Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 14
Kvosin hvað nœst? í Þjóðviljanum s.l. fimmtudag var flett ofanaf þeirri glansmynd sem aðrir fjöl- miðlar hafa brugðið upp af nýrri deili- skipullagstillögu fyrir Kvosina. Viðbrögð við viðtölum blaðsins og dæminu sem tekið var af varðveislugildi Austurstrætis 22, hafa verið mikil og góð og hafa fjöl- margir lesendur haft samband við blaðið vegna þessa. Greinilegt er af viðbrögðum manna að fáir hafa gert sér grein fyrir hvað þarna er á ferð, hvorki hvað varðar hið stórfellda niðurrif sem fyrirhugað er né þau áhrif sem stóraukið byggingamagn mun hafa á umferðarþungann í og kringum Kvosina. í þessum samtölum hafa ýmsir minnt á annað álíka plagg, sem þó var miklu minna í sniðum: Tillöguna haustið 1977 um að rífa 11 reisuleg timburhús við Hall- ærisplanið og byggja „myndarlega“ í þeirra stað. Þeirri áætlun Sjálfstæðis- flokksins var hrundið í kosningunum 1978 og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Þjóðviljinn ræðir í dag við þrjá Reyk- víkinga sem allir gjörþekkja gömlu byggðina í miðbænum og hafa á undan- förnum árum unnið vasklega að varð- veislu hennar. Fjölbreytni í húsagerð, byggingarefni, byggingarstíl og stærð er í margra augum fremur kostur en löstur á Kvosinni. Hún segir ákveðna sögu um verkþekkingumetnaðoglífþeirrasemreistuhúsin.sögusemerauðlesinþeimsem leggja sig eftir henni. Ljósm. Síg. Hugmyndafrœðilega ósammóla tillögunni Guðrún Jónsdóttir arkitekt: Þetta verður ón ef aumdeild tillaga. Allt of mikið rifið. Sögulegi þótturinn gleymist Þessi tillaga verður án efa um- deild. Teikningin að þessu er ákaflega vel útfærð, en hug- myndafræðilega er ég gjörsam- lega ósammála tillögunni og það er synd ef ekki verður lögð meiri rækt við þennan borgarhluta en raun ber vitni, sagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt. „Án þess að hafa kynnt mér tillöguna í smáatriðum verð ég að segja að mér finnst að allt of mikið eigi að rífa af gömlum hús- um í miðbænum, og ég er ósam- mála því hvernig gildi þessara húsa er metið. Það er ekki nægi- lega mikið tillit tekið til söuglega þáttarins, það virðist alveg gleymast að þessi hús hafa að geyma íslenska byggingarsögu eins og hún leggur sig, liggur mér við að segja. Þarna er hluti sögu okkar og borgarinnar. í húsunum má sjá marga vel gerða hluti, í þeim eru falleg hlutföll og þetta gerir það að verkum að óráðlegt væri að láta þau hverfa. Mér væri t.d. mjög sárt um húsið við Aðal- stræti 16, og raunar mest alla gömlu byggðina við Aðalstræti. Elsti hlutinn af húsinu við Aðal- stræti 16 er frá árinu 1785, frá tíma innréttinganna. Mér finnst þetta fallegt hús sem mikil eftir- sjá yrði að. Það er áætlað að skilja eftir eitt og eitt hús, eitt við Aðalstræti og annað við Lækjargötu, en það eru allt of veikir hlekkir. Húsin sem á að rífa eru Reykvíkingum afar mikilvæg. Það má vissulega og þarf að byggja á þessu svæði, en það er víða hægt að byggja án þess að rífa það sem fyrir er”, sagði Guðrún. -gg Guðrún Ólafsdóttir: Það væri ákaf- lega sorglegt ef þessi gömlu sögu- legu hús hyrfu af sjónarsviðinu. Ljósm. Sig LEHDARI Verjum kvosina Hjarta Reykjavíkur er ekki stórt. Það er Kvos- in, spildan sem liggur á milli Lækjargötu, Tjarn- arinnar, Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Slagæð- ar borgarlífsins liggja út frá þessu smáa og lát- lausa svæði, sem vegna hefðar og sögulegrar uppbyggingar bæjarins hefur orðið að heimsmiðju, sem líf þúsundanna sem borgina byggja hefur legið í kringum á ótal ósýnilega vegu. Kvosin er þessvegna partur af lífi allra Reykvíkinga, og raunar allra þeirra sem sækja erindi sín í einhverjum mæli til höfuðborgarinn- ar. Hún er hluti af persónulegri fortíð, partur af minningum og æsku sem kemur aldrei aftur en lifir hljóðlátu lífi í fylgsnum hugans, kannski vegna þess að hjá börnum borgarinnar er hún fléttuð saman við kennsluleitin í Kvosinni, gömlu húsin, sem rifja upp fyrir okkur eitthvað hálfgleymt í hvert sinn sem leið okkar liggur um hana, gamlan vin, hlátur, eitthvað horfið. Vegna þessa er Kvosin bæjarbúum svo undarlega dýrmæt, og þessvegna þarf að fara um framtíð hennar með nærfærni og gát. Því má ekki heldur gleyma, að um langan aldur var Reykjavík nánast ekkert nema Kvosin. Kvosin er upphaf bæjarins, þar standa elstu húsin í borginni. Þessvegna hefur hún ekki .einvörð- ungu persónulegt gildi, heldur líka sögulegt mikilvægi. Nú er loksins búið að gera tillögu að skipulagi Kvosarinnar til frambúðar. Það er sannarlega ámælisvert, að við þá vinnu var þeim flokkum sem starfa öndvert meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur ekki gert kleift á neinn hátt að taka þátt í þróun tillagna. Þær voru ekki heldur unnar á neinn hátt í sam- vinnu við skipulagsnefnd borgarinnar þetta er vert að benda á, vegna þess að með slíkum vinnubrögðum er hinn lýðræðislegi réttur minni- hlutans þverbrotinn, og jafnframt komið í veg fyrir að önnur og fleiri sjónarmið hafi áhrif á framtíð Kvosarinnar. Nú er það að sönnu rétt, að svo virðist sem vönduð og mikil vinna liggi að baki tillögunum og sumt er þar vel gert. Þar má til dæmis nefna menningarmiðstöðina sem er fyrirhuguð á gamla Steindórsplaninu. Þetta er rétt að nefna, til að sýna það að skipulagstillögurnar eru ekki alvondar. En það eru á þeim verulegirog alvar- legir gallar, og það er rétt að vekja eftirtekt á því, að kunnuáttumaður um skipulagsmál og helsti oddviti Alþýðubandalagsins í þeim efnum í borginni, Sigurður Harðarson arkitekt hefur kallað þessar tillögur „stærsta skipulagsslys íhaldsins“. Tillögurnar fela það nefnilega í sér, að 20 til 30 hús, öll á meðal þeirra elstu í Kvosinni, verði einfaldlega rifin, þurrkuð út. Þannig er gert ráð fyrir að öll timburhúsin við Austurstræti og Lækj- argötu milli Reykjavíkurapóteks og Nýja Bíós hverfi á einu bretti. Og í staðinn, - hvað á að reisaístaðinn? Fimm hæða virki úrsteinsteypu! Þetta er auðvitað ekkert annað en einskonar stórskotaliðsárás á hjarta Reykjavíkur einsog þjóðin þekkir það í dag. Þetta hrikalega niðurrif getur enginn maður samþykkt. Hver vill fimm hæða steinbákn í staðinn fyrir gömlu timburhús- in við Torgið? Að ætla sér að rífa þessi gömlu hús er ekki bara slys frá fagurfræðilegu og menningar- sögulegu sjónarhorni, heldur skemmdarverk á fallegasta og hlýjasta bletti þessarar borgar sem vex svo hratt, að hún þarf á öllum sínum tengslum við fortíðina að halda. Með því að rífa þessi 20 til 30 af elstu húsum borgarinnar yrði skorið á taug sem tengir fortíð og nútíð, á taug sem aldrei yrði aftur hnýtt. Það má aldrei verða. Kvosina verður að veria. -OS 14 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN Sunnudagur 1. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.