Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 19
________________MINNING_______________________ Signý Sigurlaug Smáradóttir fædd 1.12. 1984, dáin 15.9. 1985 Drottinn er skjól mitt, ég skelfast þarf eigi, skyggi með stormum um ævinnar hjarn, honum ég treysti á hérvistarvegi, hann hefir frelsað mig, ég er hans barn. Drottinn er skjól mitt og athvarfið eina. Ó, þangað stefnir öll hjarta míns þrá. Ljúfust er hvíld þar og lækningin meina, lífgandi huggun ef sorgirnar þjá. W.O. Cushing - þýð. óþekktur. hennar var stutt, þó skyldi hún eftir sig minningu sem máist ekki. Hún var hraust og efnileg og miðlaði ást og gleði meðal sam- ferðamannanna. Söknuður for- eldranna, stóra bróður og amm- anna og afanna er mikill. Við stöndum hjá hnípin og segjum, hversvegna? En þeirri spurningu verður aldrei svarað. Öll eigum við gleðina yfir því að hafa séð og tengst þessari litlu elskulegu stúlku. Öll áttum við bjartar vonir um þroska hennar og þótt hún sé nú horfin, eigum við minninguna um brosin henn- ar sem munu ylja okkur um ó- kominn tíma. Hún bar nafn ömmu sinnar Signýjar Sigurlaugar Tryggva- dóttur frá Þórshöfn og langa- ömmu sinnar frá Höfn á Strönd. Foreldrar Signýjar litlu eru hjón- in Guðbjörg Hilmarsdóttir og Smári Einarsson Raufarhöfn. Við hjónin vottum þeim og öllu þeirra venslafólki innilega samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í þessari þungu sorg. Hulda Pétursdóttir Hún Signý okkar var annað óskabarn foreldra sinna og gleði- geisli heimilisins, en fljótt getur gleði breyst í sorg, er Alheims- faðirinn kippti þessum geisla til sín aftur, breytti honum í Ijúfar minningar og æðra líf, sem þess- ari ungu blómarós hefur verið ætlað af hendi Guðs að starfa að. Þessi litla mær var alnafna mín og víst leitaði á huga minn, að við skryppum í heimsókn nú síðla sumars, þótt langt væri'á milli, en þótt margt virtist mæla þar í móti var eins og eitthvert ósýnilegt afl ýtti svo á, að ekki varð móti stað- ið sem betur fór, handleiðsla, þar sem ég hafði ekki séð hana frá því að hún varð skírð, né heimsótt son minn og hans fjölskyldu. Þótt vitað sé, að aldrei ráði neinn sínum næturstað kom mér síst til hugar að ég sæi hana nöfnu mína ekki oftar, en bið algóðan Guð að styrkja foreldra hennar og bróður, létta þeim sorgina, mýkja með fögrum minningum á ársafmælinu nú 1. desember. Minningin um þennan fagra gleðigeisla vermi hug okkar allra. Amma Signý litla er horfin hún hefur kvatt okkur, álíka og blíður sumardagur kveður. Jarðvist Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress.' Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljaiis, sími 81333 Laus hverfi:_______________________________ Hamraborg, Frostaskjól, Granaskjól, Ofanleiti, Miöleiti. Seltjarnarnes - Strandir. Fossvogur Það bætir heilsu 02 hae að bera út Þjóðviqann Kona óskast Stéttarfélag í Hafnarfirði óskar eftir konu í hlutastarf á skrifstofu félagsins. Starfiö felst í almennum skrifstof- ustörfum svo sem vélritun, símavörslu, spjaldskrár- vinnu o.fl. Góö vélritunarkunnátta er nauðsynleg. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf umsækjenda, þurfa að berast í pósthólf 218 Hafnarfirði, eigi síðar en sunnudaginn 15. desember n.k. I—I—I :N D “S' beinið vioskipíum vkkar J til þeirra sem auglýsa í ^ ÞjóðvHjanum 1 Í.V.VCrLL'L cJmŒmB&mi iil / Fjölbreyttari og betri þjónusta en áður var. Næturhólf — geymsluhólf. Öll innlend og erlend bankaviðskipti. Sunnudagur 1. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.