Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 6
5TREITA Þaöer erfitt að andmæla því aö íslendingar eru stress- að fólk, og hjólin snúast hratt á íslandi. Þaö mætti skrifa langar og læröar greinar um orsökog afleiöingar. Erverð- bólgan lýsandi dæmi um ís- lenska þjóðarsál, eða erum viö börn verðbólgunnar, sífellt á hlaupum til að halda í við hjól hennar? Við erum fá í stóru landi og því verða fáir að gera margt ef við ætlum að reka það samfélag sem við höfum komið upp. Við erum líka dellufólk mörg og göngumst upp í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Flestir atast í öllu og er umbunað fyrir. Hver þekkir ekki manninn, sem gengst svo upp í starfi sínu fund- arhöldum, eða pólitík að honum finnst tímaeyðsla að slappa af. Allt er tímaeyðsla nema það sem á einhvern hátt snertir starf hans og frama. Og konurnar eru lítið betri: Hversu margar konur vinna úti fulla vinnu en leggja metnað sinn í að halda öllu stöðugt í fullkomnu standi heimafyrir: þær pússa og prjóna, skúra og sauma. Allar helgar. Aldrei óskipulögð mínúta til hvíldar. Aldrei skilið eftir óupp- vaskað. Þegar nokkrir borgarar spjölluðu saman um streituna í heita pottinum sagði einn: „Ég þekki bara einn mann sem er í fullkomnu jafnvægi. Hann er svo leiðinlegur að hann er að drepa alla í kringum sig.“ Og annar bætti við: Já, maður verður að vera léttgeggjaður til að verða ekki alvarlega snarvitlaus? Ég efa að svona setningar gætu heyrst annars staðar en á íslandi og ætla ég þó sannarlega ekki að andmæla þessum skoðunum. Víst er að svolítil spenna er nauðsynleg í lífinu, ekki síst á ís- landi. En ekki viðstöðulaus spenna. Við verðum að taka strauminn af á milli. Þegar sýður upp úr kjötsúpupottinum lækk- um við strauminn. Við látum ekki brenna við og það gagnar heldur ekki að setja lóð á lokið. Þess vegna gagnar ekki að skella í sig nokkrum tvöföldum eða fá sér róandi töflu og halda að spennan minnki. Það eru til önnur og var- anlegri ráð. Lítum nánar á streituna. Við finnum sjálf þegar við erum mjög spennt í skrokknum og höfum flest einhver einkaráð til að ná okkur niður, - gönguferð sund- sprettur, sjóðandi bað og tónlist á fóninn. En það dugar sjaldnast nema til næsta dags. Það var sagt- að Carter fyrrv. Bandaríkjaforseti hefði verið dæmi um mann, sem aldrei mætti í vinnuna fyrr en hann var búinn að eyða tveimur klukkutímum í að lesa vandlega allan póstinn sem honum barst. Hann vann stanslaust til 7 á kvöldin og leit helst ekki upp. Hann var svo hræddur um að „gata á prófinu." Reagan hefur annan hátt á . Það má nefnilega velta því fyrir sér hversu langt Reagan hefur kom- ist þrátt fyrir skoðanir sínar. Hann er þekktur fyrir að lesa að- eins helminginn af póstinum sem honum berst. Og hverfa skyndi- lega úr vinnunni - taka sér göngu- ferðir, án þess að láta nokkurn vita. (Öryggisverðirnir komust að þessu þeim til mikillar skelf- ingar). Og hann hættir kl. 3 að vinna. Þeir segja að að hann af- kasti tvöfalt á við Carter með sína 10 tíma. Og þetta er ekki bara skemmtisaga. En hvenær er streitan orðin hættuleg og hvað er í raun hættu- legt við streitu? Fyrir utan líkam- lega og andlega vanlíðan er streitan raunverulega hættuleg heilsu okkar, einkum hjarta og æðakerfinu. Með líkamsrækt, slökun og hollu matarræði styrkj- um við líkamann og minnkum líkur á hjartasjúdómum. Andleg hvíld er líka nauðsyn, því streitan kemur ekki bara af mikilli vinnu, og röngum vinnustellingum. Hún kemur að verulegu leyti innan frá, og sú streita læknast ekki þótt við fáum betri stól til að sitja á við vinnuna. Við þurfum að skoða allt okkar daglega líf, umhverfið, matar- ræðið, vinnustaðinn og heimilið. Líf okkar er fullt af gerfiefnum, gerfimat og gerfiþörfum sem skilja okkur eftir strekkt og tóm. Gakktu við sjó og sittu við eld sagði álfkonan. Hver þekkir ekki róandi áhrif þess að sitja við sjó og hlusta á sjávarniðinn, - eða horfa inn í eld. Eldur og vatn eru náttúrukraftar eins og loft og jörð. Návist við þessa krafta gef- ur okkur styrk og innri ró af því tagi sem engin lyf megna. Sem betur fer er lífið á íslandi fjölbreytt, náttúran rík gefandi og nálægt okkur og fjölbreytt við- fangsefni sem draga oft úr steitu. Og við erum líka dellufólk, og tökum heilsuræktina mörg föst- um tökum. En það eru enn of margir sem sitja fast á rassinum, spenntir og stífir og telja sig helst ekki þurfa að hreyfa sig nema til að kveikja í sígarettu. Hvernig væri að taka sér tak? ÞS Heilrœði Gakktu með sjónum sé þér langt; sittu við eldinn, sé þér krankt. Ef að þín er hyggjan hrelld, hlýddu mínum orðum: Gakktu við sjó og sittu við eld; svo gerði ég forðum. Þessi spakmæli eru höfð eftir ís- lenskri álfkonu og líklega fyrstu heil- ræðin sem íslendingum eru birt ef þeir eru þjáðir af streitu og kvíða. Úr „Fagrar heyrði ég raddirnar”. Einar Ól. Sveinsson. Nokkrir punktar: Líkaminn bregst við streitu eins og bráðri hættu Stöðug sgenna getur valdið vöðvagigt Afleiðingar streitu eru algengari en ætla mætti Sá sem er spenntur reynir oft að halda spennunni við Nokkur streita er gagnleg og eykur hæfni manna Spenna getur dregið úr ónæmisvörnum líkamans Mestu streituvaldarnir eru fráfall maka og skilnaður Líkamsrækt og slökun eru góð ráð við streitu Punktar um strcitu og streitustigin hér á upnunni eru fengin að láni úr grein Eiríks Arnar Arnarsonar í tbl. 3/1985 í Heilbrigðismálum en hann hefur einnig ritað grein um svcfnlcysi, — úrræði án lyfja, í sama rit. Að lœra að stjórna spennunni rœttvjðyfirsálfrœðinggeðdeildarBorgarspítalans, dr. Eirík Örn Arnarson, um streitu Dr. Eiríkur Örn Arnarson er yfirsálfræðingur á geðdeild Borg- arspítalans. Við hittum hann að máli uppá 13. hæð í Borgarspital- anum og spurðum hann fyrst hvað væri streita. „Streita er stundum skilgreind á sama hátt og í eðlisfræðinni, þ.e. þegarmálmurerspenntur yfir ákveðið mark koma í hann brestir og síðan gefur hann sig. Önnur skilgreining er skilgreining sálfræðingsins Selye, sem fyrst- ur ritar um streitu, en hann kallar svo lífeðlisleg viðbrögð við þeim kröfum sem gerðar eru til líkam- ans. Hvorug þessi skilgreining er fullnægjandi, þar sem áhrif um- hverfisins gleymast. í sjálfu sér eru atvikin í lífi okkar hlutlaus, það er mat okkar á aðstæðum sem segir til um hver áhrif atburð- anna eru á tilfinningar okkarog líkama. Það fer því alveg eftir því hvaða skilgreiningu við notum, hvað við köllum streitu. Streita getur staf- að af andlegum, sálrænum orsök- um, sem skapa líkamlega spennu. Streita er að einhverju leyti óhjákvæmileg, hún er and- staða slökunarinnar þegar við erum t.d. að fara til útlanda eða að gifta okkur, en hvort tveggja er oftast með því ánægjulegra sem fólk gerir.“ „Streita er ekki alltaf neikvæð. Er streita manninum nauðsyn- leg?“ „Það má segja það. Vandinn er að nýta þá spennu sem færir okk- ur áfram, sem knýr okkur til framfara og betra lífs, án þess að láta hana ná völdum yfir okkur. Við þurfum að stjórna spennunni sjálf með því að læra að slaka á. Aðeins er miklu algengara að spennan stjórni okkur, og þannig lendum við inní vítahring, sem mjög erfitt er að komast út úr nema með því að endurhugsa daglegt líf okkar, störf og venj- ur.“ „Hvað er það sem gerist í lík- amanum þegar við spennumst upp? „Lfkaminn bregst þannig við, að orkuframleiðslan eykst, andardrátturinn verður hraðari, hjartað fer að slá örar og eykur strauminn á súrefnisríku blóði um líkamann. Vöðvarnir spenn- ast til þess að takast á við þá hættu sem okkur finnst vofa yfir. Blóð- straumurinn tillJtlimanna eykst, en minnkar til innyflanna. Melt- ingarstarfsemin minnkar og hættirum stundarsakir. Þannig er þurrkur í munni eitt af fyrstu ein- kennum spennu, blóðrennsli til höfuðsins eykst og heilastarf- semin örvast. til þess að skerpa eftirtekt okkar. Hendurnar kóina og blotna svo að átakið styrkist. Þessi viðbrögð líkamans eru rétt, þegar hætta vofir yfir og við þurfum t.d. að hlaupa hraðar eða stökkva hærra en annars þyrfti. Þannig hefur þetta verið alla tíð. En á þessari öld hraðans er að heita má stöðugt eitthvað sem veldur slíkum viðbrögðum, rétt eins og við séum í bráðri hættu hverja stund dagsins. Alltaf eru viðbrögðin þau sömu, svo það er auðskilið hvflíkt álag þetta er á líkamann.“ Streitan kemur oft eftir á „Nú eru margir sem halda því fram að minniháttar erfiðleikar valdi meiri streitu en meiriháttar áfall. Að þeir bregðist jafnvel betur við alvarlegum atvikum og sýni þá meiri rósemi og sjálf- stjórn en við minniháttar atvik, t.d. þegar þeir missa af strætó. Getur þetta verið rétt?“ „Já, við mikið skyndilegt álag bregst líkaminn ákveðið við og gengur á forðabúr líkamans. Við finnum því oft ekki fyrir streitu á meðan við göngum í gegnum stórvægilega viðburði, en hins vegar finnum við mikið fyrir streitunni eftir álag.“ „Nú er stundum talað um tvær manngerðir sem 'bregðast misvel við streitu - A menn og B menn. Er eitthvað til í sljkri skil- greiningu?" „Það er alltaf erfitt að setja menn í flokka. Maður sem virkar rólegur, getur verið afar spenntur, og ör maður getur Eiríkur Örn stundar sjálfur sund af kappi. Á floti í nýju lauginni á Seltjamarnesi. stundum verið afslappaður. Það hefur verið talað um að A menn- irnir séu þessir framagjörnu, vinnusömu þjarkar, sem alltaf eru á síðustu stundu, slappa helst aldrei af, finnst það tímaeyðsla,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.