Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.12.1985, Blaðsíða 13
Ahrif eldgosa á veðurfar Okkur íslendingum ætti að leika nokkur forvitni á að vita hvaða áhrif öflug eldgos hafa á veðurfar. Allir kannast við frásagnir af Móðuharðindun- um miklu og hörmungunum sem fylgdu á eftir Skaftáreld- um 1783. Þar kom vafalítið til versnandi veðurfar sem átti ræturað rekjatilgossins sjálfs. Það spúði milljónum tonna af gastegundum og miklu magni af fíngerðu sáldri háttíloftupp. Athuganir í Mexíkó Vitað er um stórgos á borð við hamfarirnar á Krakatá 1883 er höfðu merkjanleg áhrif á sólgeisl- un til jarðar. Nútíma vísinda- menn hafa hins vegar sjaldan fengið tækifæri til að kanna þessi áhrif náið, sumpart vegna þess að slík umbrot eru fremur sjaldgæf. Það er heldur ekki auðvelt að stunda rannsóknir í veðrahvolf- inu á stóru svæði. Veðrahvolfið eru neðstu 10 kflómetrarnir í guf- uhvolfinu jarðar. Menn verða einnig að teygja sig hærra; upp í heiðhvolfið þar fyrir ofan. Gosið í St. Helenufjalli í maí 1980 þeytti miklu dökku skýi til himins en askan var svo gróf að mest af henni hafði fallið til jarð- ar að fáeinum vikum liðnum. Var enda talið þá þegar að nánast öll gjóska sem slík hefði ekki afger- andi ill áhrif á veðurfar vegna þess hve fljótt hún skilaði sér nið- ur. Mikilvæg staðfesting á að gos- gufur vega þyngra á metunum fékkst á árunum 1982-1984, eftir eldgos í vesturhluta Mexíkó. El Chichón Gosgufur eru ýmsar loftteg- undir sem losna við eldgos úr kviku í gosrásum eða annars stað- ar á yfirborði jarðar. Nefna má vatnsgufu, brennisteinsdíoxíð (samband brennisteins og súrefn- is), kolefnisgös, flúorvetni og fleira. í ágúst 1982 hófst eldgos í fjallinu E1 Chichón. Eftir þrjár stuttar en öflugar þeytigoshrinur var efri hluti fjallsins horfinn. Fjallið er fremur lítið og hafði ekki bært á sér í 600 ár. Það teng- ist væntanlega plötumótunum sem geyma upptök jarðskjálft- anna í landinu fyrir ekki löngu. Brennisteinssýra myndast Óvenju mikið af brennisteins- gufum þeyttust upp í allt að 20-26 kílómetra hæð og fáum vikum síðar lá mjótt ský vestur af fjal- linu alla leið umhverfis hnöttinn. Á 2 árum dreifðist skýið um allt norðurhvel jarðar og hluta af suðurhvelinu. Magn brenni- steinsgufunnar er áætlað 3,3 milljónir tonna. Líkt og í gosinu úr Lakagígum gengu brennisteinslofttegundirn- ar í samband við vatn í andrúm- sloftinu og varð þá til brenni- steinssýruúði; einar 20 milljónir tonna af örsmáum sýrudropum. Mátti sjá úðaskýið á gervitungla- myndum. í um 2000 km fjarlægð frá eldfjallinu reyndist úðaskýið um 140 sinum þéttara en svipað ský frá St-Helenufjalli tveimur árum áður; í sömu fjarlægð frá upprunastaðnum. Athuganir með tækjum í loft- belgjum sýndu að hitastig í há- loftum hækkaði, trúlega vegna þess að úðaskýið gleypti í sig sól- geislun auk þess sem það endur- kastaði henni að hluta. Afleiðing þess er sú að hitastig í neðri hluta veðrahvolfsins lækkar. Banda- rískir vísindamenn reyna að meta lækkunina og birta tölur á milli 0,3 og 0,5 gráða fyrir norðurhvel jarðar. Erfitt reynist að staðfesta! þær vegna þess að margir aðrirj þættir í „veðurvél“ jarðar geta ýmist jafnað hitasveifluna eða valdið annarri álíka. Talið er að úðaskýið hafi haft áhrif á loft- strauma í háloftunum. Þeir reka lægðir áfram og kemur þar fram önnur atlaga að veðurfarinu, ým- ist til hækkunar eða lækkunar á meðalhita á ákveðnum stað. ísland ó blaði Vísindamenn nokkurra þjóða hafa lengi stundað rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli. Þeirra á meðal eru bandarískir og danskir fræðimenn og íslending- urinn Sigfús Johnsen. Komið hef- ur fram að sýrustig íssins, ef þannig má að orði komast, eykst hér og hvar í kjörnunum. Með aðstoð gjóskulaga (fíngert ryk) og þó sérstaklega með athugun- um á hlutfalli súrefnissamsæta er aldur íssins í kjörnunum sæmi- lega þekktur. Súru kjarnahlut- arnir eru á sömu árabilum og ýmis stór eldgos er menn vita um í sögunni. Þannig finnast ummerki t.d. eftir Krakatárgosið, umbrot- in í Katmai í Alaska 1912 og Heklugosið 1947 í Grænlandsísn- um, auk margra forsögulegra gosa sé miðað við íslandssöguna. Allt ber því að sama brunni: Öflug eldgos, og gosefni, rík af brennisteinsgufum, geta haft um- talsverð áhrif á veðurfar á stórum svæðum. Basaltgosin á íslandi eru meðal þeirra eldsumbrota á jörðinni sem framleiða hlutfalls- lega mikið af brennisteinsgufum. Stórgos á borð við áðurnefnda Skaftárelda eða gosin í Eldgjá um 930 hafa haft og munu hafa vond áhrif á veðurfar hérlendis um tíma og vafalítið víðar á norður- hveli jarðar. Það er full ástæða fyrir íslend- inga að fylgjast vel með rann- sóknum á afleiðingum eldgosa á veðurfar. Vilji lesendur Þjóðviljans fræðast meira um efnið er þeim m.a. bent á kafla eftir Níels Ósk- arsson í „Eldur í norðri" (Reykjavík 1982), og á kafla um gosgufur Skaftárelda í safnritinu stóra frá Máli og menningu (1985). Lesi menn ensku má t.d. vísa þeim í grein eftir Harald Sig- urðsson og fleiri í nýjasta hefti tímaritsins Jökuls (1985). B: Vatnsgufuský blandað gosgufum og fíngerðu dusti. C: Gjóskufall úr gosmekkinum undan vindi í veðrahvolfi. D: Hraunstraumur og gosgufur sem losna úr honum. E: Kvika stígur í gosrás; gosgufurnar „sjóða“ burt í gignum. Öflugt gos úr eldfjalli: A: Brennisteinsgufur hafa hvarflast við vatn og brennisteinssýruúði fýkur undan háloftavindum uppi í heihvolfi ofan krossalínunnar. STUNDUM GENGUR DÆMIÐ EKKIUPP HVERNIG SEM REYNT ER Sum dæmi eru flóknari en önnur. Ekki síst ef í þeim eru margir lítt þekktir þættir. Þá ganga þau ekki alltaf upp. Sumar framtíðaráætlanir eru þess konar dæmi. • ♦ íív' RAÐGIAFARSTOÐ m HÚSNtÐISSIOFNUNAR LEITAST VIÐ AÐ GERA FLÓKIÐ DÆMI EINFALT - FYRIR ÞIG Stefnir þú á húsnæðiskaup? Við erum reiðubúin að veita þér aðstoð við slíka framtíðaráætlun. BYRJAÐU á að koma til okkar. Við veitum þér alhliða ráðgjöf endurgjaldslaust. Þú skýrir okkur frá óskum þínum og aðstæðum og við reiknum út fyrir þig gjaldþol og greiðslubyrði. Þannig kemur í Ijós hvort efnahagur þinn leyfir slíka fjárfestingu. Best er að engar óþekktar stærðir séu í dæminu. LEITAÐU RÁÐA STÖÐVARINNAR LÁTTU ÞITT r ÆMI GANGA UPP Húsnæðisstofnun ríkisins Sunnudagur 1. desember 1985, þjóÐVILJINN - SÍÐA 13 LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 28500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.