun betur, þetta er bara spurning urn hvaða fyrirmæli þeir fá frá stjórnmálamönnum borg- arinnar", sagði Guðrún. -gg GLEÐJIÐ VINIOG VANDAMENN ARNl HRINgUR JÓHANNESSON Gefið íslenskar bækur GAMLAR ÞjóðlífsmyndíR ÁRISt BJÖRNSSON HALLDÓR J. JÓNSSON BÓKAÚTGÁFAN Bjallan Bröttugötu 3a 29410 FLÍSAR Viö hjá JL-Byggingarvörum erum meö hinar viður- kenndu vestur-þýsku Buchtal gæðaflísar. Einnig marmara og allt efni til flísalagna. JL-Staðgreiðslukjör, besta kjarabót húseigenda. DÚKAR Mikið úrval af gólf- og veggdúkum. Bestu efnin til að vinna úr eru alltaf fáanleg í dúkadeild- inni hjá JL-Byggingarvörum. JL-Staðgreiðslukjörin, besta kjarabót húseigenda. MÁLNING Málningardeildind hjá JL-Byggingarvörum býður einhver hagstæðustu kjör á málningu sem til eru á markaðnum í dag. JL-Staðgreiðslukjör, besta kjarabót húseigenda. TEPPI Teppadeildin hjá JL-Byggingarvörum er með allt úrvalið sem fyrirfinnst á gólfteppamarkaðnum. Vanir menn sem leggja teppin. JL-Staðgreiðslukjör, besta kjarabót húseigenda. BYGGINGAVORUR BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600 STÓRHÖFÐA sími 671100 RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND. - midas Sunnudagur 1. desember 1385 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.